Helgarpósturinn - 26.04.1984, Blaðsíða 6

Helgarpósturinn - 26.04.1984, Blaðsíða 6
INNLEND YFIRSÝN Á aSalfundi miðstjómar Framsóknar- flokksins í fyrra var ákveðið að reyna að finna Ieið til að tryggja áfrcimhaldcuidi rekst- ur Tímans, dagblaðsins sem flokkurinn hítfði gefið út í 68 ár, eða leita nýrra leiða útgáfumálunum. Ljóst þótti að eitthvað þurfti að gera því blaðið hafði verið rekið með stöðugum halla um árabil. Lífgunartilaunir höfðu ver- ið reyndar eftir að mjög hafði sigið á ógæfu- hliðina í rekstri blaðsins á seinni hluta síð- asta áratugar, en þær tókust ekki sem skyldi. Afleiðing ákvörðunar miðstjómarinnar leit svo dagsins ljós á þriðjudaginn var. Nýtt dagblað, NT, tók þá að renna af völsum prentvélarinnar í Síðumúla; blað níunda áratugcirins, segja aðstandendur þess. Framsóknarfíokkurinn er hættur að gefa út dagblað. Nýtt útgáfufélag, Nútíminn hf., tók við rekstri Tímans um síðustu mánaða- mót, gaf blaðið út óbreytt fyrst í stað, en gjörbreytti því nú í vikunni sem fyrr segir. En hvað varð um gamla Tímann? Er mál- gagn Framsóknarflokksins horfið af sjónar- sviðinu? Verður NT hliðhollt Framsóknar- flokknum? Spumingar sem þessar hafa heyrst í röðum framsóknarmanna síðustu daga. NT kemur þeim jafn nýstárlega fyrir sjónir og öðmm og sumir þeirra em áhyggjufullir. „Það hafa náttúrlega orðið algjör um- skipti hvað varðar málgagn Framsóknar- flokksins," segir Ingvar Gíslason, alþingis- maður flokksins. ,Tramsóknarmenn standa nú í algjörlega nýjum sporúm, en ég vil ekkert úttala mig um þetta nýja blað fyrr en einhver reynsla er komin á það. En Ingvar er ekki sérlega áhyggjufullur um að Framsóknarflokknum verði úthýst í NT. „Kjörorðin sem blaðið hefur valið sér falla vel að stefnu flokksins, það er ekki til flokkur sem dekkar þau jafn vel og Fram- sóknarflokkurinn," segir hann. í haus nýja blaðsins stendur „NT, Tíminn. Málsvari • Framsóknarflokkurinn er hœttur að gefa út Tímann en framsóknarmenn eru uongóðir um að NT reynist þeim haukur í horni. Wiil Liðinn Tími? frjálslyndis, samvinnu og félagshyggju ...“ Einkunnarorðin vom ákveðin sameiginlega af útgáfustjóm blaðsins og ritstjórum, að sögn Hákons Sigurgrímssonar, formanns útgáfustjórnarinnar. I fyrsta tölublaði NT varð skelfileg prent- villa í hausnum: þar sem átti að standa „félagshyggju" stóð Jrjálshyggju". Þetta framtak prentvillupúkans hefur að sjálf- sögðu verið rækilega auglýst á síðum hinna dagblaðanna, og Steingrímur Hermanns- son, formaður Framsóknarflokksins, tekur þátt í gríninu og segir í samtali við HP: „Það var spor í rétta átt hjá NT að breyta kjörorð- inu úr frjálshyggju í félagshyggju, það er mun nær stefnu Framsóknarflokksins." Steingrímur segist þó sakna þess að hafa ekki gcunla nafnið, Tíminn, yfir þvera forsíð- una. „Ég verð ánægður ef þeir setja gamla nafnið með í hausinn á forsíðunni," segir hann. „Ég vil ekki taka neina afstöðu til nýja blaðsins fyrr en ég sé hvemig blaðið verður skrifað. Það var tekin ákvörðun um að út- gáfufélagið hefði aigjört frjálsræði um það hvernig blað yrði gefið út. En í þeim örfáu tölublöðum sem þegar em komin út hef ég ekki rekist á neitt sem ég get túlkað sem skrif andstæð hagsmunum Framsókncir- flokksins,” segir Steingrímur. Það sem íhcildsscimir frcimsóknarmenn sætta sig síst við í umskiptum blaðsins er e.t.v. sú staðreynd að nafn flokksins er hvergi nefnt, þótt hann eigi 40% í útgáfufé- laginu. Þessum framsóknarmönnum finnst eins og blaðið vilji þannig ekki kannast við eigendurna, að það sé svolítið eins og bam sem skammast sín fyrir hvað foreldramir em gamaldags. ,T>að er ekkert óeðlilegt að einhver tor- tryggni grípi þá sem hafa fengið Tímann eftir Hallgrim Thorsteinsson sinn í 69 ár,“ segir Hákon Sigurgrímsson. „Það er ekkert leyndarmál hverjir foreldr- arnir em. Eigendumir em náttúrlega Fram- sóknarflokkurinn og framsóknarfólk, hlut- hafarnir em yfir 200, en NT er ekki flokks- málgagn í sama skilningi og Tíminn var og það liggur ekki fyrir nein samþykkt um það hvemig blaðið eigi að hegða sér gagnvart flokknum; stuðningur við hann er háður ákvörðunum þeirra sem ritstýra blaðinu og skrifa í það.“ Magnús Ólafsson ritstjóri, sem reyndar er tengdasonur hins ritstjóra NT, Þórarins Þórarinssonar, segir ritstjómarstefnuna í stjómmálaskrifum NT vera einfaida: „Við styðjum frjálslynd umbótasinnuð stjóm- málaöfl sem starfa í anda félagshyggju og Sctmvinnu. Það er ljóst að Framsóknarflokk- urinn stendur næst þessari stefnu okkar en við styðjum cilla sem starfa samkvæmt þessum formerkjum." Steingrímur Hermcinnsson snýr þessu við og segir: ,Tramsókn£irfIokkurinn er frjálslyndur og umbótasinnaður félags- hyggjuflokkur, og meðan blaðið er skrifað í þeim £mda, þá sé ég ekki að við þurfum að óttast málgagnsmissi." ,T»etta er ekki í fyrsta skipti sem reynt er að fá aðra íslendinga en bændur til að lesa Tímann, eða breyta honum úr klaustur- pósti í lifandi blað," segir Jónas Guðmunds- son rithöfundur, einn hluthafanna. ,Jin flokkshagsmunir hafa þó oftast hindrað slíkar tilraunir þegar til lengri tíma var litið, því það er vont að hafa yfirleitt rangt fyrir sér í blöðunum, jafnvel árum Sciman. En ég hygg að með þessu nýja átaki sé þó verið að gera heiðarlega tilraun til að búa til raun- verulegt dagblað og það sem hér skiptir mestu máli er það, hvort það verður áfram skrifað fyrir bændur og Austur-Þjóðverja eða fylgi óháðri frjálsri stefnu. Mér finnst nú vera meiri skilningur á því hjá Framsókn, að blöð þurfa frelsi til þess að þrífast," segir Jónas. ERLEND YFIRSYN • Figueiredo forseti vill fá að ráða eftirmanni sínum. Herforingjastjórn Brasilíu reynir skipulegt undanhald Reynslan sýnir, að herforingjar í löndum Rómönsku Ameríku eiga hægara með að hrifsa völdin en láta þau aftur af hendi með þeim hætti sem þeir kysu. Hershöfðingjar og aðmírálar, sem stjómuðu Argentínu af grimmd og fégræðgi síðasta áratug, sitja nú flestir bak við lás og slá og bíða dóms fyrir verk sín, eftir að þeir kollsigldu sig með því að ana út í stríð við Breta um Falklandseyj- ar. Og þessa dagana brýst heríoringja- stjórnin í Brasilíu, fjölmennasta ríki Róm- önsku Ameríku, um á hæl og hnakka í ör- væntingarfullri tilraun til að halda tökum á stjómmálaþróun í landinu. Joao Baptista Figueiredo, forseti herfor- ingjastjórnarinnar, var staddur í opinberri heimsókn á Spáni, þegar í Brasilíu reis mót- mælaalda gegn þeirri ákvörðun ríkisstjóm- arinnar að láta forsetakosningar á næsta ári fara fram með þeim hætti sem herfor- ingjarnir hafa notað upp á síðkastið til að tryggja völd sín. Hafa þeir látið kjörmanna- samkundu velja forsetann, og búið svo um hnúta að þar ráði vilji herstjómarinnar hvað sem þjóðarvilja líður. Aðferðin er sú, að öll fýlki Brasilíu em látin velja jafn marga fulltrúa í kjörmcinna- samkunduna. Þannig hefur Sao Paulo með 13 milljónir íbúa sama vægi við forsetakjör og Acre, þcir sem 115.000 manns búa. í fá- mennu fylkjunum ráða herinn og banda- menn hans í hópi atvinnurekenda og stór- eignamanna lögum og lofum og bera þann- ig fulltrúa mikils meirihluta Brasilíumanna ofurliði við forsetcikjör. Stærsta skref herforingjastjórnarinnar til þessa til að skila völdum í hendur þeirra sem hljóta fulltingi í almennum, lýðræðis- legum kosningum, var þegar fylkisstjórar voru vcúdir í almennum kosningum í hitteð- fyrra. Þá komu í ljós óvinsældir herforingja- stjórnarinnar meðal almennings. Harðir andstæðingar heríoringjastjómarinnar náðu kjöri víða um landið, þar á meðal í báðum fjölmennustu fylkjunum, Sao Paulo og Rio de Janeiro. Síðan þessar kosningar fóru fram hefur kreppan í heimsviðskiptum leikið efnahag Brasilíu illa. Atvinnuleysi sverfur að í stórborgunum, en herforingja- stjómin tregðast við að hlaupa undir bagga með fylkisstjómum, sem andstæðingar hennar ráða. Afleiðingin er að eymd og óöld ágerist jafnt og þétt. Glæpamenn vaða uppi, lögregla og dómstólar hafast lítt að, og er svo komið að aftökur án dóms og laga eru tíðkaðcir í þeim hverfum stórborgcinna sem harðast verða úti í glæpaöldunni. Við þessar aðstæður hefur risið krafa um að skrefið til lýðræðisstjórncir sé stigið til fulls við fyrsta tækifæri, í forsetakosningun- um á næsta ári. Stjómarandstaðan á þingi hefur borið frcim tillögu um stjómarskrár- breytingu á þá leið, að forseti skuli þjóð- kjörinn 1985 og kjörmannakeríið lagt niður. Tillöguflutningi stjómcircindstöðuflokka hefur verið fylgt eftir með fjöldafundum í helstu borgum. Náðu þeir hámarki, þegar milljón manna kom saman í miðborg Sao Paulo í fyrri viku til að fylgja eftir kröfunni um þjóðkjör forseta. Undirtektir Brasilíumanna undir tillögu stjórnarandstöðunncir um þjóðkjörinn for- seta vom svo eindregnar, að raðir stjómar- liða á þingi tóku að riðlast. Að minnsta kosti 40 þingmenn stjórnarflokksins, sem ber nafn sósíaldemólá-ata með lítilli rentu, lýstu yfir fylgi við fmmvarp stjómarandstöðunn- arum stjórnarskrárbreytingu. Við þessi tíðindi hraðaði Figueiredo for- seti heimför frá útlöndum og kynnti þjóð- inni í sjónvarpi tillögur herforingjastjómar- innar um afturhvarf til lýðræðislegra stjórnarhátta. Meginatriði þeirra er, að kjörtímabil forsetans sem velja á að ári verði stytt um helming, úr sex árum í þrjú, og þjóðkjörinn forseti taki við völdum eftir almennar kosningar árið 1988. Þar að auki býðst Figueiredo til að skerða vemlega völd herforingjcistjórnarinncU' þau þrjú ár sem eftir em valdaferils hennar samkvæmt stjómarskrártillögu hans. Til að mynda yrðu heimildir forseta til að stjórna með tilskipunum án tillits til vilja þingsins skertar vemlega, honum yrði ekíu lengur heimilt að leggja á skatta með for- setaúrskurði. Sömuleiðis yrði tekið upp kjör í almennum kosningum í stöður borg- arstjóra og ýmsar aðrar valdastöður, sem alríkisstjórn eða fylkisstjómir skipa nú í að geðþótta sínum. Alls óvíst er að þessar tilslakanir nægi til að fleyta herforingjastjóminni fram yfir for- setakosningar á næsta ári. Fylgið við tillögu stjórnarandstöðunncir um þjóðkjör forseta þegar í stað má marka ai því, að síðasta verk Aureliano Cháves varaforseta, áður en eftir Magnús Torfa Ólafsson hann bauð Figueiredo velkominn heim úr utanlandsförinni, vcu- að lýsa yfir stuðningi sínum við fmmvarp stjómarandstæðinga um stjórnarskrárbreytingu. Til þess að breyta stjómarskrá Brasilíu þcirf tvo þriðju atkvæða á þingi. Hvorki sá hluti sósíaldemókrata sem heldur tryggð við Figueiredo né stjórnarandstöðuflokk- arnir í sameiningu, auk þess hluta af stjóm- arflokknum sem gengið hefur til liðs við þá að koma á þjóðkjöri forseta, hefur slíkum auknum meirihluta á að skipa. Stjómar- skrármálið er því í sjálfheldu á þingi eins og stendur. Markmið Figueiredo forseta með tilslökun sinni er að reyna að kljúfa stjórn- arandstöðuna að því marki, að heríoringj- arnir hafi tök á því að ráða vali næsta for- seta í kjörmannasamkundu. í því skyni hef- ur hann boðið stjómarandstöðunni til Scimningaviðræðna. I þeim viðræðum verða öll umdeild atriði nema eitt á borðinu til umfjöllunar, segir forsetinn. Þetta eina atriði, sem herforingjastjórnin tekur ekki í mál að gera að samningsatriði, er að kjör- mannasamkundan sem hún ræður velji næsta forseta að ári. Til að búa í haginn fyrir samninga upp á þau býti sem herforingjastjómin vill, og jafnframt til að sýna að herinn sé enn nokk- urs megnugur, lýsti Figueiredo yfir neyðar- ástandi í höfuðborginni Brasilia og nær- liggjandi hémðum. Vom allar opinberar samkomur bannaðar á því svæði í tvo mán- uði. Þar að auki er hemum heimiluð rit- skoðun á pósti, útvarpi, sjónvarpi og blöð- um. Lögreglunni em heimilaðar húsleitir og handtökur án dómsúrskurða. Tilskipunin um neyðarástand vau-ð til þess að uppúr sauð í höfuðborginni. Stúd- entar flykktust hundmðum saman í þing- húsið og tóku það á sitt vald. Lýstu þeir því yfir, að þetta væri gert til að tryggja öryggi þingmanna og gera þeim fært að afgreiða tillögu stjórncu-cmdstöðunnar um stjómar- skrárbreytingu án ótilhlýðilegs þrýstings og ógnana. Þegar síðast fréttist hafði þinghöllin ver- ið rýmd án blóðsúthellinga, en ólga var enn mikil í höfuðborginni. 6 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.