Helgarpósturinn - 26.04.1984, Blaðsíða 13

Helgarpósturinn - 26.04.1984, Blaðsíða 13
ég. Jæja, það er kannski ekki alveg rétt. En maður getur ekki verið góður í þessu nema maður sé sterkur, maður þarf að vera sterkur til að byggja upp góða vöðva. Heldurðu að þú gætir barið mig? Sjálfur er ég þess fullviss að svo sé... Ég er enginn slagsmálahundur ef þú átt við það, gæti aldrei lamið neinn. Nei, ég gæti örugg- lega ekki lamið þig. Hún er reyndar höfðinu lægri en ég, samt er ég ekki viss um nema hún færi létt með að tuska stólsetumenn einsog mig til. Handleggimir em þéttir... Ég er að vísu sterkari en margir strákamir sem koma hingað inn cif götunni, heldur hún áfram. En þegar þeir fara að æfa verða þeir fljótt sterkari en ég. Djöfull ertu ógeðsleg! Verðurðu ekki fyrir miklu umtali og aðkasti frá alls konar ókunnugu fólki? Ég hef til dæmis heyrt kjaftasögur, um hormóna og þessháttar... Já, mér f innst oft að fólk reyni af öllu hjarta að líta niður á mig og setja út á mig. Ég er auðvitað aðal hormónatröllið í bænum, lifi bara á hor- mónatöflum. Aðrir koma til mín og segja: djöfull ertu ógeðsleg! eða eitthvað í þeim dúr. Nú hef ég orðið íslandsmeistari í þessu þrjú ár í röð og þá er kannski ekki nema eðlilegt að einhver kjaftagangur fari af stað. Ef fólk hefur ánægju af þessu, þá má það hafa sínar kjíiftasögur í friði fyrir mér. Ég reyni að láta það ekki hafa áhrif á mig. Margir halda að vaxtarræktarfólk hljóti að vera talsvert miklu heimskara en „normai" fólk- ið? Leyfum því bara að halda það... ansar Hrafn- hildur stuttaralega, álítur jjessar aðdróttanir greinilega ekki svaraverðar. En er ekki leiðinlegt að vera eilíflega að ham- ast í þessum tólum og lyfta lóðum? Þetta er erfitt og þetta krefst rosalegssjálfs- aga. Maður verður að gefa allt, annars nær mað- ur engum árangri. Svo þarf maður líka að passa uppá það hvað maður étur, það er ömurlegt að þurfa alltaf að passa uppá matinn. Eiginlega það leiðinlega í annars skemmtilegu sporti. En nátt- úrlega verður maður þreyttur á þessu öðru hvoru, það kemur í mann smáleiði og þá er ekkert annað að gera en að hvíla í smátíma, viku eða svo. Maður verður að læra að spila á skrokkinn á sér. Þegar ég verð leið tek ég nokkra daga til að æfa mig, hleyp, fer í badminton eða bailett. Líkaminn verður að fá hvíld - það er ekki síður mikilvægt en að æfa. Fiskur í morgunmat Segðu mér, hvemig er týpískur dagur í lífi þínu, dagur í lífi keppniskonu í vaxtaríþróttum? Ég vakna svona klukkan níu-hálftíu. Ég verð að fá mikinn svefn, mína átta tíma. Annars er ég hálf slöpp og líður ekki vel. Síðan byrja ég dag- inn á því að elda fisk - það var erf itt að venja sig á það í upphafi, en nú hef ég komist upp á Iagið með að gera það á hverjum morgni. Það er eins konar morgun-hádegismatur. Síðan gleypi ég fullt af vítamínpillum. Veistu hvað ég gleypi margar vítamínpillur á dag? Nei, svara ég forvitinn. Tíu? Svona áttatíu á dag, fullyrðir Hrafnhildur. Það em nú öll hormónin, jurtavítamín, náttúmleg vítamín. Nú, eftir þennan morgun-hádegismat er ég komin á æfingu svona hálftólf-tólf og æfi í svona tvo tíma. Svo fer ég heim og fæ mér skyr, brauð og egg eða eitthvað svoleiðis. Því- næst kem ég aftur hingað uppeftir og vinn til svona tíu. Þannig em nú flestir mínir dagar meira eða minna. Snýst ekki allt líf ykkar Vcixtarræktarfólksins um kaloríur, spyr ég munandi eftir að hafa lesið að Jón Páll hafi minnkað kaloríuinntöku sína úr 10 þúsund kaloríum á dag niður í 18 hundmð áður en hann sló í gegn á sviði vaxtarræktar- innar. Hvað inbyrðim margar kaloríur á dag? Svona þrjú þúsund. Það fer svolítið eftir því hvað er að gerast. Ef það er mót framundan, þá er það eitthvað minna. Þú vinnur héma uppfrá sem leiðbeinandi. Er það þinn eini starfi? Já, sem stendur. Reyndar er ég menntaður sjúkraliði og hef unnið við það öðm hvom. Satt að segja leiðist mér það starf hálfpartinn. En það er náttúrlega ágætt að geta hlaupið í það þegar mann vantar pening. Eg vann til dæmis sem sjúkraliði um jólin síðustu - það er vel borgað á jólunum. Hefur þér aldrei dottið í hug að fcira í íþrótta- kennaraskólann, þú sem ert svona mikil sport- manneskja? Jú, ég var að velta því fyrir mér einu sinni. En þá var ég með asma og gat ekki synt og gat ekki heldur verið á skíðum útaf hælunum, svo það kom eiginlega ekki til greina. Ég hefði orðið að sleppa heilmörgum námsgreinum. Hinir gera sama gagn Langar þig aldrei til að delera, sleppa gjör- samlega fram af þér beislinu...? Vera algjör subba meinæðu, bætir Hrafnhild- ur um betur og glottir. Drekka mig útúr. Ef það er mót framundan geri ég ekkert sem gæti skemmt fyrir mér. En þegar er hvíldar- og upp- byggingartí'mi, þá læt ég ýmislegt eftir mér sem mig langar ailtaf til að gera. Fæ mér í glas, mér þykir til dæmis gott að fá vín með matnum. En ég reyki aldrei. Attu þér einhver áhugamál fyrir utan sportið? - Nauðsynleg spuming; við lifum jú í hinu mikla hobbíþjóðfélagi... Hrafnhildur veltir vöngum, hristir svo haus- inn: I rauninni ekki. Ég hef gcimcin af því sem ég er að gera, fíla í botn að vera í þessu sporti! Onnur bráðnauðsynleg spuming: karlmenn. Laðast Hrafnhildur meira að vaxtarræktargæj- um en öðmm karlmönnum? Ja, mér finnst skrokkurinn á þeim fcillegri. En einsog ég hef einhvem tíma sagt áður, þá gera hinir sama gagn... Ekki laust við að það örli á írónískum glampa í augunum. Áttu mann? Ég er í sambúð. Nei, hann kvartar ekki. Hann er sjálfur í djassballett, hleypur og stundarýms- ar íþróttir. En hcmn er ekki í vaxtarræktinni. Þetta samband væri líklega ómögulegt ef ég væri ein um að vera svona. Þú hefur ekki velt fyrir þér bameignum, gæti það farið saman bamsfæðing og vaxtarrækt? Nei, ég er ekkert á þeirri línunni. Ekki ennþá. Ef það mundi gerast, þá yrði ég náttúrlega að taka því. En ég hef ekkert velt því sérstaklega fyrir mér. En auðvitað mundi bamsfæðing setja stórt strik í reikninginn. Vil ekki verða feitkerling Stefnirðu kannski á það að vera vaxtar- ræktarkona fram á efri ár? Hrafnhildur hafði áður tjáð mér að hún væri 25 ára, eldgömul, einsog hún orðaði það. Ég hætti þegar ég er búin að fá nóg. Annars eru margar hundgamlæ konur að keppa í þessu, sú elsta sem ég veit um er 42 ára. Ég held allavega út í 5 - 6 ár í viðbót. Ég á líka eftir svona tvö ár í það að verða ánægð með sjálfa mig. En það er allt að koma. Og ég mun alltaf reyna að halda mér í einhverju formi, ég vil ekki verða feit kerling þegar ég verð stór... Ég spurði þig áðan hvort vaxtarræktarfólk sé heimskara en annað mannfólk - þarf maður ekki að vera alveg manískur til að standa í þessu? Kannski. Margir em mjög hissa á því að ég skuli nenna þessu. Margir vom til dæmis mjög hissa á því að ég skyldi ekki fara í sumarfn' í fyrra af því ég var að æfa. En mér hefndist líka fyrir það, mér hefði verið nær að reyna að hvíla mig svolítið. Það fór allt í klikk, vöðvabólgur og vesen. En svona gengur þetta fyrir sig, maður lærir smátt og smátt á sjálfan sig, maður verður að reka sig á til að læra. Meðan við spjöllum hefur smátt og smátt verið að færast líf í salinn, nokkrir hressilegir náungar • em farnir að fikta í tólunum og lóðunum, ærið gróandalegir á skrokkinn og horfa dálftið undir- furðulega á fölan og grautarlegan blaðamann- inn. Þeir reka upp hlátursroku þegar þeir heyra næstu spurningu. Sjálfselska og sjálfsdýrkun Er þessi vaxtarrækt ekki eintóm sjálfselska og ónáttúmleg sjálfsdýrkun? ' Það ber enginn meiri virðingu fyrir þér en þú sjálfur, skýtur sá inní sem hló hæst. Svo er hann á braut. Hrafnhildur veltir þessu fyrir sér andartak. Kannski finnst henni spumingin ekki svaraverð. Svo segir hún hugsi: Ég er sjálfsagt sjálfselsk. Það er mér hjartans mál að standa mig sem best í þessu, það finnst mér skipta mestu máli, að standa sig vel. Maður eyðir náttúrlega rosalegum tí'ma í sjálfan sig. En það gerir heldur enginn cinnar. Er það ekki skrítin tilfinning að sýna sig hálf- ber uppi á sviði fyrir framan f jölda manns? Fyrst var það erfitt, vissulega. Nú finnst mér það rosalega gaman, þetta á vel við mig og mér líður vel meðan ég er að þessu. Og úr því mér finnst gaman, þá hlýtur auðvitað allt að ganga betur. Satt að segja var ég feimin hér í eina tíð, rosalega feimin. Það er að skána, enda dugir ekkert annað á mótum en að koma óhræddur fram og standa sig. Nú em áhorfendur meira að segja farnir að hafa hvetjandi áhrif á mig, til dæmis í „free-pósinu“ á ísíandsmótinu, þá gekk allt upp þegar ég þurfti mest á því að halda. Hrafnhildur horfir á mig spyrjandi augnaráði - skilur hann slettuna? Ég kinka kolli: free-pós = frjálsæ stellingar... Flestir muna sjálfscigt eftir þessu úr sjónvarpinu. Að ég sé fúlskeggjuð... Hormónin aftur. Það er mikið rætt um lyfja- tökur íslenskra fþróttamanna um þessar mund- ir. Þekkir Hrafnhildur dæmi þess að íslenskir vaxtarræktarmenn byggi sig upp með hormón- um? Maður er alltaf að heyra sögur um að hinn og þessi taki þetta og hitt. Ég þori ekki að fullyrða um það. Svo heyri ég líka sögur um að ég sé fúlskeggjuð og svo framvegis. Ég held að það kæmi nú fijótt í ljós ef kvenfólkið færi að neyta hormóna. Maður hefur jú ekki nema einn skrokk og það er aldrei að vita hvaða áhrif svona lyf haia þegar fram líða stundir. Hrafnhildur er einsog áður segir þrefeúdur íslandsmeistari í vaxtarrækt kvenna. Auk þess hefur hún tvívegis keppt erlendis, fyrst á Evrópumóti og síðan á Heimsleikum kvenna. Um næstu mánaðamót fer hún aftur til keppni á Evrópumóti - ef axlimar halda síðan helvítis strætóinn keyrði á mig, segir hún og bætir við að hún geti ekki æft eins og hún vildi þessa dagana. Evrópumótið var alveg lost, segir hún. Ég var svo langt á eftir hinum, algjör rati. Heimsleik- arnir í fyrra vom strax skárri, maður er smátt og smátt fæinn að geta keppt við þá sem em í þessu erlendis. Er í raun að nokkm að keppa fyrir þig lengur hérna á íslandi verandi þrefaldur meistari? Langar þig ekki að reyna getu þína útí' hinum stóra heimi? Égvildi gjaman búa í Kalifomíu í svona eitt ár og æfa og keppa þar. Keppnismennimir héma em ekki nema svona þrjátíu og mér f innst vanta fleiri í sportið, meiri samkeppni. En manni finnst vanta áhuga á því að rífa þetta upp. Stjómin í félaginu er handónýt - ég á víst að heita gjaldkeri í henni. Formaðurinn fór ekki alls fyrir löngu til Kalifomíu til að æfa og hringdi svo nokkm síðar og sagðist vera hættur. Þannig þurftu ég og fleiri keppendur að standa í alls konar reddingum fyrir síðasta mót, náttúrlega ættu einhverjir aðrir en keppendumir að standa í slíku. Ég mættí kannski nota tækifærið til að auglýsa eftir einhverjum til að taka þetta að sér... Því er komið á framfæri: vaxtarræktarfólk óskar eftir stjómanda og skipuleggjanda....

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.