Helgarpósturinn - 26.04.1984, Blaðsíða 24

Helgarpósturinn - 26.04.1984, Blaðsíða 24
M ■ WBikil sundrung ríkir nú í Aiþýðubandalaginu og verkcilýðs- {élögunum.Þessirimma kemurekki síst fram í undirbúningi 1. maí há- tíðahaldanna, en eins og komið hefur fram í fréttum hafnaði Dags- brún Ásmundi Stefánssyni, for- seta ASÍ, sem aðalræðumanni dagsins. Það sem hefur hins vegar ekki komið fram er að Dagsbrún gekk svo langt í kröfu sinni um að Guðmundur J. Guðmundsson yrði aðalræðumaður, að Guð- mundur Hallvarðsson, fulltrúi Dagsbrúnar í fulltrúaráði verka- lýðsfélaganna, lýsti því yfir að Dagsbrún setti það sem skilyrði fyrir þátttöku sinni í hátíðahöld- unum að aðalræðumaður yrði frá Dagsbrún. Ásmundur Stefánsson mun ekki hafa lagt fram neinar óskir um að verða aðalræðumaður há- tíðahaldanna en ástæðan fyrir hin- um mikla bægslagangi Dagsbrún- armanna mun vera sú að innan- hússtríð hefur ríkt milli þeirra og ASÍ síðan Guðmundur J. gekk af fundi ASÍ þegar samningar ASÍA'SÍ lágu fyrir. Guðmundur hefur ekki sýnt sig á ASÍ-fundum síðan og hef- ur endursent öll gögn frá ASÍ til föðurhúsanna... || H elgarpósturinn hafði sam- band við Aðalheiði Bjarnfreðs- dóttur, formann Sóknar, vegna deilnanna um 1. maí, en Sóknar- konur heifa lýst því yfir að þær muni ekkert aðhafcist þennan dag og Aðalheiður hefur ennfremur neitað að vera fundarstjóri á Lækjartorgi. Aðalheiður sagði við HP að fulltrúaráð verkalýðsfélag- anna sem skipuleggur 1. maí væri gjörsamlega óþarft og ætti að vera búið að leggja niður fyrir iöngu. „Fulltrúaráðið er samkunda nokk- urra kalla sem kjósa sjálfa sig i stjórn verkamannabústaða og ríf- ast um 1. maí ávarpið þangað til það er orðið að óskapnaði sem enginn botnar neitt í,“ sagði Aðal- heiður við HP.... u ■ WHeira um 1. mai óeirðir: Samtök kvenna á vinnumarkaði áttu sæti í fulltrúaráði verkalýðsfé- laganna og settu fram sínar kröfur um kjörorð og borða í kröfugöng- unni. Endar náðu það illa Sciman að til stóð að göngurnar yrði tvær: verkalýðsfélög annars vegar og konur hins vegar. Þessu var þó bjargað á síðustu stundu með samkomulagi og munu konur sam- takanna ganga saman undir eigin borðum og kjörorðum á ákveðn- um stað í göngunni. Samtökin munu hins vegar efna til sérstaks útifundar eftir gönguna og verður sá ekki haldinn á Lækjartorgi held- ur á Hallærisplani... M B WHikil óánægja hefur lengi ríkt með rekstrarstjóm Ölfusborga og mikill hiti færðist í leikinn í vet- ur er stjórnin lét reisa baðhús á staðnum án leyfis og varð það mál frægt í fréttum. Næstkomandi laugardag verður haldinn aðal- fundur stjórnar Ölfusborga og er búist við mikilli hallarbyltingu og að formaðurinn, Halldór Bjöms- son hjá Dagsbrún, og flestallir stjórnarmanna verði látnir fjúka... Eskki er langt í það að íslend- ingcu' geti drukkið sitt bjórlíki í heimahúsum í stað þess að sækja þá pöbba sem að undanfömu hafa sprottið upp víðsyegar um landið. Bjórgerðarsalan Áman í Reykjavfk er nú byrjuð að framleiða svokall- að bjórblendi sem inncm skamms verður farið að selja í matvöm- verslunum. Bjórblendi er að efni til sama uppistaðan og notuð er við blöndun á bjórlíki pöbbanna. Með sölu þess í matvöruverslunum verður mjög auðvelt fýrir aJmenn- ing að tilreiða sinn eigin bjór á skömmum tíma, því allt sem til þarf í kolluna er einn sjúss al blendinu á móti einum siúss ai vodka sem síðan er fyllt upp með pilsner og öllu hrært saman þang- að til lögurinn freyðir vel. Ekki er að efa að þessi handhæga lausn á bjórbanninu verður vinsæl og þar með víst aðeins orðið tímaspurs- mál hvenær áköfustu andstæðing- ar áfengs öls fara að falla hver al öðrum ofan úr fílabeinstuminum 1L_ urgur hefur verið í nöinnum vegna forystu Handknatt- leikssambands íslands, eins og frcim hefur komið hér í HP og víðar. Hafa verið uppi óánægjuraddir með störf forystunnar sem hafa einkum beinst gegn formanninum, Friðrik Guðmundssyni,og við lá um tíma að gerð yrði tilraun til að fá hann settan af. Inní þessar deilur komu f járöflunaraðferðir Ámunda Ámundasonar sem tekið hafði að sér að safna upp í skuldir HSÍ, en þær munu hafa verið vemlegar frá stjórnartíð Júlíusar Hafstein. Þessar deilur hefur nú lægt nokk- pð, en þær færast trúlega í aukana ciftur er dregur til ársþings sam- bandsins um miðjan mcú. Friðrik mun þar sækjast eftir áframhald- andi formennsku, en sumar heim- ildir herma að hann njóti ekki stuðnings nema eins annars stjórnarmanns. Andstæðingar Friðriks, þ. á m. aðrir stjómarmenn og gcimlir stuðningsmenn Júlíuscu- Hafstein, em hins vegar búnir að finna mótframbjóðanda, fyrst Júlíus sjálfur er búinn að hafna framboði. Sá er Pétur Rafnsson í Bandag. Hvernig atkvæðagreiðsl- an á ársþinginu gerir upp á milli þeirra Friðriks og Péturs vehur Vcifalaust mjög á því hver fjárhags- staða HSÍ verður þá, en HP heyrir úr herbúðum formannsins að hún sé nú mun betri en í tíð Júlíusar. Tekist hcifi að greiða niður skuldir um 1,5 milljón króna og peningar séu í kassanum. Skipulagsmál HSÍ og mótahald gætu því orðið meira gagnrýnisefni gegn Friðrik á þing- inu en fjármálin. Víst er að í átök stefnir meðal handknattleiksfor- kólfa á næstu vikum ... c kálkaskjól tvö, en svo nefnist nýjasti pöbbinn í Reykjavík, opnaði með glans skömmu fyrir páska. Eitthvað urðu menn samt súrir á svipinn er þeir hölluðu sér upp að barnum á staðnum, því ekkert bjórlíki var að sjá þar, hvernig svo sem þeir rýndu. Stað- rejmd málsins mun vera sú, að staðurinn hafði fyrir breytingar að- eins léttvínsleyfi og þar eð bjórlíki inniheldur sterkan mjöð vcir eig- endum Skálkciskjólsins meinað að selja þann gulfreyðandi. Það sann- aðist því þarna eins og svo oft áður, að ekki er sopið ölið þótt í könnuna sé komið... < fleX Heíps rep8,r H 350 poo og næring frá REVLON tk ilt hafa hárið lifandi, mjúkt og með silkiáferð þá er FLEX fyrir þig. Fur aldrei verið auðveldara að finna rétt shampoo og næringu. Þú leggur ein- faldlega litinn á tappanum á minnið. _______Litur á tappa Shampoo fyrir venjulegt hár blár Næring fyrir venjulegt hár blár Shampoo fyrir þurrt og litað hár bleikur Næring fyrir þurrt og litað hár bleikur Shampoo fyrir feitt hár grænn Næring fyrir feitt hár grænn Shampoo fyrir líflaust hár brúnn Næring fyrir líflaust hár brúnn Hagkvæmustu kaupin FLEX shampoo og næring fyrir venjulegt, þurrt og feitt hár í 350 ml. umbúðum. mpoo og FLEX-hárr næring MSHWa MALLOR Lif og fjör Það er margt skemmtilegt og nýstárlegt á Mallorka, alltaf eitthvað um að vera fyrir þá sem eru frískir og vilja fjör. Sólin og sjórinn á vel við okkur íslendinga á Mallorka, og tíminn líður fljótt. Sjáumst á Mallorka OTCfkVTIt FERÐASKRIFSTOFA, Iðnaðarhúsinu Hallveigarsíígl. Símar 28388 og 28580 24 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.