Helgarpósturinn - 10.05.1984, Blaðsíða 6

Helgarpósturinn - 10.05.1984, Blaðsíða 6
INNLEND YFIRSYN • 71% hlusta á rásina, aldursdreifing jöfn >t en meira hlustað heima ' en á vinnustöðum. Hlustendakönnun Rásar 2 Klukkan níu í morgun gekk forstöðu- maður Rásar 2, Þorgeir Ástvaldsson, inn í skrifstofur Hagvangs h.f. á Grensásvegi. Þar kvittaði héinn fyrir móttöku fyrsta eintaks- ins af hlustendcikönnun fyrirtækisins á Rás 2. Þremur stundarfjórðungum síðar hringdi hann í útvarpsstjóra frá skrifstofu sinni og las fyrir hann niðurstöðumcu- cif fyrstu út- tektinni. Af eittþúsund mcmna úrtaki komu 860 marktæk svör. Spurt var einkum um þrennt: Hlustar þú á Rás 2? Ef svo er, á hvaða tíma dags? Hvar hlustar þú? Helstu niðurstöður eru: 70.9% aðspurðra hlusta á Rás 2. Hlustunin er til- tölulega jöfn yfir daginn; lítill munur er á sendingartímum 10 - 12,14 - 16 og 16 - 18. Hins vegar er stórathyglisvert að heima- hlustun er meiri en hlustun á vinnustað: 55% aðspurðra hlusta á rásina heima hjá sér en 30.8% hlusta á sömu rás í vinnunni. Yfirgnæfandi meirihluti hlustenda rástir- innar býr á þéttbýlissvæðum, einkum á höf- uðborgarsvæðinu. Ennfremur er mjög athyglisvert hve ald- ursdreifing hlustenda er mikil: 100% að- spurðra undir tvítugu hlusta á Rás 2. Á aldr- inum 20 - 24 ára hlusta 88.7%, af 25 - 29 ára hlusta 90.8% og af 30 - 39 ára hlusta 86.7%. Á aldrinum 40 - 49 ára hlusta 573% á rás- ina, af 50 - 59 ára hlusta 51.9% og af 60 ára og eidri hlusta 28.6%. Þegar Rás 2 fór af stað 1. desember á síðasta ári voru auglýsingstofur og aðrir auglýsendur óvissir um hvaða stefnu stöð- in myndi taka. Þarna opnaðist nýr auglýs- ingamiðill sem aldrei hafði verið nýttur í gamla gufuradíóinu nema sem einhæfur tilkynningalestur. Auglýsingastofumar höfðu áhuga, formið var nýtt og jólin fram- undan. Auglýsingcimínútcin kostaði 9 þús- und krónur, hámark auglýsinganna var 9 mínútur á hvern klukkutíma og í desem- bermánuði sópaði Rás 2 inn um 10 milljón- um í auglýsingum. Síðan tók flugið að dapr- ast hjá rásinni. Eftir jól féllu augiýsingamar nær alveg niður þrátt fyrir lækkað verð; auglýsingamínútan kostaði nú 7200 kr. eða 120 kr. sekúndan að degi til, en 80 kr. sek- úndan í nætursendingu. Eftir jól kusu auglýsingastofurnar að bíða og meta stöðuna. Enn var allt á huldu um framtíð Rásar 2 og þær vildu sjá hvaða dag- skrárstefna yrði ofan á. Forráðamenn rásar- innar virtust hikcindi um hvaða prófíl stöðin ætti að taka. Átti einungis að höfða til unga fólksins (sem er dálítið teygjanlegur aldur) eða var athugandi að ná til fleiri aldurs- hópa? Ljóst var að framan af hafði efnið verið miðað við yngri kynslóðina. Gallinn var bara sá, að stór hiuti hennar sækir skóla á sendingartíma Rásar 2 og er því óvirkur hlustendahópur. Ennfremur virtist sú stefna liggja fyrir að efni rásarinnar(þ.e.a.s. tóniistin) væri vinnustaðaefni; „undirspil í amstri dagsins," eins og Andrés Bjömsson útvarpsstjóri komst að orði. Gcillinn við und- irspilið, að mati þeirra auglýsingastofa sem HP hefur hcift Scimbcmd við, var sá að vinn- andi fólk greindi músíkniðinn en hlustaði ekki efnislega á auglýsingcirnar. Þar af leið- andi Vcir Rás 2 einfaldlega slæmur augiýs- ingeuniðill. Verðlagningin var og er einnig óeðlilega há að dómi auglýsingastofa og auglýsenda. Auglýsingamínúta í sjónvarpi kostar rúmlega 22 þúsund krónur, eða þrisvar sinnum meira en í Rás 2. En, segja auglýsendur, sjónvarpið nær til yfir 90% þjóðarinnar í hverri sendingu í fullri nýt- ingu meðan rásinni er útvarpað til 75% þjóðarinnar (nema á nóttunni) og aðeins lítill hluti af þeirri prósentutölu hlustar á rásina og enn færri greina hvað sagt er. Kostnaður við gerð útvarpsauglýsinga er ennfremur nær sá sami og við gerð sjón- eftir Ingólf Margeirsson Vcirpsauglýsinga, eftir að vídeótæknin mddi sér til rúms. Og auglýsing er sterkari þegctr saman fer sjón og heym, segja auglýsendur. Auglýsingaverðið í Rás 2 hefur einnig gert það að verkum að þar auglýsa einkum stærri aðilcir; minni verslunctrmenn og kaupmenn treysta sér ekki til að fjárfesta í jafn dýmm auglýsingum. Heimildir HP herma að verði útvarps- lagafrumvarpið samþykkt og haldi Rás 2 óbreyttri stefnu, verði stöðin dauð úr pen- ingaleysi í náinni framtíð. 40 milljónum króna var varið til tækjakaupa, innréttingar hcifa verið dýrar og rekstrarkostnaður mik- ill. Allt þetta eiga auglýsingatekjumcir að borga. Haldi þær áfram að bregðast, blasa aðeins tvær fjármögnunéirleiðir við: Hækk- un afnotagjalda, eða að bygging nýja út- varpshússins verði stöðvuð eða minnkuð og peningar úr byggingasjóði látnir renna til rásarinnar. Samþykkt nýrra útvarpslaga myndi ennfremur þýða samkeppni við Rás 2 um manncihaild, efnisval og auglýsingatekj- ur. Hætt er við að vinsældir einstakra plötu- snúða á frjálsum stöðvum myndu vega þyngra á vogarskálum auglýsenda en ákvarðanir embættismanna ríkisútvarpsins sem fara með mál Rásar 2. Auglýsingastofur hafa því haldið að sér höndum í bið eftir marktækri skoðana- könnun um hlustunarvenjur almennings varðandi Rás 2. Auglýsingastopp stofanna hefur einnig verið klárt merki til rasarinnar um að hagræða efninu meira í þágu auglýs- enda, bæði hvað varðar sendingartíma og efni. „Ég er himinlifandi," sagði Þorgeir Ást- valdsson við HP í morgun er meginniður- stöðurnar lágu fyrir. Og það er full ástæða fyrir forstöðumanninn til að fagna: Tölum- ar sýna mildar vinsældir stöðvarinnar. Þá er eftir að sjá hvort þær breyta viðhorfi auglýsenda og bjarga rásinni frá dauða. ERLEND YFIRSYN • Volcker seðlabankastjóri tekur ekki meira tillit til v kosningahagsmuna \ Reagans ná en Carters 1980 Vítahringurinn þrengist Stefna Bandaríkjastjómar í fjármálum og ef nahagsmáium er að komcist í ógöngur, ein- mitt þegar dregur að forsetakosningum, sem Ronald Reagan forseti og pólitískir ráðunautar hans töldu að yrðu sér auðunn- ar út á efnahagsbata síðustu missera. Við- bragð forsetans er að losa sig við þann efna- hagsráðunaut, sem ákveðnast hafði varað við að svona hlyti að fara, væm ríkisf jármál- in ekki rétt við í tæka tíð. Dr. Martin Feldstein, formaður Ráðs efna- hagsráðunauta Reagans forseta og virtur hagfræðingur, sagði af sér í gær. Afsögn hans jafngildir í rauninni brottrekstri, því mánuðum saman hefur Feldstein verið á svörtum lista hjá forsetanum og Donald Regan fjármálaráðherra. Honum hafði verið skipað að láta engar yfirlýsingar um efnahagsmál frá sér fara, nema þær hefðu áður fengið uppáskrift starfsmanna forseta- skrifstofunnar í Hvíta húsinu. Feldstein er ekki aðeins látinn gjalda þess, að hann hefur um langa hrið varað við að risavaxinn halli á ríkissjóði Bandaríkj- anna, sem er megineinkenni stjórnar þeirra Reagans og Regans á ríkisfjármálum, hlyti að verða til að knýja vexti upp á við, og þar með tefla viðreisn atvinnulífsins eftir síð- asta samdráttartímabil í tvísýnu. Honum kemur iíka í koll, að forsetinn nær ekki til þess mannsins sem hann vildi helst losna við, Pauls A. Volckers, fonnanns stjómar bandarísku seðlabankanna. Seðlabankastjóri er einn af fáum lykil- mönnum í bandaríska stjómkerfinu, sem forseti getur ekki sagt fyrir verkum. Stjóm undirstöðuatriða peninganiála er þar, eins og í öðmm löndum með þroskaða hag- stjóm, talin þýðingcumeiri en svo að henni sé borgið í höndum reikulla ríkisstjóma. Þessa naut Reagan í kosningabciráttunni 1980. Þá greip Volcker seðlabankastjóri til harka- legra aðgerða í peningamálum, svo sem hárra vaxta, til að kveða niður vaxandi verð- bólgu. Þetta bitnaði sárt á Carter þáverandi forseta og kosningabaráttu hans. Árangur- inn kom svo í Ijós á kjörtímabili Reagans, þegcir verðbólga var kveðin í kútinn, traust dafnaði á peningamálastjóm seðlabankans og atvinnulífið tók að rétta úr kútnum. Núverandi forseti vill ekki viðurkenna, að þetta sé Scimhengið í hagþróuninni á Vcúda- ferli sínum. Reagan veifar því framan í kjós- endur, að vegna þess að efnahagsbatinn kom til sögunnar eftir að hann tók við for- setaembætti, þá sé hann sér að þakka, eink- um þó skattalækkunum sem hann hafði fram á fyrsta þingi eftir forsetakosning- arnar. Volcker hefur ekki farið dult með, að hann hefur ekki mikið álit á fjármálastjóm núverandi ríkisstjórnar, en samt endurskip- aði Reagan hann í embætti á síðasta ári. Meginástæðan er að traustið á Volcker er slíkt, bæði meðal Bandaríkjamanna og á al- þjóðavettvangi, að valdið hefði afturkipp og óróa á mörkuðum, hefði forsetinn lýst á honum vanþóknun með því að setja annan mann í starf sem vitað Vcir að hann var fús að gegna lengur. En á þessu ári, þegar afturbatinn í banda- rísku atvinnulífi er kominn vemlega á skrið, koma í ljós afleiðingamar af ráðstöfunum Reagans í ríkisfjármálum. Skattalækkanir samfcira stórfelldri aukningu útgjalda til hermála valda greiðsluhcilla á rfkissjóði Bandaríkjanna, sem fer langt fram úr öllu sem áður hefur þekkst. Á næsta fjárhagsári er séð fram á allt að 200 milljarða dollara halla á ríkisbúskapnum og svipaðan halla- rekstur tvö næstu ár, sé ekkert að gert. Til að fjármagna hallareksturinn sópar ríkissjóður Bandaríkjanna til sín lánsfé, bæði innanlands og erlendis frá, og til að afla þess verður að bjóða háa vexti. Háir vextir í Bandaríkjunum hafa svo í för með sér há- gengi dollarans. Við það sogast enn meira f jármagn frá öðmm löndum, einkum bcinda- mönnum Bandaríkjanna í Vestur-Evrópu, sem verða að hækka eigin vexti á móti, og eiga þar með enn erfiðara með að koma á efnahagsbata og hagvexti hjá sér. Á hinn bóginn hamlar dýr dollari bandarískum út- flutningi en ýtir undir innflutning til Banda- ríkjanna. Viðskiptahalli þeirra gagnvart um- heiminum fer fyrirsjáanlega yfir 100 millj- arða dollara á þessu ári. Til að draga vemlega úr hallarekstri ríkis- sjóðs, eins og bæði Volcker og Feldstein telja brýnt við ríkjandi aðstæður, ber nauð- syn til að hækka skatta, en því neitar Reagan þverlega á kosningaári, og þá er ekki von til að þingmenn gangi fram fyrir skjöldu. í hörðu samningaþófi hcifa forseti og þing komið sér saman um ráðstafanir sem lækka munu hallann á ríkissjóði um rúman fjórð- ung á næstu þrem ámm, en áhrifin verða hverfandi lítil í bráð. Því ákvað seðlabanka- stjórn á síðasta fundi sínum að auka ekki peningamagn í umferð frá því sem áður var við miðað, vegna yfirvofandi hættu á of- þenslu og verðbólguþróun, væri slakað á. Af þessu hlaust vaxtahiekkun hjá öllum helstu viðskiptabönkum Bandaríkjanna í síðustu viku. Um leið lækkuðu ríkisskulda- bréf í verði. Ríkissjóður og atvinnuvegimir em komnir í klípu, sem hæglega getur hnekkt efnahagsbata og áliti ríkisstjómar fyrir kjördag í nóvember. Þá ætlar Reagan að hcúda því fram, að seðlabankastjóra en ekki fjármálaóstjórn sinni sé um að kenna, og fyrsta ráðstöfunin til að skapa þá víg- stöðu var að losa sig við Feldstein, sem er á sama máli og Volcker um orsakir áfallanna. En það em fleiri en Volcker sem telja að fjármálastjóm, sem lætur viðgangast greiðsluhalla eins og þann sem Reagan finnst ekki athugaverður, geti ekki firrt sig ábyrgð á afleiðingunum. Alþjóða gjaldeyris- sjóðurinn hefur lýst yfir, að greiðsluhallinn á ríkissjóði Bandaríkjanna og hávextimir sem af honum stafa ógni hagvexti og efna- hagsbata á heimsmælikvarða. Sama sinnis eru stjórnir Kanada og Vestur-Evrópulanda, og kvarta yfir búsifjunum sem stefna Reagans veldur hag þeirra. Verst em þó stórskuldug þróunarlönd leikin. Mestur hluti skulda þeirra er í dollur- um. T alið er að hver eins prósents hækkun á vöxtum í Bandaríkjunum valdi þróunar- löndum árlega aukinni Vcixtabyrði sem nemur fjómm milljörðum dollcU'a. Svo er nú komið, að alþjóðlegar lána- stofnanir og stórbankar eiga í Vcmdræðum með að lengja lán þróunarlanda, og banka- yfirvöld í Bandaríkjunum em tekin að draga í efa að efnahagsreikningar banka sem eiga stórfé útistcmdcmdi hjá ríkjum í greiðslu- þroti fái staðist. Farið er að tala um hættu á bankahmni. 6 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.