Helgarpósturinn - 10.05.1984, Blaðsíða 14

Helgarpósturinn - 10.05.1984, Blaðsíða 14
eftir Ingólf Margeirsson mynd Valdis Óskarsdóttir Eitt ár er liðið frá því aðperla miðbœjarReykjavíkur, HótelBorg, skipti um eigendur. Sigurði Gíslasyni hótelstjóra finnst eitt ár ekki langur tími í sögu hótelsins. Hann hóf þar störf 1943 sem þjónn undir hótelstjórn Jóhannesar Jósefssonar glímugarps, mannsins sem opnaði Hótel Borg 1930 og kallaði ,,Höll Norðursins“. Sigurður Gíslason er persónugervingur Hótel Borgar. Hann er lifandi saga hótelsins, annast gesti þess og vini af elskulegheitum og alþýðleika, jafnframtþví aðyfir hótelstjóranum hvílir elegans fyrri tíma. En veitinga- saga Sigurðar hefst ekki á Hótel Borg. „Ég fæddist á lóðinni Bergstaðastræti 41 þar sem Þingholt stendur nú, svo það má segja að ég hafi fæðst á veitingastað," segir Sigurður og kímir. „1 þá daga var ekki mikið um byggð í Reykjavík; hálfgerður útúrdúr að labba upp á Skólavörðu, varla hús fyrir sunnan og austan Holtin nema Kennaraskólinn og Pólamir. Og í löngu gönguferðina fór maður sem krakki upp á Öskjuhlíð með mjólk og brauð í nesti og tíndi krækiber." En um fermingu er Sigurður kominn í veit- ingabransann. Hann labbaði sig til þess fræga manns Rosenbergs, sem rak Hótel ísland á Hallærisplaninu, eins og nefnt er í dag. Rosen- berg hafði áður átt Café Rosenberg sem heitir nú I Kvosinni. Rosenberg hafði sett auglýsingu í blað og beðið um ungþjón. I þá daga hömpuðu menn ekki prófskírteinum í tíma og ótíma. Rosenberg leist vel á fermingarstrákinn og Sig- urður var ráðinn. Hann starfaði á Hótel íslandi til 1941. „Þá var stóra danssalnum lokað og breytt í offíseraklúbb“. Sigurður yljar sér við endurminningamar frá ámnum á Hótel íslandi: „Þama vom samþjónar mínir Edwald Thorp, Steingrímur Jóhannesson, Janus Halldórsson og Vilhjálmur Schröder; hann vinnur nú á bamum í Fríhöfninni í Kefla- vík. Þarna var leikin síðdegistónlist og á sunnu- dögum kaffitónlist og meira að segja prentað prógramm. Ccirl Billich byrjaði t.d. að leika á Hótel ísiandi 1933. Þetta vom tí'mar stí'ls og glæsileika kaffihúsanna. Þrír, fjórir menn spil- úðu góða tónlist, kaffið kostaði 60 aura og vín- cirbrauðið 15 aura. Já já. En þetta datt allt niður í stríðinu, þá kom gjörsamlega önnur menning inn í landið og aðrir siðir á veitingahúsunum. Ég hætti sem sagt 1941, brá mér í eina ferð með Dettifossi gamla til Bandaríkjanna, en hóf svo störf hjá Teodór Johnsen á Hótel Vík, var þar í hálft annað ár og byrjaði svo á Borginni 1943.“ OFFÍSERARNIR Á BORGINNI Það geisaði stríð úti í hinum stóra heimi, ísland var hemumið af Bretum og Bandaríkja- mönnum og lífið á reykvísku kaffi- og veitinga- húsunum dró dám af hersetunni. Skiptingin var mjög skýr: Óbreyttir hermenn sóttu Hótel Heklu, korpórcilamir vom á Hótel íslandi (sem reyndar gekk undir nafninu Landið) og offíser- arnir stunduðu Hótel Borg. „Jóhannes hótelstjóri tók strax mjög ákveðna stefnu í þessum málum,“ segir Sigurð- ur. „Hann setti þær reglur að aðeins offíserar fæm inn á Borgina. Þetta vom annasamir tí'mar, fullt á hverju kvöldi og mikið líf. Það var ágætt að þjóna yfirmönnunum. Þetta vom yfirleitt siðprúðir menn og mjög lítið um slagsmál eða læti á staðnum." Auk ballanna var mikið um árshátíðir, átt- hagamót og ýmsar prívatveislur. Og svo var músík í hádeginu og alltaf dansað á kvöldin. Sigurður segir að stundum hafi verið svo anna- samt að Olli rakari Nielsen hafi verið kallaður niður á Borg til að klippa þjónana og raka sem ekki komust heim í vertíðinni. Þegar ísland varð lýðveldi 17. júní 1944 var ákveðið að halda lýðveldishátíðina að Hótel Borg næsta dag. En þá kom babb í bátínn, það var hljóðfæraleikaraverkfall og útlit fýrir að enginn yrði dansinn. ,J>á var það að Gísli Sveinsson, forseti Sameinaðs Alþingis, gaf grænt ljós á að Hótel Borg yrði tekin eignar- námi. Það var gert, hljóðfæraleikaramir spiluðu og daginn eftir lauk eignamámi íslenska ríkisins á Hótel Borg,“ segir Sigurður. VÍNVEITINGABANNIÐ Þegar Sigurður er spurður um Jóhcinnes Jósefsson, hugsar hann sig um dálitla stund. „Hann reyndist mér alltaf afburða vel,“ segir hann. „Það sem Jóhannes sagði, það stóð. En hann var strangur, gat verið höstugur, og menn vom ragir að tala við hann. Hann gat einnig verið snöggur upp á lagið. En hann átti margt gott í sér; og að öllu samanlögðu em ljósu hliðar hans miklu stærri en þær dökku.“ Þegar Sigurður hóf störf á Hótel Borg, var hann ráðinn sem afleysingaþjónn undir stjórn yfirþjónsins, Hjartar Nielsen. Sigurður segist hcifa verið upp með sér yfir að hafa fengið vinnu á Borginni: ,Á4aður leit alitaf upp til strákanna sem unnu á Hótel Borg.“ Tæpum tíu árum síðar, eða 1952, er Sigurður Gíslason gerður að yfir- þjóni á Borginni. Um svipað leyti vafðist vín- veitingafmmvcirp fyrir Alþingi og Bjami Bene- diktsson tók vínleyfið aí öllum vínveitingcihús- um á miðnætti á gamlárskvöld sama ár. „Það bann stóð í rúmt ár,“ segir Sigurður og dæsir, „til 11. júlí 1953. Þá var engin þjónusta á Borginni, nema rétt uppi á lofti í herbergi 103 og 104, einhverjar smámóttökur." En svo hlær Sig- urður: „Gamlárskvöld, vel á minnst. Þau vom oft f jömg, mikið um hvellsprengjur, bíium velt og hamagangur á götunum. Einu sinni sátu gestir við gluggaborð, þá kvað við ægileg sprenging, og það skipti engum tog- um, öll rúðan fór úr, svo ekki var eftir flís í lista. Andartaki síðcir dregur maður með stríðshjálm gardínuna frá, að utan, og stingur inn svörtu andlitinu yfir gesti borðsins. Þar var þá mættur Láms Salómonsson lögreglumaður með lcinga kylfu og í stríðsbúningi. Svo þú sérð að gestimir em ýmsir á BorginnL" Sigurður veltir lengi vöngum þegar undirrit- aður spyr hann hvaða tí'mabil sé eftirminnileg- ast á ferli hans á Borginni. „Tja, það var skemmtilega mikið að gera þeg- ar ég var yfirþjónn, það er að segja að vínbanns- árinu slepptu. Þá vorum við eina hótelið af þessari stærðargráðu í Reykjavík. Við vorum stærsti skemmtistaðurinn og hingað komu allir. Þá var oft gaman að vinna og fara heim, vitandi að allir höfðu átt gott kvöld. Eg fer alltaf ánægð- ur heim þegar allir gestir hafa verið ánægðir. En ég er eldó frá því að fólk hafi verið ánægðara áður fyrr. Það þekktist líka meira; þú fórst aldrei á Borgina án þess að hitta einhvem sem þú kannaðist við. Þaúddæti míinna var ennfremur meira; og innileikinn. Það var líka meiri tí'mi til alls, fólk gaf sér meiri tí'ma. Nú nennir enginn að hlusta á tónlist í hádeginu. Við vorum með hljómsveit í hádeginu á sjötta áratugnum, en síðan gáfumst við upp. Ætli þeir Guðjón Páls- son píanóleikari og Jónas Dagbjartsson fiðlu- leikari hafi ekki verið þeir síðustu sem léku í hádeginu hjá okkur. Svo er allur rekstur orðinn svo dýr. það þurfa að vera mildar tekjur í kring- um allt smáræði svo það standi undir sér.“ DYNGJAN OG FRESKUMYNDIRNAR Jóhannes á Borg átti og rak hótelið í 30 ár. Hann opnaði Hótel Borg þann 18. janúar 1930 og afsalaði sér völdum 1. janúar 1960. Nýir eig- endur vom Pétur Daníelsson, Jón Fannberg, Ragnar Guðlaugsson og Aron Guðbrandsson. Þeir áttu hótelið þangað til í fyrra er þeirSigurð- ur Kárason og Pálmar Magnússon keyptu það. Miklar breytingar hafa átt sér stað á Hótel Borg gegnum tíðina. Þegar hótelið opnaði var sér- stakt kvennciherbergi, svokölluð ,J5yngja“, í húsinu þar sem Esjumálverkið á bamum er nú. Þar var einnig karlaherbergi, mun minna, og danssalurinn var skreyttur logagylltum fresku- málverkum á veggjum og í lofti. Salurinn ber reyndar nafnið ennþá, Gyllti salurinn, þótt yfir málverkin hafi verið málað þegar nýir eigendur tóku vð af Jóhannesi 1960. ,J>að var hroðalegt skemmdarverk," segir Sigurður, „salurinn var einstakur á landinu. En það má hugga sig við að myndirnar em þama ennþá undir málningunni. Það kostar eflaust offjár að hreinsa þær. En hérna um árið molnaði úr málningunni og þá kom hluti einnar freskumyndarinnar í ljós. Mál- arinn sem málaði myndimar mun haifa verið þýskur, Von Grosser að nafni. Ég fann eitt sinn nafnið hans málað á vegginn áður en málningin kom á. Nafnið var ekki stærra en þumlungur á stærð.” Ný veggklæðning kom einnig upp, palesander á veggi og súlur 1960 í fremri sal. Núverandi eigendur hafa látið gera upp anddyri og lobbý. En þrátt fyrir breytingamar gegnum árin stendur Borgin cdlfaf fyrir sínu. Þcir ríkir tímalaus andi. STÓRVEISLUR Eða eins og Sigurður segir: ,J4ér er alltaf stemning og sjarmi. Húsið hefur sál. Ef veggimir gætu talað, þá töluðu þeir í hundrað ár. Svo undarlegt sem það nú er.“ Og minningamar em margar. Sigurður talar um stórveislumar: .Strax eftir stríð fór að bera á heimsóknum þjóðhöfðingja. Þær veislur vom allar haldnar á Hótel Borg. Friðrik Danakonung- ur og kona hcins Ingrid komu 1956, Gústaf Adólf Svíakonungur hélt hér veislu, Ólafur Noregs- konungur, Haraldur krónprins, Kekkonen Finn- landsforseti og Ben gamli Gurion, svo einhverj- ir séu nefndir. Það var klassi yfir þessu. Maður var með alla þjónana í gangi, kannski 400 manns í mat, sjö, átta þjónar á fullu og þrjátíu stúlkur á servís. Það er að segja sem buðu mat- inn. Þá var dekkað háborð og borð út frá há- borði. Hver stúlka þjónaði 10-12 gestum." EILÍF Á morgnana og daginn er Hótel Borg staður kaffigesta. Hér hittast fyrirmenn úr þjóðfélaginu jafnt sem óbreyttir. í hádeginu hefur hver sinn fasta stól. Og reyndar á daginn líka. Þegar við Sigurður sitjum í salnum síðdegis með fyrstu sólargeisla sumarsins stafandi gegnum háa gluggana, segir hótelstjórinn: ,Menn ganga sjálfkrafa að sínum borðum. Ég hef oft velt því fyrir mér að ef súlumar yrðu færðar til, fyndi enginn aftur staðinn sinn.“ En þótt gestirnir hafi breyst gegnum árin, koma nýir fastagestir í stað gamalla. Og j>eir gömlu halda tryggð við Borgina svo framarlega sem þeir geta komist hjálparlaust í gegnum hringhurðina fyrir aldurs sakir. „Margir í veitingabransanum halda að sömu gestimir komi endalaust, “ segir Sigurður., J>eir álíta að tí'minn breytist ekkert; að menn deyi ekki eða flytjist brott. Einu sinni köm Jóhannes til mín - þetta var skömmu áður en hann seldi Borgina - og spurði mig: ,Æ, Sigurður minn, hvar em allir gestimir mínir?“ Þá svciraði ég: Jóhannes minn, ætli að þeir séu bara ekki komnir suður í Fossvog." En þótt andlitin breyt- ist þekkir maður alltaf gömul andlit í mergðinni. Á 1. maí um daginn sat héma til dæmis fólk í kaffi sem hafði verið viðstatt opnunina 1930. Gamlir viðskiptavinir og gestir líta cilltaf til okk- ar. Margir þeirra em enn fastagestir. Borgin er cJltaf sú sama, þóttjólkið breytist. Hótel Borg hefur gengið í gegnum sín hnignunarskeið en hún hefur alltaf náð sér upp. Borgín er lífseig og vonandi er hún eilíf. Fólk var áður spariklætt í slíkum veislum, kjóll og hvítt á herrum og ballkjólar á dömum. Þetta fólk var gallaklætt. Síðan datt þetta hægt og sígandi niður. Upp úr miðjum sjöunda ára- tugnum þótti ekkert fínt að vera fínn.“ MENNTSKÆLINGAR OGPÖNKARAR Margir hafa komið við sögu Hótel Borgar.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.