Helgarpósturinn - 10.05.1984, Blaðsíða 15

Helgarpósturinn - 10.05.1984, Blaðsíða 15
Helgarpóstsviðtalið er viðSigurð Gíslason hótelstjóra íjfcífew- Tum hússins er frægur. Þar bjó Karólína, kona Jóhannesar á Borg, en eftir 1960 varð Tuminn setustofa gesta. Blaðamannafélagið gerði Tum- inn frægan, hélt þar rómaðar samkomur blaða- manna sem enduðu skjótt eftir að „gentlemen of the Press“ höfðu í einni veislunni sparkað hurð Tumsins í spón. En Tuminn stóð eftir og nú hefur hann verið innréttaður á ný og er leigður út fyrir smásamkvæmi og fundi. Menntskælingar og háskólastúdentar hafa einnig sett svip sinn á Borgina. Margir þeirra líta á Hotel Borg sem Mekka skólaáranna og koma þangað alltaf öðm hverju með tregablandinn svip. ,,Það er mjög áberandi að fyrrverandí náms- menn komi hingað á Þorláksmessu til að hitta gamla kunningja," segir Sigurður. „Þorláks- messan er eiginlega alveg kapítuli út af fyrir sig hérna á Borginni, þá endurkviknar gömul stemning er gamlir vinir hittast." Hótel Borg hefur verið samastaður margra kynslóða og margra breytinga. Það var meira að segja pönkstaður um tíma. „Það var þegar Tjamarbúð var lokað," segir Sigurður. „Þá var Borgin um tíma eins konar ræflarokkarastaður á kvöldin, en við erum nú blessunariega lausir við það.“ 500 METRA RADÍUS Sigurður Gíslason og Hótel Borg: Eitt og sama hugtakið í hugum margra. En skyldi aidrei hcifa hvsLrflað að honum að skipta um vinnustað? „Það er oft sagt að það sýni kjarkleysi að breyta ekki um vinnustað," segir Sigurður. ,JEn því ætti maður að breyta tii þegar manni líður vel í starfinu? Ég kom hingað sem lausráðinn þjónn, síðan var ég fastráðinn, þá yfirþjónn og 1978 var ég gerður að hótelstjóra. Þegar ég lít yfir farinn veg hefur mér liðið vel í öll þessi ár á Borginni, hver sem titillinn eða starfið hefur verið. í raun og vem er ég alltaf að breyta til, alltaf að hitta nýtt fólk, alltaf að kynnast nýjum hliðum starfsins sem fylgir Borginni. Þegar ég hugsa um það, þá hefur radíus veitingaferilsins ekld verið stærri en 500 metrar um miðborg Reykjavíkur. En samt; samt er ég alltaf að sjá ný andlit, upplifa eitthvað nýtt. Og þegar ég er ekki að því, þá sé ég gamalkunnug andlit og upplifi gamla tíma upp á nýtt. Hvort tveggja er mér jafn mikilvægt. Hótel Borg er eins og stórt heimili: Hér em heimilismennimir - og fastagestimir. Og hér er engum úthýst: Ávallt opncir dyr fyrir nýjum gestum sem ber að garði,“ segir Sigurður Gísla- son hótelstjóri.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.