Helgarpósturinn - 10.05.1984, Blaðsíða 17

Helgarpósturinn - 10.05.1984, Blaðsíða 17
Kynslóðirnar í , ,Sveinsstykkinu‘ ‘ USTAP BeðiS hefur verið eftir Fjöreggi Sveins EincLrssonar með meiri eftirvæntingu en títt er um innlend leikrit. Ástæðan er auðvitað leik- hússtjórafortíð höfundarins hjá tveimur stærstu ieikhúsum lcmds- ins, Þjóðleikhúsinu og Iðnó. Nú er Fjöregg hans farið að rúlla á fjölum þess síðcimefnda, það vair frumsýnt þar á miðvikudagskvöld. Þau í Iðnó kalla leikritið í'gamni „Sveinsstykkið". Þetta er nefnilega fyrsta sviðsverk Sveins en hann hefur áður samið útvarpsleikrit, sjónvarpsleikrit, leikgerðir af sög- um Halldórs Lcixness, leikstýrt og ort ljóð. í Fjöreggi er reykvísk nútíma- fjölsló'lda á sviðinu, fjórar kyn- slóðir með mismunandi viðhorf til lífsins í landinu og tilverunncir cd- mennt. ,JVIér finnst kjaminn í verkinu felcist í tilraunum þessara kynslóða til að ná saman," segir Guðrún Ás- mundsdóttir, sem leikur Oddnýju, húsmóðurina á heimilinu. „Fjöl- skyldan hefur ailar aðstæður til þess að þetta takist. Hún er vel stæð og samheldin. Hana skortir heldur ekki kærleikann, en skiln- inginn Vcmtcir - það er eins og þau rétti öll út höndina en dagi uppi ein.“ Þau hjónin eiga þrjú böm sem öll em liðlega tvítug. Þorsteinn Gunnarsson leikur föðurinn, Lilja Þórisdóttir, Pálmi Gestsson og Jó- hann Sigurðarson em í hlutverk- um bamanna. Elsti sonurinn er fráskilinn, á fimm ára son og er mjög niður- dreginn. Systirin er ákveðin í að njóta lífsins eins og kostur er, en yngri sonurinn, Amór, er í alvar- legri pælingum. , Arnór efast um lífsskoðcmir for- eldranna og lífsstíl," segir leikar- Inn, Pálmi Gestsson. .Jtann er leit- andi, ekki tilbúinn að skrifa undir neina hugmyndcifræði. Ástand heimsmála liggur þungt á honum og hann eygir enga lausn. Honum finnst eldra fólkið kasta fjöregginu kæruleysislega á milli sín í kapp- hlaupinu um auð og völd, hann sér fjöreggið sem kjamorkusprengj- una, hann sér hana springa. Hann dreymir um heim, þar sem grænn skiki er til handa honum, þar sem hann hefur í sig og á, þar sem kyn- slóðirnar tala Scmian, þar sem frcimleiðni og hagvöxtur em merk- ingarlaus orð en orð eins og nægjusemi öðlast nýja merkingu," segir Pálmi. Á milli Arnórs og afa hans í föð- urætt, sem Gísli Halldórsson leik- ur, er gott samband. Afinn er af aldamótakynslóðinni, mikill aðdá- andi Einars Benediktssonar. Ein- stæð amma krakkanna í móðurætt kemur líka við sögu. Hana leikur Margrét Ólafsdóttir. „Það er ríkjandi viss upplausn í samskiptum kynslcíðanna í verk- inu,“ segir Guðrún Ásmundsdóttir. Fulltrúarfjögurra kynslóða í FJÖREGGI Sveins Einarssonar í Iðnó. Gísli Halldórsson, Guðrún Ásmundsdóttir, Pálmi Gestsson og Sveinn Jóhannesson. „Hver kynslóð er upptekin af eigin tíma. Unga fólkinu finnst það ekki geta farið í Scima fcirið og foreldr- arnir, því finnst vandamálin standa þeim meira á beini heldur en fólk- inu sem búið er að lifa lífinu. Mér finnst skemtilegast við þetta hlut- verk móðurinnar hvemig hún bregst við aðstæðum. Hún skilur oft ekki sjálf hvers vegna hún bregst svona við því sem er að ger- ast í lífi hennar og innra með henni. Viðbrögðin koma henni á óvart - þau em ekki klisjur," segir Guðrún. Sveinn Einarsson segir sjálfur um verk sitt að það sé hefðbundið í stíl og fofmi. Leikstjóri er Haukur Gunnarsson, en þeir Sveinn hafa áður stcirfað Scunan. Aðrir leikend- ur en minnst hefur verið á em Guð- rún Gísladóttir, sem leikur róttæka kæmstu Arnórs, Margrét Helga Jóhannsdóttir og Sveinn Jóhann- esson sem leíkur son eldri sonar- ins. LEIKLIST Allt í góðri trú... eftir Gunnlaug Ástgeirsson Leikfélag Reykjavíkur. Fjöreggið eftir Svein Einarsson Leikstjóri: Haukur Gunnarsson Leikmynd og búningar. Steinþór Sigurðs- son Lýsing: Daníel Williamsson Leikendur: Þorsteinn Gunnarsson, Guðrún Asmundsdóttir, JóhannSigurðarson, Lilja Þórisdóttir, Pálmi Gestsson, Gísli Halldórs- son, Margrét Ólafsdóttir, Sveinn Jóhannes- son Kiarval, GuðrúnS. Gísladóttir, Soffía Jakobsdóttir, Aðalsteinn Bergdal, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Kjartan Ragnarsson, Steindór Hjörleifsson, Valgerður Dan Sveinn Einarsson ætlar ekki að gera það endasleppt við íslenskt leikhúslíf. Eftir að hafa stjómað leikhúsum, Iðnó og Þjóðleik- húsinu, í um tuttugu ár og leikstýrt á báðum stöðum fjölda verka, skiptir hann enn um stól og fer á allt annan stað í leikhúsinu, gerist leikritahöfundur. Það er þó af og frá að hann sé nýgræðingur á þessu sviði, þvi hann hefur áður samið tvö útvarpsleikrit og eitt sjónvcirpsleikrit, auk þess að semja leik- gerðir eftir nokkrum verkum Halldórs Lax- ness, en hér er sem sagt á ferðinni fyrsta fmmsamda verk Sveins á sviði. Fjölskyldudrama Fjöreggið er ákaflega hefðbundið leikrit í allri gerð sinni. Það skiptist í þrjá þætti með nokkuð hefðbundinni kynningu, upp- hleðslu spennu, óvæntum atburðum, hvörfum og lausn. Umræðuefni leiksins, samræður persónanna, tengjast ágætlega þeirri sögulegu frcimvindu sem á sér stað á sviðinu. I heild er leikritið efnismikið og margþætt, í rauninni ákaflega haganlega saman settur sjónleikur sem hvorki gerir að einfalda tilveruna né afgreiða hana með merkingarlausum klisjum, eða eins og afinn í leiknum segir á einum stað: ,Það hefur aldrei neitt verið einfalt". Aðalpersónur leiksins tilheyra háborg- aralegri fjölskyldu í Reykjavík. Pabbinn er velmegandi bissnismaður, móðirin ,Jín frú“ sem hefur hugsað um heimili og böm, dótt- irin tískudrós sem vill njóta lífsins lysti- semda til fulls og yngsti sonurinn sem er tvílráður efahyggjuróttæklingur. Milli þess- ara persóna hverfast meginátök verksins. En til að víkka þessa mynd, og reyndar til að flækja hana líka, er með afanum og ömm- unni opnuð sýn til aldamótakynslóðarinnar og eins og til að loka rammanum kemur einnig lítið bam við sögu, sonur elsta son- arins í fjölskyldunni. En sá er reyndar fcirinn í hundana og er hans tragedía einn af grunntónunum í tilvem þesscircU' f jölskyldu. Átök leikritsins snúast um hugmyndir, það sem stundum er kallað lífsgildi. Það lýstur saman gildismati kynslóða, einkum miðaldra kynslóðar góðborgara (um fimmt- ugt) og gildismati ungu kynslóðarinnar (rúmlega tvítug) og reyndar má greina a.m.k. tvö viðhorf hjá hvorri kynslóð þar sem annarsvegar em konan og maðurinn og svo aftur sonurinn og dóttirin. Faðirinn er framkvæmdamaður sem trúir á framkvæmdir og framfarir. Hann er stál- heiðarlegur bissnismaður sem ekki má vamm sitt vita, týpa sem ég man ekki eftir að hafa rekist á í leikriti eða sögu fyrr, því yfirleitt em „viðskiptafrömuðir" íslenskra bókmennta hinir verstu skúrkar. Hann lifir sæll í þeirri trú að hann sé að gera ölium gott og hann skilur cills ekki hvers vegna unga fóikið er ekki ánægt með tilveruna miðað við allar þær frcimfarir sem orðið hafa síðan hann var ungur. Hlutverk konunnar hefur verið að sjá um bú og böm. Hennar viðhorf virðast hafa verið til skamms tíma cif svipuðum toga og mannsins, en hún hefur breyst og að henni sækir efi um til hvers hún hafi varið lífi sínu þegar bömin em að hverfa á brott og jcifn- vel fyrirlíta heimilið. Hún hefur lifað í gegn- um börnin og þegar þau hverfa frá henni hefur hún ekkert til að lifa fyrir. Viðhorf dótturinnar er blygðunarlaus, sjálfselsk lífsnautnastefna. Að hafa sem mest út úr lífinu hér og nú fyrir sjálfansig og skítt með aðra. Sonurinn veit ekki almennilega hvað hann vill, hann veit frekar hvað hann vill ekki. Hann vill ekki vera samsekur, sekur um að lifa í vellystingum meðan stór hluti mannkyns sveltur, sekur um að njóta góðs af arðráni og kúgun. Hann vill ekki verða síðasta kynslóðin og honum stendur raun- vemleg ógn af sprengjunni miklu. En hvað hann á að gera í málinu veit hann ekki. Þessum viðhorfum er teflt saman og þau prófuð í margvíslegum átökum. Hver kyn- slóð og hver persóna á sér réttlætingu og höfundurinn dregur ekki taum neins sér- staklega umfram annan, en honum er í mun að lýsa hugmyndaheimi þessara persóna og það tekst honum bæði vel og trúverðug- lega. Þó svo að vel megi líta á leikinn sem sumpíut einskoncir málsvöm fyrir velmeg- andi borgaraLStétt, ríkir fullur skilningur á_ viðhorfum ungu kynslóðarinnar og má vel Kta svo á að samúð höfundar sé ríkari með þeim. Falleg vinna Haukur Gunnarsson leikstýrir Fjöregg- inu. Þær sýningcir hans sem ég man eftir, hcifa einkennst ai því að vera það sem kalla má fínunnar. Með því á ég við að ákaflega mörg smáatriði í sýningunum em vel unnin og jafnvel glæsileg, án þess að það verði á nokkum hátt á kostnað heildarmyndarinn- cir, miklu fremur að það styrki hcma. Á þetta við um þessa sýningu. Leikstjóranum tekst bæði að laða fram alvömna sem býr í verk- inu og einnig nýtur sín vel gamansemin sem þar er að finna. í túlkun sinni er leikstjórinn trúr persónunum og hvergi er á viðhorf þeirra hcillað, sem gæti þó vel verið freisting. Hann dregur skýrt frcim þcinn gmnntón verksins að draga í efa lífsgildi allra persónanna. Þorsteinn Gunnarsson fer með hlutverk föðurins. Skapar hann þar eftirminnilega persónu, kallar skýrt fram sjálfumgleði hans og góðleika um leið og hann holdgerir skilningsvana undmn hans yfir því að unga kynslóðin skuli ekki vera sátt við og taka góða og gilda þá veröld sem hann og hans kynslóð hafa skapað. Guðrún Ásmundsdóttir á sterkan og glæsilegan leik í hlutverki móðurinnar. I persónusköpun sinni dregur hún skýrt fram andstæðuna við rökhugsun mcinns síns þegar hún tekur tilfinningcdega afstöðu til tilverunnar og þess sem gerist í kringum hana. Leikur hennar er blæbrigðaríkur þó undir spili sífelldlega óöryggi sem stafar af ótta við að missa það eina sem hún raun- vemlega á, bömin. Hlutverk systkinanna em í höndum Pálma Gestssonar og Lilju Þórisdóttur. Þau gera hlutverkum sínum góð skil og ná skýrt fram andstæðunum á milli hins efagjama sem veit ekki hvað hann vill og þeirrar sem þegar hefur mótað sér ákveðna lífsstefnu. Onnur hlutverk em miklu smærri en þessi fjögur. Gísli Halldórsson á frábæran leik í litlu hlutverki afans. Guðrún Gísla- dóttir skapar trúverðuga mynd af kæmstu sonarsins, róttæku gciðborgarabarni. Það er mjög falleg og sterk mynd sem þeir Jó- hann Sigurðarson, glataði sonurinn, og Sveinn Jóhannesson Kjarvai (6 ára) búa til þegar þeir feðgar em að kveðjast fyrir fullt og cillt. Og enn mætti nefna frábæra smá- mynd Valgerðar Dan cif fullri konu í partíi, Margréti Helgu í hlutverki lífsglaðrar konu í sama partíi og Margréti Ólafsdóttur í hlut- verki ömmunnar. í heild ber leikurinn með sér að vera vandlega unninn bæði í smáu og stóm. Þessi sýning er ánægjuleg fyrir margra hluta sakir. Mest held ég þó að sé um vert að bæði höfundur og leikstjóri gæta hófsemi í meðferð þeirra viðfangsefna sem tekin em fyrir, velta sér ekki upp úr vandamálum og forðast klisjur bæði til orðs og sviðs. HELGARPÓSTURINN 17

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.