Helgarpósturinn - 10.05.1984, Blaðsíða 18

Helgarpósturinn - 10.05.1984, Blaðsíða 18
Sigurður Örlygsson opnar sýningu íÁsmundarsal: Aksjón í prófíl „Ég er hrifinn af hlutum í mynd- inni sem gera eitthvað; eins er ég áhugóisamur um „design" í mál- verkinu," segir Sigurður Örlygsson myndiistarmaður sem opnar sýn-, ingu n.k. laugardag í Ásmundarsal. Sigurður sýnir 15 akrylmyndir sem allar eru unnar á pappír og striga. Sýningin er eins konar myndaröð, að sögn Sigurðar, sem myndar eina heild. „Það má segja að hver mynd sé eins og kafli í bók og saman skapi myndirnar eitt verk. Að minnsta kosti lít ég þannig á sýninguna. Það eru ákveðnir hlutir - design - sem ganga aftur í öllum myndunum t.d. hárþurrka, hjól, kassar og reiðhjól sem mynda vélræn átök; eru að gera eitthvað." Flestcillcir myndir Sigurðar eru í tvívídd, hlutir séðir eftir útlínum. Um þetta atriði segir Sigurður: „Myndirnar sýna flata hluti, prófíl þeirra. Ég hef ekki mikinn cihuga á dýpt í myndum, vil heldur koma útliti og eðli hlutcinna til skila eftir útlínunum. Reiðhjól er mest reið- hjól þegar það er séð frá hlið, það sama gildir um fingur og yfirleitt alla hluti; prófíllinn magnar fram einkennin. Ég hef reyndar stúder- að fornegypska list þar sem þessi lögmál eru mjög í heiðri höfð.“ Ákveðin geometría er einnig í verkum Sigurðar, gjarnan línur sem skipta upp flötunum í ferhym- inga eða þríhyminga. ,4 flestum myndunum mínum finnur þú sömu geometríuupp- bygginguna," segir Sigurður. „Tvær láréttar línur sem deila myndfletinum í tvennt og eina lóð- rétta sem klýfur flötinn í miðju. En það er aksjón í geometríunni. Ég vil ekki hafa hlutina dauða, ég vil að þeir séu að gera eitthvað. Eg gæti aldrei málað appelsínu á disk, ég myndi láta einhvem vera að éta hana.“ Átta ár em liðin frá því að Sig- urður Örlygsson málaði með olíu- litum. „Ég er svo óþolinmóður," segir hann. „Ég vil að litimir þomi strax. En ég er síður en svo búinn að leggja olíuna á hilluna." Sigurð- ur fær viðfangsefni sín víða að, enda ekki einstrengingslegur á list almennt. „Ég dáist að vinnubrögð- um bandarískra málara en ég er hrifinn af allri kúnst," segir Sigurð- ur. Sýningin stendur til 24. maí og er opinkl. 16-21 virkadagaen 14- 21 um helgar. Og opnar sem sagt í Ásmundarsal kl. 14 á laugardaginn. -1M Hannes Pétursson: „Dálítil fýla í mér“ Ljóðabækumar 36 ljóð eftir Hannes Pétursson og New York eftir Kristján Karlsson hlutu að þessu sinni útnefningu til Bók- menntaverðlauna Norðurlanda- ráðs. Ekki náðist í Kristján Karls- son vegna þessa, en hann er nú staddur í Ameríku, en Hannes sagði við HP: „Þetta mun víst vera fjórða bókin eftir mig sem tekin er í þessa Norðurlandasamkeppni. En ég hef lítið skipt mér cif þessum málum, látið þau hafa sinn gang, enda talsvert ósáttur við það hvemig staðið er að þeim. Mér finnst íslenska tungan verða útundcm í þessu bókmenntasam- starfi. Og það er dálítil fýla í mér út af því. Íslenskan er ekki sett á sama bekk og hin Norðurlandamálin, að því Ieyti að öll okkar verk þarf að þýða annaðhvort á dönsku, norsku eða sænsku áður en þau koma til álita. Þetta er óréttlátt." JAZZ Frá munnhörpu til slaghörpu Fimm ólíkar breiðskífur má fá hér með Toots Thielemans. Þar spannar hann allt tónrófið — frá ljúfsárum ballöðum til kraumandi ópusa. Fálkinn hefur flutt inn skífumcir The Best og Toots Thielemans (Polydor), þar sem hann blístrar, blæs í munnhörpu og slær gítar með rýþmasveit og Steel Tenor Madness (Hep Records) þarsem stálgítarleikur lýtir kröftugan blást- ur Toots. Steinar bjóða uppá þrjár CBS-skíf- ur með Toots. Tvær þeirra er nýlegcir þarsem stórsveitir með strengjum leika undir: Collage og Slow Motion, á þeirri síðamefndu em konunglegir rýþmcileikar- £ir: Niels-Henning Orsted Pedersen á bassa og Aleks Riel á trommur. Þriðja skífan er í skífuröðinni I Love Jazz. Nefnist hún Harmonica Jazz og er endurútgáfa á The Sound — The Amazing Jean „Toots" Thielemans. Var það fyrsta breiðskífa Toots, hljóðrituð í New York 1954 og 1955. Fjögur verk em leikin af Toots, rýþma- og básúnukvartett: Skylark, On The Alamo, Sophisticated Lady og Star Fell on Alabama. Á fjórum tekur saxafónkvartett við af básúnunum: Coctails for Two, I Let A Song Go out of My Heart, I’m Putting All My Eggs in One Basket og So Rare. Þessi átta lög em tekin upp 1954 og er bassaleikarinn enginn annar en Oscar Pettiford. Á lögunum fjórum frá 1955 er rýþmasveit skipuð: Ray Bryant, píanó; Wendell Marshall, bassa og Bill Clarke, trommur. Þar blæs Toots Sonny Boy með glæsibrag, Don’t Be That Way með léttri sveiflu; svo glímir hcinn við slagarann Diga Diga Do, sem Miles-bræður sungu með Duke Eilington 1932 og einn ópus er frumsaminn: Scotch on the Rocks — hresst bíboppsvíng með snert af fúgu. Toots er ungur á þessum upptökum og þó ballöðu- túlkunin sé fögur er hinn ljúfsári tónn ekki kominn til sögunnar. Gítarleikur hans er í Christian-hefðinni og all ólíkur því er við heyrðum í Gamla bíói. En ólíkt mörgum skífum hans frá seinni árum er þetta ekta djass. Ritstjóri I Love Jazz raðarinnar, Henry Renaud, er einstakur mglukollur. Ekki er hægt að fara rétt með í hvaða lögum básún- urnar blása og hvar saxafónamir. Ætli karl- inn hafi nokkuð hlustað á skífuna áðuren hún var send á markaðinn? Chick Corea og Friedrich Gulda: The meeting (Philips 410 379-1) Fálkinn hefur flutt inn dúóskífu Corea og Gulda, en hún var hljóðrituð á tónleikum í Munchen 27. júm' 1982. Þá ríkti „píanó- sumcir” í borginni og þessir tónleikar vom auglýstir sem Hinar fögru samrœður. Corea og Gulda em um margt líkir. Báðir jafn vel heima í djassi og sígildri evrópskri tónlist, báðir jafnvígir í tónskáldskap og spuna og báðir afburða píanistar. Gulda var heimsþekktur konsertpíanisti áðuren hann sneri sér að djassinum og sérí- lagi þekktur fyrir túlkun sína á Beethoven. Hann kom til Islands 1959, hélt einleikstón- leika, lék með Sinfóníuhljómsveit íslands og djammaði með Gunnari Ormslev og fé- lögum í Frcimsóknarhúsinu. Sú tónlist hefur varðveist og má finna tvo ópusa þaðan á minningarskífu Ormslevs: Jazz í 30 ár. Ýmsum tónhrokagikknum var ofboðið að Gulda skyldi hverfa úr Sinfóníukokteilnum til að leika djass. — Þetta er einsog að fara úr kirkju í hómhús, vældu þeir. En fyrir Gulda er tónlistin lífið sjálft, ekki kölkuð Corea og Gulda höndihönd- kannski besti bræðingur djassins og Evrópu- hetðarinnar sem finna má á plötu. eftir Vernharö Linnet gröf — því er samb'matónlist honum kær, skrifuð jafnt sem spunnin. Annars undrar mig hvað sumir ágætír menn eiga erfitt með að koma því inní hausinn á sér að spuni er listform sem stefnir að fullkomnun einsog önnur list. Því er ekkert einkennilegt við það að spunninn sóló taki á sig fasta mynd. Aðferð spunans er þá notuð til að skapa tónverkið, ekki sú að skrifa það niður. Louis Armstrong blés Stmttín With Some Barbe- cue mörgþúsund sinnum frá því hann samdi það árið 1927 — spuni hans var aldrei alveg eins, en eftír hljóðritunina 1938 var ekki hægt að gera betur — spuninn var orðinn endeinlegt tónverk. Chick Corea varð fyrst frægur er hann lék með Miles Davis 1968. Hann heillaðist mjög af rafdjassinum og stofnaði þekkta hljóm- sveit: Retum to Forever. Á síðæi árum hefur hann þó að mestu sleppt rafmagninu og má minna á frábæra slu'fu hans: Trio Music (ECM 1232/33) þcirsem hann leikur tónlist Monks og dúó og tríó spuna með bassaleik- aranum Miroslav Vitous og trommaranum Roy Haynes. Þar er klassísk menntun Corea augljós, en hann er kannski rómantískastur allra djasspíanista. Tónleikar þeirra Corea og Gulda em í fjómm þáttum og er hver þáttur bundinn ákveðnu stefi þótt spuninn sé ekki háður því utan í þáttalok. Þessi stef em Someday My Prince Will Come, Vcdsinn ljúfi úr Mjall- hvít sem Miles Davis tók uppá arma sína, Put Your Little Foot Out eftír Miles Davis, Ljóð númer 3 eftír Pauer og Vögguljóð Brahms. Oft er vitnað í þekkt stef úr klassík og djassi, en spunagáfa þeirra félaga er það sem máli skiptir og hugmyndaauðgin er óþrjótandi-stundum er sveiflan með í spil- inu, stundum stundum ekki. Þetta er skífa fyrir alla sem unna glæstum píanóleik og frjórri hugsun. Djass er þetta einnig þótt þungur sé og hin evrópska hefð sterk. Kannski er þetta bestí bræðingur djassins og Evrópuhefðarinnar sem finna má á plötu. 18 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.