Helgarpósturinn - 10.05.1984, Blaðsíða 19

Helgarpósturinn - 10.05.1984, Blaðsíða 19
Sigurður Pálsson, formaðurRithöf- undasambandsins: „Ég hef áhugaáað efla víðsýnni sam- stöðu meðal rithöf- unda.“ Stuðningur úr öllum áttum réð úrslitum - segir Sigurður Pálsson, nýkjörinn formaður Rithöfundasambandsins eftir Ingólf Margeirsson Sigurður Pálsson var kjörinn formaður Rithöfundasambands ís- lands á aðalfundi félagsins um síð- ustu helgi. Sigurður er þekktur fyr- ir ljóð sín, leikrit og þýðingar en auk þess er hann leiklistarfræðing- ur og leikstjóri að mennt. Hann var spurður hvað hefði orðið þess valdandi að hann bauð sig fram í stöðu formanns Rithöfundasam- bandsins. „Ég var ekki beinlínis að leitast eftir þessu starfi, vægt til orða tek- ið. En það var mikið haft samband við mig; rithöfundar úr öllum átt- um. Stuðningurinn var alltof víð- feðmur til að ég gæti lokað augun- um fyrir honum og þess vegna varð ofan á að ég fór í framboðið. Hinu er svo ekki að neita að ég eygði ýmsa möguleika á fram- kvæmdum innan Rithöfundasam- bandsins sem ég teldi tíl bóta. Nú, og einhverjir verða að vera for- menn.“ - Hver verða helstu verkefni þín? „Það hefur verið dálítið reiptog milli meðlima í félaginu. Ég hef áhuga á að taka á þeim málum og efla víðsýnni samstöðu." -Bera klæði á vopn hœgri og vinstri manna í rithöfundastétt? mynd Valdís Óskarsdóttir „Ja, ég vil ætla að ástandið haii ekki verið jafn alvarlegt í Rithöf- undasambandinu og menn eru vanir að álíta.. -En nú hefur fráfarandi stjórn oft verið stimpluð vinstrisinnuð. Fœr nýja stjórnin pólitískan stimpil? „Það held ég ekki. Ég hef alla vega hvorki áhuga á því að stjóm rithöfundasambandsins sé pólitísk né að á hana séu límdir pólitískir miðar. Þar að auki á ég erfitt með að sjá einhæfan pólitískan lit á stjóminni, sem auk mín em þau Birgir Sigurðsson Vctraformaður, Einar Kárason, Ása Sólveig og Olga Guðrún. í varastjóminni sitja Anton Helgi Jónsson og Þorsteinn frá Hamri. Annars var ég nú ekki búinn að svara spumingunni um helstu verkefni mín sem for- manns.“ -Fyrirgefðu. . . „Rithöfundasamband íslands er eina löggilta stéttarfélag rithöf- unda á íslandi. Ég mun því einbeita mér að kjarabaráttu félaganna og samningum. Samdráttur í bóka- sölu var um 25-30% í fyrra og það er ljóst að allir þeir sem tengjast bókmenntum verða að finna lausnir á þessum málum. Þar að auki hef ég mikinn áhuga á kynn- ingu á íslenskum bókum og bók- mentum innanlands sem utan. Höfundamiðstöðin svonefnda hef- ur verið í peningasvelti og því ekki starfað sem skyldi. Ég hef í huga ákveðncir fjármögnunarleiðir og ennfremur vil ég að rithöfundar mæti meir til leiks en verið hefur óg lesi upp á ýmsum stöðum, svo sem í skólum, á. samkomum, vinnustöðum og þar fram eftír göt- unum. Almenningur þarf að kynn- ast rithöfundum betur. Þá hef ég áhuga á að blása meira lífi í Bók- menntakynningasjóð sem kynnir íslenskar bókmenntír erlendis. En slíkt starf tekur tíma og skilar ekki árangri umsvifalaust." Jazzgeggjarar taka höndum saman í kvöld, fimmtudag, og efna til sameiginlegrar sveifluveislu í Þórscafé. Það eru Jazzvcikning og Jazzklúbbur Reykjavíkur sem ljúka vetrcirstarfinu með þessu stór- jazzkvöldi, þar sem allir helstu -Nú hefur ríkissjóður verið dœmdur til að greiða 11 milljónir til samtaka höfunda fyrir fjölföldun efnis í skólum. Stór hluti þessarar upphœðar rennur til Rithöfunda- sambands íslands. Hefur verið tek- in ákvörðun um hvernigþeim pen- ingum verður varið? , ,Það hafa komið upp ýmsar hug- myndir en engin ákvörðun liggur fyrir. Við eigum einnig eftir að sjá hina endanlegu upphæð. En ljóst er að þessir peningar verða tii að stórefla félagið og ein hugmyndin cd fjölmörgum er t.d. sú að verja þeim til kaupa á félagsheimili líkt og leikarar gerðu." - Er ekki erfitt fyrir rithöfund að jazzleikarar landsins koma fram, þ. á m. Big Band ’81 undir stjóm Björns R. Einarssonar sem ekki hefur komið frcim í ár og mun m.a. leika nokkrar Basie-útsetningar í minningu meistarans nýlátna. sinna ritstörfum og starfa sem for- maður rithöfundasamtaka? .pormannsstarfið er mjög tíma- frekt og á margan hátt erfitt. Þess vegna vildi ég lengi vel ekki taka þetta að mér, enda var ég með margt í smíðum. Efst á blaði er ég með leikverk fyrir Þjóðleikhúsið sem ég er á starfslaunum hjá í hálft ár. Auk þess er ég með prósaljóða- bók í fæðingu sem líklega kemur út á næsta ári, tvær þýðingar em í vinnslu og verð ég að fresta alla vega emncuti þeirra vegna hins nýja starfs. Annars held ég að það skipti engu hvaða verkefni maður er með í höndunum; það er alltaf erfitt að taka að sér starf formanns Rithöfundasambands íslands." Aðrir sem fram koma verða Trad Kompaníið, kvartett Kristjáns Magnússonar, hljómsveit Hrafns Pálssoneir, hljómsveit Sigurbjöms Ingþórssonar o.fl. Mætíng í Þórs- café um kl. 2030. Sveiflukvöld í Þórscafé SÍGILD TÓNLIST Er að leggja drög að óperu “ segir Áskell Másson tónskáld eftir Leif Þórarinsson Áskell Másson, rúmlega þrítugur Reyk- víkingur, laglegur og mannborulegur á besta máta, er einn af duglegustu tónsmið- um okkar þessa dagana. Hann hefur sent frá sér hvert verkið á fætur öðm upp á síðkast- ið, hljómsveitarverk, kcimmerverk og ein- leiksverk og nú um daginn Vcir Sinfónícin einmitt að flytja eftír hann nýjan konsert sem hann samdi fyrir Unni Sveinbjöms- dóttur víóluleikara í Bamberg í Þýskalandi. í staðinn fyrir að vera með þessar grautfúlu einkunnagjafir sem menn kalla gagnrýni, datt mér í hug að miklu væri sniðugra að ná tali af piltínum sjálfum og heyra oní hann um verkið og þennan frumflutning þess með Unni sem einleikara og J.P. Jacquillat við stjóm. Þrátt fyrir æskuljóma og þrótt er Áskell tiltölulega hlédrægur og cills ekki svo auð- velt að fá hann tíl að leysa frá skjóðunni um sjálfan sig, í það minnsta ekki yfir kaffi einu saman. Og þó: „Ég heyrði Unni spila víólukonsertínn eftir Bartók fyrir eitthvað fjórum-fimm ámm og varð þetta litla hrifinn. Ákvað eig- inlega strax þá að semja fyrir hana stórt stykki. Svo dróst þetta dálítíð en var þó alltaf vakandi í undirvitundinni. Ég vann í tónlistardeildinni hjá útvarpinu og tíndi einn daginn fram allar upptökur sem tíl vom með henni, gamlar (frá því hún lék á fiðlu) og nýjar og hlustaði á þær með sívax- andi ánægju og tel mig hafa kynnst stíl hennar og persónuleika sem listamanns all náið. Ég sótti svo um styrk tíl Tónskálda- sjóðs Ríkisútvarpsins tíl að semja þetta verk og fékk hann. Hófst síðan handa við skriftimar í apríl ’82. Vann af kappi í fimm sex vikur en lagði þetta svo í salt í næstum heilt ár. Fór eiginlega ekki að fást við konsertinn fyrr en í mars ’83 og lauk endan- lega við hann í þeirri mynd sem hann var fluttur á fimmtudaginn var, í maí sama ár. Það er því slétt ár síðan hann var kláraður. Þetta er tiltölulega einfalt verk fyrir meðalstóra hljómsveit plús einleikara ... einn samfelldur þáttur (ca 16 mín.) sem er deilt í sex hluta. Þar af em tveir hlutar viða- miklar einleikskadensur; fyrir utan að bregða upp mynd af ótal möguleikum ein- leiksvíólu og gefa einleikaranum tækifæri til að sýna fingrafimi osfrv.,þá fer þar fram helsta úrvinnsla þess efnis sem er sett fram í byrjun verksins. Eg er afskaplega ánægður með leik Unn- ar, hún skilur mína músík í botn og ég er líka tiltölulega ánægður með hljómsveitina, miðað við þann ti'ma sem hún hafði til að æfa þetta, en hann var raunar ekki alltof mikill. Það er gamla saman, hér og víðar, að nýjum verkum er síst gefinn meiri æfinga- tími en gömlum, þrátt fyrir að þar hlýtur alltaf að vera ýmislegt sem kemur flatt upp á menn. Gömlu verkin, þau klassísku, hafa hinsvegar verið flutt hér kannski svo tugum skiptír og menn þekkja þau út og inn allar götur síðan eða áður en þeir fóru að standa uppréttír. Það er ekki þar fýrir, að auðvitað þarf að æfa alla þessa músík vel og vand- lega. En nýju verkin mega bara ekki sitja á hakanum vegna þess að þau eru ný og fáir vita mun á réttu og röngu í þeim." (Kannski bara tónskáldið og ef vel viðrar, dírigent- inn.) Einsog sagði í upphafi hefur Áskell Más- son verið mjög afkastamikilll síðustu árin, eða frá því hann gerðist „alvörutónskáld" fyrir svosem 6-7 árum. Víólukonsertinn er þriðji einleikskonsertinn sem hann lætur frá sér. Mægir kanncist við klarinettkonsert- ínn sem hann sámdi fyrir Einar Jóhcinnes- son (hann er til á hljómplötu) og konsert hans fyrir litla trommu (snair) og hljóm- sveit er sá eini sinnæ tegundcir í heiminum og hann hefur verið fluttur í ótal löndum, austonhafs og -vestan, og er orðinn fast kennsluefni við marga tónlistarháskóla. En hvað er Áskell að gera núna? ,JÉg er að leggja drög að óperu, er búinn að ganga frá efnisbeinagrind sem ég er að vona að eitt af okkar allrabestu skáldum hjálpi mér við að koma í almennilegt form. Svo er ég að byrja á píanóverki, sem Stefán Askenasí hefur beðið mig að semja fyrir sig. Ég hittí hann í Kaupmannahöfn um daginn meðan ég bjó og vann í Jónshúsi. Þð er fautapíanisti sem menn eiga eftir að kynnast nánar þegar hann spilar Tjækofskíkonsertínn með hljómsveitinni Fílharmóníu og pápa sínum Vladimír, á listahátíð í sumar. Nú og svo er að drífa sig í brauðstritið...“ HELGARPÓSTURINN 19

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.