Helgarpósturinn - 10.05.1984, Blaðsíða 21

Helgarpósturinn - 10.05.1984, Blaðsíða 21
L I eigubílstjórar eru óánægðir með samning Bæjarleiða og Rik- isspítalanna. Bæjarleiðcimenn keyra nú langt undir taxta fyrir spítalana. Það kom reyndar ekki til af góðu. Þannig var að Hreyfill bauð fyrst 15% afslátt á töxtum. Bæjarieiðir gerðu þá njósnara út af örkinni til að komast að hvað Hreyfill hefði boðið. Þessi leyni- þjónustumaður Bæjarleiða sneri til baka úr leiðangri sínurp með þær fréttir að Hreyfill hefði boðið 20% afslátt. Bæjarleiðir sáu sitt óvænna og buðu 21% afslátt. Á meðan þeir sýta nýja samninginn tcda þeir nú um að endumýja njósnakerfið hjá sér ... ér kemur svo glaðningur fyrir unglingana. í Skonrokki á föstudagskvöld gefst sjónvarps- áhorfendum tækifæri til að horfa á íslenska hljómsveit að leik og spili. Þetta er rokkabillýgrúppan Oxsmá sem á undanförnum miss- erum hefur verið talsvert áberandi fyrir skemmtilegar uppákomur úti undir berum himni Reykjavíkur- borgar. Anncirs er vídeóupptakzin af Oxsmá eiginlega auglýsing fyrir heljarinnar mikið prógramm sem Stúdentaleikhúsið verður með á komandi sumri, en þar munu flest- ir yngstu og ferskustu listamenn okkcir í myndlist, leiklist og tónlist leggja saman í púkk. Meira um það síðar... P ólib'skt eldfimt efni verður væntanlega á boðstólum á næstu jólabókavertíð. Er það bók sem Þorleifur Friðriksson sagnfræð- ingur er að skrifa um átökin í Al- þýðuflokknum og verkalýðshreyf- ingunni um 1950. Mun hann m.a. hcifa komist yfir áður óþekktar heimildir um bessi mál í Dan- mörku. Öm og Örlygur gefa bókina út... v Wiet ’íetnamarnir sem hér hafa sest að sem flóttamenn frá heima- landi sínu vom til umfjöllunar í síðasta Helgarpósti. Þeim hefur flestum vegnað hér vel og auðgað okkar þjóðlíf. En enn er mikill vandi óleystur hvað varðar fjölda Víetnama sem hírast í flótta- mannabúðum við kröpp kjör. Og nú hefur aftur verið leitað til ís- lendinga um liðsinni. HP er kunn- ugt um að beiðni hefur komið frá Flóttcimanncihjálp Sameinuðu þjóðanna um að íslendingæ taki við fleiri víetnömskum flótta- mönnum og liggur sú beiðni nú á borði ríkisstjómarinnar, sem er að hugsa sinn gang. Þar er líka beiðni einncir fjölskyldu sem hér býr um að fimm ættingjar frá Víetnam fái að setjast hér að. Vonandi fá þess- ar beiðnir jákvæða fyrirgreiðslu ís- lenskra stjórnvalda... LÁTID FAGMENN VINNA VERKIÐ Sprisngu Upplýsingar í símum (91) 66709 & 24579 Tökum að okkur að þétta sprungur í steinvegjum, lögum alkalískemmdir, þéttum og ryðverjum gömul bárujárnsþök. þétting Höfum háþróuð amerísk þéttiefni frá RPM 11 ára reynsla á efnunum hér á landi. Gerum föst verðtilboð yður að kostnaðarlausu án skuldbindinga af yðar hálfu. Í ÁSKRIFT — inn um bréfalúguna á föstudagsmorgni Fyrir ykkur öll sem ekki getið hugsað ykkur helgi án Helgarpóstsins Áskriftarsími 81511 Þaðer ódýrara aó tölvu- væóa en pú hekJur Þú færð ATLANTIS í ótal útgáfum til hinna ýmsu starfa. 1. 2. 3. 4. Hér er gott dæmi um tölvukerfi fyrir ATLANTIS með 128.000 stafa minni, 360 þús stafa diskettustöð, 10 milljón stafaföstum diski. Prentari að eigin vali ■ MSDOS stýrikeifi. Ritvinnsla og áætlanagerð. Verð aðeins frá kr. 247.000 ATLANTIS er fljót að borga sig! 5. lítil og meðalstór fyrirtæki: Bókhaldspakkar (2 af a,b,c og d) : a. Fjárhagsbókhald ogJjárhagsskýrslugerð. b. Viðskiptamannabókhald. c. Sölunótu- og pantanakeifi. d. Birgðabókhald. A ATLANTIS ATLANTIS hf. Skúlagötu 51, 105 REYKJAVÍK, Sími 19920 HELGARPÓSTURINN 21

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.