Helgarpósturinn - 10.05.1984, Blaðsíða 24

Helgarpósturinn - 10.05.1984, Blaðsíða 24
HIN „VINSAMLEGU" LEIKSTJÓRASKIPTI [ ENEMYMINE HOLLYWOOD í STJÖRNUSTRÍÐI Á ÍSLANDI • ,,Ef þú kemst að því hver tók ákvörðunina um að reka mig, láttu mig þá endilegavita,“ segir Richard Loncraine í viðtali við Helgarpóstinn. Hin snögglega ákvörðun 20th Century Fox í Hollywood um að fá nýjan leikstjóra að Enemy Mine og hætta við áframhaldandi tökur myndarinnar á íslandi, segir okkur meira um kvikmyndagerð í Hollywood heldur en hvað Richard Loncraine var að fara með Enemy Mine. eftir Hallgrím Thorsteinsson myndir: Guðmundur Sigfússon o.fl. 20 th Century Fox í Beverly Hills í Kaliforníu sagði í fréttatilkynningu sinni um uppsögn Richards Loncraine sem leikstjóra stórmyndarinnar Enemy Mine á sunriu- daginn var, að samstarfsslit hans og fyrirtœkisins hefðu verið,,vinsamleg. “ , ,Þeir vilja halda því fram að svo hafi verið, já, “ segir Loncraine sjálfur í samtali við blaðamann Helgarpósts- ins. Loncraine dvelst nú í London, fór þangað strax morguninn eftir að ákvörðun kvikmyndajöfranna í Hollywood hafði verið tilkynnt starfsfólki myndarinnarí Félagsheimilinu Hvoli á sunnudagskvöld. Hann er varkár í símann, vill ekki segja mikið um samskipti sín og Fox. ,,Þeir hafa aðrar hugmyndir um myndina en ég, en þeir gerðu mér raunverulega ekki grein fyrirþví hverjarþœr voru. Þaðsem éghefverið að reyna að gera á íslandi hefur greinilega ekki fallið einhverjum ígeð. “ hætta tökum á íslandi - sem Hinn listræni ágreiningur Kvikmyndafyrirtækið segir að- eins að ástæðan fyrir því að Lon- craine hafið verið sparkað sé „list- rænn ágreiningur" hans og fyrir- tækisins. Þetta er gamalkunnur frasi úr heimi kvikmyndanna, en raunveruleg ástæða liggur ekki fyr- ir. Talsmenn Fox hér á landi hafa þagað yfir henni og látið fréttatil- kynningar sínar tala. J kvikmyndagerð er alltaf verið að þræða þennan milliveg milli f jármála og listrænna sjónarmiða," segir Loncraine. ,£g skal ekkert segja um það á hvem hátt fjármál spiluðu inn í þessa ákvörðun Fox, ég hreint út sagt veit það ekki. Ég lagði mikið upp úr því að kvik- mynda á íslandi vegna landslctgs- ins og birtunnar þar. Mér fannst að þetta tvennt myndi gefa myndinni þetta framandi andrúmsloft sem ég sóttist eftir. Ákvörðunin um að 24 HELGARPÓSTURINN reyndar kom eftir að mér var til- kynnt að ég væri ekki lengur með myndina - getur alveg eins bent til þess að að þessu sinni hafi raun- verulega verið um listrænan ágreining að ræða. Þeir hafa ekki séð þetta sömu augum og ég, býst ég við, ekki talið umhverfið á ís- landi gefa myndinni það listræna gildi sem ég tel að það hefði gert. Ef svo er, þá þurfið þið íslend- ingar ekki að hafa áhyggjur af því að þeir heimsæki ykkur aftur í bráð,“ segir hinn vonsvikni kvik- myndaleikstjóri. Kvikmyndin Enemy Mine var stærsta tækifærið á ferli hans sem Ieikstjóra, en áður hcifði hann leikstýrt þremur ódýr- ari kvikmyndum, auk þess að hafa unnið fyrir BBC og við auglýsinga- gerð. „Þetta var gífurlegt áfall fyrir mig, en ég ætla að komast yfir þetta, maður verður að vera seigur í þessum bransa, ef maður ætlar að lifa í honum. Ég ætla til Indlands í nokkrar vikur núna, hjóla þcir um og slappa af. Síðan tek ég til við að leikstýra einhverri annarri mynd, en ég veit ekki hvaða mynd það verður." Hollywood hefur, hikandi að vísu, verið að auka sókn sína í evr- ópska leikstjóra hin síðari ár. 20th Century Fox fékk augastað á Lon- craine vegna verðlaunciauglýs- ingamyndar sem hann gerði í fyrra, en ekki vegna fyrri afreka við gerð leikinna kvikmynd, furðulegt nokk. Auglýsingin var fýrir British Air- ways og heitir „Manhattan, Man- hattan." Hún Vcir sýnd á kvik- myndaauglýsingahátíðinni hér á landi fyrir skömmu. Kvikmynda átti um allt land Á sama tíma og Fox reyndi að hafa uppi á Loncraine, Vcir hann að banka uppá hjá fyrirtækinu með það fyrir augum að fá að gera Enemy Mine. Hann gekk á milli manna í Hollywood en fékk dræm- ar viðtökur, þar til vinstri hönd fyrirtækisins áttaði sig loks á því að Loncraine var maðurinn sem hægri hönd þess hafði verið að leita að. Þessi skollaleikur tók ótrúlega langan tíma, nokkrar vik- ur, og sýnir vel hvílík völundcirhús kvikmyndafyrirtæki af þessari stærðargráðu eru. 20th Century Fox er stærsta kvikmyndafyrirtæki í einkaeign í heiminum. Nú er um hálft ár síðan ísland var nefnt sem kvikmyndatökustað- ur fyrir Enemy Mine. Eftir að Lon- craine var ráðinn leikstjóri fór hann yfir handrit Edwcurds Khm- ara, sem gert er eftir vísindaskáld- sögu Barry Longyear, og breytti því og staðfærði fyrir tökur hér á landi. Framleiðendur myndarinn- ar, þar á meðal Stanley OToole aðalframkvæmdastjóri, höfðu lagt hcut að Loncraine að taka útisenur myndarinnar frekar á Kanaríeyj- um, þzu sem kvikmyndafólkið hefði fengið gott veður allan töku- tímcmn. En Loncraine fékk sínu framgengt. Upphaflegar áætlanir um tökur á íslandi gerðu ráð fyrir að myndin yrði tekin í Vestmannaeyjum, á Skógasandi, við Kvíslimar, á Reykjanesi, Hellisheiði, að Fjalla- baki, í Námaskarði, við Herðubreið og Dettifoss. Ætlun Loncraines með því að taka myndina svo víða um landið var að skapa sterka og fjölbreytta umgjörð um myndina sem héldi athygli áhorfenda. Loncraine telur að ljósið á ís- landi, sérstaklega hið langa rökkur, hefði gefið myndinni þá sérstæðu birtu, sem fengi áhorfcindann til að trúa því að myndin gerðist á plán- etu í framandi sólkerfi. Ron Carr, sem hefur yfimmsjón með fram- kvæmdum á tökustað í Enemy Mine og áralanga reynslu af stór- myndagerð, sagði í samtali við Helgarpóstinn, að hið langa rökkur hér á landi gæfi kvikmyndinni stór- kostlegt og töfrandi yfirbragð. „Þessi birta er kynngimögnuð, ef okkur tekst að færa hana yfir á hvíta tjaldið," segir hann. Ron Carr segir að „daylies" (tök- ur hvers dags) hafi jafnan strax verið sendar vestur um hcif til Holiywood til skoðunar. Þetta styður þá tilgátu sem varpað hefur verið fram, að Hollywoodjöfrunum Louis Gossett jr. Maðurinn úr óvinasólkerfinu. hafi ekki líkað sú umgjörð sem Loncraine var að setja myndina í hér á íslandi, að þeim hafi hrein- lega ekki litist á blikuna. StarWars formúlan Tökur hófust í Vestmannaeyjum fyrir rúmum þremur vikum. Þá þegar var búið að skera talsvert niður af fýrirhuguðum tökustöð- um á íslandi. Ekkert benti þó þá til þess ágreinings sem átti eftir að koma upp á yfirborðið síðar. í Vestmannaeyjum var kvikmyndað upphaf myndarinnar þegar geim- hermennimir tveir brotlenda geimförum sínum á plánetunni. Annar þeirra er frá Jörðinni, hinn frá plánetunni Dracon. Enemy Mine er aðeins „Stjömustríðs- mynd“ að því leyti, að Jörðin og Dracon eiga í stríði. Að öðm leyti sleppir samlíkingunni milli Star Wars-myndanna og Enemy Mine. Loncraine vildi gera mannlega framtíðarmynd. ,JÉg ætlaði að gera mynd, sem yrði full af bjartsýni. Myndin átti að fjalla um vináttu og ást, um það hvemig mennimir tveir sigrast á hatrinu. Mig langaði Dennis Quaid leikur Jarðarbúann.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.