Helgarpósturinn - 10.05.1984, Blaðsíða 25

Helgarpósturinn - 10.05.1984, Blaðsíða 25
Óvinageimförin eftir brotlendingu á Heimaey — Jl "■ 2“ 11 lir «fÍ3 mmmJtl }*l 1 gQ| ÝSÉM Bilafloti 20th Century Fox viö tökustað á Heimaey. að gera mynd sem kæmi fólki til að líða betur varðandi framtiðina,“ segir Loncraine við HP. Ymsir telja að hér sé að finna kjarnann í ágreiningi Loncraines og Fox-toppanna, að þeir haíi vilj- að framleiða meiri hasarmynd en leikstjórinn sá fyrir sér. Gísli Gests- son kvikmyndagerðarmaður, sem greiddi götu Enemy Mine-hópsins hér á landi, er þessarar skoðunar. „Þeir vildu meiri aksjón-mynd, minni pælingamynd, vildu meira bang-bang, eins og í Star Wars,“ segir hann. „Þegar Hollywood hef- ur dottið niður á formúlu sem virk- ar, eins og þessar geimmyndir, þá bregða kvikmyndajöfréimir mjög ógjarnan út af henni. Og þegar menn tala um formúlu sem virkar, þá er viðmiðunin að sjálfsögðu beinharðir dollarar. Fyrirtæki eins og Fox eru mjög íhaldssöm að þessu leyti. 20th Century Fox dreifði líka Star Wars-myndunum. Þeir voru tregir að taka fyrstu myndina upp á arma sína á sínum tíma, en sjá auðvitað ekki eftir því núna,“ segir Gísli. Gísli lagði niður störf fyrir Fox á föstudaginn var vegna þess að hann „var ekki sáttur við það sem var að gerast. Ég varð fyrir miklum vonbrigðum með það hve Lon- craine fékk lítinn stuðning við sín- ar hugmyndir. Þetta gerði útslagið hjá mér.“ Gísla saga Gestssonar Að sögn ónafngreinds heimilda- manns HP spilaði hér fleira inn í. Þar á meðal það, að Fox hafði lofað Gísla Gestssyni að íslendingar úr Félagi kvikmyndagerðarmanna fengju að reyna sig við myndina. Þannig hafði Gísli vilyrði fyrir einu- m íslenskum aðstoðarkvikmynda- tökumanni, sem þannig hefði get- að öðlast reynslu í vinnu með panavision-tökuvélar. Jafnvel var gert ráð fyrir að íslendingar tækju 16 mm sjónvarpskvikmynd um gerð myndarinnar á íslandi. Karl Oskarsson kvikmyndatökumaður og Sigfús Guðmundsson hljóðupp- tökumaður voru nefndir í því sam- bandi. Ekkert varð úr þessu. Fox réð Vilhjálm Knudsen kvikmynda- gerðarmann, sem stendur utan FK, til að sinna þessari heimildamynd- argerð. „Þetta var mest almenn að- stoð við þessa sjónvarpsmynd, sem þeir fóru fram á að ég sinnti," segir Vilhjálmur í samtali við HP. Ron Carr segir að Gísli Gestsson hafi reynst fyrirtækinu erfiður. „Hann sagði við mig að ef Fox ætl-; aði að halda áfram á sömu braut, gæti fyrirtækið ekki vænst mikillar aðstoðar frá íslensku kvikmynda- gerðarfólki. Ýmiss konar vandræði myndu hljótast cif. Gísli sagði að helmingur íslensku þjóðarinnar væri á móti því að hér væri kvik- myndað, en ég bara trúði því ekki, ekki miðað við þær viðtökur sem við höfum fengið alls staðar. Fyrir- tækið réð einhvem annan í kynn- ingarmyndina og hann fór að setja sig upp á móti því. Það var víst út af einhverjum innanfélagsdeilum kvikmyndagerðarmanna í landinu, sem við nenntum bara ekki að hlusta á,“ segir Carr. Félag kvikmyndagerðarmanna hefur um skeið rætt nauðsyn þess að móta ákveðin vinnubrögð og ákveðnar reglur í samskiptum inn- lendra kvikmyndagerðarmanna við erlend kvikmyndafyrirtæki. Meðcú þess sem rætt hefur verið er að leggja gjald á fyrirtækin, eins- konar útflutningsgjald fyrir það landslag sem þau taka með sér í Enemy Mine kostar þrjú ár af mínu lífi ■ segír MksijÓTÍnn. likhard txmcraine, i samtaH \id Mbl U'Atí f£N nrt Stanley OToole: ,,Ég vil þakka Richard Loncraine fyrir hið gífur- lega framlag hans til þessa verk- efnis.“ Richard Loncraine: „Uppsögnin kom mér á óvart. Þrjú ár urðu skyndilega tvö, og þessi tvö til einskis. Myndin er úr viðtali Morg- unbl, við Loncraine sl. sunnudag. Wolfgang Petersen: Nýi gullkálf- urinn þeirra Hollywood. Síðasta mynd hans var töluvert dýrari en Enemy Mine. filmudósunum út úr landinu. Ekk- ert er fullmótað enn í þessum efn- um hjá FK. Milljónatekjur í Eyjum Það gefur auga leið að í mynd sem kostar næstum 20 milljónir dollara í frsunleiðslu og 12 milljón- ir dollara í kynningu og dreifingu, verða einhverjir fjármunir skildir eftir á þeim stöðum þar sem mynd- in er tekin. Um 100 starfsmenn komu að utan og unnu við gerð myndarinnar en auk þess hafa um 100 íslendingar komið nálægt kvik- myndagerðinni. Hunt Downs, blaðcifulltrúi Fox hér á landi, sagði í samtali við HP að engin leið væri að áætla sem stendur hvað vinnan við myndina hér á landi hefði kost- að. En sé miðað við að Fox hafi verið hér á landi fimmtung þess tíma sem tökur myndarinnar standa yfir, er ekki fjarri lagi að ætla að Fox hafi skiíið hér eftir milljónir, ef til vill tugmilljónir króna í gjaldeyristekjum Ron Carr segir að líklega sé búið að taka 4—5% af heildarlengd myndarinnar hér á landi. „Ég býst fastlega við að þessar senur sem teknar voru hérna verði notaðar í myndinni," segir hann. Enemy Mine -hópurinn var tæp- ar þrjár vikur í Vestmannaeyjum. Þorbjörn Pálsson, sem starfar hjá Skipaviðgerðum hf. þar, segir í samtali við HP: „Ég gæti ímyndað mér að Fox hafi eytt svona 15 millj- ónum króna hér í Eyjum. Þar af fór kannski 2 1/2 milljón í mat og áfengi, annað eins eða meira í gist- ingu og framkvæmdirnar hérna hafa ekki kostað þá undir fjórum milljónum." Skipaviðgerðir sáu um alla jarðvinnu fyrir kvikmynda- gerðina í Eyjum, bjuggu til lón, lögðu til dælur, slöngur og annað sem til þurfti í sviðsmyndina. Sögusagnir ganga um að Fox hafi greitt allt á tvöföldu verðlagi í Eyj- um. „Nei, menn tóku allir þátt í því að reyna að gera hlutina frekar bil- lega, því að menn vissu hvað var í húfi. Það lögðust allir á eitt um að gera Foxurunum þetta eins þægi- legt og hægt var. Þeir eru fyrirtciks- menn upp til hópa og heiðarlegir og það var ánægjulegt að vinna með þeim,“ segir Þorbjöm. Starfs- lið Skipaviðgerða tvöfaldaðist um tíma á meðan verið var að taka brotlendingarsenurnar. - Skipa- viðgerðir vom famcir að sinna geimskipaviðgerðum um tíma. En Þorbjöm hefur líka athyglisverða hluti að segja um hugsanlegar ástæður fyrir brottrekstri Lon- craines. „Eg varð var við, fannst mér, að listræn og peningaleg sjónarmið vom farin að stangast á. Það var vel haldið utan um hiutina þegen verið var að undirbúa tök- urnar hér, en þegar að sjálfri myndatökunni kom, fannst mér eins og allt færi úr böndunum í sambandi við kostnað. Þá skipti hann allt í einu engu máli fannst mér. Loncraine vildi hafa allt „stand by“ í kringum sig, hvort sem raunveruleg þörf var fyrir það eða ekki. Þannig var þetta með þesscir risadælur sem við vorum með og Loncraine bað líka óspart um hluti sem honum fannst sig vanhaga um meðan á tökum stóð, og þá var ekki heldur verið að horfa í kostnað. Við fengum á til- finninguna að einhver rígur væri þarna á milli. Við vissum líka um slaginn áður - Kanamir vildu taka á Kanaríeyjum en Loncraine á ís- landi og við heyrðum þá tala um hvað ísland væri dýrt. Þeir höfðu eftirlit með reikningunum okkar - tóku stikkprufur til að við færum ekki að skrúfa upp verðið. Eftirá sögðu þeir - og okkur þótti vænt um það - að við hefðum veitt þeim betri þjónustu en nokkurt cinnað fyrirtæki sem þeir hefðu skipt við um þessa vinnu. Og þessir gæjar hafa verið víða,“ segir Þorbjöm. Ringulreið á Hvolsvelli Fox-hópurinn hefur nú greitt Vestmannaeyingum allt sem hann skuldaði þeim. Annað er enn uppi á teningnum á Hvolsvelli. Þcir gengu 30 fjölskyldur úr rúmum sínum - fluttu flestir til ættingja - og enn er eftir að gera upp leiguna. Fox leigði húsin í viku til 10 daga. Sumir vilja fulla 10 daga leigu. Óljóst er hvemig samningar fara, þegar þetta er skrifað, en Fox hefur lýst því yfir að fyrirtækið muni standa við alla gerða samninga á íslandi. Gífurleg ringulreið skapaðist meðal Fox-hópsins á Hvolsvelli við hinar óvæntu ákvarðanir um síð- ustu helgi, um að reka Loncraine og hætta tökum á íslandi. Fyrst þessar ákvarðanir komu flatt upp á Loncraine sjálfan, að hans eigin sögn, má gera sér í hugarlund hvernig hópurinn brást við í heild. Enginn hafði haft neitt út á Lon- craine að setja fram að þessu, en hópurinn hafði átt fremur erfitt uppdráttar við erfiðar aðstæður undanfarna daga. Ef til vill hefur þetta ýtt undir þá ákvörðun að færa tökurnar héðan og til Búda- pest í Ungverjalandi. „Eg veit það þó ekki,“ segir Loncraine við HP, „við vomm öil að komast yfir þessa erfiðleika í sambcmdi við veðrið og þessar erfiðu aðstæður." Einn heimildamanna HP segir að toppmenn Fox hafi hreiniega ekki skiiið svona kvikmyndagerð, að fólk vildi raunvemlega Ieggja vem- lega mikið á sig til að ná myndinni hér. Þeir séu aðeins vcinir hinu besta: svítuherbergjum á fjögurra stjörnu hótelum o.s.frv. „Þetta em menn sem fiytja til Florida af því þeim finnst svo kalt í New York. Þeir skilja ekki Loncraine-þetta er ákveðinn kynslóðcimunur." Nýr gullkálfur Hollywood En ákvörðunin stendur óhögg- uð. Fox er að fara héðan, og ólík- legt er talið að fyrirtækið komi aft- ur í tökur myndarinnar hér á landi. Þó verður lágmarksviðbúnaði „haldið heitum" hér til að hægt verði að flytja hópinn hingað á ný með nokkurra daga fyrirvara, að sögn Vilhjálms Knudsens, sem hef- ur tekið við af Gísla Gestssyni sem tengiliður hópsins hér á landi. „Það er nauðsynlegt að menn séu opnir fyrir svona hópum hér, og séu ekki að flækja hlutina of mikið með stéttarfélagslegum höftum. Víðast hvar í Bandaríkjunum geta kvikmyndafyrirtæki til dæmis ópererað í friði fyrir kröfum stétt- arfélaga," segir Vilhjálmur. Á miili 60 og 70 manns frá Fox héldu utan á miðvikudag. Á mið- vikudagskvöld var gert ráð fyrir að forráðamenn myndarinnar myndu hitta Wolfgang Petersen, þýska leikstjórann sem tekur við mynd- inni, í Múnchen til að ræða fram- haldið. „Ég hef ekkert talað við Peter- sen, og efast um að ég geri það,“ segir Loncraine, „en ég vona að hann geri þetta að góðri mynd. Ég virði hann mjög mikils sem ieik- stjóra." Loncraine er ekki einn um þessa skoðun. Forráðamenn Fox höfðu Petersen efstan á blaði yfir þá leik- stjóra sem þeir vildu fá ef þeir losn- uðu við Loncraine, og hann var laus. Petersen hefur nýlokið við dýrustu mynd sem gerð hefur ver- ið í Þýskalandi frá stríðslokum. Hún kostaði tæpar 30 milljónir dollara. Þetta er ævintýramynd með fjöldanum öllum cif tækni- brellum, gerð á ensku og heitirThe Never Ending Story. Hún nýtur nú fádæma vinsælda. Þar áður gerði hann Das Boot, sem hlaut óskars- verðlaunin sem besta er- lenda myndin. Aliar tæknibrell- urnar í Never Ending Story voru teknar í stúdíóum George Lucas í San Francisco, Intemational Light and Magic. Þar verða tæknibrögð Enemy Mine líka fest á filmu þegar þar að kemur. Eftir fundinn í Múnchen er gert ráð fyrir að Fox-hópurinn haldi til Búdapest, þar sem haldið verður áfram tökum myndarinnar. Þar hefur meðal anníirs verið komið upp risa-furuskógi í stúdíói. Jaðar þessa Scuna skógar er hins vegar enn á Skógsandi. Að öllum líkind- um verða engir geimfarar á ferli í þeim skógarjaðri í sumar. Síðcist þegar fréttist átti að fara að höggva niður þessar framandlegu risafur- ur á sandinum. Enemy Mine verður, að öllu for- fallalausu, fmmsýnd í júní 1985. HELGARPÓSTURINN 25

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.