Helgarpósturinn - 10.05.1984, Blaðsíða 28

Helgarpósturinn - 10.05.1984, Blaðsíða 28
óánægja er einkum meðal sjálf- stæðismanna og herma góðar heimildir HP að mörgum áhrifa- mönnum þyki ástandið nánast óviðunandi fyrir flokkinn, þar eð framsóknarmenn þæfi og stöðvi ýmis „prinsippmál" hans. Er talið. að stjórnarslit komi vel til álita, þótt ekki verði þau alveg á næst- unni. Sumir sjálfstæðisforingjar vilja þá að gengið verði til kosn- inga og nýtt umboð fengið. Aðrir vilja reyna aðra leið. Samkvæmt heimildum hafa leiðandi öfl í flokknum, undir forystu Ólafs G. Einarssonar, formanns þing- flokksins, gengist fyrir óformlegum viðræðum við A-flokkana, Alþýðu- bandalag og Alþýðuflokk, um að ganga til stjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokkinn. A-flokkamir munu hins vegar vilja kosningar áður en Ijáð er máls á því. Hver sem úrsiit verða þykir Ijóst að hin unga forysta flokksins mun æ meir reyna að beita fótgönguliði sínu gegn hinum eldri flokksbarónum sem sitja sem fastast í ráðherra- stólunum og vilja helst ekki upp úr þeim standa... ið f jölluðum í HP fyrir nokkrum vikum um hinn mikla slag sem orðinn er um fjárfestingar á tölvumarkaðnum, enda um óvenjuháar fjárhæðir að ræða. Einkum var greint frá átökum um tölvuútboð á vegum ríkisins. Nú mun standa yfir einn slíkur slagur þar sem eru kaup Pósts og síma á tölvu. Póstur og sími mun vera með fyrir Digital-tölvur frá Krist- jáni Skagf jörð og var gerð könn- un á því hvaða gerð slíkra tölva hentaði af þeirri stærðargráðu sem nú er um að tefla. Þegar fyrir dyr- um stóð að festa kaup á tækjum frá Kristjáni Skagfjörð, barst svo hins vegar boð frá risanum IBM, þar sem innifalin var ókeypis yfir- færsla á fyririiggjandi hugbúnaði fyrir Digital-tölvumar. Og nú em menn á Pósti og síma að veltast með þessi tilboð og tölvubransinn bíður spenntur... §M ■ ýr framkvæmdastjóri SÁÁ hefur verið ráðinn. Er það Einar Kr. Jónsson, sem starfað hefur sem sölu- og markaðsstjóri Penn- ans. Einæ tekur við starfinu 1. ágúst og leysir af hólmi Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson, sem starfað hef- ur undanfarin 6 ár sem fram- kvæmdastjóri samtakanna. Vil- hjálmur mun hins vegar taka sæti í framkvæmdastjórn SAÁ ... í Reykjavík mun nú vel á veg kom- inn, en hátíðin á að hefjast 1. júní og standa til 17. júní. Ætlunin mun að hefja hátíðina með samkomu í Laugardalshöll, og að henni lok- inni verður dansað í Höllinni. Mun það hugmynd forráðcimcinna Lista- hátfðarinnar að fá Sinfóníuhljóm- sveit íslands til þess að leika fyrir dansi. Á hátíðinni verður einnig efnt til dansleiks þar sem Stuð- menn munu leika fyrir dcinsi. Helsti viðburður Listahátíðarinnar að þessu sinni mun verða heimsókn Philharmoníusveitarinnar bresku, en í hljómsveitinni eru 100 manns og verður það meira en lítið fyrir- tæki að koma öllu hcifurtaski hljómsveitarinnar til og frá land- inu... 11 ^^^tgerðarmenn og eigendur minni togara og loðnuskipa eru orðnir langþreyttir á litlum kvót- um og langvarandi landlegum. Nú hafa ýmsir skipaeigendur á Aust- fjörðum og Suðurlandi tekið sig saman og athugað möguleika á að gera út skip sín erlendis. í sjónmáli eru einkum Bandaríkin,varðandi veiðcir á þorski, karfa og makríl.og einnig S-Atlantshafslönd, svo sem Portúgal, einkum eyjan Madeira, í sambandi við veiðar á túnfiski. Ætlunin er að ná samningum við þarlend fyrirtæki um sölu á fersk- um fiski, bæði til hafna og í fisk- vinnsluskip. Ráðgert er að Sigmar B. Hauksson útvarpsmaður, ásamt fleirum, verði fulltrúi út- gerðarmannanna í viðræðum við komandi erlenda viðskiptamenn og heldur Sigmar til Portúgal í þessum erindagjörðum um næstu áramót... I ú fer að styttast í það að „stallur" verðir fundinn fyrir Þor- stein Pálsson, formann Sjálf- stæðisflokksins. Stjóm fulltrúa- ráðs flokksins hefur nú lagt mikinn þrýsting á allt flokksapparatið til að finna ráðherrastól handa Þor- steini. Sjálfstæðismenn eru sam- mála um að ekki sé hyggilegt að bæta við nýju ráðherraembætti á tímum gata og niðurskurðar og því er ljóst að einhver ráðherra Sjálf- stæðisflokksins verður að standa upp fyrir Þorsteini. Ljóst er að að- eins einn kemur til greina: Matt- hías Bjamason heilbrigðisráð- herra. Hann er bæði mikill vinur Þorsteins og stuðningsmaður og einnig er talið að það sé ekkert metnaðarmáJ fyrir Matthías að sitja lengi sem ráðherra... jfÍLr Jlt bendir til þess að gömlu húsin við Skólavörðustíg, frá homi Bergstaðastrætis niður að húsinu þar sem fornbókaverslunin Bókin var til húsa, muni rifin í nánustu frcimtíð. Gerð hefur verið ti 1 laga að nýjum húsum, tveggja til fjögurra hæða, þar sem þjónusta og búðir verða á götuhæð en íbúðir á efri hæðum. Tillagan, sem einnig nær yfir baklóðir húsanna.en þar er lagt til að bílastæði verði enn aukið, er nú til athugunar hjá Skipulcigsyfir- völdum og mun að öllum líkindum fá jákvæða umf jöllun ... ^^Lírc reksmannasjóður Iþrótta- sambands íslands er sagður hafa tekið nýjan pól í hæðina, en til þessa hefur sjóðurinn ekki veitt peninga til annarra en sérsam- banda ÍSÍ. Hefur heyrst að sjóð- stjómin hafi nú ákveðið að veita peninga beint til afreksíþrótta-' manna, og þá sérstaklega til þeirra sem em að búa sig undir keppni á Ólympíuleikunum í sumar. Mun þetta gert til þess að forðast að peningarnir renni til greiðslu á al- mennum skuldum sérsamband- anna eins og verið hefur til þessa... Við viljum ^ vekja athygli leigjenda og leigusala á því, að Félagsmálaráðuneytið gefur út eyðublöð fyrir leigusamninga um íbúðarhúsnæði. Notkun þess tryggir réttindi beggja aðila. HÚSEJGENDASAMBAND ÍSIANDS Hið löggilta eyðublað fyrir leigusamninga um íbúðarhúsnæði fæst án endurgjalds hjá bæjar- og sveitarstjórnum og á skrifstofum okkar. Önnur samningseyðublöð eru ekki gild. 1 ^ Húsnæðisstofnun ríkisins 8 Líf og fjör Það er margt skemmtilegt og nýstárlegt á Mallorka, alltaf eitthvað um að vera fyrir þá sem eru frískir og vilja fjör. Sólin og sjórinn á vel við okkur íslendinga á Mallorka, og tíminn líður fljótt. Sjáumst á Mallorka mOMTIK FERÐASKRIFSTOFA, Iönaðarhúsinu Hallveigarstigl.Símar 28388 og 28580 ..................................................... ............................ i OO HFI O&RDrSQTijpiMM

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.