Helgarpósturinn - 24.05.1984, Blaðsíða 3

Helgarpósturinn - 24.05.1984, Blaðsíða 3
Safari-tískan ¦ír„Ef hægteraðtalaum að eitthvað sé ráðandi í sumar- tískunni þá er það helst safari-línan," sagði Marta Bjarnadóttir í Gallery, þegar við litum þar inn, í vikunni. „Safari-sniðið er raunar sígilt og hefur alltaf verið nokkuð vinsælt en í sumar er sérlega mikið framboð á skemmtilegum útfærslum á því, bæði fyrir pilta og stúlkur. Að öðru leyti má segja það um sumartískuna að fötin eru mikið úr léttum og Ijósum efnum. Það eru til dæmis mörg blæbrigði af grænu og bláu og ,,off" eða „faded" litireru vinsælir. Sniðin eru yfirleitt víð og það er því mjög þægilegt að vera i sumartískunni í ár.* Fjölmörg svör bárust við verö- láunakrossgátunni ,og hún Edda iBjörgvins dró ; i fyrir okkur úr réttum lausnum. Krossgátuverðlaun til Breiðdalsvíkur tV,,Nei, hvað ertu að segja, það var gaman," sagði hún Auður Stefánsdóttir á Breið- dalsvík, þegar við hringdum til að segja henni að hún hefði unnið fyrstu verðlaun í verðlaunakrossgátu Helgar- póstsins, sem var í blaðinu 19. apríl. „Ég dunda oft við að ráða krossgátur og sendi þær inn ef það eru einhver verðlaun, en ég hef aldrei unnið til þeirra fyrr. Þetta eru því skemmtilegar fréttir." Inní krossgátuna var fléttuð eftirfarandi öfug- mælavísa: Heyrði ég úthafsöldugný upþi á reginheiðum, lóunasyngjadirrindí djúpt á sjávarleiðum. Tvenn verðlaun voru í boði, tvöþúsund krónur og eitt- þúsund krónur. Auðurfær send fyrstu verðlaunin heim til Breiðdalsvíkur. Önnur yerðlaun fékk Halldóra ísberg sem býr við Tómasar- haga í Reykjavík og hún fær þau líka send í pósti.* Ný ferðaskrifstofa Nýir sumarleyfisstoðir *r~, Glæsilegar feröir, góölr gististaðir ~ Rhodos Garda Túnis Þægilega milt loftslagið, hvítar strendurnar, náttúrufegurðin og síðast en ekki síst eyjaskeggjar sjálfir, allt gerir þetta Rhodos að sælureit ferðamannsins. Góð hótel eða íbúðir, sól og sjór, fjölbreytt afþreying, fjörugt næturllf. Það er varta hægt að hafa það betra. Ef þú villt ferðast á eigin vegum, t.d. á bílaleigubíl, þá er upplagt að dvelja eina viku (eða fleiri) við Gardavatnið i itölsku Ölpunum. Við bjóðum gistingu i glæsilegum sumarhúsum eða íbúðum í þessari sólarparadis, þar sem aðstaða er i sérflokki, ekki síst fyrir bömin. Róm-Sperlonga Vikudvöl I Róm verður ógleymanleg. Hvern hefur ekki dreymt um að líta augum staði eins og Péturskirkjuna, Colosseum eða Forum Romanum? Að dvölinni í Röm lokinni er haldið tii Sperlonga, — baðstrandar mitt á milli Rómar og Napolí. Dvalið verður í mjög skemmtilegum íbúðum rétt við ströndina. Sund- laug, verzlun og veitingahús er á staðnum. Og svo er það rúsínan í pylsuendanum — bllaleigublll fylgir með hverri íbúð. I Sousse í Túnis er hægt að kynn- ast ekta Afrískri stemmingu. Reika um þröngar götur með hvítkölk- uðum húsum, prútta við kaupmenn og kynnast framandi lifnaðar- háttum. Farþegar okkar búa á glæsilegu hóteli eða I þægilegum íbúðum út við hvlta ströndina. Þar eru þægindi og aðstaða eins og best verður á.kosið, diskótek, nætur- klúbbar og fjölbreyttir veitingastaðir á hverju strai. ~__ "¦*¦"> FERLttSKRIFSTOFAN rvTerra ¦S"^ Laugavegi 28, 101 Reykjavík. Sími 29740 Stundið þið skæruhernað? mmm Æ „Jaa. . . við reynum að laga afköstin að laununum. Við höfum til dæmis unnið á hálfum hraða en farið allt upp í þrjá fjórðu úr venjulegum vinnuhraða." - Og gert símnotendum lífið leitt með alls kyns brögðum: Seinagangi í að fá són, truflunum á línum og þar fram eftir götunum? „Ekki liggur fyrir nein fundarsamþykkt um slíkan skæruhernað. En það er aldrei að vita hverju menn taka upp á þegar þeir eru pirraðir." - Þið gerið ykkur grein fyrir því að þið eruð mjög óvinsæl stétt þessa stundina? „Það er alltaf gott að vera vinsæll en það kemur ekki í stað launahækkunarsem nemurhálfukaupi." - Eru það kröf urnar? „Sérkröfur okkar eru að laun okkar miðist við laun rafeindavirkja á almennum markaði, og að starfsréttind- in verði að fullu viðurkennd. Auk þess viljum við að rafeindavirkjar Pósts og síma fái fulla aðild að endur- menntunarkerfi því sem meistara- og sveinafélög raf- eindavirkja hafa samið um sín á milli." - Hvað þýða þessar kröfur í tölum? „ Við rafeindavirkjar (áður kallaðir símvirkjar) hjá Pósti og síma erum í 13.-15. launaflokki. Eftir allmörg ár í starfi losum við 16 þúsund á mánuði. Rafeindavirkjar á almennum markaði eru ekki undir 30 þúsund krónum á mánuði, nema þeir sem eru nýskriðnir úr skóla. Við viljum því 7 til 8 launaflokka, eða 30% hækkun. Það ber einnig að hafa í huga að verkfræðingar og tæknifræð- ingar hjá Pósti og síma fá 20 tíma yfirvinnu borgaða mánaðarlega en slík hlunnindi falla ekki okkur í skaut." - Hvernig varð hugmyndin um skæruhernaðinn til? „Hún kom eiginlega neðan frá, þ.e.a.s. stór vinnuhbp- ur var að ræða um kjör sín og hugsanlegar aðgerðir í kaffitímanum. Og þá fengu menn hinar ágætustu hug- dettur." - Hvað gerið þið eftir þriggja daga fríið? Farið aft- ur í vinnu og hagið ykkur vel eða halda aðgerðirnar áfram? „ Við förum aftur í vinnu og sjáum hvað setur. Ef ekkert gerist í okkar kjaramálum á næstunni munu símamál landsmanna dofna hægt og sígandi. Að hausti er ekki ósennilegt að þau f jari alveg út. En það skiptir okkur ekki svo miklu, því þá verðum við sennilega búnir að taka öðrum vinnutilboðum sem til okkar streyma. Til dæmis er mjög sóst eftir rafeindavirkjum á Norðurlöndum." - Þið metið mátt ykkar sem mikinn? „Við erum sterk stétt varðandi fjarskipti. Við erum beinlínis með allt kerfið í höndunum. Einn símvírki getur gert meira á hálftíma en öll BHM-hjörðin á Pósti og síma getur afkastað á mánuði." - Og svona að lokum frá skæruliða í kjarabar- áttu... „Ég vil bara segja að sem gömlum starfsmanni Pósts og síma leiðist mér að standa í svona málum. Það er sorglegt að þurfa að grípa til skæruaðgerða til að hlust- að sé á sjálfsagðar launakröfur." Leó Ingólfsson er fæddur 1933. Hann hefur verið starfandi rafeindavirki (símvirki) síðan 1959. Hann vann áður sem teng- ingamaður við jarðsíma en vinnur nú við tæknideild og er jafnframt formaður svonefndrar fimmtu deildar, en í henni eru símvirkjar sjálfvirku stöðvanna. HELGARPÓSTURINN 3

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.