Helgarpósturinn - 24.05.1984, Blaðsíða 6

Helgarpósturinn - 24.05.1984, Blaðsíða 6
INNLEND YFIRSÝN Enn á ný hafa vaknað í þjóðfélaginu há- yærar umræður um spillingu í ríkiskerfinu. Á tímum alvarlegri efnahagsáfalla en flesta 'rekur minni til, samfara samdrætti í þjóðar- tekjum og kaupmáttarhrapi almennra launa, hafa forystumenn í þjóðlífinu hvatt til ráðdeildarsemi og sparnaðar, skorað á fólk að sýna biðlund meðan ríkisstjórnin og aðrir ábyrgir aðilar taki með fjölþættum aðgerðum á vandanum og rétti þjóðarskút- una við. Hagræðingarátak er boðað í opin- berum rekstri og skynsamleg fjármála- stjórn er mottó dagsins. Á sama tíma berast þær fregnir að fulltrúar í stjórnum tveggja opinberra stofnana noti fé almennings til kaupa á afmælisgjöfum handa virtum emb- ættismanni ríkisins. Upphæð sem talin er nema um 480 þúsundum króna. Mikil reiðialda hefur risið meðal fólks við þessi tíðindi. Á Alþingi hafa nokkrir þing- menn lagt fram þingsályktunartillögu þar sem kveðið er á um að settar verði reglur um notkun almannafjár til tækifærisgjafa. Norður í Þingeyjarsýslu geysast menn um með undirskriftalista og skqra á gjafaþeg- ann að skila aftur gjöfunum. í dagblaðsleið- urum hefur athæfið verið harðlega fordæmt og heyrst hef ur að Rannsóknarlögreglu rík- isins hafi borist beiðni um athugun á því hvort ekki sé um sakhæft atferli að ræða. í umræðu manna á meðal hafa verið rifjuð upp mál sem talin eru endurspegla siðspill- ingu í stjórnkerfinu: Bílakaup ráðherra og bankast jóra, utanlandsreisur á vegum ríkis- stofnana, endurskoðun á skipulagi Fram- kvæmdastofnunar fengin í hendur forstjóra þeirrar sömu umdeildu stofnunar o.s.frv. Allt lýsir þetta forundran almennings á starfsháttum sem viðgengist hafa í emb- ættískerfi og stjórnsýslu ríkisins, lögmætu atferli að því er virðist, í flestum tilfellum a.m.k., en siðlausu að mati margra. - Hver er Iýðræðisleg ábyrgð kjörinna forystu- manna? Hver er siðferðisstyrkur stjórn- skipaðra fulltrúa og embættismanna í þjón- ustu ríkisins? spyr fólk. Með samanburði við önnur vestræn lýð- ræðisríki hefur verið bent á hversu fjölmörg mál, sem hér ganga óáreitt fyrir sig, hefðu í eftir Ómar Friðriksson Vinargreiðar í stjórnkerf inu för með sér margslungnar afleiðingar fyrir viðkomandi ef þau kæmu upp þar. Stjórn- sýslulög og reglur afmarka valdsvið í stjórnsýslu margra landa mjög skýrt. Þing- leg ábyrgð ráðherra og annarra háttsettra embættismanna er mikil. Afsagnir þeirra eru til að mynda mjög tfðar ef þeir gerast berir að atferli sem vekur almenna fordæm- ingu. Rannsóknarvald þjóðþinga er víða mjög mikið og er áberandi þáttur í virku lýð- ræðiskerfi þeirra. Er oft vísað til Bandaríkj- anna í þessu efni og ægivalds rannsóknar- nefnda þingsins yfir embættiskerfinu. Eitt er það þó sem verið hefur verulegt vandamál víða erlendis en við hér á landi sloppið nánast alfarið við, á yfirborðinu a.m.k., en það er mútuþægni opinberra starfsmanna. Hagsmunaaðilar af ýmsu tagi, í viðskiptalífi sem annarri starfsemi, oft erlendir aðilar, svo sem fjölþjóðafyrirtæki eða leyniþjónustur stórveldanna, hafa með margslungnum hætti áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í stjórnkerfum þessara landa, njóta fyrirgreiðslu eða ná að afla sér upplýsinga með því að notfæra sér veik- leika mútuþægra embættismanna með stórgjöfum og fjárútlátum. Hér hafa slííc mál ekki komið upp, en margt bjátar á þrátt fyrir það. Flokkslegir hagsmunir hafa verulega mótað þróun stjórnkerfisins með margvíslegum afleið- ingum. Embætti og stöður í áhrifamiklum stofnunum hafa löngum verið skipuð flokksgæðingum. Stjórnir, nefndir og ráð af ýmsi taki hafa verið notuð í samningamakki flokkanna við stjórnarmyndanir, og oft á tíðum hafa þingmenn sjálfir verið að vasast í þessum störfum, þannig að skil milli fram- kvæmdavaldsstarfa og Iöggjafar hafa orðið býsna óglögg. Eftirlitsvald Alþingis er veikburða og í áratugi hefur þingmönnum m.a. ekki þótt ástæða til að setja á stofn rannsóknarnefnd þingsins. Bent hefur verið á að þingið not- færi sér ekki þá möguleika sem þingnefnd- irnar gefi til að fylgjast með störfum emb- ættismanna og rekstri ríkisstofnana. Við fjárlagagerðina keppist þingmenn við að skipta framkvæmdafénu í smáatriðum, þar sem „kjördæmishugsunin" sé ráðandi, í stað þess að þingið marki heildstæða stefnu í ríkisfjármálum og hafi eftirlit með framkvæmd þeirra. Þingmenn notfæri sér aðeins að litlu leyti þá eftirlitsmöguleika sem ríkisreikningurinn gefi, auk þess sem sjálf ríkisendurskoðunin heyri ekki undir þingið heldur f jármálaráðherra. Þetta er meðal þeirra ástæðna sem taldar hafa verið fyrir því að ýmsir aðilar í ríkis- geiranum hafa komist upp með að ráðskast með fé almennings í vafasamar aðgerir og þingið sem fulltrúasamkunda þjóðarinnar staðið máttlaust gegn. Ýmsar úreltar reglur veita svo embætismönnum enn frekari tryggingu fyrir óskerðanleika stöðu sinnar og eru æviráðningarnar þar hvað skýrast dæmi, segja þeir sem harðast hafa gagnrýnt þetta skipulag. Til varnar hafa menn hins- vegar stundum gripið til þeirrar röksemdar að hið opinbera standi í samkeppni um hæfa starfsmenn við einkafyrirtækin. Þau geti boðið upp á ýmis þau kjör sem ríkið hafi engin tök á, og laðað þannig til sín alla hæfileikaríkustu embættismennina. Er það nægileg réttlæting þess að fríðindi og „vinargjafir", sem greiðast af almannafé, séu látnar viðgangast í ríkiskerfinu? Almenningur talar um siðleysi en ekkert er að gert. Það er kaldhæðnislegt að á sama tíma og mikið hagræðingarátak stendur yf ir á vegum Fjárlaga- og hagsýslustofnunar skuli heyrast að verðmæti afmælisgjafar Landsvirkjunar til seðlabankastjórans slagi hátt upp í þá upphæð sem stjórn sömu stofnunar samþykkti að veita til hagræð- ingar í rekstri hennar. ERLEND YFIRSYN Að unnum sigri í togstreitu og viðureign við ísrael og Bandaríkin um skipan mála í Líbanon, hefur Hafez al-Assad Sýrlandsfor- seti ákveðið að færast meira í fang. Hann leitast við að ná forustu fyrir arabaríkjum í hendur Sýrlands, að fenginni þeirri reynslu a/ stjórn Ronalds Reagans, að vonlaust er fyrir araba að reiða sig á Bandaríkin til að hafa hemil á ísrael. Lykillinn að framgangi þessa áforms Assads er afstaða Saudi-Arabíu. Konungs- ættin sem þar ræður ríkjum er vonsvikin yfir undanlátssemi Bandríkjastjórnar við ísrael, og eftir að Reagan sendi her til Líbanons til að reyna að skakka leikinn í öngþveitinu þar eftir innras ísraelsmanna, en kallaði hann svo á brott eftir algera er- indisleysu, eru Bandríkin brotinn reyr í aug- um araba. Sú samstjórn stríðandi trúflokka í Líbanon, sem er komin vel á veg að friða landið, var að verulegu leyti sett saman í Damaskus, en meðan á því stóð voru prins- ar frá Saudi-Arabíu tíðir gestir í höfuðborg Sýrlands og höfðu hönd í bagga í samninga- umleitunum sem þar fóru fram. Nú hefu'r Assad gripið tveim höndum tækifæri sem honum býðst til að treysta bandalagið við Sauda svo um munar. Stjórn Saudi-Arabíu stafar ógn af loft- hernaðinum sem rekinn er gegn siglingum, sér í lagi ferðum olíuskipa, um Persaflóa innanverðan. Stjóm írans hefur látið flug- her sinn ráðast á skipaferðir frá Saudi- Arabíu og Kuwait til að svara árásum írakska flughersins á skip sem sigla til eða frá Kharg-eyju, helstu olíuútflutningshöfn írana. Saudar geta ekki látið slíkt viðgangast án viðbragða, en eiga óhægt um vik að taka á móti. Bardagar þeirra eigin flughers við írani gætu haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar. Bæði eru flugmefln Sauda alls óvanir hern- aði, og þar að auki er ekki að vita nema Khomeini erkiklerkur reyni að espa til upp- reisnar á olíusvæðunum í Saudi-Arabíu, þar sem aðflutt starfsfólk, margt af trúflokki shííta, er bakhjarl atvinnulífs. Boðum Bandaríkjastjórnar um að senda bandarísk- ar flugsveitir á vettvang hafa Saudar hafnað, annað væri að þeirra dómi að fara úr ösk- unni í eldinn. í þessari klípu hefur Assad Sýrlandsfor- seti boðið Saudum liðsinni sitt. Hann sendi í gær fyrsta varaforsetá sinn, Abdel Halim Khaddam, og Farouk al-Shara utanríkisráð- herra í fararbroddi sendinefndar til eftir Magnús Torfa Ólafsson Assad forseti beitir áhrifum sín um á íran til að gera Saudi-Arabíu sér háða. Forusta fyrir arabaríkjum er markmið Sýrlandsstjórnar Teheran, gagngert þeirra erinda að bera sáttarorð á milli stjómar írans og arabaríkj- anna. Málgagn stjórnarinnar í Damaskus skýrði svo frá, að Sýrlandsstjórn myndi beita öllum áhrifum sínum til að reyna að afstýra því að Persaflóastríðið breiðist út. Áður en Assad gerði sendimenn sína af stað, átti hann viðræður við ráðherra frá Saudi-Arabíu, sem gerðu sér ferð til Damaskus. Sé nokkur í aðstöðu til að hafa áhrif á gerðir klerkastjómartnnar í Teheran, er það Sýrlandsstjórn.Fráþvívorið 1982,þegarSýr- land og íran sömdu um að öllum olíuþörf- um Sýrlendinga yrði fullnægt með olíu sem flutt yrði sjóleiðis frá Kharg-eyju, og afhent gefins að einum sjöunda hluta, hefur Sýr- land yeirð dýrmætur bandamaður írans gegn írak. Mestu munar, að mánuði eftir samningsgerðina um olíuviðskiptin lokaði sýrlenska stjómin helstu olíuleiðslunni frá írak, sem liggur til hafnarborgarinnar Banias við Miðjarðarhaf, tók þar með fyrir drýgstu tekjulind íraka og veikti stríðsgetu þeirra að sama skapi. Svar íraka var hafnbannið á Kharg, sem þeir hafa haft mátt til að framíylgja frá því seint á fyrra ári, þegar þeir fengu afhentar franskar flugvélar af gerðinni Super Etendard búnar Exocet flugskeytum. Með því að liðsinna íran í stríðinu við írak, var Assad ekki aðeins að tryggja Sýr- landi olíu á vægu verði. Hann náði sér einn- ig niður á Saddam Hussein, leiðtoga íraks, en þeir stýra hvor sínum armi Baath-sósíal- istaflokksins, og er fullur fjandskapur á milli, þótt að nafninu til sé æðsta stefnumið flokksins sameining arabaþjóða. Meðan enn var óvíst hvemig færi í Líbanon, voru tengslin við íran Assad mikils virði. Eftir að honum tókst að kveða bæði ísrael og Bandaríkin í kútinn hefur hann frjálsari hendur og setur sér hærri markmið í samræmi við það. Á mánudaginn gerðu sýrlenskar hersveitir atlögu að írönskum byltingarvarðliðum við Balbeek í Líbanon, en þar hafa þeir verið misserum saman að boði Khomeinis og farið sínu fram, sér í lagi méð hermdarverkum gegn ísraelsmönnum, en einnig sveitum Frakka og Bandaríkja- manna í Beirut á sínum tíma. Þessi aðgerð Sýrlandshers er viðvörun til stjórnarinnar í Teheran, um að Sýrlands- stjórn er síður en svo upp á hana komin lengur til að styrkja stöðu sína í Líbanon. Þvert á móti er henni kappsmál að losna sem fyrst við ísraelsher úr suðurhéruðum landsins, en vísasti vegurinn til að afstýra brottför hans í bráð væri ef íranskir bylting- arverðir gerðu usla í liði ísraela. Assad sagði sjálfur í viðtali við breskt blað í síð- ustu viku, að Sýrlandsstjóm sé þess fýsandi að nýja stjórnin í Líbanon gefi ísrael þær tryggingar fyrir friðhelgi við landamærin fyrir herhlaupum skæruliða úr norðri, sem nægi til að ísraelski herinn verði á brott. Sovétstjórnin gerði í síðasta mánuði rækilega tilraun til að koma sér í mjúkinn hjá írak með því að reyna að fá Assad til að snúa við blaðinu í afstöðunni til aðila að Persaflóastríðinu. Bæði Geidar Aliéff, fyrsti aðstoðarforsætisráðherra, og Karen Brutents, yfirmaður austurlandadeildar skrifstofu miðstjómar kommúnistaflokks- ins, komu til Damaskus þeirra erinda að fá Sýríandsstjórn til að opna aftur olíuleiðsl- una frá írak til Banias. Þeir fengu afsvar. Assad þiggur vopn af sovétmönnum, en hleypir þeim ekki lengra en hann kærir sig um. Olíuleiðslan sú arna er einmitt eitt trompið sem Sýrlandsstjórn hefur á hendi gagnvart stjórnum beggja stríðsaðila í Persaflóastríðinu. Lokun hennar er megin- ástæðan til harðnandi lofthemaðar gegn siglingum um flóann. Opnun henar myndi stórlega styrkja stöðu Iraks, og að sama skapi getur Assad ætlast tii að stjóm íraks taki tillit til sinna óska meðan lokað er fyrir. Shara utanríkisráðherra, sem nú er í Teheran, gerði grein fyrir markmiðum Sýr- landsstjómar í viðtali við fréttamann Washington Post í Damaskus fyrir viku. Hann kvað í undirbúningi diplómatíska sókn af Sýrlands hálfu, í því skyni að efna til alþjóðlegrar ráðstefnu til að koma á friði í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs, þrátt fyrir andstöðu Bandaríkjanna og ísráels við þá hugmynd. Fyrsta skrefið á að vera að sameina arabaríkin um þessa stefnu og afla svo stuðnings ríkja Vestur-Evrópu til að þrýsta á Bandaríkin að breyta afstöðu sínni. 6 HELGARPOSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.