Helgarpósturinn - 24.05.1984, Side 8

Helgarpósturinn - 24.05.1984, Side 8
hnífinn upp aftur en þá náði hann taki á hægri hendi. En hann réð ekki við skarpan snúning og mun ég hafa veitt honum eina tvo áverka enn, en engan á hol. Mér var í lófa lagið að slappa af, stinga hnífn um á kíif í kvið hans, en ég var aðeins í varnarstöðu, ekki ákveðin í að drepa hcmn...“ Áverkamir reyndust smávægi- legir en í tveggja dálka fréttum daginn eftir mátti t.d. sjá þessar fyrirsagnir: ,3takk 16 ára ungling með hníf (Vísir), Líkamsárás í Ár- bæjarhverfi, kona á fertugsaldri beitir hníf gegn 16 ára pilti (Tím- inn), Varði heiður sinn með vasa- hnífi (Morgunblaðið)". í frétt Tím- ans sagði meðal annars: ,)Cona á fertugsaldri... hafði ráðist á 16 ára pilt og sært hann með hníf á þrem- ur stöðum á líkamanum, og auk þess veitt honum áverka á auga- brún... Árásarkvendið hafði kom- ið ásamt piltinum heim af béilli...“ Munda Pálín vcu- tekin föst síðcir um nóttina, færð til yfirheyrslu, og síðan úrskurðuð í 20 daga gæslu- varðhald og geðrannsókn. Þetta var í fyrsta skipti sem hún hafði lent í höndum lögreglunnsir. „Fimm lögregluþjónar báru mig inn í klefann. Ég var klædd úr öll- um fötum...“ Og úr fcmgelsinu... beint á Klepp, sama dag. Þar dvaldist hún í meðferð fram eftir sumri 1973. Nauðgunartilraunin vcir aldrei kærð. En „árás“ henncir var kærð. ÉG VAR SÖKU- DÓLGURINN Munda Pálín álítur sjálf, að við þennan atburð hafi hún verið svipt sjálfræði. Enga pappíra þar um er þó nú að finna hjá viðkomandi aðilum, dómsmálcu'áðuneytinu, Sakadómi Reykjavíkur né Klepps- spítala. Hún segir þó að lögreglan hcifi ögrandi veifað sviptingrirskjal- inu framan í hana þar sem hún lá í böndum í lögreglubíl á leið á Klepp. Hún dvaidist sjálfviljug á Kleppsspítala þessa mánuði og án vandræða, hcifði m.a. ákveðið ferðafrelsi. En nú, þegar hún lítur til baka og ber þessa reynsiu sína saman við nauðgunarumræðuna um þessæ mundir, fyllist hún beiskju: .JCærði ég nauðgunina? Nei, ég var geðveik og vitlaus og mátti ekki lyfta litla fingri mér til sjálfsbjargar. Það eru fleiri sem hafa nauðgað mér en ekki fengið nein ámæli fyrir það. Það er kann- ski annað mál að nauðga geðveikri konu en venjulegum konum á Hverfisgötunni! Eg var sökudólg- urinn, hent í fangelsi og inn á KLepp. Nú finnst mér eins og þjóð- félagið hafi nauðgað mér.“ Munda Pálín var útskrifuð cif Kleppi í ágúst 1973 og í október árið eftir var hún farin að vera með manni í hálfgildings sambúð. Hún bjó þá á Suðurlandsbraut. Hann var drykkfelldur og fór illa með hana að hennar sögn. „Við vorum búin að vera trúlofuð og hann var búinn að hafa út úr mér mikið fé. Sjálf stundaði ég fasta vinnu, átti bíl og hafði þetta húsnæði." Fimmtudagur 24. október. Ekk- ert sjónvarp, en nóg brennivín; unnustinn hafði keypt heilcin kassa þennan dag, fyrir alla peningana sína, segir Munda Pálín. „Þetta voru slagsmál, hrein og klár slags- mál,“ segir hún. Hún notaði hníf. Rétturinn komst að sömu niður- stöðu: slagsmálin leiddu til dauða mannsins. Þetta Vcir mcinndráp, ekki morð. VISTUÐ í SÍÐU- MÚLAFANGELSI Dómur gekk 16. desember 1975. Hún var sýknuð, ekki talin hafa verið í sakhæfu ástandi, „vegna ^SOLUBOÐ .0S Jarðaber 822 gr 1® Tekex 200 gr *ovT**** Holtabót 6tegundirkex EPLI Rauð (| é RYVITA Hrökkbrauð 200 gr Msl. HTdds Sykur 2 kg Bonner rúsínur 425 gr ...vöruvei 6 í lágmarkí í Síðumúlafangelsinu 1976. Fangavörðurtók myndina. Myndir úr fjölskyldu- albúminu. andlegra annmarka hennar var hún ófær um að stjóma gerðum sínum 3. febrúar 1973 og 24. októ- ber 1974,“ sagði í staðfestingu læknaráðs á mati læknis henncir. ,Árásarmálið“ frá árinu áður var þannig tekið með í meðfömm dómsins. Hún hafði aldrei komið fyrir rétt 1973 og ekki pilturinn heldur, engin dómsrannsókn þá, pilturinn vair kominn úr landi og málið látið niður falla. Það var fyrnt og Munda Pálín sýknuð(!) I dómnum í desember 1975 vair henni gert að sæta öryggisgæslu. Eftir atburðinn á Suðurlandsbraut- inni í október 1974 hafði hún verið úrskurðuð í 90 daga gæsluvarð- Sjálfræðissviptingar, refsi varsla og ósakhæfir afbrotamenn: ANNMARKAR KERFISINS Undir venjulegum kringum- stœðum verða menn sjálfráða við sextán ára aldur og öðlast fjárræði átján ára. Teljast þá lögráða menn. En hversu algengt erþað að menn séu sviptir lögrœði? Per- sónufrelsi manna skert? í samtali HP við ýmsa aðila sem þekkja til þessara mála kom fram að engin heildstœð athugun hefði farið fram á umfangi þessa. Þó kemur fram í greinargerð með frumvarpi ný- samþykktra laga á Alþingi, sem breyta gildandi lögrœðislögum, tölulegt yfirlit yfir fjölda lögrœðis- sviptinga undanfarna áratugi. Þar kemur fram að á árunum 1960- 1982 hafa alls 214 lögrœðissvipt- ingar áttsérstað. Á árunum 77-’80 eru geðrænir sjúkdómar í flestum tilfellum þœr ástœður sem liggja til grundvallar beiðnum um lögrœð- issviptingu. Oftast er látið nœgja að svipta fólk sjálfrœði. Ástæður slíkrar sviptingar em tæmandi taldar í lögræðislögum sem em frá 1947 en geta verið margskonar, ss. ef menn vegna andlegs vanþroska eða ofdrykkju, notkunar ávana- og fíkniefna eða geðveiki em ekki taldir færir um að ráða persónulegum högum sínum. Ýmsir aðilar geta haft uppi kröfu um sviptingu af þessu tagi, ss. ætt- ingjar eða sveitarstjóm ef viðkom- andi er sveitarstyrksþurfi. Að sögn Guðrúnar Kristinsdóttur hjá Fé- lagsmálastofnun Reykjavíkur get- ur stofnunin þurft að gera kröfu um sjálfræðissviptingu skjólstæð- inga sinna en það sé þó afar sjald- gæft og ætíð farið eftir mjög ströngum reglum og álitsgerð lækna ef sjálfræðissvipting gengur í gegn. Dómsmálaráðuneytið getur einnig átt fmmkvæði að kröfu um að maður verði sviptur sjálfræði sínu, fjárræði eða hvom tveggja. Eingöngu dómstólar kveða upp úr- skurði um lögræðissviptingu og eins hvort slik svipting er ciftur nið- ur felld. ,3jálfræðissvipting felst fyrst og fremst í því að menn ráða ekki dvalarstað sínum," sagði Ólöf Pét- ursdóttir, deildcU'stjóri í dóms- málaráðuneytinu, í samtali við HP. Þegar nauðsyn ber til að vista menn um tíma á sjúkahúsum, gegn vilja þeirra, hefur samkvæmt lög- ræðislögum ævinlega verið skylt að sjálfræðissvipting hafi fyrst átt sér stað. Mál þeirra er þá í höndum skipaðra lögráðamanna sem jafn- an geta farið fram á að sviptingar- úrskurðurinn verði numinn úr gildi ef ástæður fyrir honum þykja ekki lengur vera fyrir hendi. Fyrir- skipun eða seimþykki dómsmála- ráðuneytis hefur og þurft til að menn verði vistaðir á þennan hátt. í reynd hefur þó framkvæmd þess- ara mála ekki orðið á þennan veg þar sem vistun á sér nú oftast stað án þess að persónufrelsi mcinna sé skert með sjálfræðissviptingu, þrátt fyrir lagaákvæði. í hinum ný- Scunþykktu lögum sem breyta lög- ræðislögunum er tekið tillit til þessa þannig að nú er lögfest að ekki þurfi að koma til sjálfræðis- sviptingcir ef um skammvinna vist- un manna á sjúkrahúsum er að ræða gegn vilja þeirra. Ástæður sjálfræðissviptingcir geta verið cif margvíslegum toga spunncU og tilfellin ólík, en víst er að staða slíkra manna í nútíma borgaralegu samfélcigi er ekki burðug. Ymis mikilvæg réttindi glatast, s.s. kosningaréttur. En hvernig er komið fyrir sliku fólki sem fremur refsiverða verknaði? Samkvæmt almennu hegningar- lögunum verður þeim mönnum ekki refsað sem vegna mikillar geðveiki eða andlegs vanþroska eru ekki taldir færir um að stjórna gerðum sínum. Þeir eru ekki sak- hæfir, eins og það er kallað. Ef vægari ráðstafanir, ss. lögræðis- svipting, eru ekki taldar nægilegar getur viðkomandi verið úrskurð- aður í svokallaða „ótímabundna öryggisgæslu". Ekki verða þó allir sjálfræðissviptir afbrotamenn úr- skurðaðir óscikhæfir og lámir sæta meðferð sem þessari en þó veitir 67. grein hegningcirlagcinna heim- ild til að beita seikhæfa afbrota- menn sömu úrræðum ef þeir þykja sérstaklega hættulegir. I úrskurð- um þessum, hvort sem um er að ræða sakhæfa eða ósakhæfa, er ætlast til að öryggisgæsla fari fram á „viðeigandi hæli“ eins og það er oft orðað og þá væntanlega átt við almenn geðsjúkrahús en ekki fang- elsi landsins. Raunin er þó oft sú að geðsjúkum afbrotamönnum er komið fyrir í venjulegri fanga- geymslu í ótímabundna öryggis- gæslu. „Þetta er stórt og mikið mál,“ sagði einn viðmælenda HP, „það er ófært að hafa þessa menn í fang-

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.