Helgarpósturinn - 24.05.1984, Side 9

Helgarpósturinn - 24.05.1984, Side 9
Á Kleppsspítala sumarið 1973, 34 ára. í Reykjavík 1979, eftir komuna frá Svíþjóð. hald, og þá flutt í Síðumúlafangels- ið. Það teygðist úr verunni þ£ir - hún losnaði ekki þaðan fyrr en í febrúar 1976, eftir tæpt eitt og hálft ár. „Klefinn: Steinbekkur, gluggi sem ekki sést út um. Giugginn svo hátt að það þarf að standa á bekkn- um... en það þýðir ekkert að horfa út um hann, það sést ekkert. Ég man eftir sólskinsdögum í fangels- isgarðinum, en ég var búin að vera inni í heilt ár áður en ég fékk að fara þangað,“ segir hún. Háifsmánaðarlega var þó farið með hana á Kleppsspítalann til að mæla lithium-magnið í blóðinu, segir hún. „Þeim ber skylda til að fylgjast með þessu lyfi sem ég tók, því það getur skemmt nýrun.“ Hún er enn á þessu lyfi, enda sjúkdóm- ur hennar, mania-depression, þess eðlis að héinn getur tekið sig upp, sérstaldega undir miklu andlegu álagi. Lyfið heldur honum niðri. „,Þetta voru mjög erfið ár fyrir mig, ég hefði ekki átt að vera þama, en ég var ekki velkomin á Kleppi. Eincmgrunin Vcir verst, útvarps-, sjónvarps- og blaðcileysið, og eng- inn til að tala við heldur. Það voru hömlur á öllu. Það sem bjargaði mér voru tveir englar sem komu til mín í klefann. Nei, ekki þannig englar, heldur Fíladelfíufólk." Hún tók trúna á ný. „SKILORÐSBUND- IN“ ÆVILANGT? Munda Pálín var send á geð- sjúkrahús í Svíþjóð í byrjun árs 1976, þar sem íslendingur er yfir- læknir. Þar dvcildi hún í þrjú ár. Þar leið henni vel. „En ég hafði svaka- lega heimþrá. Ég fór að borða mik- ið, þyngdist um 40 kíló.“ Heim kom hún svo aftur 1979 og hefur að mestu séð um sig sjálí siðan. Hún lifir á 10.000 krónum á mánuði. „Það gengur ekkert mjög vel hjá mér fjárhagslega en vel að öðru leyti," segir hún. Hún telur sig geta haft soninn sinn þroskahefta hjá sér, en telur að sjálfræðissvipting sín komi í veg fyrir það. Hún hefur ekki fengið að kjósa, ekki haft kjörgengi, en hefur, að sögn dómsmálciráðuneytisins haldið öðrum réttindum. Eftir því sem HP kemst næst er frelsi henn- ar aðeins skert sem nemur inntaki gæsluvistarúrskurðarins: Hún þarf að tilkynna sig hálfsmánaðarlega. Hún fer hálfsmánaðarlega, stundum vikulega, til geðlæknis síns, cif fúsum vilja, en hcinn er ekki eftirlitsaðili dómsmálaráðuneytis- ins og geðlæknar frábiðja sér fyrir alla muni slíkt hlutverk fulltrúa dómskerfisins. Eftirlit af hálfu ráðuneytisins sjálfs er vart fyrir hendi, það fylgist með úr fjarlægð. Munda Pálín er „í praxís" skilorðs- bundin enn, tæpum 10 árum eftir dómsúrskurðinn. Niðurfelling ör- yggisgæsluúrskurðarins fæst að- eins með því að leita úrlausnar héraðsdóms um niðurfellingu. Ýmsir geta leitað eftir þessu; dómsmálaráðherra, tilsjónarmað- ur eða aðrir ábyrgir aðilar. Munda Pálír. hefur nú leitað eftir aðstoð í sínum málum til fcingasamtakanna Verndar, Geðhjálpar og Samtaka um kvennaathvarf, þar sem hún hefur unnið sem sjálfboðaliði að undanförnu. Hefði hún hlotið dóm á sínum tíma, væri hún áreiðan- lega laus allra mála nú, hefði af- plánað sína refsingu. Tilfinning hennar er sú að ,kerfið“ hafi enn öll hennar mál í hendi sér og geti gert það við hana sem því sýnist. Hefði hún verið sakhæf væri hún klár og kvitt í dag. Hún þráir nú mest af öllu að fá uppreisn æru. elsi.“ Mönnum sem þessum er skipaður svokallaður „tilsjónar- maður" sem á að hafa eftirlit með því að gæslan verði ekki lengri en nauðsynlegt þykir. Við umfjöllun þessara mála er ætíð byggt á álits- gerð geðlækna og sálfræðinga en þó er öllum ljóst að umsjón þessa fólks verður aldrei með sama hætti og á geðsjúkrahúsum. Þessi mál hafa verið mikið umdeild að und- anförnu og valdið ágreiningi milli heilbrigðisyfirvalda og dómsmála- ráðuneytis. Geðlækncir hafa ekki viljað taka við þessu fólki inn á geðsjúkrastofnanir og dómsmála- yfirvöld, sem látið er það eftir að velja vistunarstað og ákveða ann- að sem vistun þessa fólks varðar, hafa komið þeim fyrir, eins og hverjum öðrum föngum, í venju- legar fangageymslur, þó svo á því séu þó undantekningcir. í viðtalj við HP sagðist Hildi- gunnur Ólcifsdóttir afbrotairæ'ð- ingur þekkja þó nokkur dæmi þess á undanfömum árum að öryggis- gæsla geðsjúkra afbrotamanna fari fram í fangelsum landsins, og í nokkrum tilvikum um mjög langan tíma. í dómsmálaráðuneytinu fengust þær upplýsingar að í dag sætu þrír menn í fangelsum lands- ins, sem svona væri ástatt um. Dómsmálaráðuneytið getur hvenær sem er farið fréun á úrlausn dómara á því hvort gæslan teljist lengur nauðsynleg og eins getur tilsjónarmaður haft sig í frammi í þessum efnum og er þá ætíð leitað umsagneir læknis áður en úrskurð- ur er upp kveðinn. Að sögn Ólafs Ólafssonar landlæknis er það venjulega fangelsislæknirinn á Litla-Hrauni sem annast þetta fólk og gefur úrskurði, sé það vistað þar, en borgarlæknir eða aðrir geti komið til skjalanna séu menn í fangageymslum í Reykjavík. Hann sagði Island skera sig úr með tilliti til nágrannalandanna, hvemig þessum málum væri skipað hér á landi og hvaða viðhorf ríktu í þess- um málum. Erlendis væm sérstak- ar réttcirgæsludeildir eða sjúkra- hús til staðar fyrir ósakhæfa af- brotamenn en hér skorti allt slíkt. Umbætur þessara mála hér væm orðnar gamalt baráttumál sem margsinnis hafi verið tekið upp en ætíð án árangurs. Pólitíkuscir sem aðrir hefðu bmgðist og væri senni- legasta ástæðan fjárskortur, en ekki bætti úr skák að jafnvel væm til læknar sem teldu að geðsjúkir afbrotamenn ættu með réttu að vistast á fangastofnunum. Það er ekki aðeins í málum sem varða aðbúnað þessa fólks sem pottur virðist brotinn í kerfinu, heldur er fmmskógur lagareglna slíkur að fólki veitist örðugt að fá nokkurn botn í hver réttarstaða þess er eftir að öryggisgæslu lýkur. I viðtali við HP sagði Jón Thors, deildarstjóri í dómsmálaráðuneyt- inu, að öryggisgæsluúrskurður gæti haldist yfir fólki þótt laust væri úr fangageymslum. Fræðilega væri líka vel mögulegt að menn héldu lögræði sínu þrátt fyrir úr- skurð tii að sæta öryggisgæslu en þó glötuðu menn við það ýmsum mikilvægum réttindum, ss. kosn- ingarétti vegna mannorðsflekkun- ar. Til að öðlast ciftur kosningcirétt þarf viðkomandi að fá uppreist æm. Hamiasaga Mundu, hér í blað- inu, virðist að ýmsu leyti snerta vankanta í dómstóla- og heilbrigð- iskerfinu. Þannig er hún úrskurðuð ósakhæf og látin sæta öryggis- gæslu í Síðumúlafangelsinu, eftir að hafa verið neitað um vist á geð- sjúkrahúsi. Dvöl henncir þar er íurðanlega löng, eða rúmlegá tvö ár. Jafnvel eftir að hún kemst loks út helst öryggisgæsluúrskurður- inn áfram yfir henni með ýmsum þeim takmörkunum á réttarstöðu hennar sem henni veitist örðugt að fá vitneskju um hvað feli í sér. Hún telur sjálf að sjálfræðissvipting standi í vegi fyrir að hún fái notið ýmissa þeirra mannréttinda sem við hin teljum svo sjálfsögð, s_s. að ráða dvalarstað okkar og vinnu. Hjá dómsmálaráðuneytinu fást hins vegéir þær upplýsingar að ekki finnst nein gögn sem sýni að sjálf- ræðissvipting hafi átt sér stað. í raun hafi Munda ýmis réttindi sem aðeins takmarkist af mannorðs- flekkun öryggisgæsluúrskurðarins en æruuppreist fáist ekki fyrr en hann er úr gildi felldur. í kerfið virðist skorta aðila sem hafi heildstæða umsjón með öllum málum sem geðsjúka afbrotcimenn varðar og geti veitt þeim og öðrum sjálfræðissviptum einstaklingum, sem lent hafa utangarðs í þjóðfé- laginu, leiðsögn í réttindabaráttu sinni. Þá virðist ekki síður þurfa að koma hér á fót stofnun þar sem vista má geðsjúka afbrotamenn sem úrskurðaðir eru til öryggis- gæslu undir umsjón sérfræðinga sem til þess eru hæfir, einhvers konar réttargæsludeild, einsog landlæknir benti á. í nýsamþykktu lögræðislögun- um gætir þó ýmissa réttarbóta sem snúa að sviptingu lögræðis, brottnámi lögræðissviptingar og réttarstöðu þeirra sem sæta slík- um aðgerðum. Þar er stefnan sú að takmarka sem mest skilyrði þess að lögræðissvipting geti átt sér stað. Sérstaklega virðist mikilvægt að nú skal starfa trúnaðarlæknir á vegum dómsmálaráðuneytisins sem gefi umsagnir, kanni ástand' sjúklinga sem dveljast á sjúkrahús- um gegn vilja sínum, og geri þeim grein fyrir rétti sínum til að fá úr- lausn dómcira á ákvörðun ráðu- neytis um vistunina. Þessar breyt- ingar virðast þó ekki bæta mikið stöðu þeirra afbrotamanna sem úrskurðast hafa ósakhæfir eða sætt hafa öryggisgæslu af öðrum ástæðum. 2JA HERB. Holtsgata Rvík. - 50 fm. - verð 1.200 þús. Kleppsvegur - 75-80 fm. Lynghagi - 30 fm. - verð 600 þús. Ölduslóð Hfn. - 70 fm. - verð 1.450 þús. Lindargata - 30 fm. - verð 800-850 þús. Álfhólsvegur - 27 fm. - verð 600 þús. 3JA HERB. Álfhólsvegur- verð 1.600 þús. Bergstaðastræti - 80 fm. verð 1.450 þús. Blöndubakki - verð 1.750 þús. Brattakinn - verð 1.400 þús. Brekkubyggð - 60 fm. - verð 1.600 þús. Holtsgata Hfn. - 55 fm. - verð 900 þús. Holtsgata Rvík. - 70 fm. - verð 1.600 þús. Hverf isgata - 75 fm. - verð 1.180 þús. H verf isgata Hfn. - 70 fm. - verð 1.250 þús. Kjarrhólmi Kóp. - 90 fm. - verð 1.550 þús. Krummahólar -107 fm. - verð 1.850 þús. Laugarnesvegur - verð 1.700 þús. Leirubakki - verð 1.700 þús. Lindarhvammur-80 fm. - verð 1.500 þús. Lækjargata - 60 fm. - verð 1.300 þús. Mánastígur - 70 fm. - verð 1.400 þús. Njarðargata - 70 fm. - verð 1.200 þús. Spítalastígur - 65 fm. -1.300 þús. Urðarstígur - 75 fm. - verð 1.500 þús. Þjórsárgata - 60 fm. - verð 1.450 þús. 4RAHERB. Eskihlíð-100 fm.-verð 1.700 þús. Holtsgata -130 fm. Laugarnesvegur -114 fm. -1.850 þús. Lindarhvammur Hfn. -117 fm. - verð 2.000 þús. Þverbrekka Kóp.-117fm.-verð 2-2,1 millj. SÉRHÆÐIR Bergstaðastræti -140 fm. - verð 2,2 millj. Bjarkargata -100 fm. - verð 2 millj. Bólstaðarhlíð -105 fm. - verð 2 millj. Gunnarssund Hfn. -110 fm. - 1.600 þús. Mávahlíð -140 fm. - verð 2.700 þús. Miðstræti -150 fm. - verð 2.500 þús. Móabarð Hfn.-110 fm.-verð 2.000 þús. Reykjavíkurvegur Hfn. -140 fm. - verð 2.800 þús. Skólagerði Kóp. -123 fm. - 2.200 þús. Sunnuvegur Hfn.-120 fm,- 2.000 þús. Þingholtsbraut 1 Kóp. -100 fm. - verð 1.850-1950 þús. Ölduslóð Hfn. -150 fm. - verð 3.000 þús. Ölduslóð Hfn. -150 fm. - verð 2.400 þús. RAÐ-PARHÚS T unguvegur - verð 2.100 þús. EINBÝLI Arnargata -105 fm. - verð 2.3 millj. Arnarhraun Hfn. -170 fm. - verð 4.5 millj. Gunnarssund Hfn. - 80-100 fm. - verð 1.500 þús. Heiðargerði -114 fm. - verð 2.500 þús. Heiðarlundur Gb. -150 fm. - verð 4.0 millj. Hjallavegur Súg. -170 fm. Hverf isgata - 90 fm. -1.5-1.8 millj. Kríunes Gb. - 320 fm. - verð 5.2 millj. Lindargata -130 fm. - verð 2.0 millj. Linnetstígur Hfn. -130 fm. - verð 2.2 millj. Smárahvammur Hfn. - 270 fm. - verð 4.5- 5.0 millj. Vallarbarð Hf n. - 250 fm. - verð 3.5 millj. Vitastígur Hfn. - umi ^^SgÍpTÍÉprröRUGG^r FASTEIGNASALAN VIÐ LEITUM AÐ 3JA HERB. ÍBÚÐ FYRIR MJÖG FJÁRSTERKA KAUPENDUR. Opiö mánudag - föstudag kl. 9-18, um helgar 13- 17. Símar: 687520 39424 687521 Bolholti 6, 4. hæö . ÚíTiíVjlij •.;.t.t.t:t:t.ú'Lni

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.