Helgarpósturinn - 24.05.1984, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 24.05.1984, Blaðsíða 10
HP HELGARPÓSTURINN Ritstjórar: Árni Þórarinsson og Ingólfur Margeirsson Ritstjórnarfulltrúi: Hallgrímur Thorsteinsson Blaðamenn: Óli Tynes, Ómar Friðriksson og Sigmundur Ernir Rúnarsson. Útlit: Björgvin Ólafsson Ljósmyndir: Jim Smart Handrit og prófarkir: Hildur Finnsdóttir Útgefandi: Goðgáh/f Framkvæmdastjóri: Guðmundur H. Jóhannesson Augiýsingar: Stéen Johansson Markaðsmálj söiustjórn og dreifing: Hákon Hákonarson, SigþórHákonarson. Innheimta: Jóhanna Hilmarsdóttir Afgreiðsla: Ragna Jónsdóttir Lausasöluverð kr. 30. Ristjórn og auglýsingar eru að Ármúla 36, Reykjavík, sími 8-15-11. Afgreiðsla og skrif- stofa eru að Ármúla 36. Sími 8-15-11. Setning og umbrot. Leturval s/f Prentun: Blaðaprent h/f Óviöeigandi hæli Meðferð geðsjúkra af- brotamanna hér á landi er í armasta ólestri og hefur ver- ið það lengi. Öðru hverju er vakin athygli á ófremdar- ástandinu, skrifaðar nokkr- ar greinar í Morgunblaðið og málið rætt í beinni útsend- ingu í sjónvarpinu, en ekkert gerist. Dómsmála- og heilbrigð- isyfirvöld skella skolla- eyrum við þeirri hrópandi þörf sem margsinnis hefur komið í Ijós að er á einhvers konar athvarfi fyrir geðsjúkt fólk sem fremur afbrot en er dæmt ósakhæft. Þetta ógæfusama fólk á á hættu að lenda í fangelsi, þrátt fyrir að það hafi verið sýknað af ákærum á hendur sér vegna heilsu sinnar. í Helgarpóstinum í dag rekur kona á fimmtugsaldri rauna- sögu sína af þessum mál- um. Henni var haldið inni í Síðumúlafangelsinu í Reykjavík í næstum eitt og hálft ár áður en hún fékk not- ið þeirrar aðhlynningar sem hún á, landslögum sam- kvæmt, rétt á. Orðalagið, sem notað er í dómum hlið- stæðum þeim sem hún hlaut, er á þessa leið: Við- komandi skal vistast á við- eigandi hæli. Auðvitað ætl- ast lögin til þess að viðkom- andi sé komið fyrir á geð- sjúkrahúsi til lækninga. Engum hugsandi manni dettur í hug að löggjafinn hafi hér ætlað geðsjúku af- brotafólki að dveljast á Litla- Hrauni eða í Síðumúlafang- elsinu. En konan sem rekur hið sorglega lífshlaup sitt í Helgarpóstinum er síður en svo einsdæmi. Því er nú verr. Eftir 16 mánaða vist í Síðumúlafangelsinu var loks fundin fyrir hana vist á geðsjúkrahúsi í Svíþjóð. Ekki eru allir jafnheppnir. ís- lenska dómskerfið ber nú ábyrgð á að minnsta kosti þremur einstaklingum sem svipað er ástatt fyrir og dveljast á óviðeigandi hæli. Einn af þessum einstakling- um dvelst nú á Litla-Hrauni. Hverju er dómskerfið bætt- ara að vista hann þar, mann sem eflaust þarí á geðhjálp að halda? Geðlæknar virðast ekki ætla að hvika frá því höfuð- sjónarmiði sínu í þessum málum að neita að ganga erinda dómskeríisins. Þeir telja að slíkt samrýmist eng- an véginn starísreglum sín- um og skyldum við sjúklinga sína. Þessi mál hafa alltof lengi verið í sömu sjálfheld- unni. Máleraðlinni. heldur skipaði nokkru síðar fyrir- varalaust mann að nafni Torben Friðriksson. Torben sem er af dönsku bergi brotinn en hefur öðl- ast íslenskan ríkisborgararétt, vann áður hjá Innkaupastofnun ríkisins. Ráðuneytisstjóri haiði ennfremur lagt til að maður yrði ekki ráðinn strax í starfið heldur settur til reynslu í eitt ár áður en gengið yrði frá fastráðningu. Albert mun hafa fúlsað við þeirri tillögu og skipað Torben þegar í æviráðn- ingu... E, lins og komið hefur fram í fréttum í dag, hefur Seðlabankinn •lækkað endurkaupahlutfall afurða- lána í sjávarútvegi. Þetta þýðir í raun að afurðalánin lækka úr 73% niður í 66,5% með þeim afleiðing- um að greiðsluþrot blasir við fisk- vinnslunni í landinu. Nú er enn- fremur Ijóst að sömu sögu er að segja um landbúnaðinn. Lækkun afurðalána Seðlabankans til land- búnaðar mun vera sambærileg og í fiskvinnslunni. Að sögn fróðra manna jafngildir þetta hruni í land- búnaðargreinum með gjaldþroti margra bænda og kaupfélaga... OPGL likil reiði og forundran ríkir nú meðal starfsmanna Ríkis- endurskoðunar. Nýverið var aug- lýst starf ríkisbókara og sóttu margir hæfir og reyndir starfs- menn um stöðuna. Meðal umsækj- enda var Þorvaldur Ingi Jónsson sem allflestir álitu að fengi stöðuna í ljósi menntunar og fyrri starfa. Fór enda svo að skrifstofustjóri fjármáláráðuneytisins og. ráðu- neytisstjóri mæltu með ÞorvaJdi. Albert Guðmundsson fjármála- ráðherra sem veitir stöðuna kall- aði engan umsækjenda í viðtal ¦ö- Litlu Opel Corsa bílamir eru engin leikföng heldur al vörubílar. Stæröin er aö vísu í lágmarki en akst- ursmöguleikarnir í hámarki. Og svo er eins og vélin viti hvedýr bensínlítrinnerhjáokkur, því sérhver Corsa bíll er Opel í hverju smáatriöi. I^IHlJ^hMOJII.llV'J^.'l^DMlBa HOFÐABAKKA 9 SIMI 687300 GÆÐAEFTIRLIT MEÐ GÆÐAVORUM Ekkert shampoo jafnast á við EL'VITAL frá L'ORÉAL Laugaveg 178-P.O. Box 338-105 Reykjavík- lceland Símaskráin 1984 Afhending símaskrárinnar 1984 til símnotenda hefst fimmtudaginn 24. maí. í Reykjavík veröur símaskráin afgreidd á Póststof- unni, Pósthússtræti 5, gengiö inn frá Austurstraeti, og póstútibúunum Kleppsvegi 152, Laugavegi 120, Neshaga 16, Ármúla 25, Arnarbakka 2 og Hraunbæ 102. Afgreiöslutími mánudaga til föstudaga kl. 9 til 17. í Hafnarfiröi veröur símaskráin afhent á Póst- og símstööinni, Strandgötu 24. í Kópavogi veröur símaskráin afhent á Póst- og sím- stööinni, Digranesvegi 9. Varmá í Mosfellssveit veröur símaskráin afhent á Póst- og símstööinni. Þeir notendur sem eiga rétt á 10 símaskrám eöa fleiri, fá skrárnar sendar heim. Símaskráin veröur aöeins afhent gegn afhend- ingarseðlum, sem póstlagöir hafa veriö til símnot- enda. Athygli skal vakin á bví að símaskráin 1984 gengur í gildi frá og með föstudeginum 1. júní 1984. Þó gildir petta ekki hvað varðar ný 6 stafa símanúmer á Sel- tjarnamesi, sem gert haföi verið ráð fyrir aö kæmi í gagniö um leið og símaskráin. Þau veröa ekki tilbúin fyrr en í lok júní nk. Þangaö til gilda gömul símanúm- er bar, en þaö eru raunar sömu númerin og eru í nýju skránni aö frátöldum fyrsta staf, sem er 6. Aö ööru leyti fellur símaskráin 1983 úr gildi frá-1. júni 1984. Póst- og símamálastofnunin. 10 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.