Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 24.05.1984, Qupperneq 13

Helgarpósturinn - 24.05.1984, Qupperneq 13
ÞRIÐJA VELDIÐ Ólafur Ragnar Grímsson segir HP allt um leynimakkið að baki yfirlýsingarinnar um friðarfrumkvæði sex virtra þjóðar- leiðtoga sem kunngert var í fyrradag. eftir Sigmund Erni Rúnarsson mynd Jim Smart Friðarfrumkvæði sex virtra þjóðarleiðtoga, sem opinberað var með yfirlýsingu þeirra í fyrradag, hefur verið nefnt frétt þessa árs í erlendum stórblöðum. Fjölmiðlar hafa keppst við að greina frá innihaldi þess- arar yfirlýsingar og þýðingu hennar fyrir heimsfriðinn. Við hér á HP erum hinsvegar fyrstir til að svipta hulunni af bakgrunni þessa átáks, undirbúningnum sjálfum og því dularfulla leynimakkisem einkennt hefurþetta mál- efni fram á síðustu daga. ÓlafurRagnar Grímsson fékkst til að segja HP allt um það, en hann er sagður vera höfundur þessa friðarfrumkvœðis. Eða hvað segir hann sjálfur? ,Já, það er óhætt að segja sem svo. Þessi hugmynd fæddist á fundi sem ég og nokkrir aðrir áhuga- menn um alþjóðastjómmál héld- um í London í ársbyrjun 1983. Það var í Church House, sem var fund- arstaður breska þingsins á stríðs- tímanum. Þetta átti nú bara að vera óformlegur rabbfundur okkar, en hann þróaðist smám saman út í vangaveltur um það sem hægt væri að taka til bragðs ef viðræður risaveldanna um afvopnun yrðu árangurslausar. Á þessum tíma var mikið rætt um hugsanlegan fund þeirra Andropovs og Reagans og margir voru vongóðir um viðræð- urnar í Genf, en það vorum við hinsvegar ekki. Það var síðan í apríl/maí þegar ljóst var hvert stefndi í friðarvið- leitni risaveldanna, að ég og annar maður frá Church House-fundin- um, Nýsjálendingurinn Nikulás Dunlop, settumst niður og fórum að móta hugmyndina um þennan hóp virtra þjóðarleiðtoga sem gæti sameinast um að koma afvopnun- arviðræðunum ciftur af stað. Við Dunlop urðum fljótt sammála um að sá hópur yrði að geta beitt sér sjálfstætt til að þróa áfram samn- inga um alhliða kjamórkuafvopn- un, enda væri orðið ljóst að risa- veldin hefðu gefist upp í þeirri við- leitni. Eftir að þeir Dunlop og Olafur höfðu sett þessar frumhugmyndir sínar niður á blað, segir hinn síðar- nefndi að þeir hcifi hcildið hvor til síns heima; Ólafur út á Seltjamar- nes og Dunlop til sinna stcirfa í New York. Þeir tóku síðan til við að isemja, hvor í sínu lagi, ítarlega greinargerð um þær tillögur sem áðurnefndur leiðtogahópur gæti sett fram og hversvegna þörí væri á að þeir blönduðu sér í viðræður stórveldanna um kjcimorkucif- vopnun. Ólafur segir að flj_ótlega hafi aðrir stjórnmálamenn komið inn í þennan undirbúning. Hann nefnir til dæmis Thomas Downey, þing- mann demókrata frá New York, Relus ter Beck, formcmn utanríkis- málanefndar hollenska þingsins, Douglas Roche, sem er þingmaður íhaldsflokksins í Kanada, og John Silkin, sem Vcir ráðherra í Wilson- stjórninni í Bretlandi á síðasta ára- tug og helsti talsmaður flokksins í varnarmálum. Það var í júní á síðasta ári sem þeir Ölafur og Nikulas Dunlop sendu fyrstu greinargerð sína til þess hóps þjóðarleiðtoga sem þeir höfðu talið sýnt að féllu undir þá skilgreiningu sem Ólafur lýsti áðan. Fyrir valinu urðu Indira Gandhi, forsætisráðherra Ind- lands, Miguel de la Madrid, forseti Mexíkó, Julius Nyerere, forseti Tanzaníu, Olof Palme, forsætisráð- herra Svíþjóðar, Andreas Papand- reaou, forsætisráðherra Grikk- lands, og síðar bættist forseti Argentínu við, Alfonsín. Síðar í júní og allt freim í nóvem- ber, segir Ólafur að gríðarleg ferðalög undirbúningshópsins heifi tekið við. Hann segir hópinn hafa skipt sér niður í einskonar holl, tveir til þrír saman, sem hafi skipt á milli sín heimsóknum til hvers þjóðarleiðtogans á fætur öðrum. Ólafur er spurður hvort sam- staða hafi náðst fljótt um það hjá undirbúningshópnum, hvaða þjóðarleiðtogar ættu að verða fyrir valinu? Hann svarar því játandi og bætir við: „Það þarf í rauninni ekki nema að skoða veröldina í skjótu bragði til að sjá að það eru ekki margir þjóðarleiðtogar í heiminum nú sem hafa til að bera sjálfstæði til þess að geta blandað sér óhikað í samskipti kjamorkuveldanna. Undirbúningshópurinn að þessu frumkvæði í afvopnunar- málum hcifði einneigin hugmyndir uppi um að fá Ceausescou Rúm- eníuleiðtoga og Pierre Trudeau, forsætisráðherra Kanada, í þennan hóp... En hversvegna eru þeir ekki með? „Því er til að svara," segir Ólafur Ragnar, „að við höfðum í upphafi mikil samskipti við báða þessa heiðursmenn. Það eru til að mynda bein tengsl á milli tilrauna Trudeau til lausnar cifvopnunar- málsins fyrr á þessu ári og við- ræðna okkar við hann um þátttöku í þessari yfirlýsingu þjóðcirleið- toga. Það kom hinsvegar tii, að við vissum í árslok að það lá í loftinu að hann hygðist segja af sér leið- togastarfinu innan tíðar. Við viss- um það því fjórum mánuðum áður en það varð að blaðamáli í heims- pressunni, og þannig þótti ekki til- hlýðilegt að hafa hann með í innsta kjama þessa hóps, þótt hinsvegar hafi allan tímcmn verið fullur hugur í honum að styðja málefnið. Nú, hvað Ceausescou varðar, þá fómm við nokkrir í undirbúnings- hópnum í persónulega heimsókn til hans og fengum þar góðar og virðulegar viðtökur. Hann sýndi þessu málefni gríðarlegan áhuga og embættismenn hans hafa fylgst náið með þessu og tekið þátt í mót- un þessa fmmkvæðis. Þeir sátu meðal annars undirbúningsfund- ina í London í febrúar/mars síðast- liðnum, sem við víkjum kannski að síðcir. En hvað sem þessum fund- um okkar Rúmeníuforseta leið, þá tók hann þá ákvörðun, að athug- uðu máli, að betur færi á að hann styddi þetta fmmkvæði á sínum vettvangi í stað þess að vera í innsta hring og kvaðst myndu beita sér ákveðið í málinu gagnvart þeim ríkjum sem honum standa næst.“ Er ekki veikleiki þessa hóps þjóðarleiðtoga einmitt fólginn í þeirri staðreynd að þar er engan kommúnistaleiðtoga að finna? „Ceausescou hefur heitið því að vera mjög virkur í þessari viðleitni og hefur sannfært okkur um getu sína sem nokkurskonar tengiliður í málinu. Það er í reynd mjög mikill sigur fyrir okkur að þetta hafi þó náð svona langt með Rúmeníufor- seta, sem sést best á þeirri stað- reynd að eftir að hann fór að vinna að þessu með okkur hafa starfað að málinu menn frá NATÓ jafnt sem Varsjárbandalaginu. fulltrúar hlutlausra ríkja og óháðra. Þetta er í rauninni í fyrsta skipti sem reynt er að brúa bilið milli stórveldanna með þessum hætti; með þessari breidd getum við sagt.“ Talandi um tengiliði; Ólafur segir að sífellt séu að bætast fleiri hring- ir utan um þann innsta sem eru fyrrgreindir sex þjóðarleiðtogar. Hann nefnir menn eins og Sorsa, forsætisráðherra Finnlands, Willy Brcmdt, Gonzciles, forsætisráð- herra Spánar, og nú síðast var páf- inn í Róm að blessa þetta framtak þeirra Ólafs og Dunlops og fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna að heita því liðsinni. Þriller leynimakksins Ólafur nefnir næst að allur und- irbúningur þessa framtaks hafi mjög líkst þriller, eins og þeir ger- ast mest spennandi í kvikmyndum. Leynimakkið í kringum hlutina hafi oft á tíðum verið hjákátlegt, en þess hafi þó nauðsynlegaþurftvið. ,JVleðan við Dunlop vorum að móta þessa hugmynd, hvor á sín- um stað, átti ég í miklum vanda með þetta. Ólíkt honum bý ég í litlu þjóðfélagi þar sem allir fylgjast ná- ið með öllum. Vitneskja vina minna um mikil ferðalög mín, og þau til heimshoma eins og Áfríku, Ind- lands og Ameríku, voru þess eðlis að menn fóm að heimta skýringar. Og það er erfitt að vera lengi loð- inn í svömm. Reyndcir var höfuðatriðið í Scim- bandi við undirbúning þessarar yfirlýsingar leiðtoganna, að við sem að honum stóðum fengjum að vinna í algjörum friði fyrir bæði heimspressunni og vitneskju stór- veldanna, sem þá gætu farið að beita sínum þrýstingi. Við vorum enda að brjóta blað í margvísleg- um skilningi, til að mynda þeim að líta ekki framar á kjamorkuafvopn- un sem einkamál stórveldanna eða eins og Tom Downey komst að orði á blaðamannafundinum í Washington í fyrradag: „Nuclear Disarmament is no longer a spectators’ sport!" En Ólafur heldur áfram: ,Það skemmtilega við alla þessa leynd undirbúningsins var þó það, að aðeins eitt blað í öllum heiminum hafði náð í spotta af sögunni, bara eitt blað, en það er hvorki gert út frá Bandaríkjunum né Evrópu. Það var Helgarpósturinn. Upp úr ára- mótunum hafði ritstjóri þess, Ing- ólfur Margeirsson, byrjað að hringja í nokkra kunningja mína sem ég hafði sagt mest um málið í algjörum trúnaði, og spurði að því hvað hann Ólafur væri alltaf að flækjast úti í löndum. Þeir gáfu honum lengi mjög loðin svör, en höfðu svo samband við mig og sögðu að greinilegt væri að mað- urinn ætlaði ekki að sætta sig við þau. En sem betur fór Vcirðist ég vel, Ingó náði aldrei í mig sjálfan á þessum tíma, og málið datt upp fyrir. Hinsvegar er skemmtilegt til þess að hugsa að Helgarpósturinn hafi eitt blaða í heiminum haft nasasjón cif þessu, og stórt atriði í sögu þess að það var blaða næst því að fletta ofan af þessu öllu sam- an. Og það hefði orðið heimsfrétt." Ólafur byrjar svo að segja blaða- manni frá allskonar tilvikum sem gerðust við undirbúninginn og mega heita neyðarleg hvað vairðar samskipti hópsins og ýmissa grun- lausra aðila um málið. Plássið á síðunni gerir það að verkum að aðeins ein slík frásögn verður að nægja. ,,Hvað er á seyði? Það var í Nýju-Delhi í janúar síð- astliðnum. „Við vorum að fara að heimsækja Indiru Gandhi, ég ásamt þeim Nikulási Dunlop og John Silkin, fyrrverandi ráðherra Breta, eins og áður sagði. Við viss- um það vel fyrir ferðina að erfitt yrði að heimsækja Indland, eitt öfl- ugasta ríkið í breska samveldinu, með kunnan Breta innanborðs, án þess að enski sendiherrann fengi vitneskju um það. Það fór líka svo að sendiherrann hringdi í okkur skömmu eftir að við komum og vildi endilega bjóða okkur heim til sín. Þegar við vorum sestir í stofu hcms, spurði hann náttúrlega hvað okkur væri á höndum þama á Indlandi. Við sögðum honum rétti- lega að allan þennan dag, sem nú var að kveldi kominn, hefðum við verið að ræða við Indiru Gandhi og töldum síðan upp þrjá aðra sam- landa hennar, sem hefðu verið með í umræðunni, þá Alexander, Rosgotra og Garekan. „Hva, þetta eru allir Vcildcunestu menn lands- ins, hvað er eiginlega á seyði?" spurði þá sendiherrann meira en lítið hissa á að ofangreindir heið- ursmenn hefðu gefið sér heilan dag frá stjórnun næstf jölmennasta ríkis veraldar til að ræða við ís- lending, Nýsjálending og afdank- aðan breskan ráðherra. John Silkin gaf í flýti einhver fáránleg svör um að við hefðum verið að ræða breyt- ingar á skipulagi Sameinuðu þjóð- anna, sem var að vísu að því ieyt- inu til rétt að þau mál hafði borið á góma. En þetta loðna svar gagnaði ekki sendiherranum, sem gcif sam- starfsmanni sínum laumulega ábendingu um að ræða við mig um þetta nánar. Þar með sat ég það sem eftir var kvöldsins uppi með þann mann og teygði lopann, lík- lega þann lengsta á minni ævi. Samskipti okkcir í undirbúnings- hópnum við ýmsa aðila á þessum tíma voru alveg eftir þessu," segir Ólafur. Scunráðsfundir undirbúnings- hópsins og trúnaðarmanna fyrr- greindra þjóðarleiðtoga vom síðan haldnir í London í febrúar og mars, þar sem unnið var að endanlegum frágangi yfirlýsingarinnar, ásamt því að rætt var um framtíðarskref þessa átaks til afvopnunar. Á þann fund mætti meðal annarra sér- fræðinga Roger Fisher, prófessor í lögum við Harvard-háskóla og jafnframt einhver fremsti sérfræð- ingur í alþjóðlegri samningatækni í heiminum. Hann verður ráðgjafi þessa framtaks í framtíðinni. Ölaf- ur segir að London hafi verið valin sem fundarstaður fyrir þessi kafla- skil í undirbúningnum út frá því sjónarmiði „að svo auðvelt er að láta sig týnast í mannmergðinni þar í borg.“ En með þessa leynd: Kom- ust leyniþjónustur stórveldanna aldrei í spilið? Ólafur svarcLr: ,Jætta er spurning sem við höfum spurt okkur oft. Það vom reyndar margir á því að þessi gríðarlega leynd væri ekki möguleg, ekki væri unnt að halda þessu utan vitneskju beggja leyniþjónusta risaveld- anna. Ég hygg þó að það hafi tekist, enda bendir ekkert til hins gagn- stæða, og kannski em þessar frægu leyniþjónustur aðilanna tveggja ekki eins klárar og af er látið?" P.... ... . Fólki er ljost af fréttum hvað gerðist í umræddu máli í fyrradag, þegar þjóðarleið- togarnir sex kunngerðu yfirlýsingu sína um þriðja veldið, sem nú er að skerast í þann flókna leik sem af- vopnunarviðræður stórveldanna hcifa verið til þessa. Ólafur tekur svo sterkt til orða að kalla þetta kaflaskil í heimssögunni: „Við er- um að afneita forréttindaklúbbi stórveldanna til að semja einir um afvopnun. Og einnig hitt: Það er komið til sögunnar nýtt og öflugt vald sem ætlar framvegis að knýja á um samningaviðræður rnilli kjarnorkuveldahna. Þetta afl er of stórt til að geta gefist upp í þeirri viðleitni." Ólafur segir það þegar ákveðið að samvinna nefndra leiðtoga haldi áfram í þessu málefni og þá með aðstoð mikilhæfustu sérfræð- inga heimsins í vígbúnaðar- og samningamálum. „Það er verið að búa til atburðarás sem stig af stigi mun þróa samningaviðleitni þjóða heims. Við þekkjum það úr hinu daglega lífi að þegar tveir eru búnir að deila lengi, þá getur hvorugur misst andlitið með því að sam- þykkja tillögur frá hinum. Þess- vegna þarf þriðji aðilinn alltaf að koma til sögunnar með nýjar leiðir og nýjar hugmyndir. Þetta framtak er sá þriðji aðili."

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.