Helgarpósturinn - 24.05.1984, Síða 14

Helgarpósturinn - 24.05.1984, Síða 14
EG ER SJALDGÆFLEGA eftir Sigríöi Halldórsdóttur mynd Jim Smart Svein Einarsson er óþarfi að kynna. Fyrrverandi háttsettur embœttismaður, nú byrjandi í leikritagerð ef svo má að orði komast. Það er frœðimannsleg ró inní bókaherberginu hans, fornar bœkur föður hans Einars Ólafs Sveinssonar heitins á borðinu. — Þú ert fœddur hérna i Reykjavík? „Ég er.skal ég segja þér, Reykvíkingur í senni- lega fjóra ættiiði í móðurætt. Langamma mín sem var fyrsta iðnmenntaða konan í Reykjavik átti heima hér í Brunnhúsum sem stóðu milli Tjarnargötu og Suðurgötu, þarsem Tjamarbíó stendur. Hún var hattasaumadama. Ég þarf eig- inlega að fara að ganga í Reykvíkingafélagið! Föðurætt mín er ölf úr Skaftafellssýslu." — Hvernig mótaði umhverfið og uppeldið þig, þú varst einkabarn? ,Já, ég var einkabam. Ég held að æskuheimili mitt teljist svona menningarheimili. Bæði áhugamál foreldra minna og verksvið. Ég býst ekki við að það hafi verið mikil auraráð. Móður- afi minn var skósmiður, og síðar kaupmaður, en hefur haft listrænan áhuga. Hann var held ég einn af stofnendum lúðrasveitarinnar Svans. Hann lét eftir sig mikið af leikritum sem hann safnaði. Ég á líka grammófónsplötumar hans allt frá 1914. Þær em sjaldgæfar núna. Mamma var á fermingaraldri þegar hann deyr og fer snemma að vinna. Hún var píanisti. Þegcir þau pabbi giftast er hann nánast atvinnulaus, hann hafði tafist í námi vegna berkla. 1930 giftast þau. Hann er í rauninni orðinn fertugur þegar hann fær sitt fyrsta starf og verður háskólabókavörð- ur. Mamma vann alltaf. Hún kenndi á píanó og spilaði í bíó meðan þöglu myndimar vom. Það varð ekki hjá því komist að ég lærði að þekkja Beethoven, Schubert og þessa strax bam. Pabbi lcis mikið fyrir mig bæði þjóðsögur og kvæði. Ekki íslendingasögumar, en þær las hcinn upp í útvarpið. Þá fór hann og las hvem lestur fyrir sig, það var fyrir tíma stálþráðarins. Eftir hvern lestur var algengt að væri hringt og sagt ég vil meira. Svo komu þeir Kjarval, Sigurður Guð- mundsson arkitekt, Helgi Hjörvar, Páll ísólfsson og fleiri... Kjarval átti það til að koma en neita að fara inn nema bílstjórinn hans hann Þorvald- ur fengi að koma inn líka og hlusta, sem var auðsótt.“ - Þú hefur fengið gott vegarnesti? „Það verður að heita það. Annars er verk- menning aigeng í minni föðurætt og þeir margir völundar. Þar er aftur gáfa sem ekki hefur lent hjá mér. Ég er sjaldgæflega lélegur í höndun- um.“ 300 síður — Svo varstu settur til mennta? „Ég fór þessa venjulegu leið gegnum mennta- skólann. Þá fór ég í leildistarskóla, og fór að lesa ítöisku, sáiarfræði og bókmenntir. Eg fór utan, til Svíþjóðar og Frakklands, var líka í Oxford um tíma. Var orðinn nokkuð ömggur um að ég vildi fást við eitthvað leiklistarkyns. Hvað ég ætlaði með leiklistina var ekki alveg ömggt, vissi þó að ég ætlaði ekki að verða leikari. Eg fór að lesa bókmenntir, heimspeki og leiklistarsögu. Ég var ekki að hugsa mjög um próf, en mér veittist þetta auðvelt og var búinn að taka próf áður en ég vissi af. Ég varð fil.lic., það var gráða sem var á milli gamla doktorsins og mastersgráðu og búið að taka úr notkun svo maður er orðinn antík. Licentiats-ritgerðina skrifaði ég um' Jóhann Sigurjónsson, hún er uppá 300 síður og er um leiklist á íslandi um aldamótin. Ég safnaði þá miklu af gögnum. En ég hef ekki haft tíma til að vinna úr þeim síðan.“ — Aðþví búnu komstu heim og starfaðir við útvarpið, hvað gerðirðu þar? „Það var allt mögulegt, ég var með ýmiskonar þætti" — Sendirðu fólki pistilinn? „Ég sendi fólki aldrei pistilinn, mér finnst það ósiður í útvarpi. Þetta vom kynningarþættir, ég var með fasta þætti um leiklist, nú svo var ég dagskrárfulltrúi. Við Jökull Jakobsson vorum * Iíka með þætti saman, hér áður fyrr setti ég líka > mikið upp þar af leikritum. Ég hef alltaf unnið mikið við útvarpið, síðast vom það tónlistar- þættir. Núna er ég að gera mjög skondna og glúrna þætti eftir Matthícis Johannessen. Ég held ég haii ekki komið í útvarp í ein þrju ár núna. Svo var ég ansi mikið í sjónvarpi fyrstu árin. Ég lærði mikið af að vinna með þeim í Brekkukotsannál héma um árið. Þar leikstýrði ég íslendingunum. Svo var ég beðinn að koma- með aftur þegar Paradísarheimt var tekin en þá var ég svo upptekinn í leikhúsinu að það varð ekki nema eitthvað lítið." Lífslöngun — Efvið snúum okkur aðeins aftur að gömlu dögunum, hvernig hugsaði ungur maður þá, hverju mótmœlti hann, hvað óttaðist hann? „Eg er tíu ára þegar kjamorkusprengjan er sprengd, ég held að við höfum ekki gert okkur grein fyrir að hún myndi ógna okkur í framtíð- inni. í menntaskóla var mjög mikil stjómmála- umræða. Herstöðin skipti fólki alveg í tvær fylk- ingar, í rauninni markaðist stjórmálcistefncin af því í hvaða farveg menn gætu leitt sína þjóð- ernisstefnu. En það var ekki örvænting í minni kynslóð, ég held við höfum verið rómantísk. Lífið var fyrir mér forvitnilegt og brennandi áhugi á að skilja allt og skynja. Lífsiöngun. Það var mikið rætt um estetíska hluti", segir hann svolítið brosandi. „Ég man eftir .Fragmenter af en dagbog" eftir Poul la Cour, það var mikil tískubók í ákveðinn tíma“. — Varstu pólitískur? „Ég var aldrei í neinum flokki, aldrei haft þörf eða iöngun til þess. Auðvitað býst ég við að maður sé róttækari þegar maður er yngri, þá liggur manni svo á að sýna ágæti sitt og feykja hlutunum. Það var talsvert rótleysi samt á þess- um ámm. Ef þú lest skáldsögur Jökuls í dag, þessar fyrstu sögur hans sem þá þóttu ekki fullkomnar, þá eru þær núna býsna fróðlegur vitnisburður um viðhorf þessara ára. Ég var að lesa heimspeki þegctr innrásin vctr gerð í Ung- verjaland, hún hafði mikil áhrif á mig og marga af minni kynslóð." — Er einhver fyrirlitning á þessari kynslóð í leikritinu þínu? „Ef það er þá er það ekki af minni hálfu. Mig langaði að lýsa af persónulegum skilningi þessu fólki. Mér hefur alltaf þótt heldur óþroskað þeg- ar mönnum fellur hverjum við annan afþví einu að þeir hctfa sömu þjóðfélagscifstöðu. Það ætti að vera sjálfsagt að taka fleiri þætti inní. Ég er orðinn- ansi leiður á því sem maður hefur séð í bókmenntum undanfarinna ára. Þessar svart- hvítu teikningar hvorummegin fólkið er í bók- inni.“ — Bisnessmaðurinn átti samúð mína þegar upp varstaðið, erþað réttskilið? ,Já, kaupsýslumaðurinn er heiðarlegur og duglegur bústólpi. Mér finnst leiðinlegt hvemig þetta fólk var dregið í dilka, einhver kallaði það hyski og annar pakk. Ég var að setja upp brúðu- leikhúsið í Færeyjum, Helmer var sá sem átti bágt, hún Nóra fer út og bjargar sér veit maður, en hann verður eftir án fótfestu". Gagnrýni — Hvernig leggst gagnrýnin á leikritið þitt í þig?. „Ég er auðvitað himinlifandi yfir þeim viðtök- um sem leikurinn fékk á frumsýningu og sýn- ingunum síðcui, svo ég tali nú ekki um aðcil- æfinguna, sem var einstök. Og í ljósi þess hvað þetta virðist höfða tii margra hafa ýmsir sagt að þeir hefðu átt von á meira örlæti af háifu gagn- rýnenda, og kannski hefði mér ekki þótt það ósanngjarnt heldur. Einsog einhver sagði: Það er svona tónn í þeim „þú skalt nú ekki halda að þú getir þetta líka góði, svona umbúðalaust“. En ef maður les þá grannt, þá er sitthvað þar Sveinn Einarsson Œelgarpóst. sem hægt er að gleðjast yfir, með einni undan- tekningu auðvitað. Nú eitt get ég sagt þér, það er talað um að við leikhúsfólk séum hömndssár og eigum erfitt með að taka aðfinnslum. Mér þykir miklu erfiðara, virðist mér nú, að sæta að mér finnst heimskulegri og óréttmætri gagn- rýni fyrir sýningu, sem ég hef sett upp, af því hún er svo varnarlaus. Leikritið getur haldið áfram að tala fyrir sig sjálft, kannski í annars- konar uppfærslu, ef það er einhvers virði. Mér finnst maður ekki geta hunsað gagnrýni, sem sett er fram vinsamlega og kurteislega. AnncU's býst ég nú við að það sé almenn skoðun að leikhúsgagnrýni hér sé óvægnari en önnur gagnrýni, og það þjóni ekki alltaf jákvæðum tilgangi. Þetta er þó til annarsstaðar, ég var því miður ekki á tónleikum Ingólfs Guðbrcindsson- ar um daginn, en það var gaman að sjá, að nú er farið að láta hann njóta sannmælis fyrir sinn mikla skerf.“ — Ertu sleginn útaf laginu? „Afhverju? Mér finnst voða gaman hvemig fólk hefur tekið þessu litla leikriti mínu og ekki síður hvað koliegctr mínir í leikhúsunum em jákvæðir. Þeir em þó í faginu. Það hringdi í mig kona daginn eftir frumsýningu og sagðist hafa orðið að sitja á sér að stökkva ekki uppá svið og fleygja blómavösum með Oddnýju, og ungi maðurinn (Arnór) sagði hún: „það er sonur minn“. — Er íslenska þjóðin svona algerlega klofin eftir aldri? .Jæssir tveir fulltrúar elstu kynslóðæinnar em dæmi um það. Hún talar endafaust í símann en hefur margt til bmnns að bera, en þjóðfélag- ið ætlar henni ekki hlutverk. Hér er fólk ekki fólk

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.