Helgarpósturinn - 24.05.1984, Blaðsíða 15

Helgarpósturinn - 24.05.1984, Blaðsíða 15
þá er komin inn í þetta ný vídd sem gefur í stað lífslöngunar lífsótta." — Er unga fólkiðekki frekar biturt afþvíþað þarfað borga verðbólgugróðann ykkar? . „Partur af þessari velmegun er byggður á lánum. Þetta hefur hnattlega vídd. Hvernig við gerum upp dæmið hér á íslandi, það er ekkert einkamál lengur. Það er ekkert garantí fyrir að dæmið verði gert upp. Leysa landfestar og sigla á einhvern annan stað á hnettinum það leysir engan vanda." — Afhverju er reykvísk borgarastétt svona upptekin af vetnissprengjunni? „Það markast afþví að við höfum verið að byggja upp akveðið þjóðfélag, fólk hefur lagt mikið á sig og þá er ekkert óeðlilegt að það sé snúist til varnar. Það er ekki um neina borgara- stétt þar að ræða." Milli tannanna á fólki — Sveinn, finnstþérþú hafa veriðmilli tann- anna á fólki þessi ár sem þú hefur verið í emb- œtti leikhússtjóra? „Það er voðalega algengt að fólk sem hefur áhrif og völd sæti ósanngjarnri gagnrýni, hvað sem veldur. Tildæmis veit ég að ýmsar sýningar hjá Þjóðleikhúsinu eru rrietnar útfrá allt öðru sjónarhorni en myndi tíðkast annarsstaðar. Þá er ekki gerður greinarmunur á hvað er próf- essjónalismi og hvað ekki, þetta ruglar líka list- mat almennings... manstu hvemig það var hjá Guðmundi á Glæsivöllum? „Þar glymja hlátra- sköll, trúðar og leikarar leika þar um völl, en lítt er af setningi slegið, því óminnishegri og illra hóta norn, undir í stiklinum þruma". — Afhverju hœttirðu virðingarstöðu, maður á besta aldri, þegar aðrir eru að hamast upp metorðastigann? „Eg var búinn að vera leikhússtjóri í rúmlega tuttugu ár. í flestum löndum er litið svo á að svoleiðis maður sé búinn að vinna til eftirlauna. Hvað Þjóðleikhúsið snertir, þá erþað í lögum að ekki megi sitja lengur en átta ár, það hefði verið fræðilegur möguleiki að sitja lengur vegna þess að lögin komu þegar ég var búinn að vera þar sex ár. En það var skynsamlegra fyrir mig að hætta. Þegar ég hætti í lðnó, þá ætlaði ég að snúa mér að skriftum og öðru en þá kom Þjóðleikhúsið og maður þakkar fyrir þann möguleika að gera eitthvað ef það gæti orðið til góðs. Auðvitað er áræði á miðjum aldri að fara að snúa sér að öðrum hlutum. Það blundaði í mér tvennt. Mig langaði að skrifa meira. Ein- hverntíma verður að gera það ef það blundar í manni svoleiðis meinloka; eins langaði mig að leikstýra meira." — Hvernig finnst þér að vera bara Sveinn Einarsson án titils og alltieinu útúr sviðsljósinu? „Mér finnst það ógurlega skemmtilegt. Ég upplifi það sem frelsi. Leikhússtjórastarf er eitt- hvað sem þú skilur ekki við þig allan sólarhring- inn." — Þú yrkir líka sá ég i leikskránni frá Iðnó. „Já, það er nú meira uppátækið! Ég lá í bak- veiki í vetur í margar vikur og lagðist í Hómer, Sturlungasögu, allt mögulegt. Gerði þetta mér til afþreyingar að setja saman ljóð. Stefán Bald- ursson Ícomst í þau og ég hafði ekki dómgreind til þess að segja nei." [sviðtali i nema það sé á framleiðslugetualdri. Gamli maðurinn er andstæða unga mannsins, hann dreymdi um framfarir. í stað bess að gráta með í sjálfum okkur yfir því hvemig komið er, þá hlæj- i um við." t — Ertu viss um aðyngsta kynslóðin sé svona ! svartsýn? i „Ég talaði mikið við yngstu kynslóðina, hana í sem erfir landið og heiminn ef um eitthvað slíkt i er að ræða. Unga fólkið er farið að velta fyrir sér annarskonar uppbyggingu." i Færeysk torfþök og ungt fólk - Þú ert nokkuð nýkominn úr heimsreisu, er ekki kynslóðabil og vetnissprengja fjarri manni i á fljótapramma íAsíu, innanum fólk sem hvorki hefur mat né menntun? „Það er gott að sjá sitt þjóðfélag í nýju ljósi, en þarna erum við farin að tala um alltannan vanda. Við erum náttúrlega forrík, hátt á listan- um miðað við aðrar þjóðir. Við börmum okkur útaf því að taka upp kvótafyrirkomulag í sam- bandi við okkar veiðar, og halda ögn í við okkur. Það er smávægilegt gegn þeim vanda sem til- dæmis Asíuþjóðir eiga við að glíma." — En við vinnum og slítum okkur út meira en margar aðrarþjóðir? „Við vinnum fyrir því sem við eyðum að ein- hverju leyti, þó að erlendu lánin hrannist upp. Á stríðsárunum misstum við verðmætamatið. Við þurfum alltaf að vera að kaupa nýja hluti... ég vil koma hér upp stórri skemmu þarsem hægt er að fá viðgert, fara til skósmiðs, lásasmiðs, allt sem hægt er að gera við og nýta verði hægt að fara með þangað. Ég er ekki að prédika neina samansaumun, en það má á milli vera. Þegar ég var í Færeyjum þá hreifst ég mjög af því hvemig þeir gera upp gömul hus og taka tillit til Iands- lags og staðhátta í miklu meiri mæli heldur en við höfum gert. Mér finnst alveg heillandi torf- þökin þeirra." — Æflarðu að gera meira afþví að leikstýra í útlöndum? „Já, ég býst við því, ég hef tekið nokkrum tilboðum og er að velta fyrir mér öðrum." — Hvað er ,,vitlausa kynslóðin" í Fjöregg- inu? ,,Kynslóð sem hefur tekið vitlausan pól í hœðina". Er hún vitlaus i augum ykkar sjálfra? „í augum yngsta fólksins. Þetta er hlutur sem endurtekur sig. Oft eru þessi kynslóðabil eðli- legur afstöðumunur, eftir því hvernig tímamir breytast.Unga fólkið spyr.hverju hafið þiðskilað til okkar? Gamla fólkið trúðiá framfarir. Ef fram- farirnar eru vopn sem geta eytt okkur sjálfum Leikhúsið opnaði mig — Kvíðirðu því ekkert að vera einn að bauka? „Nei. Leikhúsið opnaði mann, þetta er sam- virkandi, maður þarf að vinna með allskonar fólki. Mér finnst áhugamálin verða fleiri með árunum, maður fer að beita sér meira í því sem manni er kært. Ég held ég sé ekki að skrifa til þess að standa einn að því sem ég skapa. Ég hef ákaflega litla trú á listinni listarinnar vegna. Hún er þjóðfélagsins og þjóðfélagið á þá að meta hana sem slíka." — Áttu efni í pokahorninu? „Þetta er ekki einsog maður skipti um lönd. Auðvitað hefur safnast saman hjá manni efni í sögur og leikrit. Ég býst við að svo sé um marga. Ég geng með mörg efni sem gætu verið nýtan- leg" . — A fágaði menningarmaðurinnSveinn Ein- arsson sér einhverja andstœðu, til dœmis kúreki innvið beinið? „Það veit ég ekki. Ég hef gaman af að fara á skíði, dugir það?"

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.