Helgarpósturinn - 24.05.1984, Blaðsíða 17

Helgarpósturinn - 24.05.1984, Blaðsíða 17
I LISTAP Svartur og sykurlaus draumur efir Hallgrím Thorsteinsson myndir Jim Smart \ I „Það er þessi límmiði á Svörtu og sykurlausu, sjáðu til, sem gef- ur ekki cilveg réttar upplýsingar, og hann er of fastur á okkur," segir Edda Heiðrún Backman (ekkert skyldar) og reiðir aðra löppina hátt til lofts. Þetta er iétt bóillettstemn- ing hjá henni meðan hún hellir upp á kaffið. Svart og sykurlaust er að hita sig upp í startið. „Og á þessum límmiða," segir Gíó, Guðjón Pedersen, ,rstendur að svart og sykurlaust sé kamival- leikhópur, að við séum þetta kjöt- kveðjulið sem sprakk út í einn alls- herjar jollý fíling á 17. júní í fyrra.“ „Málið er ekki svona einfalt," segir Kolbrún Halldórsdóttir. „Við ætlum að halda kcimival- stemningunni þar sem hún á við, en við verðum ekki kjötkveðju- götuleikhús dansandi sömbu alla ævina,“ segir svo sá fjórði í hópn- um, Kristján Franklín Magnús (ekk- ert skyld). Ellert A. Ingimundarson segir mottóið vera að ekkert sé útilokað. „Það verður enginn frumlegur á því að segja: Ég ætla að vera fmm- legur.“ Þau segjast ætla að ná sam- bandi við fólk; ekki ganga fram af því, heldur heilla það, fá það til að finna þessa Scimeiginlegu mann- legu hlið okkar cillra í leik, söng og í dansi. Þetta gerist cdltof sjaldan í leikhúsi, segja þau, þessi sam- staða. I /v Svart og sykurlaust telur nú 20-30 manns. Kjamann skipa framangreindir en auk þeirra Sig- urþór Albert Heimisson og Guðný Björk Richards. Þau hafa tekið á leigu efstu hæðina í bakhúsi við Laugaveg, sal á stærð við hálfan I vítateig á fótboltavelli þar sem þau em komin með boltann í dauða- færi við þjóðina.Þama er verið að teikna og sauma búninga, hlæja stjórnlaust heilu dcigana, semja verkin sem á að flytja í sumar, ríf- ast og mála, kaffibolla eftir kaffi- bolla. Þetta er erfitt form á leikhúsi, segja þau, það er enginn einn stjóri. .„Stundum springur allt hjá okkur og állir ganga út. En ein- hvern veginn helst þetta gangandi, okkur tekst að halda utan um apparatið, gemm mikið sjálf og betlum fyrir kostnaði. Hugsaðu þér - einu sinni vom allir leikarar á prófessorslaunum! Svcut og sykurlaust varð til í mótþróa. Gíó og Kolla ætluðu að stjórna sýningu til að mótmæla /niðurrifi Hafnarbíós. Það varð fkveikjan. Frcimanaf, sérstaklega á 17. júní í fyrra, kom Svcut og sykur- laust frcim sem götuleikhús með sambatakti. Helstu áhrifavaldar: Els Comediants hinir spönsku og Bread and Puppet leikhúsið frá Bandaríkjunum. „Þetta hefur verið að þróast út í meiri myndlist hjá okkur," segir Gíó. Þau tilfæra sem dæmi um þetta tvær af þeim 13 sýningum sem þau stóðu fyrir í fyira. „Við færðum upp dag í lífi sólkonungs- ins á túninu við geðdeild Land- spítalans í fyrrasumar. Fólk á leið til vinnu sá allt í einu einn morgun- inn ríkulega skreytt langborð, þar sem 20 manns sátu að villtu sukki eins og hirð Lúðvíks 14. Við sjáum tenginguna: það er verið að fleyja tonnum af tómötum á öskuhaugana á sumrin. Sjúkling- arnir á geðdeildinni voru ánægðir Sykurlaust frá vinstri: Guðjón Pedersen, Edda Heiðrún Backman,\ Sigurþór Albert Heimisson, Kolbrún Halldórsdóttir, Guðný Björk Richards, Ellert A. Ingimundarson, Kristján Franklín Magnús. Strákurinn) er special effect. ! \ með sýninguna, en yfirlæknirinn varð vondur. En ctnnars vsir þessi sýning hugsuð mest fyrir fólk í bíl- um.“ Þau nefna iíka sýningu leikhúss- ins með Oxsmá á Friðarhátíðinni Við krefjumst frcimtíðcir í Laugar- dalshöllinni í fyrrahaust, sem mörgum er enn í fersku minni. Af- rekaskráin er furðu aðdáunarverð miðað við hvað fyrirbærið er ungt. En þetta er leikhús sem er lífsmáti um Ieið. Fátt annað kemst að þegar sett hefur verið í gang. Hafa þau þannig tekið virkan þátt í baráttuni fyrir friði í heimin- um? kynni einhver að spyrja. Og eru þau pólitísk? Edda Heiðrún svcircir þessu:,JVIér finnst við vera að við- urkenna andstæðurnar í heimin- um með því að mótmælastríði.Við megum ekki fyllast ótta, því um leið og fólk óttast einhvem hlut er það að kalla hann yfir sig.“ Gíó segir að annars staðar í Evrópu séu allir að pissa á sig cif hræðslu við kjarnorkustyrjöld, að þar sé fólk að deyja úr hræðslu. Þau eru á einu máli um að þau séu ekki síður póli- tísk en önnur leikhús. „Það getur verið pólitík í því að skemmta fólki. Við erum þá ekki að sýna fólki hörmungar stríðs heldur það sem fólki er dýrmætast og ekki má týn- ast,“ segir Kolbrún. í næstu viku byrjar Svart og sykurlaust að ferðast milli vinnu- staða með fyrstu uppfærsluna í sumar. Þetta er lítil ástarsaga, klass- ísk að því leyti að elskendurnir ná ekki saman. Sterk öfl koma í veg fyrir það. Hópurinn vill ekki fara mikið nánar út í efnið en rifjar þess í stað upp gamlan texta eftir Stephen Stills: „If you can’t be with the one you love, honey, love the one you’re with...“ og hlæja svo eins og brjálæðingar. „Þetta er ekki meðvituð vinnustaðasýning um virkjuncirmöguleika í samstöðuaíli verkalýðsstéttarinnar. Þetta er bara skemmtileg saga, búin til í spuna okkar á milli, í okkcir vinnu.” Það er kjarninn í Svörtu og sykur- lausu, sjö manns, seuTsér um þessa sýningu. Margt fleira er í bígerð en sam- tals má það ekki kosta mikið meira en 220.000 krónur. Það er sá pen- ingur sem Svart og sykurlaust fær frá Listahátíð í Reykjavík til að setja upp vinnustaðasýninguna og f jórar götusýningar á meðan hátið- in stendur yfir. ,,8tundum er það þannig með svona áhugcifólk eins og okkur,” segir einn úr hópnum, „að hóparnir vinna á fullu kaup- laust til að sanna að vert sé að styrkja þá. Svo er allur dampur úr liðinu þegar styrkirnir loks koma.” Þau sjá fram á eitt annað verkefni í júní, það er að fiytja alla krakkana úr miðbænum á dansleik í Laugar- dalshöll að kvöldi 17. júni. Svo er líka dreymt: „Það væri voðalega gaman ef Gísli byði okkur að setja upp í Þjóðleikhúsinu,” og „við gætum gert strönd á Lækjar- torgi með pálmum og pina colada. Gert Seðlabankann að fjögurra stjörnu hóteli,” eða „væri ekki til- valið fyrir einhvem að bjóða okkur út til Kýpur í heilt ár j>ar sem við gætum æft upp nýtt verk?” Og Gíó dreymir alltaf þeysireið um Rauða- sand á Barðaströnd á mótorhjóli - stelpan aftan á, kampavínsflaskan með en hjálmurinn hvergi því þar er engin lögga... HELGARPÓSTURINN 17

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.