Helgarpósturinn - 24.05.1984, Blaðsíða 18

Helgarpósturinn - 24.05.1984, Blaðsíða 18
KVIKMYNDIR Meistaralegur leikur eftir Ingólf Margeirsson og Sigmund Erni Rúnarsson Bíóhöllin: Borð fyrir fimm. Bandarisk 1983. Handrit: David Seltzer. Myndatakœ Vilmos Zsigmond a.s.c. Tónlist Miles Goodman og John Morris. Framleið- andi: Robert Schaffei Leikstjóriv Robert Lieberman. Aðalhlutverk Jon Voigt, Rich- ard Crenna, Marie Christine Barrautt, Millie Perkins, Roxana Zal, Robby Kiger, Son HoangBuiogfl. Leikstjórinn Robert Lieberman (34) leik- stýrir hér sinni fyrstu kvikmynd, en hann hefur áunnið sér nafn í bandaríska sjón- varpsauglýsingabransanum. Mynd hans ber þessari fortfð nokkurt vitni, sérstaklega hvað varðar kvikmyndatöku og tónlist. En það sem bjargar þessari mynd og reyndar hefur hana yf ir margar áþekkar kvikmyndir, er gott handrit og hreint frábær leikur allra aðalleikaranna. Myndin segir frá fráskildum glaumgosa, J.P. Tannen (Jon Voigt). Hann hefur verið laus í rásinni og ekki sinnt konu sinni Kathleen (Millie Perkins) og þremur börn- um. Afleiðingin er því skilnaður og J.P. ger- ist helgarpabbi, en Kathleen giftist afrur, í þetta skiptið ábyrgum, rosknum lögfræð- ingi, Mitchell að nafni (Richard Crenna úr sjónvarpsþáttunum í blíðu og stríðu). Myndin hefst er J.P. ákveður að bæta fjöl- skyldufortíð sína og býður börnum sínum í Miðjarðarhafssiglingu á norsku skemmti- ferðaskipi. Fyrrverandi kona hans og mað- ur hennar samþykkja uppástungu J.P., en með semingi. í matsal skipsins pantar J.P. borð fyrir fimm, ef ske kynni að hann kæmist á kvennafar. Hann kynnist fráskilinni konu af frönskum ættum, Marie (Marie Christie Barrault), og tekst með þeim góð vinátta sem ekki er beinlínis undir formerkjum glaumgosans. Hvað með það. Meðan á ferðalaginu stendur, lætur móðir barnanna lífið í umferðarslysi og maður hennar flýgur til Aþenu til að ná í krakkana heim. J.P. Hvaða auli saumaði tuskurnar? Regnboginn: Eye ofthe Night. Bandarísk, árgerð 1984. Leikstjóri: Robert Clouse. Handrit byggt á söguJames Herbert. Aðal- hlutverkSam Groom, Sar Betsford og Scatam Crothes. Kvikmyndagerðarmenn vita það víst vel eins og aðrir að rottur eru dálítið ógeðs- legar. Og einnig hitt, að það má gera þær enn ógeðfelldari með því að gera þær stærri og feitari og grimmari; já, rækta bara si sona upp þykjustu kvikindi, kvikmyndasögunnar vegna! En varla held ég að Auga næ turinnar verði getið í góðum kvikmyndabókum þeg- ar fram líða stundir. Þar kemur náttúrlega til frumskilyrðið; að standa undir nafni þeirrar hryllingsmyndar sem þetta verk gef- ur sig út fyrir að vera á plakatinu. Það vantar svo mikið í þessa mynd. Þó ekki væri nema eilítið sennilegri framvindu en þessi fyrirhugaði viðbjóður býður áhorf- endum sínum upp á. Vel hefði líka mátt fá „leikara" í þess orðs eðlu merkingu til að glíma við hlutverkin í sögunni. Já, og hlut- verkin vel á minnst, andskoti er maður orð- inn uppgefinn á þessum bandarísku klíst- ursrullum sem, fyrir utan það að vera bara yfirborðið, geta aldrei brugðist mannlega við aðstæðum. Og svo verður að drepa lítillega á tusku- brúðurnar sem hreyfðust svo ankannalega eftir gólfum og stigum alla myndina út í Fín kenning, þetta með dansinn Háskólabió: Footloose. Bandarísk, árgerð 1984. Leikstjóri: HerbertRoss. Aðalhlutverk Kevin Bacon, LoriSinger, John Lithgow og Diane Wiest. Það sem þarf til, er sætur gumi sem getur dansað. Og söngur og gleði, en nokkur tár. Þetta er nýjasta formúlan í bandarískum kvikmyndaiðnaði sem hefur gengið upp. Og malar nú gull. Það er svo sem ekkert vont um þetta að segja, svo lengi sem unglingar endast til að skoða, en ansi held ég samt að stutt verði þangað til þeir verða þreyttir á því. Footloose sleppur þó rétt fyrir horn frá því að vera karakterlaus formúlumynd af fyrrgreindu tagi. Vottur af söguþræði og boðskap gerir þetta að verkum. Við fylgj- umst með sirka átján ára unglingspilti, hin- um kátasta fýr að því er virðist að upplagi, en hann lendir í því að flytja í nýtt umhverfi í upphafi sögunnar. Sér að baki stórborg en vjð tekur krummaskuð. Sá bær má teljast merkilegur fyrir þær sakir að klerkur stað- arins hefur bannað dans og poppmúsík allt frá því elsti sonur hans dó á leið heim af dansleik! Ungi pilturinn sem við fylgjumst með er hinsvegar bæði popp- og dansfrík. Svo á nefndur prestur huggulega dóttur á hans aldri. Hana langar líka innst inni að dansa og poppa. Þarf meira að segja? biður hann um frest, því tilfinningar hans til barnanna hafa breytst; hann er ekki lengur aðeins helgarpabbi, heldur hefur föðurleg umhyggja fyrir bömunum vaknað hið innra með honum. J.P. og Mitchell verða því keppinautar um yfirráðaréttinn, sá fyrri get- ur veitt þeim ást og umhyggju, sá síðari efnahagslegt öryggi. Sú glíma verður ekki rakin nánar hér. Sem fyrr segir: Þrátt fyrir sykursæta tón- list og sárgrætileg atriði gefur hinn raun- sæislegi leikur og heimildalega umgjörð þessari mynd sannferðugt gildi. Manni þykir vænt um þessa mynd. Greinilegt er að „sannar sögur" úr lífinu eru í mikilli uppsiglingu innan vébanda Hollywood eins og óskarsverðlaunamyhdin Terms of Endearment, Silkwood og Table for Five bara vott um. _ /M gegn. Og bitu fólk með álíka sannfæringar- mætti og þegar Konni spjallaði við Baldur forðum daga. Hvaða auli saumaði þetta eig- inlega saman? Aumari rottugervi hef ég ekki séð frá því ég sjálfur sturidaði átthagafræð- ina mína af ákefð í Barnaskóla íslands. Þetta er sem sagt slæm mynd, þó með pínulítinn kost innanborðs. Ég man núna eftir fimmtán sekúndna kafla um miðbik myndarinnar, sem vakti spennu. En það var það eina. . -SER. Boðskapur myndarinnar er sá að maður- inn eigi að dansa sér til gleði og þróttar. Það er fínasta kenning og kemst vel til skila í Footloose. En það sem rífur myndina upp úr annars væmnu handriti, eru prýðilegir poppsöngvar sem fluttir eru við ýmis tilefni. Sándið er líka gott. Og leikur eftir atvikum, svo ég held ég dæmi þetta hina sæmileg- ustu afþreyingu fyrir ungt fólk á vissum' aldri. -SER. BOKMENNTIR Stríðsherra á Mars eftir Árna Óskarsson Ólafur Gunnarsson: Gaga. Iðunn 1984. Saga, 68 bls. Maður nokkur, sem lesið hefur yfir sig af vísindaskáldsögum, ákveður að skipta um plánetu og vaknar einn morguninn á Mars. í | Ijós kemur að Marsbúar eru slyngir og hafa útbúið á plánetu sinni nákvæma eftirlíkingu af átthögum söguhetjunnar, Reykjavík á Terra. Með þessum smellna hætti hefur Ólafur Gunnarsson búið til óvenjulegt sjón- arhorn til að gaumgæfa hversdagsveröld okkar. Það er sjónarhom hins ókunnuga sem þó er öllum hnútum kunnugur og um- hverfið sem hann þvælíst um er í senn ná- komið og framandi. Söguhetjan, Valdi í sjoppunni, er allan tímann sannfærður um það að fólk og hlut- ir, sem á vegi hans verða, séu ekki annað en ósvf fin blekking Marsbúanna, það sem hon- um sýnist vera jarðneskar mannverur séu í raun ógurlegar geimverur: „Hver vissi hvaða skelfileg ófreskja myndi koma til dyra? Kannski fuglakona með meterslangt járnnef og eitt grænt auga, klædd appelsínugulum fjaðurham, en þær voru algengar á Mars. Ef til vill Prinsessan í Helíum. Hin fagra drottning rauðu mann- anna á deyjandi plánetu?" (16). í ljósi þessa samsæris Marsbúanna verða viðskipti Valda við þá öll hin kostulegustu. Gömul skúringakona á leið til vinnu sinnar, orðheppinn, uppflosnaður bóndi á mölinni, drumbslegur afgreiðslumaður í herrafata- verslun, kona að skrúbba legstein uppi í kirkjugarði - allt er þetta fólk vitorðsmenn í samsærinu og hversdagslegar athuga- semdir og athafnir þess verða hálfbroslegar í þessu sérkennilega samhengi. Valdi snýr baki við vanaföstu lífi sínu og leitar hins óþekkta handan við hinn sýni- lega heim. Þessi umskipti em undirstrikuð í sögunni með því að hann krúnurakar sig, fatar sig upp á nýtt og málar sköllótt höfuð sitt rautt til að líkjast Marsbúunum. Hann vonast stöðugt eftir því að hulunni verði svipt af, íslensku vetrarhríðinni sloti og hann muni „finna mjúka gula mosann undir fótum og sjá hinn sérkennilega gróð- ur sem er svo einkennandi fyrir Mars" og „hið tignarlega Olympus Mons reigja sig upp í himininn svo mílum skipti" (36). En hillingin fellur ekki og Valda mistekst að fá dulbúnu Marsbúana til að sýna sitt rétta eðli. Til þess að sanna manndóm sinn og neyða Marsbúana til að taka sig alvar- lega, hyggur hann á hefnd og ákveður að drepa einn þeirra, enda er Mars pláneta stríðsguðsins. Reyndar má hæglega skoða þennan þátt sögunnar sem hugleiðingar um undirrót stríðs og ofbeldis. Valdi er maður sem þráir að komast út fyrir sín tak- mörk, hann afneitar hinum mennska heimi í því skyni og er tilbúinn til að drepa til að sanna að hann hafi á réttu að standa. Fullt nafn hans, Rögnvaldur, merkir sá sem nýtur valds frá goðum, m.ö.o. maður sem ekki hlítir lögmálum mannlegs lífs. Kaflinn um innbrotið í húsið í Þingholt- „Andstæðanmilli furðuveraldar vísindaskáldsagn- annaog kaldrana- legs vetrardags í Reykjavík, framkalla áhrif sem skapa þessari litlu sögu ótvíræöa sérstöðu í íslenskum sagnaskáldskap síðariára," unum er listavel gerður. Þarer sköpuð spenna að hætti glæpasagna og eins og títt er í slíkum sögum er ferðalag söguhetjunn- ar um húsið jafnframt smásmuguleg lýsing á vettvangi afbrotsins. Ekki er rétt að skemma fyrir lesendum með því að segja meira. Það nægir að geta þess að mann- dómsvígsla Valda þjónar ekki tilgangi sín- um. Hún er eins óhetjuleg og hugsast getur og minnir að sumu leyti á hliðstæðan verknað Raskolnikofs í Glæpi og refsingu Dostoévskis. Gaga svipar að því leyti til síðustu bókar Ólafs, Ljóstolls, að í þeirri bók var líka unnið út frá ákveðinni tegund afþreyingarbók- mennta sem höfðu mótandi áhrif á aðal- söguhetjuna, enda þótt þessar tvær sögur séu að öðm leyti gjörólíkar. Þessar bók- menntir duga söguhetjunum illa þegar þær fara að heimfæra þær upp á lífið sjáift líkt og riddarasögurnar Don Kíkóta forðum. En andstæðan milli furðuveraldar vísinda- skáldsagnanna og kaldranalegs vetrardags í Reykjavík, vitfirringar geimfarans og hversdagslífs venjulegs fólks framkalla áhrif sem skapa þessari litlu sögu ótvíræða sérstöðu í íslenskum sagnaskáldskap síðari ára. 18 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.