Helgarpósturinn - 24.05.1984, Síða 20

Helgarpósturinn - 24.05.1984, Síða 20
LEIKHÚS Umhverfislistaverk Stúdentaleikhúsið: OXSMÁ OXTOR í SVARTHOU Listframleiðslufyrirtækið OXSMA Það er ekki hægt að segja annað en að það hafi verið einstaklega óvenjuleg sýning sem Stúdentaleikhúsið bauð uppá á fimmtudaginn í síðustu viku. Það er reyndar ekki Stúdentaleikhúsið sjálft sem stendur fyrir þessari sýningu, heldur er það hópur sem kallar sig Listframleiðslufyrirtækið OXSMÁ. í þessum hópi eru Óskar Jónasson, Hrafnkell Sigurðsson, Axel Jóhannesson og Brynhildur Þorgeirsdóttir. Þau hafa safnað um sig ógrynni liðs, því þátttakendur og aðstandendur þessarar sýningar eru eitt- hvað í kringum 70. Allt er þetta ungt og einstaklega hresst fólk sem er reiðubúið til að leggja á sig ómælda vinnu til að gera eitthvað skemmtilegt og óvenjulegt tii að auka sjálfum sér og öðrum lífsreynslu. Nú er cdls ekki auðvelt að skilgreina sýn- ingu eins og þessa og mér er nokkuð til efs að rétt sé að kenna það við list, að minnsta kosti ekki í hefðbundnum skilningi þess orðs. En ef ég hef fengið rétt skilaboð þá er það einmitt einn tilgangursýningcirinncirað brjóta upp hefðbundinn skilning á því hvað er list og ef ég hef tekið rétt eftir kjósa aðstandendur sýningarinnar að kalla fyrir- bærið umhverfislistaverk. Hugmyndin sem byggt er á, er sú að bjóða fólki í ferðalag inn í framtíðina. Þegar komið er í anddyri Tjarnarbæjar erum við allt í einu stödd í modeme ferðaskrifstofu þar sem tekið er á móti gestum með mikilli kurteisi og útbúinn farseðill handa hverjum og einum. Síðan er gestum vísað út í portið fyrir norðan húsið þar sem tekur við eftir- líking af flugstöð. Þar eru gestir kallaðir upp og hið undarlega ferðalag hefst. Farið er um rangala að tjaldabaki þar sem margt óvænt bíður ferðalanga, uns komið er í salinn. Þar tcLka á móti gestum þegnar Svcirtholsins sem minntu mig einna helst á persónur úr Apapiánetunni. En þarna erum við sem sagt komin inní framtíðina á plánetunni OXTOR. Þar verð- um við síðan áhorfendur að skemmtun eða sjói í næturklúbb eða einhverjum slíkum stað þar sem dregnar eru fram gamlar lummur úr skemmtanaiðnaði nútímcins, al- káralegar eftirlíkingar cif gamcilkunnum skemmtiatriðum. I þessum atriðum er margt mjög skemmtilega gert, fjörlegt, óvænt og lifandi. Þátttakendur eru mjög margir og ástæðu- laust að fara að telja þá upp en miðað við að fæstir þeirra hafa komið að ráði fram á sviði áður skila þeir sínum hlut vel. Umhverfið, leikmyndin eða hvað sem á að kalla það, er með ólíkindum. Allt húsið hefur verið umskapað á hinn ævintýraleg- asta hátt og virkar vel sem umgjörð þeirrar hreyfingar, hljóða, atferlis og tónlistar sem þetta „umhverfislistaverk" samanstendur af. Sýning af þessu tagi hefur ekki verið á boðstólum hér í háa herrans tíð og ég er ekki viss um að sambærileg sýning hafi komið hér á fjalir áður. Fyrir mörgum árum tíðkuðust sýningar sem þá voru kallaðar „happening" og minna á þetta fyrirbæri en þá var víst ekki búið að finna upp orðið „umhverfislistaverk" sem kvað vera einn angi „nýlistcirinnar" sem nú fer eins og logi yfir akur. Það kann vel að vera að í þessum fyrirbær- um felist einhver vísir að nýjungum og ný- sköpun. Hér er að minnsta kosti á ferðinni ungt fólk sem er að gera eitthvað nýtt, hvað svo sem síðar kann af því að leiða. Eins og ég sagði hér að framan efast ég stórlega um listgildi sýninga eins og þessarar. Engu að síður skemmti ég mér ágætlega á þessari óvenjulegu sýningu þótt ég þori alls ekki að tryggja að það gildi um marga aðra. Ekki eru fyrirhugaðar margar sýningar á verkinu, varla nema um þessa helgi, og ættu því áhugasamir að láta strax verða af því að fara. P.s. Mælt er með frjálslegum klæðnaði með fjölbreyttum hreyfimöguleikum. „Einstaklega óvenjuleg sýning,“ segir'Gunnlaugur Astgeirsson um Oxtor í Svartholi sem Studentaleikhúsið sýnir um þessar mundir. POPP zzzzzz.. . Ultravox - Lament Hljómsveitin Ultravox sló fyrst almenni- lega í gegn með breiðskífunni Vienna, sem kom út árið 1980. Þetta var fyrsta plata þeirra eftir uppstokkun sem varð í hljóm- sveitinni, þegar John Fox hættLog í hans stað kom Midge Ure, sem tók við forystu- hlutverkinu. Lament heitir nýútkomin plata þeirra og er hún sú þriðja sem þeir senda frá sér síðan Vienna kom út. Hinar tvær voru Rage In Eden og Quartet en þær þóttu báðar standa þeirri fyrstu nokkuð að baki, þrátt fyrir að vissulega væri á þeim að finna nokkur ágæt lög. Þær voru bara ekki nógu heilsteyptar. Á Lament halda Ultravox áfram á svipaðri braut og á fyrrnefndum plötum. Lítil þróun hefur orðið í tónlist þeirra en fágunin verður þó æ meiri. Það fer mest fyrir hljómborðum í útsetn- ingum laga þeirra og þeir kunna greinilega sitt fag þar sem synthesizerar eru annars vegeir. Ég er þó þeirrar skoðunar að meiri krcift mætti fá í tónlist þeirra með aukinni notkun rafmagnsgítars og það sannast raunar á þeim fáu stöðum á Lament þar sem gítarinn kemur í gegn. Fyrir mér hljómar Lament bara eins og hver önnur Ultravoxplata. Kannski með sterkari heildcirsvip en þær tvær sem á und- an komu en annars er yf ir henni þessi allt að því tilgerðarlegi hátíðablær sem einkennt hefur hljómsveit þessa á undanfömum ár- um. Og eitt er víst að hún hefur ekki til að bera þann ferskleika sem einkenndi Vienna. CyndiLauper-She’sSo Unusual Það hefur verið mikið um það nú á um- Iiðnum árum að popptónlistarmenn hafi lit- ið aitur til sjöunda áratugarins og jafnvel gömul lög, á meðan það sem Lauper flytur er mestmegnis nýleg lög. Hún á sjálf þátt í tilurð nokkurra þeirra og elsta lagið er frá árinu 1978. Þó að lögin á plötu hennar séu mörg hver í anda gamalla rokk- og popp- laga, þá eru útsetningar nútímalegar og mikið notast við synthesizer, sem vissulega var ekki fyrir hendi fyrir tuttugu árum. Ekki er hægt að segja að plata Cyndi Lauper sé mikið tónlistarlegt afrek en þetta er samt sem áður hressileg og góð skemmtiplata og víst er hún Lauper hin ágætasta söngkona, með sína frísklegu stelpurödd. Thomas Dolby -The Flat Earth Ég undrast og undrast þó ekki að maður eins og Thomas Dolby skuli vera jafnvin- sæll og hann í rauninni er. Vissulega kann maðurinn ýmislegt fyrir sér en heldur finn- ast mér plötur hans leiðinlegar áheymar, svona á heildina litið. Maðurinn er t.d. alls ekki nógu góður lagasmiður og flest eru lög hans alltof löng og leiðigjöm. Það sem bjargar Dolby er að öll umgjörð og úrvinnsla á þessum lítilfjörlegu lögum hans er mjög góð. Hann hefur sér til lið- sinnis mjög færa hljóðfæraleikara og út- setningar em sumar hverjar nokkuð góðar. Það er greinilegt að Dolby er vel að sér í þeim möguleikum sem stúdíóið býður upp á og hljómurinn er skýr og góður. Þá tekst honum sumsstaðar vel upp í effektanotkun og þar sem þeir em, lífga þeir upp á dauð lögin. Sem söngvari er hann svona rétt miðlungi góður. Bestu lögin á The Flat Earth em, að mínu mati, Dissidents og White City, sem bæði eru hröð. öll hin lögin, utan eitt, em róleg og hryllilega svæf.. .zzzz. þess sjötta og reynt að ná fram í tónlist sinni einkennum ýmissa tónlistarstefna þess tíma. Soul-tónlistin hefur haft sterk áhrif á marga, Psychadelic-tónlist á aðra og ýmislegt annað mætti nefna. Nú upp á síð- kastið hefur verið að koma fram á sjónar- sviðið fólk sem sækir áhrif til léttustu teg- undar tónlistar fyrmefndra tímabila. Það em einkum tvær söngkonur sem hafa náð árangri með flutningi þessarar teg- undar tónlistar, en það em þær Tracey Ulman sem er bresk og Cyndi Lauper sem er bandarísk og á miklu gengi að fagna í heimalandi sínu um þessar mundir. Lauper söng áður með nýbylgjuhljómsveitinni Blue Angel, sem gaf út eina plötu á vegum Polydor, og þótti alveg bráðefnileg. Plata þessi seldist þó ekki sem skyldi og hafa margir viljað kenna útgáfufyrirtækinu um. Það er að vísu ekki margt líkt með tónlist þessara tveggja söngkvenna annað en það, að þær flytja báðar létta popptónlist, sem fyrst og fremst er flutt til þess að skemmta fólki. Ulman sækir sinn efnivið að mestu í Cyndi Lauper, söng- konan ágæta með frísklegu stelpu- röddina. 20 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.