Helgarpósturinn - 24.05.1984, Blaðsíða 21

Helgarpósturinn - 24.05.1984, Blaðsíða 21
A ímvirkjar, sem reyndar eru kallaðir rafeindavirkjar á fagmáli, íhuga nú sterklega að ganga úr séttarfélagi sínu, BSRB. Rafeinda- virkjar Pósts og síma eru í Félagi íslenskra símamanna, sem aftur er aðili að BSRB, og hefur bág stéttar- staða þeirra gert það að verkum að þeir hafa ekki getað hótað verkfalli í kaupkröfum síðustu daga heldur orðið að halda uppi skæruhemaði eins og fram kemur í viðtali HP við einn þeirra í blaðinu í dag. Undan- farna daga hafa rafeindavirkjar Pósts og síma setið á lokuðum- fundum með lögfræðingi og nokkr- um starfsmönnum ASI með það fyrir augum að segja sig úr BSRB og ganga í ASÍ. Með því vinna þeir tvennt að eigin mati - verkfallsrétt og faglegt stéttarfélag, en sveins- og meistarabréf þeirra eru einskis metin í núverandi stéttarfélagi... L listahátíð verður sett þ. 1. juní og verður opnað með miklu balli í Laugardalshöll þar sem Sin- fóníuhljómsveitin mun leika fyrir dansi framan af og spila þekkt dægurlög frá 7. og 8. áratugnum. Síðan tekur hljómsveit Gunnars Þórðarsonar við. Auk þess verður boðið upp á margísleg skemmti- atriði. Fyrirætlan ráðamanna Listahátíðar er að höfða til góð- borgaranna og gefa veislunni snobbglans með fáguðum og vönduðum atriðum. Meðal annars er krafist spariklæðnaðar, helst síðir kjólar, smóking eða kjól og hvítt. Til að koma hinum menning- arsinnuðu gallagestum á æðra plan verða bornir fram japanskir smáréttir sem Sigmar B. Hauks- son, fulltrúi í stjórn Listahátíðar, hefur valið, og boðið upp á ekta japanskt Sakí-brennivín... E Ikki er þó fullvíst að eins mik- ið verði urh dýrðir þegar Listahátíð lýkur. Fjárglöggir menn sjá fram á geysilegan tilkostnað og mörg at- riði á dagskrá hátíðarinnar sem fyrirséð er að standi ekki undir sér hvað varðar aðsókn. Því eru þær raddir byrjaðar að heyrast að nú stefni í mettap á Listahátíð og ef svo verður er víst að sterkir aðilar innan borgarstjórnar muni beita sér fyrir því að Listhátíð verði lögð niður... i s 'kuldasúpa Alþýðublaðsins mun hafa minnkað míitið á undan- förnum vikum og mánuðum. Þegar ný framkvæmdastjórn tók við blaðinu eftir áramót blasti við 10 milljón króna skuld. Nú þegar er búið að greiða 8 1/2 milljón. Eru það einkum f jársterkir flokksmenn sem gengið hafa í ábyrgð fyrir skuldabréf að upphæð 6 milljónir Þá hefur blaðið selt hlutabréf sín í Blaðaprenti er nema 12 1/2%. Rekstur Alþýðublaðsins er enn- fremur að vænkast: á síðustu tveimur mánuðum hefur hagnað- urinn af útgáfunni skilað hálfri milljón. Alþýðublaðið mun því að öllum líkindum halda áfram að koma út og gleðja landsmenn ...' ktvinnuleysi virðist meira í landinu en menn gera sér almennt grein fyrir. Nýlega auglýsti versl- unin Hljómbær eftir sendibílstjóra. 200 munu hafa sótt um starfið... ^^kðc Sdáendur meistara Hit- chcocks eiga von á góðu í Laugar- ásbíói innan tíðar. Ætlunin er að sýna þar eitt helsta snilldarverk hans: The Rear Window. Mikið Hitchcock-æði hefur að undan- förnu geysað í Bandaríkjunum eftir að nokkrar helstu myndir hans voru endurútgefnar. Þessar myndir hafa halað inn milljónir dollara á fáeinum mánuðum, og The Rear Window var ma. valin besta myndin á kvikmyndahátíðinni í New York fyrir nokkru ... u I 'ndanfarið hefur mátt líta fasteignaauglýsingar í NT en Morgunblaðið hefur hingað til eitt blaða setið að þessum kjöt- mikla auglýsingamarkaði. Ein helsta ástæða þess að fasteigna- salar fluttu hluta viðskipta sinna til annars blaðs var sú, að þeir vildu þrýsta á um betri þjónustu af hálfu Morgunblaðsins við þá. Þetta sýn- ist hafa tekist að einhverju Ieyti því viðræður milli Morgunblaðsins og fasteignasala um hærri afslátt á þessum auglýsingum munu nú hafnar. Fasteignasalar eru vongóð- ir um að fá betri kjör og Morgun- blaðið vonast til að halda í fast- eignaauglýsingar... I nýjasta hefti Atlantica má líta auglýsingu frá Gauki á Stöng á ensku. Fyrirsögn auglýsingarinnar er „The Oldest Pub in Town." Mið- að við þetta eru bjórstofurnar okk- ar allar orðnar hundgamlar og tími til kominn að opna nýja. Og þótt fyrr hefði verið ... UMFERÐARMENNING STEFNUUÓS skaljafnagefa í tæka tíð. ||UV LRÍWi Iráð gieiöii þú í tíma 1. jÚZXÍ gíldÍr hG[D.Il, haíirðugreitthannþá eða fyrr. Þá eru 500 aukavinningar dregnir út. 8. júní gildir hann aftur, SOmo0 aðnr miðar greiddir þann dag eða fyrr. Þá eru aítur dregnir út 500 aukavinningar. 17. júní gildir hann enn, emsog allir miðar greiddir þá eða fyrr. Þd verða aðalvinningarnir dregnir út. Þetta er sannkallað happaregn! Hugsanlega hefurðu þrjá vinninga í hendi þegar upp styttir þann 17. júní! Happaregn er happdrœtti Slysavamaíélags íslands. í það er ráðist til viðhalds og eílingar slysa- vama á íslandi og á öllum haísvœðum umhveríis það. AÐALVINNINGAR: 10 FIAT UNO bíll áisins '84 22 NORDMENDE myndbandstœki AUKAVINNINGAR: 400 REALTONE útvarpsviðtœki, með klukku og vekjara 400 PIRATRON tölvuúr með vekjara og raíeindareikni 200 POLAROID VTVA ljósmyndavólar 1000 vinningar alls, alvea aukaleaa. VTÐ ÞÖRFNUMST ÞÍN - HEL- ¦¦¦¦'... )STURINN 21

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.