Helgarpósturinn - 24.05.1984, Page 23

Helgarpósturinn - 24.05.1984, Page 23
Aðstöðumunur milli landsbyggðar- manna og þeirra sem búa í þéttbýlinu við Faxaflóa er afar mikill hvað varðar tæki- færi til tölvunáms. Tölvuskólarnir eru nær allir í Reykjavík og landsbyggðarmenn verða að leggja í tímafrekt og kostnaðar- samt ferðalag þangað, til þess að tileinka sér hina nýju tækni. Til þess að gefa landsbyggðarfólki kost á að kynnast tölvum og tölvunotkun mun Tölvufræðslan gera út í sumar tvo nám- skeiðahópa hringinn í kringum landið. Námskeið verða haldin á rúmlega 50 stöðum og tekur hvert þeirra 18 kennslu- stundir. Til þess að tryggja fyrsta flokks kennslu munu 2 vanir kennarar annast hvert nám- skeið og veita þeir tilsögn á úrvals tölvur: IBM-PC, Eagle, Atlantis, Apple lle og Commodore. Boðið er upp á tvö byrjendanámskeið - Grunnnámskeið á tölvur sem veitir undir- stöðuþekkingu á tölvum og tölvunotkun og BASIC þar sem forritunarmálið BASIC er kennt. Einnig mun gefast kostur á sérstökum námskeiðum í ritvinnsluforritinu Apple Writer og áætlanaforritunum Visicalc og Multiplan. Tölvurnar verða sífellt mikilvægari þátt- ur í frumatvinnuvegum þjóðarinnar og því verður á námskeiðunum lögð sérstök áhersla á notkun tölvutækninnar í at- vinnulífi íslendinga. Námskeiðagjald eraðeins kr. 2.500.-. Til þess að efla hag fatlaðra hefur Tölvufræðslan ákveðið að bjóða fötluðu fólki ókeypis aðgang að öllum þessum námskeiðum. Mennt er máttur. Notið tækifærið og komið átölvunámskeið. Kennarar og tækjabúnaöur Tölvufræðslunnar sem fer út á landsbyggðina í sumar. Talið frá vinstri: Kristín Steinarsdóttir kennari, Jóhann Fannberg verkfraeðingur, Gylfi Gunnarsson kennari, Grímur Friðgeirsson tæknifræðingur. n TOLVUFRÆÐSLAN s/f Armúla 36, Reykjavík. S. 86790 og 687590. m i m t nr ~ i ^ - n w m m m in m ir m nr m m w ~ m HELGARPÓSTURINN 23

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.