Helgarpósturinn - 24.05.1984, Blaðsíða 24

Helgarpósturinn - 24.05.1984, Blaðsíða 24
hveBÖ rt«Ð£& Ef ég væri að skrifa ferðabækl- ing, gæti ég auðveldlega sagt um Hverfisgötu að hún væri heill heimur út af fyrir sig. Þetta eru í rauninni ekki ýkjur. Gatan býður upp á ótrúlegan fjölbreytileika hvað starfsemi víðvíkur. En samt... Fólk virðist ekki taka svo mjög eftir þessu. A i vísu er þarna Þjóðleikhús, eins og allir vita. Og Landsbóka- safn, fallegt hús og gamalt. líka Hagstofa og sendiráð, og hægt er að drekka bjórlíki í einu húsi þarna. Svo er verið að skera niður manntakerfið í einu húsi við Hverf- isgötuna, á sama tíma og flottræfl- ar eyða þúsundum í hreindýra- steik og heilsoðinn krabba á ein- hverjum ffnasta veitingastað sem rekinn er hérlendis,nánast í kjall- aranum í ráðuneyti Ragnhildar. En litróf Hverlisgötu er marg- brotnara en þetta: Fangageymslur, flokksmiðstöð, safnaðarheimili sértrúarhóps, líkamsrækt og sæl- gætisgerð. Söngskóli, gömul gas- stöð, billjardstofa, bíó og gæludýra- verslun, en enginn banki. Þá má nefna tvær ræðismannsskrifstofur, fjórar fornbókaverslanir, antikbúð og löggustöð. Líka hjólreiðaverk- stæði, ferðaskrifstofu, listaverka- viðgerð, skrifstofu stéttarfélags, læknastofur og svo náttúrlega vídeóleigu ef mönnum leiðist. Og þarna er einnig bleikasta hús í bænum, hjá Báru. Hverfisgatan er tólf hundruð metra löng, en þar er aðeins ein sjoppulúga að stinga kollinum innum á kvöldin. Og þetta er aðeins fátt eitt. Skrít- ið, en um miðbik þessarar götu er að finna hið minnsta fimm litlar matvörubúðír. Og þær eru eigin- lega allar eins, þegar inn er komið. Þetta eru svona fimmtán fermetra dimmar holur og í að minnsta kosti þremur þeirra afgreiða mann sköllóttir, rosknir karlmenn. Mað- ur skyldi ætla að á þessum stutta kafla Hverfisgötunnar væri gríðar- leg samkeppni milli þessara kaupamanna. En svo er nú ekki, segja þeir mér sjálfir: „Salan er að vísu róleg, en hver okkar hefur sína föstu kúnna sem hafa elst með okkur hérna innanum matvöruhili- urnar." I stað samkeppninnar virð- ast þessir kaupmenn gjarnir á að sérhæfa sig í vöruboði. Til dæmis hefur einn þarna ofboðslegt úrval af allra handa niðursuðuvörum, á meðan annar státar af troðfullum glugga af alla vega harðfiski. Mér er reyndar sagt að sú búð, hjá honum Ægi, sé Reykjavíkurbúða fremst að þessu leyti. Já hugsið ykkur; Hverfisgatan er Mekka harðfiskunnandans ofan á allt annað. eftir Sigmund Erni Rúnarsson . myndJimSmart Hverfisgata er furðuleg. Sterkt til orða tekið má líkja henni viðstóra graftarbólu á annars fríðu andliti miðborgarinnar. Flestum þykir hún Ijót, fáum allt í lagi, engum falleg. Það eru til menn sem forðast hana. Þetta er bakgarður dýrðarinnar og olnbogabarn Laugavegar eins og menn komast að orði seinna í þessari dœmalausu grein. Því er hún skrifuð, að nú er tekið að sumra og menn rýna í það sem í umhverfi þeirra má betur fara. Og Hverfisgatan erþar ábyggilega inni í mynd- inni. Reyndar er útlit götunnar ekkiþað eina sem er einkennilegt við hana. Það sannar þessi grein. Og þetta líka: Hverfisgata hefur aldrei orðið skáldum að yrkisefni. A ilnii ínars er þetta furðulegasti samsetningur stofnana, verslana, íbúða og afþreyingarstöðva Það er til dæmis ekki lítið undarlegt að einmitt við Hverfisgötu - mestu umferðargötu borgarinnar miðað við bílpláss — skuli vera rekinn mesti söngskólinn á öllu suðvest- urhorninu. Skyldu ekki skrítnir söngvarar vera burtskráðir frá þeirri skóla? Eða hafa þeir náð að aðlaga söngstíl sinn síbylju um- ferðarinnar, sem stöðugt rennur framhjá? Skólastjóri söngskólans í Reykjavík, hann GarðarCortes, fær að svara þessum áleitnu spuming- um: Hann hlær nú reyndar fyrst, en svarar svo: ,JÞótt undarlegt megi virðast er mjög þægilegt að kenna söng hérna. Það stafar hreinlega af því að húsið okkar er svo vel byggt og velhljóðeinangrað. Suðið frá traffíkinni nær ekki inn. Þetta þökkum við Norsurunum sem lög- uðu húsið heilmikið, þegar þeir ráku sendiráðið sitt hérna um tíma." Garðar segist ekki minnast þess að nemendur hafi farið tiltakan- lega út af laginu, til dæmis á meðan stórum steypubíl hafi verið ekið framhjá á fullu. „Það væri miklu frekar að við trufluðum bílaum- ferðina þar sem við erum svo oft uppi á háa c-inu. Nei, ég held að ekkert okkar hafi valdið árekstri, hingað til að minnsta kosti." Annars fullyrðir Garðar að um- ferðin um Hverfisgötuna hafi auk- ist gífurlega á allra síðustu árum, einkanlega eftir að Regnboginn kom til sögunnar og síðan Pöbb- inn. „Ég get bara nefnt parkeríngs- kúltúrinn sem eitt dæmi í þessu sambandi, en hann er orðinn hroðalegur. Hér er næstum því lagt inn í garða ef því verður við komið. Og oftar en ekki leggja menn bílum sínum þétt upp að hliðum við inn- ganga húsa. Eg var nú kannski ekki manna bestur í þessum efnum fyrst eftir að við fluttum hingað", játar Garðar og heldur áfram:,Já, ég lagði oft upp á gangstéttina. En nú hefur umferðin bara aukist svo rosalega mikið að það er ekki leng- ur orðið pláss fyrir skólastjórann að leggja ólöglega." o skar Ólafsson yfirlög- regluþjónnvinnureins og Garðar við Hverfisgötuna, en er að eigin sögn orðinn næsta uppgefinn á mönnum eins og honum sem leggja bíl sínum á vafasömum stöðum.„Frásjónarhorni umferðar- innar er Hverfisgatan algjör hryll- ingur", segír Óskar og dæsir. ,3íla- lagnir við götuna eru með því al- versta sem þekkist í borginni og þótt víðar væri leitað. Þetta er sí- felldur höfuðverkur, enda eru öku- menn alltaf að stuða hver annan á þessum slóðum." Óskar vill breyta þessu, en veit ekki alveg hvernig. Hann segir að tvístefna sé kannski lausnin. „Það er nú huggun fyrir hann Óskar að það er tvístefna á litlum spotta fyrir framan vinnustað hans á Hverfisgötunni", segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, fulltrúi gatnamála- stjóra, meira í gamni en alvöru. En að gamni slepptu segir Ásgeir al- vörugefinn: „I mínum huga hefur Hverfisgatan ætíð verið olnboga- barn Laugavegarins. Tökum mig sem dæmi; ég get bara ekki hugsað mér að labba Hverfisgötuna öðru- vísi en mjög þunglyndur. Gatan býður hreinlega upp á það, á með- an Laugavegurinn ber með sér líf og yndi. Það er svo margt drauga- legt við Hverfisgötu", heldur full- trúi gatnamálastjóra áfram. Hann færir rök fyrir þeirri fullyrðingu sinni með því að segja mér dag- sanna Hverfisgötusögu, sem henti hann fyrir allnokkru þegar hann var að vinna við götumerkingar á mótum Hverfisgötu og Frakka- stígs. Ásgeir segir: „Þessi saga er reyndar merkilegt íhugunarefni, en hún er á þá leið að sem ég er að vinna þarna seinnipart dags við mérkingarnar, þá sé ég hvar rosk- inn maður nálgast mig og er þarna þá kominn gamall kunningi minn. Eg vissi að hann hafði átt við mikil veikindi að stríða, og þegar þetta gerðist átti hann reyndar ekki langt eftir, krabbinn fór með hann. En ég spyr manninn þarna hversvegna hann geri sér leið um Hverfisgötu, þessa þungbúnu götu, í stað þess að njóta dásemda Laugavegarins. Hann svarar mér með þessum orð- um: „Ég er nú líkamlega kominn út úr fúnkskjón, Ásgeir minn, og þess- vegna vil ég læðast um Hverfisgöt- una. Hún samrýmist heilsufari mínu." v V íst íst er að fleirum þykir Hverf- isgatan drungaleg. Hún er fráleitt augnayndi. Menn segja hana skuggalega, jafnvel „glæpsamlega útlits", eins og einn vegfarandi komst að orði við mig þegar ég fetaði götuna um daginn. Margar löggur sem ég ræddi við um Hverfisgötuna voru reyndar ekki frá því að þetta „glæpsam- lega" væri lýsingarorð sem ætti við götuna. ,31essaður vertu, maður er alltaf að lenda í einhverju á Hverfisgötunni", sagði mér til dæmis ein lögga. Hann sagði enn- fremur að borginni væri skipt nið- ur í ákveðin hverfi sem síðan einn löggubíll gætti. „Hverfi 1-3 er nán- ast Hverfisgatan ein, að vísu Laugavegur með, en álagið á áhöfninni sem þarna fer um er alla jafna það mesta sem þekkist í borginni." Önnur háttsettari lögga tók vægar til orða: ,JÞað eru aðrar götur allt eins slæmar og Hverfis- gatan, en fyrst þú tekur hana sér- staklega út úr kortinu, já, þá er því nú ekki að neita að talsvert mikið af okkar málum varða hana." Fyrr- verandi rannsóknarlögreglumaður sagði mér að engin könnun hefði verið gerð á tíðni glæpa eftir hverf- um, „en", bætti hann við, „ég man eftir talsvert mörgum dæmum um ryskingar í heimahúsum í þessari götu. Eg legg hinsvegar ekkert mat á hvort það er meira en gerist ann- arsstaðar. Þú mátt þó hafa eftir mér að það er ekki minna." Sami rannsóknarlögreglumaður sagðist minnast tveggja mann- drápa sem framin hefðu verið í húsum við Hverfisgötú, fleiri en einni nauðgun og einu sinni hefði uppgötvast lítil hassdreifingarstöð í kjallaraíbúð við götuna. En við skulum ekki vera að velta þessari hlið Hverfisgötu um of fyrir okkur. Maður verður niðurdreg- inn. Hefjum okkur frekar upp í hina áttina, til skýjanna, og leyfum órunum að komast að. Við skulum spyrja; hvað væri Hverfisgatan ef hún þjónaði sínu hlutverki annars- staðar en í Reykjavík, nefnum sem dæmi evrópska stórborg. ,J?á finnst mér að Hverfisgata gæti verið svona bakgarður vel- sæmisins", sagði mér hugmynda- glaður starfsmaður í yerslun við götuna. Og bætti við: „Væri Hverf- isgatan í evrópskri stórborg, væri hún miðstöð klámsins. Þar væru þá pútnahús, mikið af vafasömum verslunum, billjardstofur og bjór- krár á hverju horni. Þessi gata býr nefnilega við sama afskiptaleysi borgaryfirvalda og Herbertstrasse gerir í Hamborg, Bahnhof Zoo í Berlín og Istedgade gerði til langs tíma í Kaupmannahöfn. Allar þess- ar götur, Hverfisgatan meðtalin, hafa orðið útundan í kerfinu. Eini munurinn er sá að klám er bara ekki leyftálslandi!" E, ln í guðanna bænum; við skulum hraða okkur aftur niður á jörðina. Að vísu má við ofangreint bæta að ég hitti starfsmann danska sendiráðsins við Hverfisgötu þar sem hann var að undirbúa garðinn sinn fyrir sumarið, og ég spurði hann álits á þessari samlíkingu við Istedgade. Hann taldi hana vafa- sama, en aðspurður um ástand og útlit götunnar sagði hann hins veg- ar að Reykvíkingum væri hún varla til sóma. Eða eins og mig minnir hann hafa sagt orðrétt: „Det er klart nok, ikke en pæn gade!" En afhverju segir danskurinn þetta? Hversvegna er Hverfisgatan svona lítið falleg eins og fleiri en hann vilja meina? Gatan ætti að tilheyra miðborg Reykjavíkur og ætti að samræmast því hvað útlit snertir, en gerir það bara ekki! Það eru til skýringar á þessu. Og þær eru einkum tvær. Annarsvegar hefur alltaf verið litið á Hverfisgöt- una sem umferðargötu fyrst og síðast. Sem slík hefur hún lengi verið mikið vandamál vegna þess að menn hafa ekki komið sér sam- an um hvernig og hvort eigi að breyta henni svo hún geti betur þjónað traffíkhlutverki sínu. Hin skýringin er samtvinnuð þessari, en það er sú staðreynd að skipu- lagsleysi hefur ætíð loðað við göt- una. Einu sinni átti til dæmis að gera hana að f jórstefnugötu og rífa einfaldlega alla husalengjuna eins og hún lagði sig, norðan megin. Frá því var svo horfið, en til komu aðr- ar hugmyndir og enn aðrar. Allt eru

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.