Helgarpósturinn - 24.05.1984, Blaðsíða 25

Helgarpósturinn - 24.05.1984, Blaðsíða 25
Það er svo margt draugalegt við götuna - hún er glæpsamleg útlits- Mekka harðfiskunnandans-Gat- an samrýmist heilsufari mínu - Löggan segir þar allt- af eitthvað vera að gerast - Þá væri þetta klámgata - Klart nok ikke en pæn gade- Engin íbúð dæmd ónot- hæf ennþá - Þær voru 20% verðminni - Kennslubók- ardæmi um verstu brunaaðstæður - Umferðin alltaf veríð strembin í eyra - Skólastjórinn getur ekkí leng- ur lagt ólöglega - Tóif þúsund bílar á dag - Útkeyrslu- kenningin - Á söngskólinn eftír að valda árekstri? þetta aðeins hugmyndir, en'ekki framkvæmdir. Það er af þessum sökum sem menn hafa verið dræmir á að fjárfesta í húsum göt- unnar, og þá kemur hitt í kjölfarið að núverandi eigendur húsa hafa trassað að gera hús sín upp, því allt eins má búast við því að þau verði fyrir ef einhver framtíðarhug- myndanna verður framkvæmd. H Lverfisgatan hefur liðið fyrir afskiptaleysi borgaryfirvalda. Það er ekki að ástæðulausu sem veg- farendur líta þar hús í niðurníðslu, sum hver jafnvel að falli komin. Fulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti borg- arinnar sagði í þessu sambandi: „Það sem er mjög einkennandi fyrir Hverfisgötuna er hve hlutfallslega fá gömul hús hafa verið gerð upp miðað við það sem þekkist annars- staðar í miðborginni. i fljótu bragði man ég reyndar ekki eftir neinu gömlu húsi við götuna, og þau eru fjölmörg, sem haldið er við svo glæsilegt megi teljast. Sum af þess- um húsum eru bölvaðir kofar, og ég veit um afskaplega lélegar íbúð- ir þarna, sérstaklega í kjöllurum og á hanabjálkum. Samt hefur engin þeirra verið dæmd óíbúðarhæf af okkar hálfu, enn sem komið er". Heilbrigðisfulltrúinn heldur áfram: „Menn taka svo kannski ekki eftir því þegar þeir flengjast eftir götunni, en þarna er mjög mikið um óhrein hús og ilia eða ekki máluð. Það er kannski ekki svo undrunarvert, því húsin standa garðlaus, þétt upp að um- ferðinni, sem eys yfir þau aur bæði dag og nótt." En hvað kosta þessi hús? spyr kannski einhver. Svarið má finna víða á sjálfri Hverfisgötunni því þar eru að minnsta kosti fjórar fast- eignasölur. Maður hjá einni þeirra fræddi mig á því að almenningur væri ekki sólginn í það að búa í húsum neðan Laugavegar. „En hvað Hverfisgötuna eina varðar, má segja að hús eru þar misjöfn og þar með mismunandi dýr. Hún er allt frá sæmilegustu íbúðum niður í þær sem þarf að gera mikið við, og þær íbúðir eru líka til héma sem verða að teljast nær ónýtar og verðlausar ef ekkert er við þær gert." Þessi fasteignasali sagði að al- mennt álitið væru íbúðir við Hverfisgötuna um tuttugu pró- sentum ódýrari en íbúðir í svipuðu standi í öðrum hverfum. „Það er umhverfið, óvissan um framtíð götunnar og almennt skipulags- leysi á þessu svæði sem lækkar verðið svona." Annar fasteignasali svaraði þessu stutt og laggott: ,3umir óttast Hverfisgötuna, aðrir treysta sér ekki til að búa með þessari traffík sem þarna er, og fyrir enn aðra er Hverfisgatan ein- faldlega ekki nógu fín." Og þeir eru líka til sem fullyrða að lítið megi út af bera til þess að Hverfisgata fuðri upp á stórum parti! Hvað segir slökkviliðið um það? „Jú, það eru vissar byggingar sem við óttumst mjög um. Þarna eru víða þurrar timburhúsalengjur sem geta fuðrað upp á stuttum tíma í hagstæðri vindátt. En til þess að skelfa fólk ekki um of, get ég nefnt að við í slökkviliðinu erum með mjög nákvæmt plan um það hvernig bregðast á við bruna í göt- unni. Það gengur fyrst og fremst út á það að bjarga fólkinu." Slökkvi- liðsmaðurinn nefndi sérstaklega eitt hús við Hverfisgötuna, sem í rauninni væri hættulegasta hús í Reykjavík hvað eld varðaði. „ Það er Bjarnarborgin. Hún er nú reynd- ar liður í kennslu allra nýliða hjá okkur. Hún er svo hættuleg að allir ungliðar fá þar verklega kennslu við það sem kalla má verstu aðstæð- ur." Þ> að búa 488 einstaklingar við Hverfisgötuna samkvæmt síðasta manntali. Hagstofan segir litla hreyfingu vera á þessum íbúa- fjölda. Til samanburðar má geta þess að Laugavegurinn hefur enn vinninginn yfir Hverfisgötuna, með 495 íbúa. Mörgum kann að virðast það skrítið, en gatan sem þessi grein fjallar um, er með fjölmenn- ustu götum í borginni. Er hægt að spyrja hverskonar fólk býr við Hverfisgötu? Varla, en þó frétti skrifari þessa pistils af kenningu þar að lútandi. Höfundur hennar er Baldur Kristjánsson, prestur Óháða safnaðarins í Reykjavík. Hann bjó sjálfur við þessa götu um nokkurt skeið. Hann segir mér að skipta megi öll- um borgum eftir því sem hann kall- ar innkeyrsluhverfi í miðkjama þeirra annarsvegar og hinsvegar útkeyrsluhverfi þeirra. Merkja megi, segir hann, að fólk af ólíkum stigum þjóðfélagsins búi í hvorum hluta fyrir sig. Baldur segir: „Hverf- isgatan er dæmigert útkeyrslu- hverfi í miðbæ borgar. Rétt eins og þekktist á hliðstæðum stöðum annarra borga, er húsakostur í þessari útkeyrslu yfirleitt lélegur og illa við haldið. Mikill reykur og mengun einkennir svæðið. í stuttu máli sagt: þetta er afskiptalaust hverfi og útundan, þrátt fyrir ná- vist sína við miðborgina. Hverfis- gatan er einskonar bakgarður dýrðarinnar. Aðkoman í mið- bæjarkjarna Reykjavíkur er aftur á móti glæsilegri rétt eins og í öllum öðrum borgum. Fjármagn og öll verslun sækir í innkeyrsluna og þar búa því frekar þeir sem betur mega sín. Megintilhneigingin, hvað varðar íbúa í útkeyrslum, er hins- vegar sú að þar sitja þeir eftir sem einhverra hluta vegna komast ekki í burtu. Þetta er þá til dæmis fólk, sem hefur ekki efni á að flytja í fínni hverfi." Baldur vill ekki endilega kalla þetta kenningu, miklu fremur séu þetta bollaleggingar út frá því sem augað sá þegar hann bjó við Hverf- isgötu. L leifur Asgeirsson, 81 árs gamall prófessor í stærðfræði, er einn þeirra íbúa Hverfisgötu sem hafa „setið eftir." Hann hefur búið á Hverfisgötu 53 í fjóra áratugi og hefur margt um götuna sína að segja. Hann segist ekki gefinn fyrir að taka undir þessa kenningu Baldurs, heldur telur að þrátt fyrir nær algjört skipulagsleysi hafi Hverfisgatan á sér vissan sjarma. En líka sé hún ljót á vissum stöð- um. Það stafi af því að flestir hús- eigendurnir haf i ekki þorað að vera neitt að lappa upp á húsin sín, því svo óvíst liafi alltaf verið um fram- tíð götunnar. Það sjónarmið hafi líka ríkt að öll gömlu húsin við göt- una ættu að ganga sér til húðar og þá loks mætti byggja nýtt. En Leifi finnst það ekki æskílegt. „011 mín Reykjavíkurár hef ég átt heimili við Hverfisgötuna, og tel mig því orðið kannast dável við hana", segir Leifur. „Því er ekki að neita að það er einn ægilegur galli við hana, sem er umferðin. Hún er alltaf bæði þung og strembin í eyra. Ekki sljákkaði í hávaðanum eftir að þeir tróðu bíói hingað og nú síðast bjórstofu, án þess að hugsa nokk- uð um bílastæði. Æ já, lætin eru langt fram á nótt. Ég er nú svefn- styggur að upplagi en þykist þó hafa getað aðlagað mig dyninum allsæmilega. Að minnsta kosti hef- ur það hent mann að hrökkva upp með andfælum að nóttu til, þegar það furðulega hefur gerst, að ekk- ert hljóð heyrist utan af götunni." Leifur nefndi síðan tvo kosti við það að hafa búið á Hverfisgötu 53 þennan helming ævi sinnar: „Ná- lægðin við miðbæinn er kostur, og svo get ég sagt þér að það er sæmi- lega veðragott hérna um miðbik Hverfisgötunnar." H Lverfisgata. Hún er ekki fyrir augað eða manneskjuna í heild sinni. Það hefur víst aldrei verið ætlunin. Þetta er olnbogabam Laugavegar og bakgarður dýrðar- innar eins og menn hafa réttilega bent á hér að framan. Gatan þjónar bifreiðinni af heilindum, sem sést kannski best á því að hana aka að meðaltali tólf þúsund bílar ásólar- hring og allt að tólfhundruð bara í hádeginu. Laugavegur kemst rétt í hálfkvisti við hana að bílaumferð. Þar hefur Hverfisgatan loks vinn- inginn. En sá vinningur er ekki lítið mengaður af útblæstri... Þetta í lokin: Það tók mig 1392 skref að ganga Hverfisgötuna end- anna á milli. Gatan reyndist góður göngutúr, sem í mínu tilfelli varaði í þrettán mínútur og fjörutíu sek- úndur.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.