Helgarpósturinn - 21.06.1984, Blaðsíða 3

Helgarpósturinn - 21.06.1984, Blaðsíða 3
Þaö var margt um manninn viö opnun hins nýja list- gallerís, Gallerí Borg, sem hleypt var af hlunnum í síðustu viku. Eigendureru ýmsir þekktir borgarar hér í bæ: Arnmundur Backman lögfræðingur, Gísli B. Björnsson auglýsinga- teiknari, RagnarÁrnason lektor, Sigurmar Albertsson lögfræöingurog Þórður Vigfússon hagrekstrarráö- gjafi. „Undirritaöurersvo stjórnarformaður hlutafé- lagsins og starfsmaöur aallerísins ásamt Eddu Oskarsdóttur myndlistar- manni,“ segir Úlfar Þor- móðsson í stuttu spjalli við blaðamann HP. — Hvað kemur til að þessir menn sameinast um rekstur listgallerís? „Það eru nú ýmsar ástæður fyrir því. Fyrst og frerþst þó sameiginlegur áhugi okkar allra á listum,“ svarar Úlfar, og bætir því við að Gallerí Borg sé ætlað að bæta úr því ófremdarástandi sem ríki ef menn vilji nálgast listmuni eða grafísk mynd- verk, því þá þurfi annaðhvort að bíða eftir einstökum sýn- ingum eða hjóla milli stofa myndlistarmanna víðsvegar um bæinn. „Þetta á að verða alls- herjar sýninga- og lista- miðstöð sem starfar stöðugt árið um kring og ef ætlunar- verkið tekst reynum við að hafa sem mestan breytileika á öllu, kannski ekki alveg frá degi til dags, en þó þannig að menn þurfi að fylgjast virki- lega vel með svo þeir missi ekki af neinu.“ Þarna fer fram hin fjöl- breyttasta starfsemi; listsýn- ingar, sala listmuna, mál- verka, skúlptúra o.s.frv. í tví- skiptum sal, og m.a. verður þar bókahorn með ritum um listir og listamenn. „Við erum einnig með uppboðsheimild sem við setjum af stað þegar við höf- um liðkast í gang,“ segir Úlfar. — Þú vasast í ýmsu; tíma- ritaútgáfu, bókaskrifum og nú þessu... „Ég veit raunar aldrei hvenær ég hef fastbundið mig í fullt starf, en ætli ég verði ekki svo upptekinn af þessu á næstunni að menn ættu að geta verið rólegir næstu vikurnar a.m.k.“ Hann segist þó ekki vita nema hann taki til við fleiri hluti þegar þetta er allt komið vel af stað. „Þá geta menn aftur farið að vara sig. Það verður að hafa litskrúð í tilverunni." Frá opnunargleðinni: Björn Br. Björnsson, fyrrum félagi í Spegilsævintýrinu, samgleðst Úlfari. Litskrúð í tilverunni I salarkynnum Gallerís Borgarfer fram fjölþætt listastarfsemi. Af kiljum og vætusumri Skyldi kiljuvertíðin ekki vera tekin að blómstra, hugsuðum við Jim með okkur um leið og við skutumst inn í Bókahúsið við Laugaveginn einn dæmi- gerðan vætudag nú í vikunni. „Jú, þaðeykstalltaf sala á erlendum pocketbókum yfir sumarið, og núorðið er einn- ig mikið lesið af þeim í skammdeginu," segir Daníel Pétursson, einn eigend- anna. „Það er orðið svo algengt að fólk, a.m.k. undir fimmtugu, lesi bækurá erlendum málum að sala er orðin nokkuð mikil yfir ailt árið. Ég á orðið vissa kúnna sem koma hér oft og kaupa kannski allt uppí sjö bækur í einu.“ Daníel segir okkur að fólk vilji lesa bækur af öllu hugsanlegu tagi. Hryllings- sögur, spennusögur og svo að sjálfsögðu allar erlendu metsölubækurnar sem eru á topplistum og margir virðast fylgjast mjög vei með. „Fæstirlíta þóviðinn- bundnum bókum, heldur bíða flestir eftir því að þær komi í vasabroti, enda mun ódýrara," segir Daníel. hampar nokkrum verðlaunahöfundum sem hann segir seljast grimmt þessa dagana: Godplayer eftir Robin Cook, The name of the Rose eftir UmbertoEco og Ancient Evenings hans Normans Mailer. Þáer Murder in the Smithsonian eftirMargaretTruman, dóttur Harrys, mjög vinsæl núna. Sama má segja um Crossing eftir Daniel Steel. Ævisögur merkismanna eru ævinlegar vinsælar. Nú vilja allir lesa um lífshlaup bandarísku leikkonunnar Shirley MacLaine, í bók hennar Out on a limb. David Niven bækurnar hafa alltaf selst vel og svo hefur bók um Michael Jackson tekist að tollaá lista í mánuð. Kvikmyndasögur dafna bærilega, og Daníel sýnir okkureina þáhelstu: Indiana Jones and the temple of doom, sem Steven Spielberg kvikmyndaði á sínum tíma. Að ógleymdum öllum heilsu- bókunum, af öllum tegundum og gerðum. „Þær hafa alveg slegið í gegn,“ segir Daníel að lokum, en við Jim brettum upp jakkaboðungana og höldum út í rigningar- beljandann. Er æskan utangarðs í Reykjavík? „Nei, það held ég nú ekki. Það er ekki hægt að segja almennt um æskuna að hún sé utangarðs, en þó er alveg Ijóst að til eru unglingar sem eru það.“ — Nú er enn ein Þjóðhátíðin nýafstaðin og sumir tala um yfirgnæfandi drykkjuskap og ólæti ungling- anna. Aðrir kenna skipulagningu um, ekki hafi tekist að ráða við fjöldann... „Ég hef ákveðnar meiningar í því máli. Það varð Ijóst strax um kvöldið þegar unglingarnir söfnuðust að höll- inni, að miðasalaog dyraverðirönnuðu ekkiöllum þess- um mannfjölda. En ég get fullyrt að bæði innan dyra og á eftir skemmt- unina var ekki um nein almenn ólæti að ræða. Ég sá þetta sjálfur því ég var þarna allan tímann, og fram til klukkan fimm um nóttina." — Mátti ekki búast við þessum f jölda? „Jú, það er sennilega rétt, og það má kannski segja að þeim sem að þessu stóðu hafi orðið á smá mistök, en ég verð þá að segja einsog er að bæði mig og fleiri sem að þessu stóðu renndi ekki grun í að þvílíkur fjöldi kæmi þarna saman. Þetta var á sunnudagskvöldi svo við bjuggumst ekki við þessu.“ — Hvernig er Æskulýðsráð í stakk búið til að sinna unglingunum? „Við erum kannski ekki svo illa búnir til þess. Við erum með 5 félagsmiðstöðvar og njótum svo fjárveitinga úr borgarsjóði. Það eru ákveðin aldursmörk í félagsmið- stöðvunum, lágmarkiðer 13áren þóerljóst aðviönáum ekki til unglinga sem komnir eru yfir 17 ára aldurinn. Ég vil þó minna á að það eru líka aðrir aðilar sem sinna málefnum unglinga, s.s. íþróttahreyfingin, þótt það vilji oft geymast í umfjöllun f jölmiðla og þar oft lítið um annað rætt en hverjir skori mörk.“ — Þú nefnir takmörk í Félagsmiðstöðvunum. Ýmsir hafa gagnrýnt að unglingunum sé meinað að hafa þar áfengi um hönd, og jafnvel reykja,- þetta fæli krakkana aðeins út á göturnar. „Það er að vísu ekki algert reykingabann, en skv. lögum um reykingavarnir, sem taka gildi um næstu ára- mót, verður algerlega bannað að reykja í félagsmið- stöðvunum og við verðum að sjálfsögðu að fylgja þeim lögum eftir. Ég er þó þeirrar skoðunar að þetta sé mjög tvíeggjað og erfitt geti reynst að framfylgja þessum lög- um. Það hefði verið ráðlegra að auka fjármagn til aug- lýsinga og annarrar fyrirbyggjandi starfsemi. Þetta auð- veldar okkur ekki að ná til unglinganna." — Höfð hafa verið uppi mótmæli gegn aðstöðu- leysi unglinga að undanförnu. Eru engar úrbætur á döfinni? „Við höfum verið með eitt verk mikið til umræðu und- anfarið og það er að reyna að koma upp einhverskonar húsnæði, eða afdrepi fyrir unglinga í miðbænum. Eitt- hvað í líkingu við það sem á Norðurlöndunum kallast „húsið". Þetta yrði ekki skemmtistaður, heldur staður þar sem hægt væri að dvelja, hlusta á músík og þess háttar. Þetta er mjög brýnt og væri fyrirbyggjandi að- gerð. Okkur hefur þó verið neitað um fjáveitingu til þess, en höfðum óskað eftir samstarfi við Félagsmálastofnun. Hinsvegar höfum við fengið samþykkt í atvinnumála- nefnd og borgarráði að gera tilraun til að leysa úr atvinnuvanda unglinga sem eru orðnir of gamlir til að vera í unglingavinnunni. Þetta verður gert með hópi unglinga sem tekur að sér verk fyrir stofnanir og fyrir- tæki. Þetta verður reynt út frá Félagsmiðstöðinni í Tóna- bæ í sumar. — í síðasta HP var umfjöllun um utangarðsung- linga í Reykjavík, og þar kom m.a. fram að 40-60 ungmenni væru alveg utangarðs og í slæmu ástandi. A.m.k. 250-300 einnig hætt komin... „Þetta eru hrikalegar tölur, og fyrri töluna rengi ég ekki. Ég hef heyrt um alveg ótrulega ungtfólk sem hvergi á höfði sínu að halla. Það hefur verið rætt og er brýnt að koma upp einhverskonar neyðarathvarfi." — Er þetta ekki alltaf sami vandinn gegnum árin, eða hefur hann aukist í seinni tíð? „Þetta er öðruvísi vandamál en var t.d. fyrir tíu árum. Eiturlyfjanotkunin hefur aukist og aldurinn færst neðar. -ÓF. Aðstöðuleysi unglinga og ýmis æskuvandamál hafa verið nokkuð til umræðu undanfarið. Nú síðast er þátttaka þeirra í þjóðhátíðahöldunum kynnt lesendum sumra fréttablaðanna með stríðsletursfyrirsögnum. HP ræddi við Ómar Einarsson, framkvæmdastjóraÆskulýðsráðs Reykjavíkur, um þessi mál. Hér er sýnishorn af því. HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.