Helgarpósturinn - 21.06.1984, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 21.06.1984, Blaðsíða 4
4 m® mm wm *'&**** Tilkynninga- skylda sjónvarpsins ☆ ,,Það hefur orðið mikil breyt- ing á frágangi blaða hér á síðustu tíu árum, eða raunar allt frá 1970, sérstaklega þó tímaritunum, en einnig nokkrum dagblöðum. Það er komin viss samkeppni í hvernig blöðin eru matreidd ofaní lesendur og viss blöð leggja sérstaka áherslu á þetta.“ Það er Guðjón Svein- björnsson, útlitsteiknari tíma- ritsins Storðar, sem hefur orðið. Athygli hefur vakið hversu mikið er lagt upp úr glæsi- legum frágangi þess og viö vildum forvitnast örlítið um manninn bak við útlitið. „Við vinnum þetta mikið saman ég og Ijósmyndarinn okkar, Páll Stefánsson, og hann hefur ásamt ritstjóran- um, Haraldi J. Hamar, mest með myndavalið að gera,“ segir Guðjón og vill hampa sínum hlut sem minnst. Storð hefur nú komið út fjórum sinnum og ég spyr um tilgang útgáfunnar. „Það hefur verið lögð áhersla á að þetta yrði blað sem menn gætu átt og haldið til haga. Eflaust er dýrt að leggja svona mikið í frágang- inn og ég reikna ekki með að það geti orðið mjög mikill markaður fyrir svona blöð,“ segir Guðjón. Hann vinnur nú einnig við útlitsteiknun tímaritanna lceland Reviewog Atlantica sem er eingöngu dreift í flugvélar í utanlands- flugi. Áður var hann layout- maður á Þjóðviljanum og kveðst nokkuð hafa átt við tímarit og bækur. „Aðstæðurhafa líka gjörbreyst, prentun blaða batnað og með tilkomu sér- stakra útlitsteiknara hefur þetta stórbatnað. - Er þetta orðin listgrein? „Ljósmyndun er tvímæla- laust listgrein, en ég vil ekki taka svo djúpt í árinni að segja það um þetta. Einhverntíma var þó talað um prentlist. Hefur það ekki verið sagt um Guðbrandsbiblíu?" segir Guðjón hlæjandi.^ HELGARPÓSTURINN „Þessi þáttur þjónar sama tiigangi og dagbækur dag- blaðanna. Þetta eru tilkynn- ingar um það helsta sem geriát í listum og menningarlífi,“ segir Karl Sigtryggsson umsjónarmaður þáttarins Á döfinni, sem prýtt hefur helgardagskrá sjónvarpsins langa hríð. Við Jim litum við í Sjónvarpinu á föstudag í fyrri viku þegar verið var að taka upp þennan einstæða dag- skrárlið og spurðum hann nánar út í þetta. „Nei, ég tel þetta ekki vera sjónvarpsefni," segir Karl, en allir fjölmiðlar eru með þetta og það hefur sýnt sig í skoðanakönnunum að það er horft á þennan þátt og hann er mikið notaður af þeim sem þurfa að koma til- Rómað útlit Storðar ef hann er skikkanlega langur en segir hann þó vilja flennast út og þá verði þetta heldur hvimleitt. Hann sé auk þess á besta sjónvarpstíma Vikunnar og eigi betur heima á afviknari stað í dagskránni. „Ég hef lagt til að hann verði fluttur fram fyrir frétta- tímann en útvarpsráð hefur alltaf hafnað því á þeirri forsendu að slíkt myndi sprengja dagskrárrammann. Nú, þegar barnaefni er sýnt flesta daga milli kl. 7 og 8, er tæpast hægt að bera það fyrir sig.“ - Á þetta ekki allt bara heima í auglýsingatíman- um? „Nei, þetta er að hluta til fréttaefni og var áður í frétt- unum en setti á þær leiðin- legan svip og gat kostað mikla vinnu. Nú, útvarpið er með svona efni, og raunar allir fjölmiðlarnir, og svo ættuð þið á HP líka að þekkja þetta, því þið eruð oft með efni sem gæti allt eins átt heima á auglýsingasíðun- um.“ Spunnið frjálst „Þaðersvonaeitt og annað, námskeið í spuna- dansi, látbragðsleik og fleira sem hér fer fram,“ sagði Hafdís Arnadóttir viö okkur á HP þegar við forvitnuðumst um hvað færi fram í dans- og leiksmiðju sem hún rekur ásamt Gylfa Gígju undir heitinu Kramhúsið. Þetta var upphaflega smíðaverkstæði sem breytt hefur verið í danssmiðju og þar stundar fólk nú hreyfilist af fjöl- breyttasta tagi. „Við vorum með erlenda leiðbeinendur, m.a. danska konu sem vann með okkur við uppbyggingu myndverka þar sem við tengjum saman myndlist og dans, nokkurs konar dansskúlptúr,“ segir Hafdís og telur þetta eiga að auðvelda fólki að finna leiðir til að tjá sig með hreyfingum. Þarna fer einnig fram líkams- rækt og annað íþróttastarf í tengslum við dans og hreyfi- ‘ýist, skapandi og frjálst. Þeir sem yfirstigið hafa 'byrjendaþröskuldinn hittast nokkrum sinnum í viku í spunavinnu, eins og Hafdís nefnir það.,,Við erum mést á tilraunasviðinu. Hugmyndin á bak við þetta allt er að fólk komi hér og geri sínar til- raunir.“ Og hún segir það ekki bundið við neina ákveðna þjóðfélagshópa hverjir komi þarna og geri sínar tilraunir í dansi og leikjum. „Við erum líka með break- dansnámskeið en það eru nú mest krakkar sem koma á þau, þó dæmi séu um full- orðna líka. Það er svolítið skemmtilegt. Þarnakoma strákar sem aldrei hafa séð annað en fótbolta og dansa af lífi og sál,“ segir Hafdís. Og það stendur enn meira til því 4.-10. júlí verður haldin heljarinnar mikil ráð- stefna í Kramhúsinu, og raunar á fleiri stöðum, því þetta verður umfangsmikil alþjóðleg samkoma dans- og íþróttakennara, ásamt íþróttafélagsfræðingum o.fl. aðilum sem koma frá fjöl- mörgum löndum til að virkja hér skapandi starf í dansi og íþróttum. Þau leggja sérstaka áherslu á að fá fólk hér á landi sem starfar að kennslu og uppeldismálum til að mæta. Gerum íþróttir manneskjulegri, ermarkmið þeirra. Auk þessa eru svo nokkrar litlar sýningar á döfinni hjá Kramhúsfólki á næstunni. Bónað meðan bíllinn bíður kynningum á framfæri.1' - Felst mikil vinna í gerð þáttarins? „Við fáum þetta allt að- sent, myndefni og þess háttar, en aðalvinnan er í texta og getur orðið þó nokkuð mikil. Allurfimmtu- dagurinn fer í hana og getur jafnvel staðið langt fram á nótt. Upptakan fer svo f ram á föstudegi. Þegarmester geta verið allt upp í 40 - 50 atriði og þá losar þátturinn 20 mín. í útsendingu." Karl telur þáttinn vera í lagi ☆ ,,Við þvoum bíla, bónum þá og ryksjúgum, og það stendur til að við djúphreinsum einnig sæti þegar við höfum fengið nauðsynlegan tækjabúnað," segir Trausti Bergsson, sem rekur bón- og þvottastöð í Kolaportinu, bílageymslu borgarbúa, meðan þeirstunda vinnu sína eða sinna erindum í bænum. „Portið er þó mun minna notað en ætla mætti," segirTorfi, en hann nýtur stundum aðstoðar Bobby Harrison, söngvara og fyrrum trymbils Procul Harum, sem bjó sig undir að vökva stúlku- myndina og leggja hana til gluggaþvotta, þegar Jim smellti af þeim þessari mynd.^ MmmMmmmmm Umsjón: Ómar Friðriksson og Jim Smart

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.