Helgarpósturinn - 21.06.1984, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 21.06.1984, Blaðsíða 10
HP HELGARPÓSTURINN Ritstjórar: Árni Þórarinsson og Ingóifur Margeirsson Ritstjórnarfulltrúi: Hallgrímur Thorsteinsson Blaðamenn: Óli Tynes, Ómar Friðriksson og Sigmundur Ernir Rúnarsson. Útlit: Björgvin Ólafsson Ljósmyndir: Jim Smart Handrit og prófarkir: Hildur Finnsdóttir Útgefandi: Goðgá h/f Framkvæmdastjóri: Guðmundur H. Jóhannesson Auglýsingar: Steen Johansson Markaðsmál, sölustjórn og dreifing: Hákon Hákonarson, SigþórHákonarson. Innheimta: Jóhanna Hilmarsdóttir Afgreiðsla: Ásdís Bragadóttir. Lausasöluverð kr. 35. Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 36, Reykjavík, sími 8-15-11. Afgreiðslaog skrif- stofa eru að Ármúla 36. Sími 8-15-11. Setning og umbrot: Leturval s/f Prentun: Blaðaprent h/f Guöfaðir í stórveldi Sambandsins Nýafstaðinn aðalfundur Sambandsins var um margt tímamótaatburður í sögu þessarar máttugu fjölda- hreyfingar. Sjaldan eða aldrei hefur hrikt jafn mikið í því sem kalla má grundvöll- inn að uppbyggingu félags- ins. Hann er lýðraeðið og jafn atkvæðisréttur allra félags- manna SÍS til að hafa áhrif á stefnumörkunina. Á fundinum var aðild SÍS að fjölmiðlarisanum ísfilm harðlega gagnrýnd af fé- lagsmönnum víðsvegar af landinu. Einkanlega var á það deilt að yfirmenn Sam- bandsins skyldu ekkert sam- ráð hafa haft við fjöldann við þessa ákvörðun. Sagt er að forstjóri SÍS hafi ekki fyrrset- ið undir jafn miklu ámæli af hálfu aðalfundarmanna og nú gerðist. Það fór líka svo að samþykkt var á fundinum ályktun þar sem aðild SÍS að ísfilm, og þáttur yfirmanna Sambandsins í því efni, voru fordæmd. Prátt fyrir þessa ofanígjöf er Ijóst aö staða forstjóra SÍS er einhver valdamesta staða í samfélaginu. Henni hefur Erlendur Einarsson gegnt um áraraðir. Heldur hljóðlátt hefur verið um störf hans í þessari stöðu á síðustu ár- um, þar til nú að hann var gagnrýndur fyrir þann laumuleik sem hann og með- stjórnendur hans léku í samningum við ísfilm. Á aðalfundinum varðist Er- lendur þessum ámælum með fimi og hæverskum mál- flutningi, eins og menn sem hann þekkja segja reyndar að hans sé von og vísa. Annað í fari þessa valda- mikla manns í þjóðfélaginu er fólki lítt kunnugt um. Er- lendur virðist ekki gefinn fyrir sviðsljósið. En hvernig mað- ur er þetta? Hverjar eru skoðanir hans og starfshætt- ir? Þessu leitast Helgarpóst- urinn við að svara i Nær- mynd sem dregin er upp af forstjóra SÍS í blaðinu í dag. Þar kemur margt forvitnilegt í Ijós sem varpar sterku Ijósi á þennan ,,huldumann“ sem Erlendur hefur verið í ís- lensku athafnalífi. Haft var samband við tugi manna sem hafa unnið með Erlendi og/eða þekkt hann í gegnum tíðina. Þærskoðanirsem þar koma fram um manninn á bak við forstjórann og öfugt, eru margvíslegar. En eitt voru menn sammála um, - að hér færi mikill valdamað- ur, „guðfaðir Sambandsins" eins og einn komst að orði. BREF TIL RITSTJORNAR Samhygð og stjórnmála- flokkur mannsins Ritstjóm HP hefur beðið mig að útskýra í stuttu máli fyrir lesend- um tengingu Samhygðar og tilvon- ímdi flokks, sem yrði væntanlega stofnaður innan skcimms, eins og fram kom í viðtali við Pétur Guð- jónsson, stofncinda Samhygðar, í HP í síðustu viku. Sérstaklega hef- ur verið spurt um hvemig kenning Samhygðar samræmist flokks- stofnun og einnig hvemig hugsan- legt sé að með slíkum flokki sé bú- ist við að takmarki Samhygðar verði náð. Það gleður mig að gefa svar við slíkum gmndvallarspum- ingum og vonandi er þetta vís- bending um að ef til vill sé íslensk blaðamennska að hefja sig til flugs, að lyfta sér á hærra pían. Margir hafa eflaust rekið upp stór augu þegar þeir fréttu að Samhygð ætlaði að stofna stjóm- málaflokk. Sumir sögðu „æ, nei, og þið sem emð svo góður félags- skapur" eða „ætlið þið virkilega út í pólitík, þá er nú úti um góðu hug- sjónirnar ykkar". Aðrir efuðust um að stjómmál kæmu heim og sam- an við félagsskap sem stundaði mannrækt, og svo vom þeir sem urðu fyrir vonbrigðum, því þeir vom fríim að þessu með það alveg á hreinu að Samhygð væri ein- hvers konar sértrúarsöfnuður. Samhygð lætur sig varða mann- inn og velferð hans, en þetta er enginn naflaskoðunarsamkunda eða lokaður leshringur. Við höfum frá byrjun haft eitt skýrt mcirkmið: að einstaklingurinn sé frjáls og hamingjusamur í mennskum heimi. En til jress að svo verði er ekki nóg að þekkja sjálfan sig og stunda hugrækt (sem er hollt og VINSTRI, HÆGRI? AFRAM! Pctur (lUÖjonsson, stufnantli Sumhyi&ar i iMgarpMtovifttuli . :;<p. . .sssæsss£ : ?i';r£tS£- ss^"*^*** » wmm sjálfsagt nauðsynlegt í sjálfu sér), því einstaklingurinn býr í umhverfi þar sem hann hefur ákveðna hegð- ‘un eða framkomu og þetta um- hverfi getur annað hvort verið þess eðlis að það stuðli að ham- ingju og þroska hans eða óham- ingju og stöðnun. Þetta viðhorf kemur skýrt fram í upphafsræðu Silcfts (en hann var stofnandi Sam- hygðctr í heiminum) 1969 þar sem hann talaði á móti ofbeldi í sér- hverri mynd og benti á leiðir til þess að yfirstíga það. (Ræða þtessi er til í bók sem heitir .Xifandi saga Samhygðar"). Ef þjóðfélagið er þess eðlis að fáir hcifa mikið en fjöldinn hefur lítið, er um efna- hagslegt ofbeldi að ræða og það hverfur ekki með íhugun einni saman, heldur þegar fjöldinn ræð- ur. Við höfum einnig gert okkur grein fyrir því (eins og hver hugs- andi maður hlýtur að gera) að hamingjustundir manns koma þegar maður gefur ctf sér, án þess YiiKini MEÐ ALLA FJÖLSKYLDUNA Höfum setf upp skemmtilegt barnahorn með leikföngum og blöðum, þar sem yngra fólkið getur unað sér meðan foreldrarnir njóta Ijúffengra veitinga í afar vistlegu umhverfi. Ódýr og góður matur við hæfi allrar f jölskyldunnar, ósamt girnilegum heimabökuðum tertum og helgarhlaðborði. Fríar veitingar fyrir börn yngri en 6 óra, hólft gjald fró 6 til 12 óra. Einnig fríar | veitingar fyrir afmælisbörn dagsins til 12 óra aldurs. I a Verið velkomin Rautt þríhyrnt merki á lyfjaumbúðum . táknar að notkun lyfsins dregur hœfni manna i umferðinni að ætlast til nokkurs í staðinn, en ekki þegeu" maður er aðeins viðtak- cmdi. (Um þetta og fleira er fjallað ítcU'lega í bók Péturs Guðjónssonar ,3ókin um hamingjuna".) Því er eðlilegt að Scimhygðarfélagar frá byrjun hcifi látið sig aðra varða. Ánnað væri í mótsögn við mark- miðið um frelsi og hamingju. Og hvemig læt ég mig aðra varða? Jú, með því að koma fram við þá eins og ég vil að þeir komi fram við mig, en þessi lífsregla, eins gömul og hún er, er sett fram ásamt öðrum tillögum í fyrstu bók Silo’s „Innri Ró“, árið 1972. Ef farið er eftir þessari lífsreglu, hefur það róttæk áhrif á félagslegu sviði. Ég vil ekki láta berja mig, ljúga að mér, hagnast á mér, þvinga mig, van- virða skoðanir mínar eða beita mig misrétti vegna aldurs eða kyns, og því ætti ég ekki að gera það við aðra. Og ef ég hef upplifað eitthvað sem færir mér hamingju og frelsi, þá er það siðferðileg skylda mín að segja þér frá því, því ef ég væri þú myndi ég vilja eiga möguleika á því að velja hvort ég geri það sama og þú eða ekki. Að segja öðrum ekki frá því sem manni er mikilvægast ber vott um ábyrgðarleysi og hug- leysi. Að þröngva slíku upp á aðra sýnir skort á þroska og samstöðu. Vegna þessarar lífsreglu berst svo boðskapur Samhygðar til 42 landa. Til mörg hundruð þúsund einstaklinga sem breyta og bæta líf sitt og hafa jafnframt jákvæð áhrif á sitt nánasta umhverfi. Árið 1981 kom Samhygð sterklega fram á opinberum vettvangi, á fjöldafund- um víðs vegcir um heiminn, m.a. hér á íslandi, í Háskólabíói í októ- ber það árið. Þessir fundir eru hcildnir til þess að hafa áhrif á fjöld- ann og talað var um helsta vanda nútímans, niðurrifsstefnuna, og leiðir til þess að yfirstíga hcina. Þessi niðurrifsstefna kemur fram í auknu ofbeldi í heiminum, meiri sjálfsflótta, sjálfsmorðum og geð- veiki, meiri sundrungu, vantrú á manninn og framtíðina og yfirleitt í öllu sem hamlar gegn jákvæðum breýtingum. (Um jjetta fjallar önn- ur bók Silo’s, „Innra landslag”.) Upp úr þessu fer að bera meira á Samhygð á hinu félcigslega sviði. Eftir ræðu sem Pétur hélt í San Francisco 18. sept. 1982 og þekkt er um cillcm heim sem „Yfirlýsingin í San Francisco", spretta upp Scim- skiptamiðstöðvar Scimhygðcir út um allt, til þess að vinna bug á einangrun og niðurrifsstefnunni, | og einnig Iætúr Samhygð í sér heyra innem hinna ýmsu fjöldahreyfinga, t.d. friðarhreyfingarinnar. Greini- legt var að brýn nauðsyn var á að hafa bein áhrif á stefnu stjómmála- flokka og gengu samhygðarfélagar í ýmsa flokka og völdust oft til ábyrgðarstarfa. Því miður hefur reynsla okkar af afskiptum á stjómmálasviðinu fært okkur heim sanninn um að flokkamir em gegnsýrðir cif niður- rifsstefnunni, þrátt fyrir að þar, eins og tmnars staðar, séu til góðir ein- staklingar. Þessir flokkar, sem á sínum tíma vom fjöldahreyfingar og innblásnir cif hugsjónum, ein- kennast núna af áhugaleysi, eigin- hagsmunapólitík og máttleysi. I byrjun þessa árs vcir ljóst að flokkamir, hér á íslandi og úti í heimi, myndu ekki geta (eða vildu ekki) leyst þá kreppu sem fer vax- andi á öllum sviðum. Þess vegna er ekki um annað að ræða fyrir okkur, sem emm menningcirleg og félags- leg hreyfing, en að axla þá ábyrgð að gefa þjóðinni möguleika á því að taka nýja, uppbyggjandi stefnu. Það vita flestir, og innan flokk- anna líka, að þörf er á nýju, fersku stjómmálaafli, því gömlu flokkam- ir munu ekki bæta hlutina, heldur öfugt. Hins vegar myndi flokkur Samhygðar, eða flokkur mannsins, verða öðmvísi en stjómmál em yfirleitt. Samhygð er mjög virk hreyfing og því myndi flokkur í tengslum við hana virkja fjöldann, ekki bara í kringum kosningar; heldur ekki síður milli kosninga. I stuttu máli má segja að pólitík fyrir okkur þýði virkni fólks, en ekki at- kvæði eða bitlingar. Þessi flokkur myndi einnig bera keim af tilgangi Samhygðcu: Að láta sig aðra varða, og ég held að ekki sé van- þörf á slíku siðferðilegu afli í dag. Hreyfingin Samhygð myndi ekki breytast í stjómmálaflokk. Hann yrði sjálfstæður en Samhygð yrði siðferðilegt afl á bakvið flokkinn. Flokkurinn í sjálfu sér myndi ekki gera jörðina mennska, eða færa öllum lífshamingju í einni svipan. En hann myndi stuðla að því að létta þrýstingi af einstaklingnum og snúa þjóðinni af þeirri braut ofbeldis, sundmngar og misréttis sem hún er nú á og einkum kemur fram í efnahagslegu ofbeldi. Og þegtir hann kæmist til valda mynd- um við sameiginlega skapa hér nýtt þjóðfélag, sem yrði fyrirmynd fyrir heiminn. JúlíusK. Valdimarsson, formaður félagsmáladeildar Samhygðar. ÁRSRIT KVENRÉTTINDAFÉLAGS ÍSLANDS „19. JÚNÍ“ ER KOMIÐ ÚT Fæst í bókaverslunum og hjá kvenfélögum um land allt. Kvenréttindafélag íslands. 10 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.