Helgarpósturinn - 21.06.1984, Blaðsíða 15

Helgarpósturinn - 21.06.1984, Blaðsíða 15
Arnþrúður Karlsdóttir í Helgarpóstsviðtali - Var það afþví þeir voru strákar og þið voru stelpur? , Já, það var ein ástæðan. Nú, og svo treystu karlmennimir okkur ekki m eð sér í útköll. Það er til dæmis til þama það sem kallað er „gefins vaktir", þ.e. þegar menn hlaupa í skarðið hver fyrir annan. Við fengum ekki að taka þátt í því og var helst ekki leyft að ganga inní neitt af því sem karlmönnunum þótti sjálfsagður hlutur. Við þurftum reglulega að berjast fyrir tilverurétti okkar. Og það tókst, smámsaman. Einn af fyrstu sigmnum í baráttunni var þegar kallað var út aukalið vegna óeirða í Hafnarfirði á þrettándan- um. Þá hoppaði ein okkar um borð í rútuna og stóð vakt um nóttina án þess að gerð væri athugasemd." Músin sem hló „Það var lögreglustjóri sem braut ísinn með því að sýna okkur mikið traust. Hann setti okkur í umferðarslysin. Það var stofnuð kvenlögreglu- deild og við höfðum okkar eigin bíl. Á slysavakt- inni vorum við ábyrgar fyrir heilli vakt og sinntum þeim útköllum sem komu. Það kom í ljós að við GÁTUM keyrt þessa stóm bíla á fullri ferð með ljós blikkandi og sírenu vælandi og við GÁTUM gert það sem gera þurfti á slysstað. Eftir það var farið að taka okkur sem fullgilda lögreglumenn. Þetta vom sjálfsagt dálítið eðlilegir byrjunar- örðugleikar, eins og tíðarandinn var þá. Við gengum stundum um og grétum af reiði því okkur fannst svo oft brotið á okkur. En þegar við sýndum að það var pínulítið í okkur spunnið var okkur mjög vel tekið. Auðvitað gátu þeir ekki setið á sér að gera okkur grikk ef hægt var. Við vorum til dæmis einusinni tvær á eftirlits- ferð þegar við fengum boð um að fara í ákveðið hús í borginni í einum grænum hvelli. Við geystumst auðvitað af stað. Þegar við komum í húsið hittum við þar fýrir tvær bama- píuræpandi af skelfingu yfir að þær höfðu séð mús. Rétt í því birtist músin og það var einsog við manninn mælt að það hurfu tvær bamapíur og tveir æpandi lögregluþjónar inn í næsta her- bergi og skelltu á eftir sér. - Drottinn minn dýri, og hvað gerðuð þið svo? ,JMú, við hringdum auðvitað í lögregluna. Og Amþrúður veinar af hlátri. - Þú varst í lögreglunni í rúm sjö ár svo þér hlýtur að hafa líkað starfið vel. „Já, þessi ár mín í lögreglunni em mér geysi- lega mikils virði. Þetta starf var það uppeldi sem mest situr í mér og ég nýt þess enn í dag. í þessu starfi felst mikill agi en líka fómfýsi og félags- skapur. Maður sá þama iíka og upplifði hluti sem fæstir almennir borgarar komast í snert- ingu við. Maður komst í snertingu við dauðann. Það dó fólk í höndunum á manni. Það verður til þess að maður fer að spyrja sjálfan sig ýmissa spuminga og velta hlutunum öðruvísi fyrir sér.“ - Nú er starf lögregluþjóna þannig að þeir hljóta stundum að verða fyrir andlegum áföll- um. )rJá víst er það. Það er auðvitað áfall ef ein- hver deyr í höndunum á þér. Þú spyrð sjálfan þig óhjákvæmilega hvort þú hefðir getað gert eitthvað betur. En við þeirri spumingu er ekkert svar; þú verður bara að gera þitt besta. Það er líka áfall að koma að fólki sem hefur framið sjálfsmorð. Það kemur enn stundum fyr- ir að ég upplifi það í martröð. En þessi reynsla getur líka hjálpað í erfiðleikum. Stundum ef ég er eitthvað beygð segi ég við sjálfa mig; .fieyrðu góða, hvað ert þú að vola. Þú ert heilbrigð á sál og líkama og átt heilbrigt bam, vertu bara þakk- lát.“ Noestum búið að hengja mig - Lentir þú einhverntíma í átökum eða slys- um? )rIá, reyndar. Oftar en einusinni, það komast víst fáir lögregluþjónar í gegnum starfið án þess. Eitt slysið hafði mikil áhrif á líf mitt og ég á mjög erfitt með að sætta mig við það. En svo lenti ég auðvitað í ýmsu öðm, minniháttar. Einusinni var til dæmis næstum búið að hengja mig. Við vorum tvær í bíl og með einn afturi sem var gmnaður um ölvun við akstur. Allt í einu tekur hann mig hengingartaki og herðir svo að að ég bara hálf missti rænu. Við vorum í stórri Maríu svo hann hafði nóg svigrúm. En sú sem með mér var náði að yfirbuga hann og svo komu vegfarendur okkur til hjálpar. Annað skipti var sýnu verra og þá gerði ég slæm mistök. Það var þannig að við höfðum, tvær, stoppað bfl fullan af fólki. Við höfðum gmn um að ökumaðurinn væri ölvaður. Ég opn- aði bflhurðina til að tala við hann og mistökin vom að ég teygði mig ekki í lykilinn til að drepa á bflnum. Ég steig uppá sflsinn og hallaði mér inn til að tala við hann. Þá steig hann allt í einu bensínið í botn og fóturinn á mér festist í örygg- isbelti svo ég dróst með honum. Ég var í hand- boltanum þá og sem betur fór í góðri þjálfun og einhvem veginn tókst mér að halda mér þannig í bflinn, með cuinarri hendinni, að ég fór ekki undir hjólin. Ég get ennþá séð þetta fyrir mér. Ég lá afturá- bak og ég man að ég sá, á hvolfi, andlitið á stúlkunni sem var með mér og að hún hljóðaði ofboðslega. Ég man líka eftir að það var stúlka inní bílnum sem æpti nafn ökumannsins aftur og aftur. Ég var að hugsa: Skyldi fóturinn vera laus, skyldi fóturinn vera laus. Svo fann ég að ég var að missa handfestuna og tók þá sénsinn á að ýta mér frá eins fast og ég gat og sleppa takinu. Og Guði sé lof, fóturinn var laus svo ég dróst ekici með heldur hentist og kútveltist marga metra. Ökumaðurinn stakk þá af, en ég mundi nafnið sem stúlkan hcifði æpt og sú sem var með mér hafði náð númerinu svo hann náðist daginn eftir. “ Höndin fór hérumbil af Amþrúður dæsir og það fer um hana hrollur: „Ég sldl ekki hvemig ég slapp lifandi frá þessu." Það er dálítil þögn og ég tek eftir að hún er að horfa á hægri úlnliðinn á sér. Svo lítur hún upp. ,JVú, og svo var það slysið. Það hafði kviknað í húsi og við vissum af fjórum mönnum inni. Það Vcir verið að reyna að ná þeim út. Það hafði verið strengdur kaðall yfir götuna til að halda fólki í hæfilegri fjarlægð og ég var eitthvað að strekkja á honum þegar sjúkrabfll keyrði á hann. Þá strekktist hann heldur betur, en utan um höndina á mér í leiðinni. Hún fór hérumbil cif. Miðað við að fjórir menn fórust var þetta svosem enginn stórviðburður en þetta hafði mikil áhrif á mig. Ég hef enn skerta starfsorku og höndin verður aldrei jafn góð. Þetta þýddi meðal annars að handboltaferill minn var á enda og ég ætlaði aldrei að geta sætt mig við þetta. En það hafðist með tímanum, eins og annað." - Hvernig tóku borgararnir fyrstu lögreglu- konunum? „Bara ágætlega. Sumum hefur sjálfsagt fund- ist dálítið skrýtið að sjá okkur og sumir vissu greinilega ekki hvort þeir áttu að taka mark á okkur. Til dæmis í útköllum; ef lögreglumaður og lögreglukona voru saman beindi fólk oftast orðum sínum til karlmannsins. Þegar við vorum tvær saman var þetta hinsvegar allt í lagi og í slysatilfellum gerði fólk ekki greinarmun á okk- ur. Þá er oft einhver skelfing ríkjandi og þá sér fólk sjálfsagt bara einkennisbúninginn en ekki þann sem er í honum. Helstu ónotin sem við fengum voru frá viss- um konunum." - Konum? Það færðist breitt og hrekkjalegt bros yfir andlitArnþrúðar og það ískrar í henni hláturinn. irIá, einmana konunum. Það er nefnilega þannig að konur fara á karlafar ekki síður en karlmenn á kvennafar. Nú, og ef þær ná ekki í neitt á skemmtistaðnum er illt í efni. Þær reyna kannske við dyravörðinn en hann getur ekki farið frá. Þær reyna við leigubílstjórann, en hann er líka upptekinn. Og hvað gerir fólk í neyðartilfellum? Það hringir auðvitað í lögregluna. Og þegar þesscir veslings konur hringdu í neyð sinni og í símann svæaði ekki djúp bassarödd heldur skræk stelpurödd þá var þeim auðvitað öllum lokið og þær jusu úr skálum reiði sinnar yfir okkur." Amþrúður veltist um af hlátri. - Ogsvo verður Amþrúður ,,detective“. irIá. Þegar Rannsóknarlögregla ríkisins var stofnsett, l.júlí 1977, varð Amþrúður rannsókn- arlögga. Það þykir skref uppávið að vera fluttur í rannsóknarlögregluna svo mér þótti það dálítil viðurkenning á því að við kvenlöggumar erum jafngóðar og karlmennimir. -Leystirþú margar leynilöggugátur? „Ha, ha, það er nú dálítið ólíkt bókunum. Nei, ég hafði t.d. mikið með rannsóknir á kynferðis- afbrotum að gera. Slík brot hafa verið mikið til umræðu að undanfömu og ég hef verið spurð að því hvort þetta séu ekki ógeðslegir menn og hvemig ég hafi getað umborið að tala við þá. Því er til að svara að ég hef enga andúð á þeim. Mönnum sem leiðast út á svona andfélagslegar brautir er oft ekki sjálfrátt. Það er áberandi að þeir eiga oft erfitt tilfinningalega og það má oft rekja til áfalla sem þeir hafa orðið fyrir, jafnvel sem börn. Ef böm fá ekki næga athygli á heimilunum leita þau hennar utan þeirra. það er þá í fyrsta lagi skólinn sem getur uppfyllt þessar þcirfir en ef þau lenda utangarðs þar grípa þau oft til þess að verða mestu óróaseggimir eða hrekkjusvín- in. Bara til að fá athygli. Og ef það dugir ekki fara þau að brjóta svo ailvarlega af sér að tekið verði eftir því. Það er verið að hrópa á athygli og þá getur verið betra en ekkert að fá þó að minnsta- kosti að tala við lögregluþjón. Það er mjög raunalegt þegar svo er komið fyrir bömum en það er því miður ekki óalgengt. Lögregluþjón- um er mikill vandi á höndum þegar þeir taka á málum þessara bama og mikilvægt að þeir sýni hlýju um leið og festu, það er það sem þessi böm þarfnast." - Svo hœttir þú í lögreglunni 1981 og hellir þér út í stjórnmál og útvarpsþáttagerð. „Ég held nú að innkoma mín í stjómmálin hafi ekki verið neitt sérstakt úrhelli. Ég gekk í Framsóknarflokkinn 1974 og áður en ég vissi af var ég komin í allskonar ráð og nefndir. Svo Vcir ég í framboði í öðm sæti í bæjarstjómarkosn- ingunum í Hafnarfirði 1982 og er varamaður Markúsar Á. Einarssonar og svo í þriðja sæti til Alþingis. Karlmennirnirnir í HSÍ - Þú hefur verið virk í allskonar félagsmál- um, til dæmis í stjórn HSÍ. >rIá, ég var í stjóm HSÍ í fýrra en gaf ekki kost á mér aftur. Nú em tvær aðrar konur teknar við og það veitir ekki af að hafa tvær konur þama til að berjast fyrir hagsmunum kvenna. Þær em þama meðhöndlaðar eins og annarsflokks borgarar eins og víða annarsstaðar. Konur þurfa sjálfar að standa straum af öllum kostnaði, til dæmis í sambandi við ferðir, en það er allt borgað fyrir strákana. Þeir fengu jafnvel dag- peninga, þótt það sé nú búið að leggja þann sið af.“ - Eru þetta alger karlrembusvín? ,JMei, ætli það. Bara ósköp venjulegir íslensk- ir karlmenn." - Og nú erArnþrúður að verða útvarpsstjóri. „Ho, ho, það em nú ekki margar rásir hjá því útvarpi, eða margt starfsfólk. Amþrúður verður bæði útvarpsstjóri, fréttamaður, þulur og send- ijl. Þetta er útvarpsstöð sem Morgunblaðið og Útsýn standa að á Costa del Sol. Við fáum inni vissan tíma í útvarpsstöð sem þama er og flytj- um nýjustu fréttir frá íslandi og ýmsar fréttir af því sem er að gerast þama á staðnum. Ég hlakka mikið til að takast á við þetta.“ - Og svo á blaðamannaháskóla i Osló. irIá, þegar ferðamannatímabilinu lýkur.“ - Hvað kemur þér eiginlega til aðgera þetta? Þú átt íbúð og bíl og húsgögn og nú ert þú að selja þetta og fara úr landi í tvö ár. Þú ert jú búin að koma þér mjög vel fyrir. )rIá, en þetta em dauðir hlutir en það er ég ekki. Hugmyndin fæddist fyrir fjórum árum þeg- ar ég byrjaði í öldungadeildinni. Mig hafði lengi langað að bæta við mína menntun og mér fannst þetta gríðarlega gaman. Þá fór ég að hugsa um framhaldsnám erlendis og nú erum við mæðgumar semsagt að leggja land undir fót. Ég verð að játa að ég kviði mikið fyrir að skilja við ættinga og góða vini.“ -Þú hefur veriðtöluvertáberandimanneskja síðustu árin, ekki síst eftir að þú byrjaðir hjá útvarpinu. Hvernig er að vera frœg? ,/E, ég kann eldá við þetta ,fræg“. En það hefur sínar slæmu hliðar ef tekið er eftir manni. Ég hef orðið fyrir hrottalegu slúðri og ég tók það óskaplega nærri mér í fyrstu. Ég var stundum að því komin að gefast upp. En svo ákvað ég að ég skyldi ekki láta annað fólk ráða hvemig mér liði. Þeir sem sífellt em spúandi kjaftasögum segja meira um sjálfa sig en aðra. Ég læt þetta ekki á mig fá framar.“ - Hvað œtlar svo Arnþrúður að gera þegar hún kemur heim sprenglœrð og sigld? ,,Þá ætlar Amþrúður að gera ýmislegt sem hún stefnir að, innra með sér. En þá hluti ætlar hún að eiga ein þangaðtil hún framkvæmdir þá.“

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.