Helgarpósturinn - 21.06.1984, Blaðsíða 17

Helgarpósturinn - 21.06.1984, Blaðsíða 17
„l'iflin eiga að þegja“ - Stalín er ekki hér tekinn upp hjá Sjónvarpinu Heimili Þórðar i sjónvarpssal-f.v.: Helgi Skúlason í hlutgervi hús- ráðandans, Baldvin Björnsson, höfundur leikmyndarinnar, upp- fökustjórinn Elín Þóra Friðfinns- dóttir, leikstjórinn Lárus Ýmir Óskarsson og leikararnir Vilborg Halldórsdóttir, Guðrún Gísladótt- ir, Margrét Helga Jóhannsdóttir og Þröstur Guðmundsson. -Smartmynd ,,Hjartkœru félagar. Fundur er settur í heimilissellunni. “ ,,Þegiþú strákur. “ „Samkuœmt leikreglum hins lýðrœðislega miðstjórnarvalds, eiga fiflin að þegja. “ Ofangreindar samrœður ómuðu á móti útsendurum Helgarpóstsins, þegar þeir litu við í Sjónvarpshús- inu viðLaugaveg, nú í vikunni. Það var þó ekki umræðuþáttur sem stóð þar yfir, heldur verið að taka upp fyrir sjónvarp hið kunna leikrit Vésteins Lúðvíkssonar, Stalín er ekki hér. Þarna voru allir á þönum, enda mikið umstang í kringum svona upptöku, en okkur fókstþó að króa leikstjórann, Lárus Ými Óskarsson. afí örstutt spjall. „Þú verður frekar að spyrja ráðamenn sjónvarpsins að því, fremur en mig. Ég var aðeins feng- inn til að sjá um uppfærsluna," segir Lárus, aðspurður um ai hverju verið væri að taka upp leik- sviðsverk fyrir sjónvarpið. „Þetta er að vísu ekki mikil kvikmynd, í sjálfu sér, en þó mynd af mjög for- vitnilegu fólki og miklu persónu- drama sem ég tel að geti skilað sér vel í sjónvarpi." -Er verkinu mikið breytt frá sviðsetningu þess í Þjóðleikhús- inu á sínum tíma? „Nei, það er aðeins um smá til- hliðranir að ræða, sem við höfum unnið að í sameiningu, Vésteinn og ég-“ - Hefur hann hönd í bagga við uppfærsluna? „Það var aðeins á byrjunarstig- um við texta og þess háttar," segir Lárus og telur upptökur vera rúm- lega hálfnaðar, það séu kannski um 10 dagar eftir. Hann reiknar með að leikritið verði þó ekki sýnt fyrr en á páskum á næsta ári. Það séu tvö stórhátíðaleikverk í bígerð, þetta og Gullna hliðið, sem verður þá væntanlega jólaleikrit sjón- varpsins. -Hverjir fara með helstu hlut- verk? „Það er varla hægt að tala um , ,Það er mikill samdráttur og erf- iðleikar í bókaútgáfu á íslandi á þessum síðustu og verstu tímum. Við gáfum út 10 bœkur í fyrra en erum aðeins með 5 titla á þessu ári, “ segir Guðmundur Þorsteins- son hjá bókaútgáfunni Svörtu á hvítu, en það eru þó engin smá- verk sem þeir hyggjast gefa út, og hann nefnir verðlaunabókina The Name ofthe Rose eftir Umberto Eco sem er vœntanleg á nœstunni í ís- lenskri þýðingu Thors Vilhjálms- sonar. Ennfremur má vœnta út- gáfu á fyrsta hluta stórverks franska rithöfundarins Proust, sem gœti nefnst Leitað að liðnum tíma, aðalhlutverk, þau eru öll stór og bitastæð," segir Lárus. „Við leit- umst öll við að skila persónum leiksins af holdi og blóði svo leik- arar, texti og verkið í heild sinni fái sem best að njóta sín. Helgi Skúlason leikur Þórð og Guðrún Gísladóttir Huldu, dóttur- ina frá útlöndum. Margrét Helga Jóhannsdóttir leikur Mundu en þau Vilborg Halldórsdóttir og Egill Ólafsson sjá um hlutverk Svan- dísar, yngri systurinnar, og Stjána, kærasta hennar. Það er svo Þröst- í þýðingu. Af öðrum stórvirkjum í útgáfu Svarts á hvítu er mikil bók eftir John Kennedy Toole: A Confeder- acy ofDunces, sem ekki er þó víst að komi út fyrr en á nœsta ári, að sögn Guðmundar. Hann segir þá vera mjög upptekna þessa dagana af rekstri bókaklúbbs útgáfunnar, auk þess sem tímarit um bók- menntir sé vœntanlegt innan skamms. Guðmundur útilokaði ekki að bækur þeirra yrðu gefnar út í vasa- broti en þeirri spumingu væri þó ósvarað hvort slíkt þýddi lægri út- gáfukostnað og lækkað bókaverð. ur Guðmundsson, sem er á síðasta ári í leiklistarskólanum, sem leikur yngsta soninn Kalla." Óg þar með var Lárus þotinn í áframhaldandi upptökur. “ Leikmyndir uppfærslunnar eru hannaðar af Baldvini Bjömssyni og Malin Örlygsdóttir sér um bún- inga. Elín Þóra Friðfinnsdóttir stjómar upptökum og segir okkur að þrátt fyrir geysilega vinnu sé mjög skemmtilegt að fást við þetta. Auk upptökustjómunar sér hún um samræmingu á allri tækni- ,3óksalar vilja ekki sjá pappírskiljur heldur miða söluna nær eingöngu við gjafabækur í veglegum útgáf- um. Eg sé í sjálfu sér engan tilgang í að gefa eingöngu út bækur sem eiga að endcist í 1000 ár og er per- sónulega fylgjandi kiljuútgáfu," segir hann, og kveðst vita að höf- undar séu mjög opnir fyrir því að gera þetta á ódýrastan hátt, en þetta sé enn opin spuming og þeir verði að hafa hagkvæmnina að leiðarljósi einsog aðrir. Guðmundur er þá spurður um íslensku höfundana, og hvort þeir hjá Svörtu á hvítu ætli sér að koma vinnu, kostnaðarhliðina o.fl. Við spyrjum um kostnað og hún segir hann alltaf vera mikinn við gerð sjónvarpsleikritá, þetta verk sé þó ekkert dýrara í uppfærslu en geng- ur og gerist, þótt stúdíóverk þurfi ekki endilega að vera ódýrari en venjulegar sjónvarpsmyndir. Og emj er kallað í upptöku svo Elín Þóra gengur okkur úr greip- um, en við Jim læðumst á brott. Ekki viljum við verða til að vekja upp gamla harðstjórann með góð- Ieguaugun. _^fi á sérstakri samvinnu milli höfunda og bókaforlagsins. „Þarna komstu að veikum punkti," segir hann, og bætir því við að ekki Iiggi fyrir neinar ákvarðanir um útgáfu íslenskra bóka á þessu ári. „Það em mjög erfiðir tímar fyrir rithöfunda," en hann segir ekkert hafa verið ákveð- ið um t.d. útgáfu á verkum þeirra í vasabroti. ,JJvað samvinnuna væðcir, þá hcifa menn verið að ræða Sciman um ýmsa möguleika en ekkert verið ákveðið. Við getum sagt að það standi yfir þreifingcir," segir Guðmundur að lokum. Fáar en frœgar bœkur fráSvörtu á hvítu: Aukið samstarf við höfunda í athugun LEIKLIST Listin er ein og alþjóðleg LeikflokkurNorðurlandahússins í Fœreyj- um sýndi í Félagsstofnun: Dukkuheim (Brúðuheimilið) eftirHenrik Ibsen. Leikstjóri: Sveinn Einarsson. Svið Tróndur Patursson. Ljós: Árni Jón Baldvinsson. Þýð- ing: Jens Pauli Heinesen og Sveinn Einars- son. AðalhlutverkElínK. Mouritsen(Nóra), Pétur Einarsson (Helmer), Olivur Nœss (Dr. Rank), Laura Joensen (Frú Linde) og Borg- ar Garðarsson (Krogstad). Sá sem þetta ritar á fyrstu leikhússminn- ingu sína frá þeirri stund er hann kom fyrsta skipti í Þjóðleikhúsið, sveitadrengur í vor- heimsókn til Reykjavíkur, og sá Brúðu- heimilið eftir lbsen með Thom Segelcke sem gestaleikara í aðaihlutverkinu. Átta ára gömlum varð honum fátt ógleymanlegt frá sýningunni axinað en það að hann skildi ekki orð af því sem Segelcke sagði — og að hún hreif hann gersamlega upp úr skónum með dansinum fræga og því undarlega hljóðfæri sem tambúrínan var og drengur- inn sá í fyrsta skipti. Síðtm er liðinn mannsaldur og einhverjcir fleiri Nómr hefur borið fyrir augu. Kynnin af Ibsen hafa líka vaxið — og fullorðinn gerir drengurinn sér grein fyrir að hann hefur orðið þeirrar gæfu aðnjótandi og sjá þá leikkonu túlka Nöm sem best þykir hafa gert það á þessari öld. Að einu ieyti var nýstárleg sýning Norð- urlsmda-hússins í Færeyjum á Listahátíð 1984 endurtekning þessarar gömlu minn- ingar: Undirritaður skildi með ólíkindum fátt af því sem Elín Mouritsen sagði í hlut- verki Nóm! En nú þekkti hann leikritið nógu vel til þess að vita nokkumveginn hvað hún átti að segja hverju sinni, og það bjarg- aði miklu, og vissulega þóttist hinn fullorðni áhorfandi gera sér grein fyrir ýmsu mikil- vægu í túlkun Elínar, þrátt fyrir skilnings- leysið. Þetta var á marga lund sérkennileg og merkileg sýning. Kemur þá fyrst í hug sú sérkennilega stemning sem skapast þegar leikið er á tveim tungum. Þótt jafnskyld mál eigi í hlut og íslenska og færeyska verða áhrifin sérkennileg. Sumpart auðvitað á þann veg að áhorfendur kunna að missa úr mikilvæg atriði. Leikrit Ibsens em nú einu- sinni þannig Scimin að hvert orð skiptir máli, og þá kann tvítyngnin að dvelja sldln- ing. En á hinn bóginn er þess líka að gæta að þessi aðferð vekur athygli á þeirri óum- deilanlegri staðreynd að listin er alþjóðleg og ein, hennar verður notið án þess að gera þurfi kröfur til algers skilnings, hún getur höfðað til tilfinninga þess sem nýtur henn- ar. Að þessu leyti tókst margt mjög vel í Félagsstofnun stúdenta. Sviðsetning Sveins Einarssonar er býsna djarfleg. Það er alkunna að leikrit Ibsens vom næstum öll samin í þeim sviðsstíl sem kalla má „gægjukassa" — stíiinn: Einn veggur herbergis (stofu) er numinn brott og þar fá áhorfendur að gægjast inn. Það þarí töluverða dirfsku til að brjóta svo upp stíl meistara Ibsens að Ieikið sé á „amfisviði", leikhúsgestir á tvær hliðar leikenda og nándin algjör. Að óreyndu hefði ég ekki trú- að því að Brúðuheimilið — né önnur verk Ibsens — gætu átt heima í „intím-leikhúsi". Sveinn Einarsson og leikflokkur hans sann- færðu mig um hið gagnstæða. Það er einn af kostum Ibsen-leikritanna að þau gefa færi á margháttaðri túlkun. Brúðuheimilið hefur ekki farið varhluta af Elin Mouritsen og Borgar Garðarsson i Brúðuheimilinu- sérkennileg og merkileg sýning frá Norðurlandahúsinu í Færeyjum. eftir Heimi Pálsson því. Þannig hefur löngum verið spurt: Hvað varð um Nóm, þegar hún gekk út? Gat hún bjargast? Hver átti bágast? Vár það Nóra? Var það Rank? Nú eða Helmer, Krogstad, Kristina? — Sveinn Einarsson hefur í við- tölum sagst hafa mesta samúð með Helmer. Það breytti engu um það að samúð mín lá hjá Nóm að lokinni sýningu. Ástæðumar eru einkum tvær: í fyrsta lagi hreifst ég mjög innilega af túlkun Elínar Mouritsen á Nóm. Hún lék innlifunarleik sem vissulega getur leitt til ofleiks, en varð þama fyrst og fremst sann- færandi og af því tagi að manni þótti sem maður skildi persónuna til hlítar. í öðm lagi varð sá Helmer sem Pétur Einæsson skapaði of fráhrindcuidi, einfcild- ur og þar með laus við að vekja samúð manns til þess að hann keppti eiginlega nokkuð við Nóm. Sviðshreyfingar og líkam- leg tjáning Péturs var að vísu oft með ágæt- um, en rödd hans og raddbeiting náðu ekki að vekja meðlíðan, fremur andúð og óvild. Öðmm hlutverkum vom gerð góð skil og hreint ekki viðvaningsleg. Borgar Garðars- son stóð sig til dæmis með sóma í Krogstad, sem oft vill verða heldur ógeðfelldur ná- ungi. Mér hefur rauncir þótt mjög gaman að fylgjast með Borgari í þessari Islandsdvöl hans og fundist hann vaxa með hverju hlut- verki, ekki síst á þann veg að manni finnist hann gera sér grein fyrir eigin takmörkun- um, kunna betur og betur að leika á sína strengi. Við Færeyingana er eiginlega ekkert ann- að að segja en Húrra fyrir ykkur! Verið vel- komin aftur hvenær sem er — og látið nú ekki deigan síga. HELGARPÓSTURINN 17

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.