Helgarpósturinn - 21.06.1984, Blaðsíða 20

Helgarpósturinn - 21.06.1984, Blaðsíða 20
SIGILD TONLIST Meiriháttar afrek Enn einu sinni hefur þjóðin þraukað heila Listahátíð. Ekki er annað að sjá en hún beri sig nokkuð vel, enda ýmsu vön á liðnum öldum. Þó er heist að skilja á sumum fjöl- miðlum að slíkar hörmungar hafi vart dunið á þjóðinni fyrr (Skaftáreldar og það sem þeim fylgdi meðtaiið) og ber þá mikið á þriggja milljóna halla, sem ríða muni þess- um veslingum að fullu og öllu. Loksins. Að vísu ber að vísa svona fábjánahjali á bug, orðalaust. En þó má svona í framhjá- leiðinni benda á, að þær eru ótaidar millj- ónirnar sem Listahátíð leggur óbeint í hendurnar á „mikilvægum" aðilum í þjóðfé- laginu: Hótel, flugfélög, verktakar, kaup- menn, iðnaðarmenn, bílstjórar og margir margir fleiri hcignast á því mikla aktívíteti sem hún hefur í för með sér út um allar jarðir. Og allt er þetta skattlagt í bak og fyrir af ríki og bæ. Þetta ættu kapítalistar og þeirra hagspekingar að vita allra manna best og þeim sem í rauninni hafa öll ráðin í höndum sér, þ.e. pólitíkusunum, ber að vita, að góð Listahátíð, hvar í heiminum sem hún er haldin, skilar aldrei nema óbeinum hagnaði. Á pappímum er ailtaf „Tap“ sem stórum staf. Einsog í útgerð. Einsog í landbúnaði. En iítum nú á gróðann, sem ekki verður metinn í peningum. Hann er mikill, líka eftir þessa Listahátíð. Var ekki mikil uppörvun að heyra Fílharmóníuna með Ashkenazy? Erum við ekki ríkari, stærri, merkilegri og betri eftir að hafa heyrt söngkonuna Luciu Valentini-Terrani, sem kannski er mesti söngvari sem hér hefur nokkru sinni látið í sér heyra? Bara þessi tvö stærstu atriði voru heillar Listahátiðar virði og tveggja togara að auki. Og íslensku atriðin, sem voru vegna fjárskorts hálfgerðar homrekur, voru þau ekki hvert öðm betra? Ég heyrði aðeins hluta af tónleikum Einars Jóhannes- soncir og Músíkhópsins, og hcinn í útvarp- inu. Þar var flutningur á Eight songs for a mad king eftir Peter Maxwell Davies á heimsmælikvarða. Ég heyrði Þorstein Gauta Sigurðsson leika af mætti mikið virtúósprógamm og þar eigum við dýrmætt efni í mikinn listamann í hópi píanista. Þá var nú ekki slakt hljóðið í sellónemendum Gunnars Kvaran, þegar þau léku Villa- Lobos í Bústaðakirkju, að ég tali nú ekki um hann sjálfan með sinn snilldar Bach. Og halda menn kannski að meistarar á borð við Helgu Ingólfsdóttur og Hafliða Hallgríms- son og Pétur Jónasson séu einhver jir hvers- dagsmenn? Fyrir allt þetta og margt fleira erum við innilega þakklát. Þeir sem sáu Brúðuheimilið með fær- eyskum og íslenskum leikurum undir stjóm Sveins Einarssonar segja að þar hafi verið brotið blað í Ibsenflutningi, hvorki meira né minna. Fyrir þessu hef ég leikhúsfólk sem ég tek mikið mark á. Gera menn sér grein fyrir að slíkt er heimsviðburður? Og Þjóð- leikhúsið fékkst til að sýna nýtt íslenskt verk (Milli skinns og hörunds eftir Ólaf Hauk Símonarson), þrátt fyrir „Guys and dolls" vímuna. Er það ekki þrekvirki? Sjálfur sá ég bara Borgar Garðarsson fara með Þjóðlífsþætti eftir Áma Bjömsson uppi í Árbæ. Það var stórfróðlegt gaman, yndis- legt. Borgar er mikill Ieikari og flutti þetta „one man show" einsog sannur „virtúós". Það hlýtur að vera rík þjóð sem hefur efni á að nýta slíkan snilling jafn lítið og gert hefur verið þessi fjögur ár hans hér í bænum. Og svo er hann víst á förum aftur til Finnlands. Það er raunverulegt „Tap“. Lucia Valentini- Terrani-kannski mesti söngvari sem hér hefur nokkru sinni látið í sér heyra. eftir Leif Þórarinsson Mönnum ber saman um að myndlist á þessari Listahátíð sé stórgóð. Mest ber auð- vitað á Appel í Listasafninu, sem er glæsi- legur menningarviðburður. En t.d. sýning íslensku útlaganna á Kjarvalsstöðum gleð- ur margt hjartað og þá ekki síður Jón Gunn- ar og Magnús Pálsson í Nýlistasafninu. Og það er ótalmargt fleira merkilegt á ferðinni, eða var, því flest er þetta nú Iiðið hjá, mér er sagt að það hafi verið um eða yfir 60 sjálf- stæð atriði á Listahátíð! Hvemig þeim sem stóðu að framkvæmdum (Bjami Ólafsson, Þorkell Sigurbjörnsson, Sigmar B. Hauks- son, Hrafn Gunnlaugsson o.fl. o.fl.) tókst að sigia þessu nokkuð örugglega í höfn, þrátt fyrir nánasarsvipuna og fúkyrðaflaustrið úr öllum áttum (hér er undirritaður sannar- lega ekki syndlaus) held ég að telja verði til meiriháttar afreka. Hinsvegar held ég að skipulag Listahátíðar þarfnist býsna mikill- ar endurskoðunar og em þar vonandi millj- ón hugmyndir á lofti. Bráðnauðsynlegt er þó að byrja á að losa hana úr pólitísku spennitreyjunni, hún er það versta. Og það þcud ekki aðeins að byrja að undirbúa „Listcihátið 1986“ á morgun, því Listahátíð- ir, einsog þær gerast víðast um heims- byggðina, eru skipulagðar minnst fjögur ár fram í tímann. Hamingjuóskir. JAZZ Nóturnar sem ekki eru leiknar - Með Kvartettinum, humarhölum og reyktum laxi Það var dátítið gaman þegar félagarnir í Módern Jazz Kvartettinum komu á Hótel Loftleiðir ásamt umboðsmanninum - meist- arabassaleikaranum Ray Brown. Blaða- menn voru með tól á lofti en þeir félagar nokkuð þreyttir, enda lent í heimsfrœgri seinkun Flugleiða á Atlantshafsfluginu. Þeir voru spurðir hvort sá orðrómur vœri réttur að þetta yrðu síðustu tónleikar kvartettsins. Connie Kay neitaði því snarlega og spurði hver hefði komið þeim orðrómi af stað. Undirritaður var fljótur að bera stíkt afsér, en orðrómur er auglýsing. - Það er hryggilegt að hitta þig bassa- lausan þegar þú stí'gur fyrst fæti á ísienska grund, segi ég við Ray Brown. Hann urrar eitthvað en seinna þegar við förum að spjalla um tónlist og viðskipti spyr hann hvort ég sjái ekki gráu hárin á höfði sér. Það er ekki auðvelt því þau svörtu em margfalt fleiri. - í minni ætt verður fólk ekki gráhært nema það fáist við viðskipti. Annars er Ray Brown á kafi í tónlistinni. Hann og Milt Jackson em með kvartett þar sem Cedar Walton leikur á píanó og Mickey Rocker á trommur. Þeir þyrftu að heim- sækja okkur. Ég spyr John Lewis hvort maður fái ekki að heyra í honum á djassfestívalinu í Kaup- mannahöfn - ég hafi séð í dönsku blaði að hann ætli að leika þar með sænska klarinettuleikaranum Putte Wickman. - Þetta vitiði uppá íslandi, segir Lewis og brosir. - Ég ætla að leika með Putte í Tívolí og Mads Winding verður á bassann og Ed Thigben á trommumar. Mér líkar vel á Norðurlöndunum og cilltaf gaman að leika með góðum mönnum, þó mestur tími minn fari í tónsmíðar og kennslu þegar ég er ekki aðvinna með Módem Jazz Kvartettinum. I hádeginu daginn eftir átti ég þess kost að hitta Milt Jackson, Percy Heath og Connie Kay ásamt Listahátíðarmönnum og humarhölum og reyktum laxi. Þótti djass- mönnum sjávarréttimir ljúfmeti og óskaði Percy þess að geta tekið nokkur kíló cif humri með sér heim. - Mikið yrði konan hrifin af mér þá. Þetta er mín stærð - ekki of litlir og ekki of stórir. Svo var farið að spjalla um djassmeistara. - Lester Young var stór- kostlegur maður en sérsinna. Mér þótti mjög vænt um hann, segir Percy. - Já rétt er það, bætir Connie við. - Ein sérviskan hans var að hann vildi aldrei fara framá kaup- hækkun á klúbbunum þótt hann fyllti þá útúr dymm. Lady Kay, sagði hann alltaf við mig, meðan Lester fær sín sjöhundmð og fimmtíu þá biður Lester ekki um meira né minna. Hcinn gerði sér ekki grein fyrir að það var dálítið miklu minna sem við strák- arnir fengum. - Colemctn Hawkins fékk þús- und fyrir eitt sett. Hcinn kom inn á miðju kvöldi og lék eitt sett og fór síðan. Alltaf troðfullt og svo léku einhverjir aðrir framá morgun, segir Milt Jackson. - Coleman gat þetta, svarar Percy. - Eini maðurinn sem gæti fyllt klúbb á þennan hátt er Miles Davis og hann mundi bara leika eitt lag. - Muniði þegar við vomm að spila með Hank Jones, segir Connie, - og Monk kom í klúbbinn og gekk lengi frcim og aftur fyrir aftan pícinóið hjá Hank og í hléi hrópuðu allir á Monk að leika nokkur lög, en hann hristi höfuðið og sagði: Ég ber of mikla virðingu fyrir Hank Jones til að fara að leika á píanó þarsem hann er að spila. Þeir muna þetta aJlír og Connie heldur áíram. - Ég hitti djassgeggj- ara í Japan sem bauð mér heim. Hcinn Vcir einsog tölva, mundi hverja hljóðritun sem ég hafði gert og svo sýndi hann mér jarðar- för Theloniusar Monk af myndbandi. Alla jarðarförina einsog hún lagði sig! Svo em sagðar sögur og Sigmar B. ræðir um sjávarrétti og spyr síðan hvemig gangi hjá Norman Granz. - Hann er að fara að gefa út skífu með okkur á Pablo, segir Percy. Annars var brotist inná skrifstofuna hcins í Kalifomíu nýlega og stolið einum hlut. Það var yndislegt listaverk eftir Picasso - dulítil eirmynd af satýr er sat á hækjum sér með mikinn reistan lim. Milt Jackson segist hættur að leika á festívölum. Hafi ekki tekið þátt í djamm- sessjónum í tvö ár - hafi fengið nóg cif slíku. Percy er með kvartett ásamt bræðrum sín- um Jimmy saxafónleikara og Tootie trommara og Stanley Cowell pícinista. Spjallað er um ýmsa djassmeistara sem heimsótt hafa ísland. Þeir segja okkur að Dexter sé líkcimlega búinn og kemur það ekki á óvart eftir að hafa sé kalífomísku myndina er sjónvarpið sýndi í vetur. - Hver var á trommurnar með Hampton þegar hann Vcir hér? spyr Connie. - Frankie Dunlop, svcira ég. - Já, Frcinkie er seigur. Gate drepur hann ekki svo auðveldlega. Hann er búinn að drepa af sér í það minnsta tvo trommara. Hann kýlir bandið svo áfram að það er engu líkt. Percy hlær. - Em þeir ekki þrír? Einhvem daginn dettur Gate framá víbrafóninn og er allur. Hann hættir ekki fyrr. Og að lokum er spjallað um nótumar. - í tónlistarskólunum læra drengimir hvemig á að spila allar þessar nótur, hvemig á að spila sem flestar nótur á sem skemmstum tíma og það er nauðsynlegt, segir Percy. Jackson bætir við: - En það sem skiptir máli er að læra hvaða nótur maður á ekki að leika. Ég er enn að læra að sleppa sem flestum. Það er listin! Tónleikarnir „Og nú Ieikum við það sem djassinn get- ur síst verið án, en það er blúsinn", mælti Milt Jackson áðuren hann sló fyrstu tónana í True Blues og það voru orð að sönnu og allt frá upphafstónunum í Montrey Mist til lokatóna Bag’s Groove var blúsinn alltaf nærri og Percy Heath var einleikarinn í frumsömdum blús: The Watergate Biues. Þar naut hinn tæri strengleikur sín vel, en Percy er einn þeirra sem best nýttu arfinn frá Oscar Pettiford. Milt Jackson hafði sam- ið blús fyrir Connie. Þar spann Jackson meistaralega og vitnaði í Now’s The Time og aðalstefið úr Rapsódíu í bláu. Jackson brá stundum tilvitnunum fyrir sig, en á smekklegri hátt en flestum er gefið ss. þegar It Don’t Mesin A Thing féll inní nýtt verk: Travelin’, einsog frumscimið væri. Já það var leikið mikið af nýjum verkum einsog Souscimcirsinn þairsem Connie Kay fór á kostum og lék á hláturtaugamar og íróní- una. En auðvitað fengum við að heyra nokk- ur gömul og góð verk. Á Bag’s Groove, síð- ara aukalagið, var minnst í upphafi. Fyrra aukalagið var Django, hið undurfagra minn- ingarljóð Lewis um gítarleikarann ástsæla. Milano, sem er frá 54 einsog Djcingo, var Modern Jazz Quartef - markvisst skrifað kringum spunann. eftir Vernharð Linnet einleiksverk Lewis og fór hann á kostum í nýrri útsetningu á verkinu. Kvartettinn flutti tvo kctfla úr kvikmyndatónlist Lewis fyrir mynd Vadims: Sólarlaust í Feneyjum. One Never Knows og The Golden Striker. Það síðarnefnda var í nýjum búningi. Hinn dramatíski undirtónn varð að víkja fyrir gáskafullu boppi - svo var nýtt verk af evrópska toganum: The Hom Piper og að sjálfsögðu fékk Jackson nokkrar ballöður til að gefa snillinni lausan tauminn hvort sem kvartettinn lék undir ss. í Willow Weep for Me eða hann stóð einn og spann um laglín- una sem Nat King Cole söng til frægðar og John Coltrcine blés best: Nature Boy. Það var makalaust að upplifa þennan ei- lífa kvartett þarna í Laugardalshöll. Percy Heath og Connie Kay hinir fullkomnu aflgjaf- arfágaðrarsveiflu og John Lewis með hinn agaða píanóstíl þar sem öllum óþörfum nótum hefur verið Vcirpað fyrir borð. Það em ekki margir sem hafa kosið þá leið og þar trónir þrístimið öðrum ofar: Count Basie, Thelonius Monk og John Lewis. Svo er það Milt Jackson - það fór ekki milli mála að hann er einn cif meisturum djassspun- ans. Töfrarnir sem fylltu hvert tónhlaup voru slíkir að við sem í salnum sátum svif- um í hæðum. Módern Jazz Kvartettinn er ekki ólíkur Ellington hljómsveitinni. Þar er skrifað markvisst kringum spuncinn. John Lewis er í hópi helstu tónskálda okkar tíma og ásamt Gunther Schuller hefur hann unnið mark- visst að sammna djasshrifa og evrópsks tónskáldskapar í tónhugsun er nefnd hefur verið Þriðji straumurinn. Þeir félagar hafa Scunið mikið fyrir sinfóníusveitir og kcimmersveitir og má nefna Conversation fyrir Módern Jazz Kvartettinn og Beaux Art strengjakvartettinn. Gunter Schuller hefur komið til íslands og stjómað Sinfóníu- hijómsveitinni hér. Það breytti því ekki að sinfóníuíorráðamenn neituðu John Lewis um að leika á flygil sveitarinnar þó hann hefði verið lánaður í Laugcirdcdshöll undir Askenasífeðgana. Æ, Gunther Schuller, ekki hafa þessir menn öðlast hina andlegu spekt - ég efast um að Horowitz hefði getað feng- ið þá til að lána Art Tatum hina heilögu kú. Það hefur margt verið skrafað um Lista- hátíð - flest mun gleymast en seint það að gera íslenskum kleift að hlusta á eina mögn- uðustu djasssveit okkar tíma: The Modem Jazz Quartet. 20 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.