Helgarpósturinn - 21.06.1984, Blaðsíða 23

Helgarpósturinn - 21.06.1984, Blaðsíða 23
HRINGBORÐIfi. Létthanteraðar lirfur í íslensku sméri í dag skrifar Sigríður Halldórsdóttir Larves de Guépes frites au Rayon Moths sautés in Butter Það er meiri stæll á öllu í góðu veðri. Það er ekki einungis á fólk- inu, líka öllu þjóðfélagsatferlinu. Ef alltaf væri hlýtt og heiðskírt yrðu kartöflubrestir ekki svona harkalegir á hverju ári, kjötfcirsið yrði ekki svona blautt og þar- frameftir götunum. Matarum- ræð£tn kemst öll á svo hátt plan. Það er mikið heimsborgaralegra að borða hráan karfa en steiktar lærissneiðar í raspi með bökuð- um baunum frá Heinz. Hvað myndu allir nýlistamennimir haJda, Londonsinfóní, látbragðs- leikaramir og Askenasýfeðgamir ef sextánhundmð almennilegir Islendingar væm að úða í sig sauðakjöti með sósu og sultu? Hvað mundi allt þetta fólk halda um okkur? Sem betur fer tókst að Ioka fyrir kjötfarsmálið og út- gröfnu kartöflumar áður en land- ið varð miðpunktur listar og menningar. Maður sæi Askenasý flytja hingað aftur ef hann vissi um kartöflumálið. Nú emrn við sem betur fer komin með mcinn eða menn í þetta sem em menntaðir fagur- kerar og siðameistarar á mat og drykk. Þeir styðjast eingöngu við „lífræn náttúrleg" efni. Að vísu em nokkur leiðinleg ólífræn efni í einu karfaflaki og myndu heita samkvæmt matreiðslubók Helgu Sigurðar og kennslubók í efnafræði fyrir gcignfræðinga natríum, kcilíum, jám, joð... Nátt- úrleg efni í eldamennsku hljóta að vera mörg, nægir að nefna sultu, rasp, uppstúf, kjötfars nýtt og saltað... mörg fleiri, en það stendur í manni hvaða efni em ónáttúrleg. Kannski vanillu- dropar eða tvöfaldur ,Admiral“ í dóscikóki. Póló hlýtur að vera náttúmlaust, búið til úr Sport- kjörnum einsog stendur á flösk- unni. Víða í kaupfélögum útá landi em stórar hillur fullar af litl- um boxum frá „Lillu" og stendur á þeim „eggjagult". Það er senni- lega efnið sem þeir varast að nota hér til þess að rýra ekki gildi fæð- unnar. Ólífrænt og náttúmlaust efni. Það vom búnar til úr því súpur í gamla daga og hétu „eggjagultsúpa með vanillu- bragði". Það hefði ekki þurít nema teskeið af „AdmiraT útí um leið og suðan kom upp til þess að hér væri á boðstólum reglulega trendí sumarsúpa úr ónáttúrleg- um og frekar ólífrænum efnum. En það þarf ansi mikið af lífræn- um straujara í hana til þess að fá fram hið sérkennilega bragð. Það er einn galli á að éta hráan karfa og það er hættan á að fá „fótsmugu". í bókinni ,JVIannæt- ur“ eftir magister Áma Friðriks- son er varað við þessu og miðað við negra þvi þeir em latir að sjóða oní sig (Mannætur, íscifold- arprentsmiðja hf. - Reykjavík 1933): ,í>egar negri sem hefur fótsmugu í fætinum (nema hvar? innskot)veður yfir á eða læk, finnur ormurinn það á sér, að nú muni tækifæri til þess að losna við eitthvað af öllum þeim mörgu ungum sem hann ber undir belti. En negrinn er á verði. Þegar hann finnur að ormurinn hefir teygt sig út úr fætinum, tekur hann spýtu og vefur skepnunni upp á hana, þess verður vandlega að gæta að slíta ekki orminn. Þegar negrinn er búinn að toga það út sem hægt er að ná, bindur hann að spýt- unni og lætur hana dingla við fót- inn þangað til þann þarf að fara yfir vötn næst, þá togar hann dá- lítið meira útúr fætinum." Það sem hér hefur gerst er að krabbafló með lirfu fótsmugunn- ar hefur borist niður í magann á negragreyinu. En nú, þegcir minnst er á lirfu væri ekki úr vegi að glugga í aðra bók sem á fmm- málinu heitir „Why not eat in- sects", og ætti að fást í Blóma- vali, úðunardeild. Þcinnig er mál með vexti að það koma svo mikl- ar pöddur í garða fólks á vorin að það er varla hægt að grilla fyrir þeim. „Them insects eats up every blessed thing that do grow, and us farmers starves". „Well, eat them, and grow fat!“ (E.W. Clcissey LTD. - Oxon 1885). Þetta mætti þýða svona: „Það er svo mikið af p>öddum hjá okkur í alaskavíðinum að við getum ekk- ert notað garðinn, eigum við hjónin ekki að úða? „Endilega, úða þessu í sig eins- og þetta væri fars eða nokkurra daga gamall lestarkarfi." Þjóðarsálin er fertug þessa dagana og fólk kemur til dyranna einsog það er klætt á afmælinu sínu hvort sem það er sól og listahátíð eða súld og þjóðhátið. Með bestu óskum til Lýðveldínu frá vandamönnum: „Einu sinni fóm nokkrir Góðir saman í Læk- inn. Einn er orðinn helvíti slappur um miðnættið, svo þeir slá til um sjöleytið og dmslast með hann á slysavarðstofuna. Læknirinn segir þeim að sá slappi sé búinn að vera steindauður í nokkra klukkutíma. Sá í forsvari hristir hausinn andskoti hissa. ,það hlaut eitthvað að vera, hann var hættur að þiggja sopa strax um tvö.“ “ Rammur þessi á afmælinu, þeir hefðu ekki náð honum í Lundúnasinfóníunni. SÍMASKRÁNA íMíöarkápu! Símaskráin er allsstaðar nauðsynleg. En eftir nokkra notkun vill hún verða snjáð. Stundum rifna blöð úr og þá geta skapast vandræði. Forðum því. Hlífðarkápan frá Múlalundi er lausnin. Endist ár eftir ár og er ódýr í þokkabót. ® Þ Hafið samband við sölumann. Múlalundur Ármúla 34 - Símar 38400 og 38401 - 105 Reykjavík NOACK RAFGEYMAR FYRIR ALLA BÍLA 0G TÆKI Sænsku bilaframleiðendurnir VOLVO. SAAB og SCANIA nota NOACK rafgeyma vegna kosta þeirra. aust h.f Slóumúla 7-9, Simi 82722. Rakarastofan Klapparstíg Sími 12725 Hárgreiðsiustofan Klapparstíg Tímapantanir 13010 Ekkert shampoo jafnast á við EL’VITAL frá L’ORÉAL HELGARPÓSTURINN 23

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.