Helgarpósturinn - 28.06.1984, Blaðsíða 2

Helgarpósturinn - 28.06.1984, Blaðsíða 2
Herdís Þorgeirsdóttir ritstjóri og Jón Óskar Hafsteinsson útlits- teiknari nýja blaðsins. Tímaritið Mannlíf hefur göngu sína ☆ Nýtt tímarit hefur göngu sína nú á föstudaginn. Þaö heitir Mannlíf og ergefiðút af Fjölni hf. sem einnig gefur út tímaritin Gróandann, Bóndann og Byggingar- manninn. Ritstjóri Mannlífs er Herdís Þorgeirsdóttirog við hittum hana að máli þar sem hún var að leggja síð- ustu hönd á afkvæmið ásamt Jóni Óskari Hafsteinssyni myndlistarmanni sem er út- litsteiknari blaðsins. ,,Þetta fyrsta blaö veröur rétt innan við hundrað síður en við gerum jafnvel ráð fyrir að það verði stærra í fram- tíöinni,‘‘ sagði Herdís. „Þetta blað á að vera nokk- urs konar samtíðarspegill og við vonumst til að þar finni sem flestir eitthvað við sitt hæfi. Það er lögð áhersla á vönduð vinnubrögð bæði í greinaskrifum og viðtölum og aðeins hæfustu pennar fengnirsem höfundar. Það verður fjallað um stjórnmál, listir, tísku og gerð úttekt á samfélagsstraumum og öðrum félagslegum fyrir- bærum. Það verður lögð áhersla á að gera hlutum góö skil og fjalla um þá af alvöru. Meðal efnis í þessu fyrsta blaði má nefna viðtal við Valgerði Bjarnadóttur, þar sem hún ræðir sína lífs- reynslu oq viðhorf á hrein- skilinn hátt. Af öðru efni má nefna viðtal við Jónas Haralz, grein um hægri öflin í bandarískum stjórnmálum, friðarhreyfinguna, efna- hagsmál, grein um unga ís- lenska ,,businessmenn“ og efni af léttara taginu, tíska, umfjöllun um listir og þar fram eftir götunum.“ Herdís Þorgeirsdóttirer stjórnmálafræðingur að mennt. Hún var við nám við Háskóla íslands og síðar í framhaldsnámi í alþjóða- stjórnmálum í Boston. Hún hefur unnið sem blaðamaður á Morgunblaðinu og DV og var við nám i blaðamennsku í London áöur.* Veitingastaður og sumarhótel Bjóðum ferðafólk velkomið til dvalar eða viðkomu hjáokkur. í veitingasal okkar leggjum við áherslu á úrvals mat, góða þjónustu og notalegt umhverfi. Hótelgestum bjóðum við friðsæla dvöl í rúm- góðum tveggja manna herbergjum. Svefnpokapláss er fyrir þá sem þess óska. Gestir eiga kost á ýmiskonar afþreyingu, s.s. sjóstangaveiði, silungsveiði, ferð til Hrís- eyjar, ferð í Ólafsfjarðarmúla, hestaleigu, skemmtilegum gönguleiðum í nágrenni Dalvíkuro.fl. Verið velkomin. Rakarastofan Klapparstíg Sími 12725 Hárgreiðslustofan Klapparstíg Tímapantanir 13010 FERÐANESTI AKUREYRI Ferðamenn! Höfum ávallt á boðstólum: Heitir réttir: Hamborgara, kjúklinga, SS pylsur, heitar skinkusam- lokur, heitar kjúklingasamlokur, heitar nautakjötssamlokur, kaldar samlokur, franskarog hrásalat Einnig mikið úrval af ferðavörum grill og grillvörum. Bifreiðavörum. Verið velkomin. Gasáfyllingar. Nætursala Föstudag og laugar- dag tilkl. 04.00. Opiðfrá kl.9.00 alla daga. 23.30 Uppbygging- in heldur áfram á Torfunni ☆ Rétt ofan viö veitingahúsið Lækjarbrekku er verið aö reisa dálítinn kofa, sem er að vísu nokkuð nýtískulegri en önnur hús á Torfunni en fell- ur þó vel að þeim. Það eru Torfusamtökin sem þarna eru að byggja og við forvitn- uðumst um málið hjá Þor- steini Bergssyni. „Þetta er fyrri áfangi í ný- uppbyggingu sem nauðsyn- leg er vegna brunans mikla 1977. Þarna verðurtil húsa bakarí á neðri hæðinni en uppi verður funda- og samkomu- salurfyrirfimmtíu mannseða svo. Þessi kofi er engin eftir- mynd af húsinu sem fyrir stóð, enda var skortur á vinnuteikningum til að fara eftir. Það voru þó til uppmæl- ingar frá 1970 sem arki- tektúrnemarfrá Kaup- mannahöfn gerðu og það var stuðst við þær þegar stærðin var ákveðin. Stefán Örn Stefánsson arkitekt teiknaði kofann og var þar leyfður viss modernismi en þó með því fororði að hann yröi að falla vel að þeim húsum sem fyrir væru. Þetta sýnist mér hafa tekist bærilega. í síðari áfanga verður svo byggður stærri salur sem mun rúmaum 150manns.“* Eins og sjá má er nýi kofinn heldur nýtískulegri en t.d. Lækjarbrekkan en fellur þó vel inní umhverfið. Rauður: þríhymingur =Viðvörun Gera aukaverkanir lyfsins sem þú tekur þig hættulegan í umferðinni? llSE™ vmoiiti MEÐ ALLA FJÖLSKYLDUNA Höfum sett upp skemmtilegt barnahorn með leikföngum og blöðum, þar sem yngra fólkið getur unað sér meðan foreldrarnir njóta Ijúffengra veitinga í afar vistlegu umhverfi. Ódýr og góður matur við hæfi allrar fjölskyldunnar, ósamt gírnilegum heimabökuðum tertum og helgarhlaðborði. Fríar veitingar fyrir börn yngri en 6 óra, hólft gjald fró 6 til 12 óra. Einnig fríar | veitingar fyrir afmælisbörn dagsins til 12 óra aldurs. Verið velkomin J-lóteU-lok Rauðarárstig 18 - Slmi 28866 C/ 2 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.