Helgarpósturinn - 28.06.1984, Blaðsíða 3

Helgarpósturinn - 28.06.1984, Blaðsíða 3
wm mm mrn mrn mm mm Garður sem fæsta fýsir að heimsækja ☆ Þegar veður er gott þyrpist fólk gjarnan út í hina ýmsu garða borgarinnar. Garður- inn á þessari mynd er þó einn sem fæsta fýsir að heim- sækja. Þetta er bakgaröur hegningarhússins við Skóla- vörðustíg. Þar eru engin tré og engin blóm, aðeins óræktarleg grasflöt. Á vissum tímum dags fá fang- arnir að fara út í garðinn til að anda að sér hreinu lofti og rölta um. Fólk í nærliggjandi húsum hefur verið beðið um að vera þá ekki úti í gluggum.* , .1 REMHHaCEHUft %**&*»* Lestrarmið- stöð f jöl- skyldunnar? ☆ Eitthvað hafa menn pínulíl- ið ruglast í ríminu þegar verið var að raða í hillurnar í bóka- verslun einni í Reykjavík. Á hillunum stendur að þetta sé ,,Family reading center“ eða lestrarmiðstöð fjölskyld- unnar. Við höfum grun um að í sumum fjölskyldum að minnsta kosti væri þetta ekki lesning fyrir yngstu fjöl- skyldumeðlimina.* HÓTEL BLÖNDUÓS BÝÐUR ÞIG VELKOMINN: Við framreiðum alls kyns sjávarrétti auk allra almennra veitinga í þægilegu umhverfi. Veitingasalurinn er opinn sem hér segir: Morgunverðurfrá kl. 7.30-10.30 \ Hádegisverðurfrá kl. 12-13.30 Kvöldverðurfrá kl. 19-20.30 Veitingasalur opinn síðdegis / kaffi, brauð og kökur. Opinn barflest kvöld. Frábær gistiaðstaða í rúmgóðum herbergjum. HÓTELBLÖNDUÓS Gleypið þið önnur tónlistarfélög? „Nei, það er alls ekki ætlunin. Þvert á móti vonum við að starfsemi þessara samtaka komi öllum samtökum tón- listar í landinu til góða og hjálpi þeim í sinni sjálfstæðu starfsemi. Samtökunum er ætlað að styrkja starfsemi annarra félaga og samtaka en ekki yfirtaka þau.“ - Hvernig farið þið að því? „Það eru til fjölmörg samtök tónlistarmanna og tón- listaráhugafólks víðsvegar um landið en enginn sam- eiginlegur vettvangur þeirra allra. Þaö sem við hyggj- umst gera er að stofna heildarsamtök þar sem allir þess- ir aðilar geta unnið saman að verkefnum sem koma öllum til góða. Samtökunum er ekki ætlað aö taka að sér einstök verkefni eins og að halda tónleika eða gera nokkuð það annað sem gæti dregið úr frumkvæði hina einstöku félaga." - Er þetta ný hugmynd? „Nei langt frá því. Svona samtök hafa verið til um- ræðu í áratugi; ég hef t.d. heyrt að Jón Leifs hafi verið með svona áform á prjónunum. Einhvernveginn hefur aldrei orðið úr framkvæmdum en það gefur auqa leið að eftir því sem koma saman fleiri aðilar sem hafa tónlist á dagskrá er hægt að gera stærri hluti.“ - Verða þetta samtök klassískra tónlistarmanna? „Ekkert frekar. Við vonumst til að í þeim verði bæði klassískir tónlistarmenn og aðrir. Þetta eiga ekki að vera nein stefnumarkandi samtök fyrir einhverja sérstaka tegund tónlistar heldur ættu þau að stuðla að vönduðum tónlistarflutningi og bættri umfjöllun og upplýsingum um tónlist. Þetta eiga að vera lifandi samtök með fullan sveigjanleika og jafnrétti milli allra tegunda tónlistar. Innan þeirra gætu starfað, tímabundið, starfshópar með skilgreind verkefni sem þarf að leysa af hendi. I þeim starfshópum væru þeir einstaklingar og aðilar félaga sem best þekktu til verkefnisins hverju sinni.“ - Hin sjálfstæðu tónlistarfélög yrðu þá semsagt sjálfstæðir aðilar að þessum heildarsamtökum? „Einmitt. Og heildarsamtökin geta unnið aðildarfé- lögunum gagn á ýmsum sviðum. Við getum tekið sem dæmi, að oft berast hingað erindi erlendis frá. Annað- hvort er verið að bjóða tónleika eða biðja um tónlistar- fólk eða leita einhverra upplýsinga. Sem stendur er enginn aðili til sem hefur þá heildaryfirsýn að hann geti tekið að sér að miðla upplýsingum á báða bóga eða koma fólki í sambönd. Þettaerþjónustuhlutverk semsamtökin gætu gegnt og nýttist öllum aðllum að þeim.“ - Hvað eiga þessi samtök að heita? „Það er nú alveg óráðið ennþá. Þetta er allt mjög skammt á veg komiö, við erum eiginlega rétt að byrja. Það er búiö að halda þennan eina fund meö ýmsum aðilum sem við töldum að myndu Ijá þessu lið og á honum var kosin sex manna nefnd til að undirbúa stofn- fund samtakanna. Auk þess að undirbúa stofnfund á nefndin að gera tillögu um nafn, skipulag og lög, gera tillögu um aðild og f jármögnun og gera tillögu um verkefni og starfsemi. Við þessi verkefni gerum við ráð fyrir að þiggja tillögur og góð ráð víðsvegar að. Og svo er rétt að taka skýrt fram að þessi nefnd á aðeins að koma meö tillögur. Það er ekkert sem segir að þær tillögur verði endilega sam- þykktar. Það verður öllum möguleikum haldið opnum og það má fastlega gera ráð fyrir að á stofnfundinum komi fram ýmsar hugmyndir og tillögur sem verða að sjálf- sögðu teknartil meðferðar. sem verða að sjálfsögðu teknar til meðferðar. Við verðum bara að sjá til hvernig fólki líst á þetta og verkefni og stefnumótun verður að sjálfsögðu á hendi fleiri en þessarar nefndar, sem er jú ekki ætlað annað en að leggja frumdrög að stofnun samtakanna." Um miðjan júní var haldinn fundur manna sem hafaáhugaá að stofna heildarsamtök um málefni tónlistar i landinu. Kosin var sex manna nefnd til að undirbúa stotnun slíkra samtaka næst- komandi haust. í þessari nefnd á meðal annarra sæti Jón Hlöðver Áskelsson og HP spurði hann um þessi fyrirhuguðu samtök. HELGARPÓSTURINN 3

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.