Helgarpósturinn - 28.06.1984, Blaðsíða 7

Helgarpósturinn - 28.06.1984, Blaðsíða 7
TIGAHLIÐIN- NÝJA SNOBBHVERFIÐ • Náin fjölskyldutengsl milli margra kaupenda • Umboðsmönnum teflt fram • ,, Aðf erðin kemur í veg fyrir brask* ‘, segir borgarstjóri • ,,Blint æði“, segja sumir fasteignasalar • Gamalt dagheimili á skjön við skipulagið eftir Ómar Friðriksson, ásamt Sigmundi Erni Rúnarssyni myndir: Jim Smart Dularhjúpur hefur umlukt sölu Stigahlíðarlóðanna svokölluðu sem borgaryfirvöld í Reykjavík ákváðu að veita 21 umsœkjanda, og fram fór nú á vordögum. Lím er að rœða lítið byggingarsvœði fyrir einbýlishús á túnbleðli ofan við Hamrahlíðina en þó á þeim stað borgarinnar sem mörgum finnst ákjósanlegur til búsetu. Margvísleg þjónusta er innan seilingar og ýmsir aðrir kostir sem ekki. bjóðast í nýju úthverfunum. Þetta erí fyrsta sinn sem Reykjavíkurborg veitir húsbyggjendum lendur borgarbúa með þessum hœtti. Eins konar leynilegt uppboð var haldið á lóð- unum og hverjum sem var heimilt að leggja fram tilboð, án tillits til þess hvar hann er búsettur á land- inu. Milli 200 og 300 manns sýndu áhuga á að reisa híbýli sín á þess- um stað en aðeins 21 er útvalinn hafi hann aðeins nœgilegtfé hand- bœrt. j Ijós kom, að loknu uppboði, að söluverð varð alls 11 milljónum króna hœrra en gert hafði verið ráð fyrir í fjárhagsáætlun borgar- innar; heildarsöluverð rúmlega 34 milljónir og því meðalverð á lóð um 1,6 millj. Lítið annað hefur komið í Ijós af þessum fasteigna- bissness borgarinnar. Nöfn kaup- endanna hafa þó verið birt en frek- ari upplýsinga verður ekki að vœnta fyrr en á nœsta borgarráðs- fundi. Leyndin sem yfirþessu hvílir hefur vakið margar spurningar. Samkvœmt óstaðfestum heimild- um hljóðar hæsta tilboð uppá rúmlega 2 milljónir og lœgsta kaupverð 15 hundruð þúsund. Hverjir hafa efni á að leggja út svo mikið fé í lóðakaup, og hvaða að- dráttarafl er það sem Stigahlíðin hefur til að fá slíka aðsókn? Skilyrðin Hjörleifur Kvaran, skrifstofu- stjóri borgarverkfræðings, annað- ist framkvæmd þessarar lóðasölu fyrir hönd Reykjavíkurborgar. Hann tjáði HP að frekari uplýsingar um söluverð einstakra lóða og kaupendur þeirra yrðu ekki gefnar fyrr en borgarráði hefði verið greint frá því. Það hefur dregist en þó mætti vænta upplýsinga á næsta borgarráðsfundi sem verð- ur haldinn á morgun, föstudag. Hann sagði okkur að þessi aðferð við úthlutun lóða í borginni væri einstök og hefði ekki verið reynd áður. Hann kannaðist ekki við að nágrannasveitarfélögin byðu lóðir svona út til hæstbjóðenda. Stigahlíðarkaupendurnir þurfa ekki að eiga lögheimili í Reykjavík, en þurfa þó að uppfylla þau skil- Sjá nœstu síðu

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.