Helgarpósturinn - 28.06.1984, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 28.06.1984, Blaðsíða 8
yrði sem reglur um lóðaúthlutun í Reykjavík kveða á um, að sögn Hjörleifs. Þar segir m.a. að um- sækjandi þurfi að vera fjárráða, ís- lenskur ríkisborgari og skuldlaus við gjaldheimtu. Umsækjendur þurfa ennfremur að geta sýnt fram á, að þeir geti fjármagnað bygg- ingarframkvæmdir og staðið við þá byggingæskilmála er gilda. Þó hæpið sé að tala um úthlutun við þessa kaupsamninga, hlýtur sú út- hlutunarregla að gilda sem segir að verði úthlutunarhafinn staðinn að því að bjóða til sölu lóð eða byggingarframkvæmdir áður en lóðarsamningur er gerður skal út- hlutun afturkölluð. Inni í kaupverði lóðanna felast gatnagerðargjöld, sem að sögn Hjörleifs miðcist við rúmmál hvers húss sem þar rís. Það er 627,50 á hvern rúmmetra þannig að heild- arhlutur þeirra í kaupverði hverrar lóðar gæti verið á bilinu 5-600 þús- und. Fyrir hvert hús er þá rúm- metrafjöldinn á bilinu 8-900. Hann segir okkur að við fram- kvæmd útboðanna hafi verið fylgt ákveðnum reglum, nu. þeirri, að hver sá sem lagði inn tilboð hafi boðið eina ákveðna tölu án vitn- eskju um tilboð annarra og síðan var hverjum sem bauðst lóð gefinn sólarhringur til að ákveða sig. Miklar getgátur hcifa verið uppi um það hverjir það séu sem keypt hafa þessar margumræddu millj- ónaJóðir. Hverjir það séu, sem fjár- ráð hafi til kaupa á sannvirðislóð- um, einsog borgarstjóri nefnir þær. Virðast ýmsir hafa búist við að sá listi væri eingöngu þakinn nöfnum þekktra „fjármálafursta", einsog eitt dagblaðanna nefndi þá. Athygli hefur þó vakið að fá þekkt nöfn eru á þessum lista, og enn- fremur hversu margar konur eru meðal kaupenda, eða alls 6 af 21. Eru þó konur ekki taldar meðal þeirra best stæðu efnalega í þjóð- félaginu. Ýmis óþægindi hcifa fylgt þeirri leynd, sem nafnalistinn er hjúpað- ur, fyrir fjölda fólks, því aðeins er getið nafna kaupendanna án frek- ari auðkenna, og hafa margir al- nafnctf lóðarhafa fengið að finna fyrir forvitni almennings og upp- hringingum fjölmiðla. Við á HP höfum fundið að mikill áhugi ríkir meðal fólks á því hverjir það séu sem fest hafa fé sitt í Stiga- hlíðarlóðunum, og hversu það mál allt er umleikis. Hver er upphæð einstakra lóða? Verður brciskað með þessar lóðir? Ákveðið var að reyna að hafa upp á lóðarhöfunum sjálfum og athuga þeirra sjónar- mið, hvort þeir væru reiðubúnir til að gefa upplýsingar í fjölmiðlum um kaupin. Við náðum tali af alls 12 kaupendum, og birtast svör þeirra á öðrum stað hér á síðun- um, en almennt fundum við það sjónarmið ríkja meðal þessa fólks að þetta væri alfarið einkamál þess og kæmi fjölmiðlum ekkert við. „Vill einhver tala um þetta við ykkur?" spurði eiginkona mcinns úr hópi þeirra lóðareigenda sem við náð- Davíð Oddsson: ,,Nú er loksins komið í veg fyrir brask.“ Á uppdrættinum er hið umdeilda hverfi vinstra megin við Stigahlið. um ekki tali cif. „Ég fatta ykkur ekki,“ hélt hún áfram. Innbyrðis tengsl Við komumst fljótlega að því að þetta svæði 21 einbýlishúsalóðar virðist hafa sérstakt aðdráttarafl fyrir fjölskyldur og ættingja á þann hátt að nokkur hjón bjóða í - og fá - sitthvora lóðina. Og eins fundum við mæðgin sem fá hvort sína lóð. Það er í sjálfu sér ekkert athuga- vert við að ættingjar vilji halda saman og búa í nábýli, en að hjón hafi efni á að kaupa sér tvær dýrar lóðir vakti forvitni okkar. Við eftirgrennslan fundum við þrenn hjón sem tengjast kauptil- boðum á sex lóðum. Indriði Páls- son, forstjóri Skeljungs, og kona hans Elísabet Hermannsdóttir, ss. fram hefur komið í blöðum. Jón Gunnar Zoega, lögfræðingur, og kona hans Guðrún Björnsdóttir eru með tvær lóðir, en samkvæmt upplýsingum Jóns er það í umboði fyrir aðra aðila. Jón kaupir lóð fyrir Gest Jónsson, lögfræðing, en Gest- ur vildi þó ekki staðfesta það í samtali við HP. En að sögn Jóns, kaupir Guðrún lóð fyrir Gunnar Jónsson, bónda á Ásmundarstöð- um í Ásahreppi, Rangárvallasýslu. Ekki fékk HP þetta þó staðfest hjá Guðrúnu sem sagði að enn sem komið væri keypti hún lóðina að- eins fyrir sig sjálfa. Ekki náðist í Gunnar til að fá hans staðfestingu á lóðakaupunum, né fengust yfir- leitt nokkrar upplýsingar um það af hverju fólk léti aðra standa að þessum kaupsamningum fyrir sig. Eiginkona Gunnars er hinsvegcir með lóð í Stigahlíðinni, en sagði það vera fyrir þau hjón bæði. Strax í endursölu í viðtölum HP kom ekkert fram um það hvort fólk ætlaði sér lóð- irnar til annars en húsbygginga fyr- ir sjálft sig. Umboðsmennska getur átt sér fullnægjandi skýringcir og er á engan hátt óheimil, einsog fram kom hjá Hjörleifi Kvaran, en þær skýringar fengum við ekki. Ekki fengum við heldur upplýsingar um það hver stæði á bak við sölu þeirrar lóðar sem fasteignasalan Húsafell fékk til sölu strax tveimur dögum eftir að hún var seld af hendi borgarinnar. Samkvæmt heimildum HP er þó hér um að ræða tengda aðila sem hlutu tvær lóðir en vildu selja aðra sem fyrst. „Við máttum svo sem eiga von á raðtilboðum," segir Hjörleifur Kvaran aðspurður um samsetn- ingu kaupendahópsins sem fram kemur hér að ofan, „svo eina leiðin fyrir okkur var að láta ekki tilboðs- gjafa vera viðstadda opnun þeirra. Þetta gekk mjög vel því 17 af efstu 21 bjóðendum tóku allir lóð,“ heldur hann áfram. Hann segir þetta allt raunar hafa gengið eftir áætlun. Lóðirnir verði tilbúnar til fram- kvæmda í næsta mánuði. Kaup- samningar setji svo lóðareigend- um það skilyrði að þeir hafi lokið við að steypa sökkul inncin árs, og að húsin verði gerð fokheld innan tveggja ára. Svo sem fram kemur hér í grein- inni eru dæmi þess að kaupendur lóða séu ekki að kaupa fyrir sjálfa sig heldur fari með umboð fyrir aðra. Eins hefur komið fram í fjöl- miðlum gagnrýni á lóðasöluað- ferðina; hún bjóði upp á brask með lóðirnar. Aðspurður um þetta segir Hjörleifur ekkert vera sem banni það að menn kaupi fyrir aðra; „en við stöndum að sjálfsögðu í réttar- sambandi við tilboðsgjafann sjálf- an, og það er hann sem verður að standa við skilyrði kaupscimnings- ins,“ segir hann og upplýsir okkur um að lóðakaupendurnir verði að greiða fjórðung kaupverðsins fyrir 15. júlí. Hafi þeir samþykkt víxil fyr- ir þeirri fjárhæð, en eftirstöðvam- ar séu svo á skuldabréfi sem greið- ist á einu ári. Ef ekki verði staðið í skilum, áskilji borgin sér rétt til riftunar og verði öðrum tilboðs- gjöfum þá boðin lóðin. Sefjun? Tvímælalaust má segja að verð- mæti byggingarhæfra lóða á höf- uðborgarsvæðinu sé mjög mikið. Þó er það mjög mismunandi eftir svæðum, og það er ekki kostnað- urinn við að gera landið byggingar- hæft sem ræður, ss. gatnagerð, holræsalögn o.s.frv„ heldur eftir- spurnin eftir lóðunum sem getur haft mjög mikil áhrif til hækkunar. Á verðbólgutímum þótti ein væn- legasta fjárfestingin að setja pen- inga í lóðir. Nú er ekki óðaverð- bólga. Hvað ræður þá þessu háa Hvað segja kaupendurnir- ekki? Hvað er það við Stigahliðina sem veldur því að fólk er reiðu- búið til að leggja fram fé í millj- ónavís, aðeins til að fá þar aðset- ur til húsbygginga? Eins var fólk spurt um þá söluaðferð sem borgin notar, og hvort það vœri reiðubúið til að gefa upp kaup- verð lóðanna því þœr upplýsing- ar hafa ekki legið á lausu afborg- arinnar hálfu. Okkur á HP tókst að hafa uppá nokkrum hinna nýju lóðareigenda. Eins og fram kemur í við- tölunum voru viðmœlendur okk- ar tregir á allar upplýsingar. Elísabet Hermannsdóttir, eig- inkona Indriða Pálssonar sem einnig er lóðarkaupandi, Safa- mýri 16. 56 ára. Starfsstaða óþekkt: „Við höfum oft sótt um lóð en ekki fengið. Með þessari aðferð er boðið í ióðir á sama hátt og gert er í nágrannasveitarfélögunurn? — Dýrar lóðir? „Nei, mér finnst þetta ekki dýr- ar lóðir." — Þið hjónin eruð með tvær lóðir. Á að selja aðra? „Það þarf ekki að óttast að verslað verði með lóðir okkar hjónanna." Indriði Pálsson, eiginmaður Elísabetar Hermannsdóttur sem einnig er lóðarkaupandi, Safa- mýri 16. 54 ára, lögfrœðingur og forstjóri Skeljungs hf.: „Þetta er sama aðferð og notuð er í nágrannasveitarfélögunum." —Ætlið þið hjónin að byggja þarna innan þess tímafrests sem borgin setur? „Það er okkar mál.“ — Finnst þér þetta ekki vera dýrar húsalóðir? „Upphæð lóðanna er mats- atriði hvers og eins.“ — Viltu gefa upp verð ykkar lóða? ..Það er okkar mál.“ Guðbjörg Antonsdóttir, Hraun- bœ 174. 27 ára. Starfsstaða óþekkt: „Ég vil ekkert ræða þetta mál. Það er alveg útrætt." Guðlaug Þórarinsdóttir, sem er móðir Þórs Ingvarssonar sem einnig er lóðarkaupandi en ekki náðist í. Drápuhlíð 17. 58 ára. Starfsstaða öþekkt: „Við erum mjög ánægð með að hafa fengið þarna lóð, því mér er mikið í mun að geta verið í Hlíð- unum, en það var númer eitt hjá okkur að komast í eitthvað nýtt, svo ég er ánægð að þurfa ekki að skipta um hverfj." — Viltu gefa upp kaupverð? „Nei, en get þó sagt þér að ég var ekki nærri því hæst.“ — Sonur þinn kaupir þcirna líka lóð? „Þau mál eru alveg óskyld." Ekki náðist i Þór Ingvarsson. Hörður Þorgeirsson, Stuðlaseli 21. 66 ára. Starfsstaða: Trésmið- ur: „Ég get sagt þér það fyrirfram að ég gef engar upplýsingar í þessu máli.“ Jón G. Zoéga, Reynimel 29. 41 árs. Starfsstaða: Lögfræðingur. Kvæntur Guðrúnu Björnsdóttur sem einnig er lóðarkaupandi: „Þessi lóðasöluaðferð leysir margan vanda og gefur borginni tekjur. Ekki veitir af. Það er mikil ásókn í lóðir núna og þetta er gróið hverfi með mikla þjónustu í næstu nálægð." — Viltu gefa upp kaupverð? „Það vil ég ekki því ég er að kaupa þetta fyrir annan. Það er Gestur Jónsson, lögfræðingur, þú getur spurt hann." — Konan þín er líka að kaupa lóð þarna? irJá, það er fyrir Gunnar Jó- hannsson, stórbónda, með Holtabúið á Ásmundarstöðum í Rangárvallasýslu." — Það hefur verið gagnrýnt að lóðir fari í endursölu... „Það er alveg eðlilegt að versl- að sé með þetta." Gestur Jónsson, Grófarseli 28. 33 ára. Starfsstaða: Lögfrœðing- ur. Er orðaður við lóðakaup gegnum Jón G. Zoéga, lögfrœð- ing'. „Ég hef akkúrat ekkert um mál- ið að segja" Guðrún Björnsdóttir, Reynimel 29. 33 ára. Starfsstaða óþekkt. Eiginkona Jóns G. Zoéga, sem einnig er lóðarkaupandi og kaupir að hans sögn fyrir Gunnar Jóhannsson: „Þetta er á góðum stað og mið- svæðis þar sem stutt er í alla þjónustu. Gróið og gott hverfi" — Þú ert að kaupa fyrir annan ekki satt? „Það stenst ekki. Enn sem komið er er þetta fyrir mig sjálfa og annað verður þá að koma í ljós síðar." Jón Ólafsson. Starfsstaða: Verslunarmaður í Skífunni Rv.: „Ég er ekki tilbúinn til að ræða neitt um þetta mál.“ Sœvar Sigurgeirsson, Ból- staðahlíð 52. 44 ára. Starfsstaða Löggiltur endurskoðandi: „Eg held að ég vilji ekkert láta hafa eftir mér um þetta." — Hvað finnst þér um lóða- verðið? „Það er mat hvers og eins.“ Vigdís Þórarinsdóttir, Ásmund- arstöðum, Ásahreppi i Rangár- vallasýslu. 31 árs. Starfsstaða óþekkt. Er eiginkona Gunnars Jóhannssonar, sem orðaður er við lóð gegnum kaup Guðrúnar Bjarnadóttur: „Nei, ég vil ekki gefa upp kaup- verð.“ — Er maðurinn þinn að kaupa þarna aðra lóð gegnum umboðs- mann? „Við eigum aðeins eina lóð.“ — Og á að hefja byggingar- frcunkvæmdir nú inncin þess frests sem borgin setur? „Við munum fara eftir þeim skilmálum sem borgin setur í kaupsamningnum." Þórður Óskarsson, Furugerði 10. 44 ára. Starfsstaða: Flugum- sjónarmaður: Vildi ekki láta hafa neitt eftir sér um þessi mál. Ekki tókst að ná í aðra lóða- kaupendur þrátt fyrir leit, en þeir eru: Bragi Ragnarsson, Eggert Atlason, Hafsteinn Sigurðsson, Helgi Þ. Jónsson, Hörður Jóns- son, Jón Zalewski, Jóncis Sigurðs- son, Kristín Árnadóttir, Olafur Björnsson og Þór Ingvarsson. Að sögn Hjörleifs Kvaran, skrifstofu- stjóra hjá borgarverkfræðingi, má vænta að frekari upplýsingar en fram hafa komið í biöðum verði birtar á borgarráðsfundi á morgun, föstudag. Hann segir lóðakaupendur hafa þurft að leggja inn upplýsingar um heim- ilisföng og nafnnúmer með til- boðum sínum og megi vænta að þær verði birtar. Lesendur HP verða þá að láta sér ofangreindar upplýsingar lynda fram að því, en vonandi verða þær til að draga eitthvað úr þeim leiðindaorð- rómi sem ætíð vill fara af stað þegar leynd er yfir málum af þessu tagi og valdið getur mönn- um ónæði, og jafnvel spillingar- aðdróttunum af ýmsu tagi.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.