Helgarpósturinn - 28.06.1984, Blaðsíða 17

Helgarpósturinn - 28.06.1984, Blaðsíða 17
KVIKMYNDIR Að taka myndir - en ekki afstöðu eftir Árna Þórarinsson Háskólabió: í eldlinunni — Under fire. Bandarísk. Árgerð 1984. Handrit: Ron Shelton, Clayton Frohman. LeikstjórL Roger Spottiswoode. Aðalhlutverk Nick Nolte, Gene Hackman, Joanna Cassidy, Jean- Louis Trintignant, EdHarris. Pólitískar myndir hafa ekki verið ær og kýr þeirra sem stýra framleiðslunni í Holly- wood. Enda eru þeir fáir þar sem burðast með mikið meiri sannfæringu en nemur gengi dollarans og gildi verðbréfa. Einstaka leikstjórcir og stjörnur eru þó undantekn- ingar frá þessu, eins og Jane Fonda. Hún veitir gjarnan hagnaðinum af sölu megrun- arkúra í myndir sem gagnrýna þá lífshætti sem gera megrunarkúra nauðsynlega og arðbæra. Ef unnt er að sýna fram á í bók- haldi að pólitískt sinnuð kvikmynd skilar gróða þá hafa þeir í Hollywood ekki stórar efasemdir. Og þetta hafa allmargar slikar myndir gert nú í seinni 'tíð. Sem þýðir að fleiri koma á eftir. Bandaríkjcimenn gæta þess yfirleitt — að jafnaði sem betur fer - að láta pólitískan boðskap myndanna ekki íþyngja þeim. Þeir bianda Sctman boðskap og cifþreyingu með sínum sérstaka hætti, og tekst stundum af- bragðs vel. Myndir sem taka fyrir einstakli- nga í baráttu gegn spillingu cif einhverju tagi — í dómskerfinu, í stjórnmálunum, í hem- um, í kynþáttamálum í umhverfisvemdar- málum — em algengasta formið á slíkri framleiðslu. Dæmi af handahófi: And Justice For All, All the President’s Men, War Games, The China Syndrome, Silkwood. Þannig tvinnast tímabær ádeila sígildum amerískum hugsjónum um mátt einstakl- ingsframtaksins og jafnrétti þegnanna. En þegcir kemur að sjálfri þjóðemisstefnunni, þeim málstað sem vemdar þessar hugsjón- ir, eins og hún birtist í stríðsrekstri Bcmda- ríkjcUTicmna erlendis og stuðningi við „vini“ hér og þar á valdastólum heimsbyggðcirinn- cir, þá fara Hollywoodmenn sér hægt. Víetnamstríðið fékk til dæmis ekki mark- tæka gagnrýna meðferð í bandarískri kvik- mynd fyrr en því var lokið. En þetta er að breytast. Viðvarandi ábyrgð Bandaríkjanna á hernaðarátökum í Mið- og Suður-Ameríku hefur þannig orðið hvati að tveimur prýði- legum kvikmyndum — Missing, sem gríski leikstjórinn Costa-Gavras gerði fyrir banda- rískt fé, og núna Under Fire. Missing var að sönnu áhrifamikil mynd, en Under Fire höfðar meira til mín með sínum frétta- tengdu skírskotunum í bland við harð- soðna efnistilfinningu af ætt Hemingways, þar sem spennandi ytri atburðir speglast í innri þróun söguhetjanna. Söguhetjur Under Fire eru fjölmiðlafólk — milliliðirnir sem endurvairpa heimsfrétt- unum til heimsins. Við hittum þau fyrst í stríðinu í Chad, ljósmyndarann óstöðvandi Nick Nolte, fréttcimanninn Gene Hackman og útvcnpsmanninn Joanna Cassidy, og elt- um þau til átakanna í Nicaragua þegcir Somozastjórnin riðar til fcdls undan sókn Sandinistanna; vinir, starfssystkini og horn í breytilegum ástarþrihyrningi. Og þar fylgj- umst við með því hvernig þau sogast inní hringiðu þeirra frétta sem þau flytja okkur, hvernig æ erfiðara verður að halda ein- hverju sem kallast „hlutleysi" hvernig þau neyðast til að fylla út í siðferðilegt tómarúm sitt sem vel er lýst í orðum Noltes: „Ég tek ekki afstöðu. Ég tek myndir“. Og einhvern veginn virkcir svona „firrt“ samband fólks og atburða sterkar sem pólitískt og listrænt eldsneyti en það háspennta tilfinningasam- band sem einkenndi hlutskipti Sissy Spacek og Jack Lemmons í Missing. Afburða vel hefur tekist með leikaraval. I aðalhlutverkunum er ekki veikur hlekkur; einna helst fær cifburðcileikarinn Gene Hackman ekki úr nægu að moða. í aukahlut- verkum eru eftirminnilegir Ed Harris sem víðförull og siðlaus málciliði og Jean-Louis Trintignant, sem ansi óhugnanlegur stríðs- grósser. En Under Fire heppnast jafn vel og raun ber vitni vegna fyrsta flokks handrits og skynsamlegrar leikstjómar Bretans Roger Spottiswoode, sem vcir klippari og handritshöfundur og hefur aðeins leikstýrt einni mynd áður, B-hrollvekjunni Terror Train. Stakkaskiptin em mikil og vonandi færSpottiswoode þriðja tækifærið fljótlega. Hackman og Nolte lenda í útistöðum við hermenn Somoza- stjórnarinnar í úrvals- mynd Háskólabís Under Fire. Uti er œvintýri. . . Bíóhöllin: Einu sinni var í Ameriku — seinni hluti — Once Upon a Time in America Part II. Ítölsk-bandarísk. Árgerð 1984. Handrit: Sergio Leone, Leonardo Benevenuti o.fl. Leikstjóri: Sergio Leone. Aðalhlutverk Robert DeNiro, James Woods, Elizabeth McGovern, Tuesday Weld. Hið umfangsmikla glæpaævintýri Sergio Leone, Einu sinni var í Ameríku, endar á því að aðalpersónan, bófinn Noodles (Robert DeNiro) kemst að raun um að sá heimur sem hann og félagar hans höfðu byggt upp með hömlulausu ofbeldi og ógnarstjóm út á við og vináttu og bræðralagi innávið var reistur á sandi. Vonleysi og einmanakennd undirferlisins skína út úr glottandi andliti DeNiros sem horfir úr vímu ópíumholunnar beint í myndavélina og lokar hringnum sem opnaðist í fyrri hluta myndarinnar. Þetta er sterkt atriði, eitt og sér. í þessum lyktum leikur Leone sér einkar fimlega að tímanum eins og reyndar í kvikmyndinni allri; vippar sér afturábak og áfram í lífi Noodles í snjöll- um tengingum svipaðra mótífa. En uppgjörið milli Noodles og fóstbróður hans, Max (James Woods) sem bundið er í hinni snúnu og óvæntu lokafléttu, lyppast niður þegar Leone hyggst draga heildar- ályktun af ævintýri sínu: DeNiro stendur fyrir framan höll síns gamla fóstbróður. Rétt áður hafði hann hafnað áskomn Woods um að binda enda á líf hans á meðan Bítlalagið Yesterday berst úr veisluglaumi hallargesta (Leone notar þetta lag í báðum hlutum myndarinnar á einkar ódýran hátt). DeNiro fylgist með sorpbíl aka frá höllinni og gefið er sterklega til kynna að Woods hafi kastað sér í kvöm bílsins á leiðinni. Afturljós sorpbílsins fjarlægjast og breytast í framljós fólksbifreiðar. í henni er ungt fólk sem syngur hástöfum um leið og ekið er framhjá hinum aldraða glæpcimanni: God Bless America. Þetta einstaklega simpla lík- ingamál í niðurstöðu ævintýrisins afhjúpar það sem áhorfanda gmnar í fyrri hluta Einu sinni var í Ameríku en gleymir í ýmsum vönduðum og velheppnuðum atriðum seinni hlutans, þ.e. að þessi mikla mynd er lítið annað en glæsilegar umbúðir utan um ekki neitt. Leone og félagar hans við handritsgerð- ina leggja ágætlega drög að glæpaveldi í uppsiglingu þegar lýst er æsku fóstbræðr- anna í fyrri hlutanum. Seinni hlutinn hefst þegar DeNiro snýr aftur úr fcingelsi, og gengur inní bræðralagið, þar sem Max hefur tekið forystuna. Helsta gildi myndarinnar er lýsingin á ástar-haturs-sambandi Noodles og Mcix, þar sem DeNiro og Woods em ekk- ert minna en framúrskarandi. Hvemig þess- ir menn nauðga því sem þeim er kærast (samanber hrottafengið atriði þegar Nood- les svívirðir langþráða ást sína í límósínu eftir íburðarmikinn og siðfágaðan kvöld- verð), hvernig þeir fóma sífellt því sem þeir þrá á altari ofbeldisdýrkunar og auðsöfn- unar, — þetta em þeir þættir sem best em túlkaðir. En samtöl og inntak sögunnar eins og tengsl bófa og verkalýðsleiðtoga, em svo rýr í hlutfalli við miklar tilfæringæ með form og tímaflakk að fyrmefnd niðurstaða skilur eftir hjá áhorfanda óbragð lágkúr- unncir. Aðrar persónur en Noodles og Max eru lítt unncir cif handriLshöfundum og leik- stjóra, og val í hlutverk er mistækt; t.d. er Elizabeth McGovem ómöguleg sem Elskan hans Noodles, og hinir fóstbræðumir þrír eru lítt eftirminnilegir. I Einu sinni var í Ameríku er urmull af fínum hlutum. Þeir tolla bcira ekki nógu vel saman. Menn skyldu þó ekki láta myndina fara fram hjá sér. Hún er alltof góð til þess. En þá skal eindregið mælt með því að þeir sjái hlutana tvo í samhengi, — fari fyrst á fyrri hlutann og svo strax á eftir á þann síðari. Leone segir ekki mikið meira um amer- íska drauminn í líki glæpamennsku og sjálfstortímingar en Brian DePalma gerði í subbuskapnum Sccirface. En hcinn segir það með þeim blóðuga elegans sem prýddi spaghettivestrana hans í öndverðu. Kann- ski hann ætti að snúa aftur heim á gresjuna í Róm. Fóstbræðralag í glæpum-Max (James Woods), Noodles (Robert De Niro), Pastry (James Hayden og Cockeye (William Forsythe) HELGARPÓSTURINN 17

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.