Helgarpósturinn - 28.06.1984, Blaðsíða 20

Helgarpósturinn - 28.06.1984, Blaðsíða 20
,,Á hröðum flótta undan lífinu“ — Sjónarhóll fjölskyldunnar HRÓPA Á 9 eftir Hallgrim Thorsteinsson myndir Jim Smart • Móðir ffkniefnaneytanda, sem HP sagði frá fyrir hálfum mánuði, vill að foreldrar ungra vímuefna- neytenda hætti að skammast sín fyrir þessi böm sfn og þrýsti á um að kerfið hjálpi þeim af braut sjálfseyðileggingar. Fyrir tveimur vikum, sama dag og Helgarpósturinn birti frásögn af ungum vímuefnaneytendum í Reykjavík, fann lögreglan stúlk- una, sem greinin fjallaði aðallega um, uppi í Arbœ. Hún var illa til reika, berfœtt, og á einhverjum lyfjum. Hún gat varla talað. Málið, sem HP hafði kallað á for- síðu: „Þetta er vonlaust..." virtist vonlausara en fyrr. Henni var ekið heim. Hún hafði sagt í greininni að hún vœri fyrir löngu farin að heiman og að hún þekkti ekki fólkið sitt lengur. Fjöl- skylda hennar er bara alls ekki sammála. Móðir hennar og eldri systkini segjast hafa reynt allt til að halda henni heima. Þau segja að hún sé oft heima... ,,Það er bara þegar hún fer í þetta dóprugl, þá..." Þá bíða þau og vona. Mamma hennar segist vera hrœdd við að taka upp tólið þegar síminn hring- ir. Lögreglan hefur oft komið og hringt og fjölskyldan veit að nœsta símtal eða heimsókn gœti hafist svona: ,,Það tekur okkur sárt að þurfa að tilkynna þér þetta, en dóttir þín..." „Ég fer á Klepp á endanum að vita af henni svona, einhvers staðar og einhvers staðar, verri en dauðri," segir móðirin. „En ég ætla aldrei að gefast upp með hana, fyrr dey ég sjálf. En nú get ég ekki mikið meira, það verður einhver að koma til móts við mig með hana. Ég hrópa á hjálp." Stúfkan, sem við kölluðum Guð- rúnu (ekki hennar rétta nafn), er nú komin í enn eina meðferðina. Hún er 17 ára, ekki orðin 18 eins og hún sagði okkur, og hefur þrætt allar meðferðarstofnanir landsins á síðustu tveimur árum. Nu á enn að reyna til þrautar og enn eina ferðina fann fjölskyldan enga aðra leið til að koma henni til meðferðar heldur en að leita eftir sjálfræðis- sviptingu hennar í hálfan mánuð. Guðrún brást ilia við, hún segir að það versta sem þau geri sér sé að svipta sig sjálfræði. Hún strauk af stofnuninni en kom fljótlega inn aftur. En þá var hún svo illa á sig komin að það þurfti að dæla upp úr henni og leggja hana inn á gjör- gæslu. GAGNUTLAR STOFNANIR Eins og kom fram í grein HP fyrir hálfum mánuði hefur hún leiðst svo langt út í neysiu sterkra eitur- efna, svo sem amfetamíns og jafn- vel heróíns, að henni er ekki lengur sjálfrátt. Hún getur ekki hætt hjálp- arlaust, er lent í vítahring vímunn- ar og þessi efni eru á góðri leið með að eyðileggja líkama hennar. Guðrún sagði mömmu sinni fyr- ir nokkrum dögum, að nú vildi hún fara í meðferð, þó ekki þess konar meðferð sem hún hefur áður geng- ið ígegnum, bæði hjá SÁÁ og Ríkis- spítölunum. Móðir hennar er.sam- mála henni.„ Það sem hún þarf er löng meðferð, kannski heilsárs- meðferð. Það er sárgrætilegt, að núna, þegar hún vill í fyrsta skipti fara sjálfviljug í meðferð, skuii ekki vera möguleg slík meðferð hér á landi. Eg hef enga peninga tii að senda hana út í meðferð, en mér hefur verið sagt að t.d. í Bandarikjunum sé hægt að komast í svona langa meðferð. Það er það sem hún þarf.“ íslenska lækna, sálfræðinga og félagsfræðinga greinir á um þörf- ina á svona langri meðferð og eins greinir þá á um þörfina fyrir sér- stök meðferðarprógröm fyrir ungl- inga. ,3ÁÁ hefur gengið vel með þessa „hefðbundnu" alkóhólista og fólk um þrítugt, sem hefur leiðst útí blandað sukk með ýmsum vímugjöfum, en það gengur mun verr með þetta yngsta fólk,“ segir sérfræðingur sem þekkir til þess- ara mála. „Þó að SÁÁ segist geta lagað þetta fóik þegar það kemur í þriðja eða fjórða sinn, þá er oft svo langur tími liðinn. Það kemur kannski fyrst inn þegar það er 17- 18 ára, næst þegar það er orðið 18 - 19 og meðferðin tekst svo kcinn- ski ekki fyrr en það kemur inn í þriðja skiptið, þá orðið 22 - 23 ára.“ „Það vantar sérstakt meðferðar- heimili fyrir unglinga, hér á landi,“ segir Sigtryggur Jónsson, sáifræð- ingur Unglingaráðgjcifarinncir í Reykjavík. „Þessar meðferðar- stofnanir sem við höfum hér eru mjög góðar fyrir fullorðið fólk, en vímuefnamynstrið hjá unglingum núna er allt annars konar.“ Sigtryggur segir að hinar Norð- uriandaþjóðirnar iiafi tekið upp þá stefnu að reisa meðferðcU'heimili fyrir unglinga og að í Svíþjóð séu nú t.d. hátt í eitt hundrað slíkar stofnanir. Þetta eru yfirleitt góðar stofnanir, en það sé hins vegar nokkur tvíeggjað að senda íslenska unglinga þangað. „Það er geysilega erfitt fyrir unglinga að koma svo til mállaus inn á þessar erlendu stofnanir og þar að auki með persónuleikann í rúst. Svona utanferðir geta gert gagn í sumum tilvikum, en þær eru langt frá því lausnin á þessu máli hvað okkur varðar. Hér þarf sér- staka meðferð fyrir unglinga," seg- ir Sigtryggur. Móðir Guðrúnar eygir samt enga aðra lausn nú en að senda hana út. Meðferðin núna hér heima var ein- faldlega spuming upp á líf og dauða, en að hún leiði til langvar- andi bata Guðrúnar hefur móðir hennar litla trú á. ,JV1ér finnst hryllilegt að kerfið skuli ekki vakna," segir hún. Hún er farinaðlíta kerfiðogfulltrúaþess hornauga, lækna, sálfræðinga og félagsráðgjafa. Hún ber þó lögregl- unni vel söguna, segir hana hafa aðstoðað sig í hvívetna, til dæmis við að leita dótturinnar og láta hana vita um ferðir hennar og af- drif. „Það hefur komið fyrir að ég hef ekki verið látin vita þegar hún hefur strokið úr meðferð. Það næsta sem ég hef svo heyrt af henni er þegar lögreglan kemur með hana og hún þarf aftur að fara í meðferð. Þessir sálfræðingar, ég veit ekki hvaða menntun þeir hafa ■eiginlega, mér finnst þeir þara allir meira og minna skrítnir."' ÞETTAERU GÓÐBÖRN Guðrún er frá erfiðu heimili. Erf- iðleikar hafa lengi fylgt fjölskyld- unni, móðir hennar ólst upp í fá- tækt og vandræðagangi í bragga- hvérfum Reykjavíkur, „en ég átti þó alltaf góða móður og systkini," segir móðirin um æsku sína. Faðir Guðrúnar var sjómaður þegar erf- iðleikarnir á heimilinu vom sem mestir, drykkja og ósamkomulag. Hjónin skildu fyrir sex árum, þegar Guðrún var 11 ára. Lögreglan hafði þá oft þurft að hafa afskipti af heimilinu vegna drykkjuskapar, en eldri bróðir Guðrúnar segir að ástandið á þessum tíma, þeir erf ið- leikar sem vom undanfari skilnað- arins, hafi ekki átt að hafa áhrif á hana, svo vel hafi verið passað upp á að hún kæmist ekki að því sem var að gerast. Guðrún segist muna eftir hnífabcLrdaga milli foreldr- anna á heimilinu en eldri bróðir hennar segir að hún hafi aðeins heyrt þau eldri systkinin tala um þessa atburði, hún geti ekkert munað af þeim sjálf, vegna þess að hún hafi ekki verið viðstödd. En hnífaslagurinn átti sér þó stað. Lögreglan þurfti einu sinni að fjarlægja heimilisföðurinn eftir að hann hafði hótað móðurinni með hníf. Þegar þetta var bjó fjölskyld- an í leiguíbúð í Breiðholti. Eftir skilnaðinn hafa báðir foreldramir hætt að drekka, að sögn móður- innar, og þeim kemur vel samcin núna, þó þau búi ekki saman. Fjöl- skyldan, móðirin og fjögur börn, það elsta 22 ára, búa nú í nýrri íbúð, sem þau keyptu hjá Verka- mannabústöðum. Þetta er fyrsta íbúðin sem fjölskyldan eignast. Áður fóm allir peningarnir í annað. Yngstu bömin, Guðrún og bróð- ir hennar, lentu oft í vandræðum á þessum erfiðleikaámm, sóttu skóla illa og lentu í útistöðum, komust í alls kyns klandur. ,Þau em miklir einfarar og sögðu mér lítið ef ég spurði þau hvar þau hefðu verið eða með hverjum þau hefðu verið. Þau hafa alltaf leitað mikið út á við og ég þekki ekki féfaga þeirra, en þau hafa samt allt- af mátt koma heim með þá hvenær sem þau hafa viljað," segir móðir þeirra. Hún segir að þau Guðrún hafi alla tíð verið góð böm. Guðrún hafi fengið sína barnatrú frá sér og bjóði enn góða nótt og biðji guð um að geyma sig og sitt fólk þegar hún sofnar heima. „Hún er góður krakki en hefur cdltaf viljað dunda sér mikið sjálf og vera sjálfri sér nóg.“ DÝRAGARÐSBÖRN „Þau verða ómöguleg bömin þegar þau koma að tómu húsinu," segir móðirin. Hún þurfti að fara á sjúkrahús um nokkurra vikna skeið fyrir rúmum tveimur árum vegna þess að hún er með psori- asis og segir að þá fyrst hafi Guð- rún hellt sér alvcirlega út í vímu- efnaneysluna. Hún var þá 15 ára og var, að því er bróðir hennar segir, bæði farin að drekka og reykja hass. Á þessum tíma las hún Dýra- garðsbörn, „einu bókina sem ég man eftir að hún hcifi lesið. Hún hreinlega át hana upp,“ segir mamma hennar. „Hún leiddist út í þetta í gegnum vini. Þetta var eitt- hvað spennandi, einhver uppreisn, þessir krakkar vilja vera frjáJsir, en síðan hefur hún ekki viljað sjá neitt annað en þetta dóp.“ Eldri bróðir hennar segir að þau hafi verið að reyna að fá hana til að opna augun fyrir lífinu. Hann snertir ekki vímuefni sjálfur og hún lítur upp til hans. „Hún þarf að átta sig á þessu sjálf. Hún getur ekki haldið svona áfram. Hún þarf að vakna til lífsins," segir hann. Móðirin segist ekki skilja í þeim foreldmm sem henda bömum sín- um, sem svona er ástatt um, út á kaldan klakann. Hún hefur alltaf hcildið heimili fyrir börnin og dett- ur ekki í hug að afskrifa þau. Hún hefur heitan mat tvisvar á dag. Myndbandstæki var keypt á heim- ilið nýlega, og þegar elsta systirin fer að heiman bráðlega, fær Guð- rún sérherbergi í fyrsta skipti, ef hún kærir sig um. Að sögn sérfróðra kemur það oft fyrir að foreldrar snúa bakinu við vandræðaunglingum. Ástæðurnar em náncist jcifn margar og foreldr- arnir em margir. Sumir foreldrcu- standa bara aðgerðalausir hjá og sjá börnin hverfa og tengslin rofna, sumum stendur cilveg á Scima, að því er virðist og skeytingarleysið er þá stundum eins konar vörn, það er verið að verja „heiður fjöl- skyldunnar". Stundum ræður til- finningakuldi og ásakanir mestu, stundum hrein og bein heimska. Oftast er þó hægt að grafast fyrir um ástæðurnar og meinið í sam- skiptunum í viðtölum við viðkom- andi. Oft em unglingar að leita eftir tilfinningatengslum við foreldra sína en fá það eitt frá þeim að þau séu óalandi og óferjandi, ekki sé hægt að treysta þeim o.s.frv. Þetta er magnaður vítahringur og ungl- ingarnir reyna oft að flýja hann með því að mynda tilfinninga- tengsl við jafnaldrana. „Eg held að þessir kreikkar hcildi hver í annan í þessu mgli sínu," segir bróðir Guðrúnar. „Þau segja sjálf að þau viti að þetta sé vitleysa hjá sér, en það sé bara ekkert að gera fyrir þau, það sé alltaf verið að straffa þeim. Þau vita að þau gætu vel hjálpað hvert öðm ef þau fengju tækifæri til þess. Þessa krakka vantar t.d. heimili sem þau gætu rekið að einhverju leyti sjálf. Eg trúi ekki öðm en að sálfræð- ingar landsins geti fundið lausn fyrir þau þar sem þeim finnst þau ekki vera álitin skítur samfélagsins og þar sem þeim finnst þau ekki vera þvinguð," segir bróðirinn. „Það er allt of mikið um það að fólk kasti skít í þessa krakka. Það er ekki nóg að unglingarnir sjálfir skilji hvað um er að vera, skynsam- ir menn verða Iíka að fara að opna augun fyrir þessu," segir hann. „Ég er hætt að hafa sektarkennd út cif því hvernig komið er fyrir dóttur rninni," segir móðir hennar. „Kannski liggur þó einhver sekt hjá mér - kannski er það eitthvað sem hún byrgir inni í sér og getur eng- um sagt.“ ,, ÞINGMENN KJAFTA - GERA EKKERT“ „En nú vil ég reyna að þrýsta á kerfið til að eitthvað sé gert í þess- Móðirin heldur á demantshring, einu veraldlegu verð- mætum dótturinnar. Hún ætlar að geyma hann þangað til dóttir hennar losnar úr vítahring vímu- efnanna. 20 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.