Helgarpósturinn - 28.06.1984, Blaðsíða 25

Helgarpósturinn - 28.06.1984, Blaðsíða 25
 Z'/r~ ■ HELGARPOSTURINN mun í þessu blaði hefja kynningu á land- inu okkar og ferðamöguleikum ís- lendinga í eigin landi. Venjunni trúir brjótum við allar hefðir - byrjum á Norðurlandi en ekki Reykjavík eins og venjan mun vera í ferðabœklingum ogpésum. Ferð- in í þessu blaði hefst í Hrútafjarðar- botni og lýkur austur á Möðrudals- öraefum. Á nœstunni verða öðrum lands- hlutum gerð svipuð skil og í þessu blaði. Greinilegt er að Islendingar munu ferðast meira um eigið land í sumar en nokkru sinni fyrr. Mögu- leikarnir eru margir, hvort heldur menn ferðast á eigin farartœkjum, bílaleigubílum, hópferðabílum eða áœtlunarbílum, siglandi eða í lofti. Gistingin geturorðið á einu af fjölmörgum tjaldstœðum, í svefn- pokaplássi, farfuglaheimili eða dýrindis hóteli, allt eftir efnahag. Og svo er að sjá sem víða um land sé farið að bjóða alls konar stuttar ferðir um nágrenni bœja og kaup- túna. Mikil gróska virðist vera að fœrast í ferðamennskuna sem sér- stakan atvinnuveg og er það vel. í þessu blaði œtti að vera hœgt að kynnast ýmsu afþví sem á boð- stólum verður. Mottó innlenda ferðamannsins í sumar œtti að vera vandleg skoð- un á ferðamannaslóðum á þessu sólríka(?) sumri, ekki kappakstur í rykkófi milli skyndibitastaðanna, enda þótt þeir eigi allt gott skilið. Kaupfélögin eru sjálfstæð félög, lýðræðisleg og öllum opin. Um 40 kaupfélög um land allt eru grundvöllur samvinnu- hreyfingarinnar. Verslun, þjónusta og fjölþætt framleiðslu- störf eru í verkahring þeirra, en félagsmenn á hverjum stað ákveða sjálfir starfsvettvanginn. Saga kaupfélaganna í rúma öld er nátengd baráttu þjóð.arinnar fyrir bættum lífs- kjörom og hvers kyns framförum. Kaupfélögin skapa atvinnu og bæta þannig lífskjör landsmanna.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.