Helgarpósturinn - 28.06.1984, Blaðsíða 26

Helgarpósturinn - 28.06.1984, Blaðsíða 26
Akureyrarkirkja HUNDRAÐ OG TÓLF TRÖPPUR AÐ KIRKJUNNI OG ÞAR ERU MÖRG LISTAVERKIN Tvö spursmál komu upp i sam- bandi við kirkju þeirra Akureyr- inga, þegar það mikla mannvirki var rœtt á ritstjórn Helgarpóstsins á dögunum. Hvað eru kirkjutröpp- urnar margar? Hvað heitir kirkj- an? HP sló á þráðinn til séra Péturs Sigurgeirssonar biskups, en hann þjónaði Akureyrarprestakalli um 34 ára skeið við miklar og almenn- ar vinsældir. „Tröppumar eru 112 talsins, frá Kaupvangstorgi að kirkjudymm. Margir ganga tröppumar til að skoða kirkjuna, en aðrir fara með bíl upp að kirkjudyrum, enda ekki fyrir alla að fara um tröppumar. Hvað nafni kirkjunnar viðvfkur, þá heitir hún Akureyrarkirkja. Matt- hícisarkirkja heitir hún ekki, enda þótt margir hafi viljað láta hana heita því nafni. Vera má að hún fái það nafn, þegar fleiri kirkjur rísa á Akureyri, hver veit?“ Við báðum biskup að segja okk- ur sögu kirkjunnar og hvað þar væri að skoða. Guðjón Samúelsson teiknaði kirkjuna, og var hún reist á ámnum 1938 til 1940 og vígð 17. nóvember 1940. í kirkjunni er margt að skoða, m.a. stærsta pípuorgel landsins, 45 radda hljóðfæri frá frægri verk- smiðju í Austur-Þýskalandi. Það sem án efa vekur mesta at- hygli ferðafólks, sem skoðcir kirkj- una, em steindir gluggar hennar. Fyrsti giugginn barst kirkjunni að gjöf frá heiðursborgara Akureyrar, Jakobi Frímannssyni. Saga þessa glugga, sem nú þjónar sem altaris- tafla kirkjunnar yfir miðju altarinu er merkileg. Helgi Zoega, sá kjarkmikli og dugmikli versluncirmaður, vair með gluggann til sölu í búð sinni í Reykjavík. Þar sá Jakob gluggcinn og sá að hann mundi passa í kirkj- una þeirra á Akureyri og keypti hann. Myndin sýnir Jesú 40 daga gamlan í faðmi Símonar gamla. Glugginn var upphaflega frá dóm- kirkjunni í Coventry á Englandi, en barst hingað gegnum Helga og þykir mönnum mikill fengur í myndinni í dag. Síðar komu fleiri steindar mynd- ir í glugga kirkjunnar, 17 myndir í jafnmörgum gluggum. Þar má lesa sögu Jesú Krists frá frumbemsku til uppstigningar. Þessar myndir voru gerðæ í Exeter í Englandi. í neðri hluta gluggcirúðcmna má lesa kirkjusögu Islands. Bæklingur mun vera til í kirkjunni þar sem fræðast má um söguna sem mynd- irnar segja, auk þess sem kirkju- verðir kunna söguna utanbókar og munu án efa hjálpa áhugasömu ferðafólki. í Akureyrarkirkju eru lágmyndir Ásmundar Sveinssonar, sjö mynd- ir, þættir úr sögu Krists. Þama er og skímarfontur, engill sem heldur á hörpudisk, ílalskur marmari, nákvæm eftirgerð verks Bertels Thorvaldsens sem er að finna í Frúarkirkjunni í Kaup- mannahöfn, mikið listaverk sem Bcúdvin konsúll og Gunnhildur Ryel gáfu kirkjunni. Sóknarprestamir, þeir sr. Birgir Snæbjörnsson og Þórhallur Hösk- uldsson í Akureyrarprestakalli og sr. Pálmi Matthíasson í Glerár- prestakalli, messa í kirkjunni alla sunnudaga og stórhátíðardaga. Að sjálfsögðu er ferðafólk velkomið. Sagði biskup að margir ferðamenn, innlendir sem útlendir, stilltu tíma sínum á þann veg að þeir gætu sótt messur í kirkjunni og væri það vel. .2 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.