Helgarpósturinn - 28.06.1984, Blaðsíða 35

Helgarpósturinn - 28.06.1984, Blaðsíða 35
BOÐIÐ UPP Á FERÐIR UM NORÐ- URLAND UNDIR GÓÐRI LEIÐSÖGN Ferðaskrifstofukóngurinn þeirra áAkureyri heitirGísliJónsson, tók uið forstöðunni af föður sínumJóni Gíslasyni, sem stofnaði Ferðaskrif- stofu Akureyrar 1947 og sýndi mikla bjartsýni með því tiltæki. Innlendir ferSamenn geta hæg- lega keypt sér ferðir hjá FA um næsta nágrenni Akureyrar, ágætar ferðir með vönum fararstjórum. Það nýjasta í boði er Öskjuferð í tvo daga. Því miður eru þeir allt of fáir íslendingamir, sem þangað hafa komið, en það stafcir af því að leiðin inn í Öskju er hin rriesta tröllaleið og einungis fyrir duglega fjórhjóladrifsbíla. A þessu ferða- lagi er gist í Herðubreiðarlindum. Ferðin kostar 1620 krónur. Eyja- fjarðarhringurinn er önnur ferð í boði, ökuferð og sigling. Akureyri er skoðuð, siglt með Hrfseyjarferj- unni Sævari út í Hrísey og dvalið þar um stund og aftur farið m€® ferjunni, en núna yfir á austur- ströndina og lent í Grenivík þar sem molakaffi býður ferðcilcing- anna. Þaðan er eldð að hinu foma menningarsetri Laufási og torf- bærinn skoðaður. Þetta er 6 tíma ferðfrákl. 12-18. Stutt kvöldferð í miðnætursól- ina hefst kl. 2030 á miðvikudögum og föstudögum, og er ekið til Dal- víkur og Ólafsf jarðar. Um miðnætti er komið í Múlcinn þar sem mið- nætursólin er sögð njóta sín betur en á flestum öðmm stöðum á land- inu. Komið til Akureyrar um eitt- leytið að nóttu. Þá er boðið upp á miðnætursól- arflug til Grímseyjar. Flogið alla daga ef veður leyfir kl. 2030. Dvalið er í eynni í klukkustund og komið aftur kl. 2330 Þá býður FA upp á Mývatnsferðir alla daga. Verð þessara ferða er á bilinu frá 600 til 1700 krónur, flugið dýrast. I VEIÐIFERÐ FRÁ DALVÍK, - EÐA Á HESTBAK í SVEITINNI? Vegurinn fyrir Múlann erað baki og komið inn á Daluík á þessum líka dýrðarinnar uegi, þuí bundið slitlag er nú á ueginum milli Ólafs- fjarðar ogAkureyrar. Smám saman fjölgar spottunum þar sem bíll- inn liðast áfram eins og í draumi. Útlit fyrir að uegakerfið megi heita gott um aldamótin. Eins og títt er um bæi, sem hafa á annað þúsund íbúaelns og Dalvík, er hér margt um þjónustu sem ferðamenn óska eftir. Hér hefur líka verið byggt ráðhús fyrir bæinn á glæsilegan hátt. Upp af Dalvíkinni gengur jökul- sorfinn dalurinn, sem er umgirtur háum fjöllum og fagurlega löguð- um. Píramídalagað fjall fyrir miðju dalsins mun eflaust vekja athygli fólks á ferðalagi. Þetta fjall heitir Stóll og klýfur það dalinn í tvennt, í Skíðadal og Suarfaðardal. Suarfaðardalurinn er grösug og falleg sveit, og þaðan hafa margir af landsins bestu sonum komið. Má þar minnast á Kristján heitinn Eldjárn fyrmm forseta landsins. Agætar gönguleiðir eru úr Svarf- aðardal yfir í byggðir Skagafjarðar yfir Heljardalsheiði. A Daivík er starfandi bátaleiga og þar er starfandi ferðafélag sem ferðamenn geta notfært sér og hægt er að kaupa veiðileyfi íSuarf- aðardalsá í versluninni Yli. Útsýn- isskífa er á Hrísahöfða skammt austan Svarfaðardalsár. í Dalvík er hótél með 20 herbergjum og þctr er hægt að fá svefnpokapiáss. Við hótelið er líka tjaldstæði með mjög góðri aðstöðu. í Sæluhúsinu, sem er hótel og veitingahús staðarins má segja að sé ferðaskrifstofa að auki, enda er Júlíus hótelstjóri áhugamaður um að vel sé tekið á móti fólki. Mun hann bjóða upp á veiðiferðir, hestaleigu og göngu- ferðir um nágrennið. RENTACAR GEYSIR Höfum opnað bílaleigu á Akureyri. BILALEIGA CAR RENTAL Leigjum út: Lada 1500 station, Fíat Uno, Opel Kadett, Citroen GSA Pallas, Datsun Sunny, Daihatsu Charmant, Lancer 1400 og Lada Sport jeppa, aðeins nýja bíla, útvarp og segulband í öllum bílum. Við afhendum bílinn á flugvellinum eða við hótelið, hvort sem er í Reykjavík eöa á Akureyri. Og að sjálfsögðu getur þú tekið bíl á Akureyri og skilað honum í Reykjavík. Reynið viðskiptin, gott verð, góð þjónusta, nýirbílar, verið velkomin. Á Akurey ri, Skipagata 13, sími 96-24535 (gengið inn að austan). Heimasímar 25311 & 23092 á kvöldin. I Reykjavík, Borgartúni 24 (homi Nóatúns), sími 91-11015, á kvöldin 91-22434. Góöur kostur Ferðist áhyggjulaust um ísland. Við bjóðum eftirtaldar ferðir i sumar. Askja - Sprengisandur 12 daga tjaldferð. Verð kr. 12.000.- Brottför alla mánudaga frá 18. júni til 20. ágúst. Reykjavík - Sprengisandur - Mývatn Alla miðvikudaga og laugardaga i júli og ágúst. Mývatn - Sprengisandur - Reykjavík Alla fimmtudaga og sunnudaga í júlí og ágúst. öræfi - Kverkfjöll - Sprengisandur, 12 daga tjaldferð. Verð kr. 12.500.- Brottför alla mánudaga frá 25. júni til 6. ágúst. Töfrar Suöurlands, 7 daga hótelferö. Veró kr. 9.500.- Brottför á fimmtudögum frá 24. mai til 13. september. Í öllum ferðunum er innifalið: Gisting, fullt fæðj og leiðsögn. í Mývatnsferóunum er nestispakki innifalinn. Bókið tímanlega. Allar nánari upplýsingar Feröaskrifstofa Guömundar Jónassonar Borgartúni 34, 105 Reykjavík, sími 83222

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.