Helgarpósturinn - 05.07.1984, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 05.07.1984, Blaðsíða 8
Fullt nafn: Þorvaldur GuSmunds- son. Aldur og fæðingarstaður: 72 ára. Fæddur á bænum Holti undir Eyjafjöllum. Foreldrar: Katrín Jónasdóttir húsfreyja og Guðmundur Þórar- insson verkstjóri. Menntun: Nokkurra mánaða nám í barnaskóla. Með meirapróf á bíl og rneistararéttindi í kjötiðn. Staða: Forstjóri samkvæmt síma- skránni en að eigin mati .sjálfs- eignarbóndi". Heimili og stærð þess: Háuhlfð 12, Reykjavík. 175 fermetrar auk bílskúrs. Heimilishagir: Kvæntur Ingi- björgu Guðmundsdóttur, þrjár dætur og einn sonur. Bifreið: Mercedes Benz 230E Ár- gerð 1982. Stjórnmálaskoðun: Hefur alla tíð verið óflokksbundinn. ,Frjálslynd- ur miðjumaður, hartnær Alþýðu- flokksmaður í jafnaðarmennsku en þó aldrei kosið þann flokk“, að eig- in sögn. Hefur kosið Sjálfstæði- flokkinn að sögn kunningja hans. Féiagsstörf: Starfað fyrir Fisk- salafélagið og Svínaræktarfélagið. Áhugamál: „Það er fer alveg eftir árstíðunum," segir hann. Fyrirtækjaeign: Á eftirtalin fyrir- tæki að 100 prósentum: Svínabúið á Vatnsleysuströnd, Kjötiðnaðar- stöðina Alihúsið í Hafnarfirði, Hótel Holt og sýningarsalinn Há- holt í Haínarf irði. Aðrar eignir hérlendis: Fyrir ut- an húseignir ofannefndra fyrir- tækja á hann langstærsta lista- verkasafn í einkaeign á íslcindi. Af fagmönnum er það talið vera að minnsta kosti á þriðja hundrað málverka, teikninga og rissmynda eftir marga kunnustu listmálara landsins, meðal annars marga tugi Kjarvala og Ásgrímsverk. Á til dæmis eitthvert frægasta verk Kjarvals, Lífshlaupið. Eign þessi er ómetanleg, en uppboðshaldaréir eru sagðir hlaupa á mörgum tug- um miiljóna þegar þeir heyra á hana minnst. Hlutabréfaeign hérlendis: Á all- stóran hlut í Verslunarbankanum og Hafskip. „Smávegis annarsstað- ar“, að eigin sögn. Eignir erlendis: Líklega engar, að sögn þeirra sem til hans þekkja. Leiðin til fjár: Bláfátækur í æsku. „Hann hefur unnið sig af dugnaði og árvekni upp úr engu“, segir kunningi hans. Byrjaði smátt en jók umsvifin mjög skjótt og naut þar hagstæðra lánafyrirgreiðslna. Þykir með eindæmum hæfur sícipuleggjandi, kom til dæmis Hótel Sögu af stað fyrir bændurna og gerði það fyrirtæki að þeirri stærð sem það er nú, áður en hann skipti yfir og tók til við uppbygg- ingu Hótel Holts. „Það er allt vel rekið sem Þorvaldur kemur ná- lægt“, segir kollegi hans í svína- rækt og helsti samkeppnisaðili, og segir það sína sögu um álit mcinna á viðskiptahæfileikum Þorvaldar. Áhrif og umsvif: Það er æði margt stærst og mest sem Þorvald- ur kemur nálægt: Hótelið hans er búið dýrustu málverkum sem hérlendis þekkist, hann á þann sýningarsal í landinu sem talinn er sá stærsti og veglegasti, kjötiðn- aðcU'stöð hans er sú arðbærasta á Islandi, ellegar best rekna, eftir því hvernig menn orða það, og svína- búið hans suður með sjó er eitt stærsta svínabú í eins manns eign í allri Evrópu og það langsamlega stærsta hérlendis. Um þetta eru heimildamenn HP við gerð þessa lista sammála. Markaðshlutdeild fyrirtækis Þorvaldar, Síldar og fisks, í svínarækt og -vinnslu hérlendis er nú nálægt sautján prósentum og fer vaxandi, en þess má geta að næstu fyrirtæki á þessu sviði eru með hlutdeild sína vel neðan við tíu prósentin. Mánaðarlaun: Vill ekki gefa það upp sjálfur, en segir það fara eftir „efnum og ástæðum hverju sinni, eða bara eins og sjálfseignarbænd- um sæmir". „LÁGT UNDIR KODDANN MINN“ segir Þorvaldur Guömundsson „Þessi útnefning kemur mér afskaplega á óvart, skal ég segja þér. Ég held ég sé hrein- lega ekkert svo ríkur, nema ef vera skyldi fjölskyldulega. Þar er ég ákaflega hamingjusamur. Og það er kannski mest um vert.“ Þetta sagði Þorvaldur Guð- mundsson, eða Tolli í Síld og fisk, við þeim tíðindum að bíss- nesspekúlantar hefðu valið hann í fimm manna hópinn. Þegar minnst var á orðið „vel- gengni“ við hann, sagði Þorvaldur að hann hefði alla tíð verið afar heppinn maður, og þá ekki síður notið návistar einstaklega góðs fólks. „En blessaður vertu, ég á enga peninga að telja. Ég safna þeim ekki. Eg hef enga ánægju cif svo- leiðis. Það er afar lágt undir kodd- ann hjá mér. Ég er nefnilega með þetta allt á fæti.“ Og þar á hann við um það bil 340 gylta svínabúið sitt suður með sjó. Þorvaidur sagði fjölskyldu sína og heilsuna vera það dýrmætasta sem hann ætti. „Nei, ekki svínin." Hann er orðlagður dugnaðar- forkur, sagður kunna best við sig í hvíta sloppnum, vinnandi kjöt. Hann berst lítið á í einkalífinu, nemaéf vera skyldi málverkaeign- in. Við HP segir hann: „Líf mitt hefur náttúrlega verið strit. En ég legg ekki neikvæða merkingu í það orð. Það eina sem gefur lífinu gildi að mínu viti, er vinna, vinna og aftur vinna. Það uppsker enginn ef hann nennir ekki að standa í sáningunni.“ Hann er síður en svo hættur að vinna þótt hann hafi tvö ár yfir sjö- tugt og hálfu betur. Það er fullur vinnudagur sem gildir, og hvort hann ætli að fara að hætta þessu? Svarið er afdráttarlaus „Nei“. Hann bætir við: „Það hefur eng- inn lýst áhuga sínum á að kaupa það sem ég á, svo ég get náttúrlega ekki hætt. Eg held hreinlega að það langi engan að standa í þessu svín- aríi sem ég er í.“ Fullt nafn: Rolf Johansen. Aldur og fæðingarstaður: 51 árs. Fæddur á Reyðarfirði. Foreldrar: Þorgerður Þórhalls- dóttir Johansen húsmóðirogThul- in Johansen, fulitrúi hjá Kaupfélagi Héraðsbúa á Reyðcudirði og síðar fulltrúi hjá Ríkisskip í Reykjavík. Menntun: Með Samvinnuskóla- próf „en fékk næstlægstu einkunn þar,“ að eigin sögn. Staða: Stórkaupmaður. Heimili og stærð þess: Laugar- ásvegur 46, Reykjavík. 440 fer- metrar auk bílskúrs. Heimilishagir: Kvæntur Kristínu Ásgeirsdóttur, fjórar dætur og tveir synir. Bifreiðiir: Cadillac árgerð 1982 og Honda Civic árgerð 1982. Auk þess sagður hafa keypt bíla undir nokk- ur bama sinna, en tekur sjálfur dræmt undir það. Stjómmálaskoðun: Kýs ávallt Sjálfstæðisflokkinn. Félagsstörf: Var um nokkurra mánaða skeið meðlimur í fyrsta Kiwanisklúbbi lcmdsins, sem Éinar heitinn Jónsson stofnaði, en var vikið úr þeim félagsskap vegna slælegra mætinga á fundi. Engin afskipti af félagsstörfum síðan. Áhugamál: Bátar, skák og vídeó- myndir. Fyrirtækjaeign: Á heildsöluna Rolf Johansen & Company að 100 prósentum sjálfur. Aðrar eignir hérlendis: Lysti- snekkja, 31 fet. Fjögurra sæta einkaflugvél af gerðinni Cessna Skyhawk 2. Sagður hcifa „útvegað" börnum sínum íbúðir úti í bæ og neitar ekki „hjálpsemi" í þeim efn- um. Hlutabréfaeign hérlendis í öðr- um fyrirtækjum: ,£kkert sem teljandi er“, að eigin sögn. Sam- kvæmt öðrum heimildum á hann smáhlut í um það bil tíu stórfyrir- tækjum, sem ekki er fullvíst hver eru. Eignir erlendis: ,Engar, alveg pottþéttur á því“, að eigin sögn. „Hverfandi litlar ef einhverjar eru“, að sögn kunnningja hans og starfs- manna. Leiðin til f jár: Þegar hann fluttist til Reykjavíkur árið 1953, byrjaði hann með tvær hendur tómar. Hann náði fljótt undir sig afar hag- stæðum umboðum, einkum frá Japan og Evrópu og þá Frakklandi „með lagni“ að sögn kunningja hans en „aðallega heppni" að eigin mati. Sagður „elska" bíssnes og vera mjög „naskur" í viðskiptum og samningum við erlenda aðila. „Kann að hegða sér í návist topp- anna", eins og einn náinn vinur hann orðaði það. Áhrif og umsvif: Rolf hefur á sinni hendi alla umboðssölu hér- lendis fyrir stærsta vindlingafram- leiðanda vestan hafs, Reynolds- keðjuna. Meðcd tegunda má þar nefna Winston, Viceroy, Salem, Camel, Marlboro og Lucky Strike. HP hefur það eftir starfsmanni hjá Rolf Johansen & Company að 80 prósent sígaretta sem reyktar eru hérlendis séu komnar frá umboðs- sölu Rolfs, en þær tölur byggir hann meðal annars á upplýsingum frá reykingavarnaráði. Miðað við þessa hlútdeild í markaðnum, segir starfsmaðurinn að íslending- ar reyki um það bil eina milljón sígaretta fyrir Rolf (og væntanlega líka sjálfa sig) á dag. Þetta þýðir svo fyrir hann í umboðslaun krón- ur 180 þúsund á sérhverjum degi ársins. Þess má geta að sígarettur eru þó ekki meginuppistaðan í um- boðssölu fyrirtækisins, þannig að þetta litla dæmi ætti að segja sitt um umsvifin á títtnefndum bæ. Mánaðarlaun: „Það sem ég þarf hverju sinni“, og ennfremur: „Kannski heldur minna en ráð- herralaun". „BETRA ER HÁLFT í STÓRU...“ segir Rolf Johansen „Þetta mat spekúlantanna sem þú nefnir hlýtur að vera einhver vitleysa. Elsku vinur, því fer víðs fjarri að ég sé með ríkustu mönnum landsins. Ég rek að vísu fyrirtæki, en það er lítið, minna en medíum að stærð. En það er skemmtilega rekið, og kannski er það þess- vegna sem menn eru að bauna svona nokkru á mig.“ Rolf Johansen er gáttaður á því að vera nefndur í umræddan hóp. En hann heldur áfram: ,Jditt mottó í lífinu er að koma bömunum mín- um sómascimlega frá mér, skila þeim út í þjóðfélagið eins og best verður á kosið. Og svo hitt, að hafa alltaf gott fólk í kringum mig til að njóta lífsins. Já’, ég hef lagt töluvert í sölumar til að geta þetta sem best.“ Um umtalaðan flottlifnað sinn hafði Rolf þetta að segja: „Það var héma á tímabili að ég hafði sérlega gcuncin cif því að fá mér vín á bömnum héma í borg- inni. Ég varð þar smám saman au- fúsugestur vegna þess hversu veit- ull ég er að eðlisfari, sérstaklega eftir tvo, en þá átti ég það til að bjóða á línuna. En ég er hættur þessu núna, þessu tímabili í lífi mínu er lokið. Sögumar um þetta em hinsvegar ennþá að þróast." I hverskonar rekstur færirðu Rolf, ef þú værir að byrja þinn bíssnesferil núna? „Eg færi í fiskiræktina. Það er aðeins tvennt sem getur bjargað hólmanum í framtíðinni: Fiski- ræktin og ferðamannaiðnaðurinn. Og hvað hinu síðamefnda viðvík- ur, vil ég meina, að við ættum að fá hingað Hilton eða einhverja álíka hótelkeðju til að reisa almennileg hótel hérna í landinu, sem síðan skiptust í gróða milli okkar og þeirra. Það er jú betra að hafa hálft í stóm en heilt í engu.“ Fullt nafn: Einar Kristinn Guð- finnsson. Aldur og fæðingarstaður: 86 ára. Fæddur á bænum Litla-Bæ í Skötufirði við ísafjarðardjúp. Foreidrar: Hcúldóra Jóhannsdótt- ir húsmóðir og Guðfinnur Einars- son sjómaður. Menntun: Tólf mánaða nám í barnaskóla. Staða: Forstjóri. Heimili og stærð þess: Holta- stígur 11, Bolungarvík (kallað í daglegu tali „Einarshús" eða „Hvíta húsið"). 220 fermetrar með bílskúr. Heimilishagir: Ekkill, tvær dætur og sex synir. Bifreið: Hættur að aka, en átti síð- ast Fiat 132. Stjórnmálaskoðun: Flokksbund- inn sjálfstæðismaður um áratuga- skeið. Félagsstörf: Frímúrari og með- limur Lionshreyfingarinnar á Vest- fjörðum. Hefur starfað sem odd- viti, í hreppsnefnd og sýslunefnd, í stjómum fiskframleiðenda og Sölumiðstöðvarinnar og fleiri nefndum tengdum útgerð. Áhugamál: Starfið, atvinnumál. Fyrirtækjaeign: Á meirihluta hlutafjár eftirtalinna fyrirtækja: Einars Guðfinnssonar hf., sem scunanstendur annarsvegar af brauðgerð, búsáhalda-, sportvöm- , byggingavöru-, heimilistækja-, húsgagna-, matvöm- og vefnaðar- vömverslun auk skóbúðar, og hinsvegar cif útgerðarvömverslun og vélaverkstæði, auk loðnu- bræðslu, síldarbræðslu, skreiðar- og saltfiskverkunar og fiskimjöls- verksmiðju; íshúsfélags Bolungar- víkur hf„ sem samanstendur af frystihúsi og rækjuvinnslu; út- gerðarfélaganna Baldurs hf. og Völusteins hf„ auk þriggja skuttog- ara og eins línubáts. Þess utan hef- ur fyrirtæki hans, Einar Guðfinns- son hf„ umboð í Bolungarvík fyrir eftirtalin fyrirtæki: Skipaútgerð ríkisins, Álmennar tryggingar, Tryggingu, Skeljung og Hafskip. Aðrar eignir hérlendis: Hús- eignir ofangreindra fyrirtækja, utcin umboðcinna. Einnig fjórcir íbúðir í Bolungarvík. Átti stóra íbúð í Reykjavík en seldi hana fyrir allmörgum árum. Hlutabréfaeign í öðrum fyrir- tækjum hérlendis: Á stóran hlut í Skeljungi, allstóran í Hafskip og tcilinn eiga smáræði í fáeinum fleiri fyrirtækjum á Stór-Reykjavíkur- svæðinu. Eignir erlendis: Heimildir em fyrir nokkurri hlutafjáreign vestan hafs í gegnum afskipti af Coldwat- er, dótturfyrirtæki Sölumiðstöðv- arinnar, fyrr á ámm. Leiðin til fjár: Ólst upp í blá- fátækt, kom til Bolungarvíkur sem formaður á litlum árabáti og er sagður hafa slegið virí sinn um fimmhundmð króna lán, sem telja má upphafið að veldi hans í Bol- ungarvík. Sagður dugnaðarforkur, útsjónarscimur í viðskiptum, „nátt- úrubarn sem er með þetta í nef- inu“. Hagnaðist vel á „gömlu góðu“ óverðtryggðu lánunum við uppbyggingu fyrirtækis síns. Alltaf borist lítið á í sínu einkalífi. Áhrif og umsvif: Til marks um veldi Einars má geta þess að Bol- ungcuvik er einn örfárra kaupstaða á íslandi sem er án kaupfélags eða annarskonar afskipta SIS. Það var þó reynt á sínum tíma, en mistókst. Einar er heiðursborgari í Bolung- cuvík. Mánaðarlaun: Ellilífeyririnn og auk þess „bað ég um eftiriaun frá íshúsfélaginu mínu. Og fékk þau,’ segir hann sjálfur." „STÁL í MÉR“ segir Einar Guðfinnsson , ,Ég var nú víst einu sinni Ein- ar ríki, en er það varla lengur,“ hafði Éinar Guðfinnsson í Bol- ungarvík að segja þegar HP tjáði honum að hann hefði ver- ið valinn í hóp efnuðustu ein- staklinga landsins. „Annars er mér svo sem alveg sama þótt ég sé talinn með I þessum hópi. Kannski ég hafi bara gaman af því,“ sagði hann ennfremur. Eins og fram kemur annarsstað- ar er Einar orðinn 86 ára gamall og „líður alveg sæmilega," að eigin sögn. .Jvlaður er samt smám sam- an að verða lítilfjörlegri eftir því sem uppskurðunum fjölgar. En ég hef alltaf verið hraustur og jafnan náð mér vel eftir öll veikindi. Einn læknirinn minn sunnan heiða sagði mér eitt sinn að það væri stál í mér.“ Hann segist reyna að rölta niður á skrifstofuna sína daglega. ,Ég er þó orðinn svo sjóndapur að ég þekki varla starfsfólkið mitt lengur og það er leiðinlegt. Ég get þó enn eygt f jallstoppinn út um skrifstofu- gluggann minn og það er huggun, en sem sagt fólk sem stendur upp við mig, sé ég orðið ekki nema í móðu.“ En hverju þakkar hann vel- gengni sína í viðskiptum? „Vinnusemi," svarar hcinn fyrst en bætir svo við: ,3vo hef ég verið heppinn. Ég hef verið svo lánsam- ur að eiga duglega og góða eigin- konu. Bæði erum við alin upp í mikilli fátækt. Og hún hefur stælt okkur til átaka í lífinu.“ - Þú ert sagður eiga Bolungar- víkurkaupstað eins og hann leggur sig. „Það er nú kjaftæði bara,“ svarar hann og hlær að fullyrðingunni. - Hvemig finnst þér annars þjóðfélagið vera rekið nú um stundir? „Þetta er allt saman erfitt. Það eru óskapleg vcindræði í sjónmáli held ég, enda þýðir ekkert að reyna að hemja verðbólguna með þess- um endalausu Bandcunkjalánum. Dollarinn hækkar svo ört. Það þarf að spara meira en gert er. Mitt eina heilræði til þjóðarinnar er að hún megi lifa á því sem til er, sem er hægt. Ég var aldrei svangur í minni fátækt sem unglingur. Og þó fékk ég bara það sem til var." - Þú hefur alla tíð verið sjálf- 8 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.