Helgarpósturinn - 05.07.1984, Blaðsíða 15

Helgarpósturinn - 05.07.1984, Blaðsíða 15
meira úr. Er farinn að spinna sögur um Lorelei nútímans til þess að ég geti seinna sagt við bamabörnin: „Þið kannist við bláu myndina eftir hann Magnús Kjartansson — ég kom hon- um á sporið...”En ég er farinn að horfa á stór- skorið andlit gamallar konu. Það er eins og hún gægist á mann fyrir hom, eða að hún sé á leiðinni fram ganginn og doki við eitt andartak í dyrunum, festi skýluklútinn, segi að hún verði enga stund og að enn sé heitt á könnunni. Hver er þetta? Já, hún er merkileg," segir Magnús. „Hún er verkakona. Ég held að hún sé brilljant. Hún var mér góð, gaf mér að borða í æsku. Hún burðast sko ekki með þessa kmfningsáráttu sem maður berst stöðugt við. En þessi mynd af henni sam- anstendur af ýmsum aðgerðum. Eiginlega varð ég að breyta sjálfum mér í Gústu til að geta málað myndina — sem er reyndar ekki bara máluð. Mér finnst eins og maður þurfi oft að stilla sjálfan sig, stilla sig eins og hljóðfæri. Auðvitað getur maður ekki verið eins og eitt- hvað sem er óumbreytanlegt. Gústa? Já, ég teikna oft andlit. Það er þjálfun- aratriði. En ég er fjarri því að vera eitthvert portrett-ljón.“ Rókgandi gos og stælor ,Annars er þetta undarlegt. Maður nuddar einhverju upp á léreft sem svo lendir inni á myndlistarsafni og er þá orðið svo merkilegt. Á götunni eru merkilegir hlutir sem enginn tekur eftir. Ég ímynda mér að í framtíðarþjóðfélaginu verði allir listamenn og þá munu listaverk ekki þykja merkileg. Hvemig var þetta annars hér áður? Ætli Rembrand hafi haJdið sýningu? Ég svo sem veit það ekki. Menn hafa tilhneigingu tíl að upphefja eitt- hvað í listínni. Allt sem Kjarval snerti er löngu orðið heilagt — rétt eins og hann hafi aldrei þurft að læra neitt. Hann ýtti undir j>etta sjálfur með því að gangast upp í trúðshlutverki lista- mannsins. Samfélagið vill hafa listamenn í trúðshlutverki. Þeim er gert að segja hlutí án ábyrgðar. Amma mín, greind og góð kona, spurði mig einhvem h'ma hvenær ég ætíaði svo að fara að verða skrítínn. En listamðnnum leyfist að hlaupa út undan sér. Margir þeirra em frjálsari en aðrir borgarar. Og þeir geta ráðið og stýrt hugsunarhættí, lagt línur í stíl og tísku á ég við. Ríkjandi ismi núna? Ætli það sé ekki einhvers konar mcinérismi, heitir það það ekki? Alls konar gos og stælar. Er ekki realismi bannorð núna í bókmenntunum? Eiga ekki allir rithöfundar að skrifa sem næst absúrd eða súrrealistískt hvort sem það er þeim eðlislægt eða ekki? Er ekki absúrd að vera realistískur? En auðvitað leysir absúrdisminn eða manérisminn mann, virkjar líka ýmsa krafta. Nei, ég mála alls ekki landslag. Ég hef aldrei reynt það. Ég hugsa ekki um það. En það kemur einhvem veginn í gegnum mig. í Dölunum tókst mér að setja mig í sérstakar stellingar. Ég ímyndaði mér að ég væri kominn í sérstakt form. Og þá var ég kominn í form.“ Hreinræktaður? Vid- kvæmur? Trylltur? Og Magnús er greinilega í ,Jormi“ í ýmsu íilliti. Myndirnar em í tilteknu formi og bera sterkan keim cif honum sjálfum („að sjálf- sögðu") og hans hugsunarhættí: Em í senn ein- fcildcU' og flóknar, í senn látíausar og sterkar, segja ekkert en þó svo langa sögu. Og hann sjálfur? í hvemig formi er hann? „Hann á efhr að fara undan í flæmingi, „sagði sérfræðingur úr listaheiminum. Þú nærð varla brúklegu viðtali við hann. Hann segir ekkert." „Hann er merki- legur maður. Hann er að verða mikill lista- maður, er þegar orðinn það. Og hvort sem hann vill það sjálfur eða ekki, þá er hcinn strcix farinn að selja. Og hann á eftir að eiga í basli við eftirspumina," sagði annar. „Hann er hrein- ræktaður," sagði sá þriðji. „Hreinræktaður listamaður. Svo viðkvæmur og svo trylltur, en jafnframt svo sterkur. Og tær. Og hann sér mannlífið í allt öðm ljósi en flestir." Og skrifarinn getur tekið undir með þeim sem segja að listamaðurinn Magnús Kjcirtans- son sé í senn „viðkvæmur og sterkur." Um dýpt kúnstarinnar og eftírspumina verðum við að láta samfélagið og lögmál þess. Magnús sjálfur fölnar og snýr sér undan þegar talið berst að praktískum hlutum. Hann lítur út eins og föm- munkur aftur úr miðöldum, að hári og skeggi slepptu, og býr spart: einn í fomu húsi rétt utan við alfaraleið Reykvíkinga þar sem pósturinn ratar naumcist, kötturinn stunginn af og konan á ferðalagi. Hann hellir í sífellu á könnuna, kveikir í hverjum vindlinum á fætur öðrum og horfir inn í dýpt væntanlegs málverks af bláum hyl: „Ég var að hugsa um Lorelei núh'mcins," segir hann. „Hvemig ætli Lorelei liti út, ef hún væri uppi á okkar tíma? Heldurðu að hún væri til sýnis? Kannski selt inn á hana?“ Ég hef það á tílfinningunni að þessi hugmynd Magnúsar sé einhver þráhyggja eða kannski bara gamall draumur um að rekast á þessa konu með hörpuna sem syngur svo unaðsblítt að hún seiðir aila til sín; og reynist síðan hugar- burður einn. Vinnustofan hans sjálfs — sem vissulega er „ekki almennilega komin í lag, ef 'hún kemst það einhvem tíma,“ — ber svip af stöðugri leit: Myndir í hverju skoti og í haugum á gólfi, bækur og ýmsir kúnstugir munir á borð- inu. Ég spurði hvort hann læsi mikið: ,JVúorðið les ég. Ég las ekki mikið áður. Bókasafnið í Dölunum dugði mér. Nú er nóg að gera við lesturinn." Hann tekur fram nokkrar myndir sem eiga að fara á sýninguna eftir viku. Ég horfi lengi á mynd sem ber í sér gamalkunna töfra jasstónlistar: saxofónn í blíðri sveigju og rauðir, langir tónar á rannsóknarferð um hlustir skoð- andans. „Ég spilaði í jasshljómsveit," segir Magnús. „Til dæmis þegar ég var í Kaupmanna- höfn. Ég var þrjú ár í Höfn. Og spilaði. Og skoð- aði margt. Las. Drakk. Og svo framvegis. Eg held að ég hafi ekki lært neitt sérstakt. En það var skemmtilegur tími. Annars er ég meira fyrir píanó en saxofón. Píanóið hefur svo mikla möguleika. Hér áður lá ég tímunum saman hér uppi á lofti og hlustaði á píanómúsik. Ravel. Hann er snjall." Málarinn virðir fyrir sér myndir sínar. Margar eru enn rammalausar, koma út úr stöflunum eins og umkomuleysingjar, en svo festír hann þær upp og þær teygja úr sér fyrir framan mig og ég sé ekki betur en að Magnús sé dulítíð stoltur af árangri útíegðarinnar í Dölunum og svo teygir hann sig tíl að draga fram stóra mynd þegar bók nokkur dettur á gólfið, hlær við okkur eins og heimilismóri eða bara venjulegur prakkari, titillinn: „Veisla í farángrinum" eftir Hemingway í þýðingu Laxness. ,Æ, var hún þarna," segir Magnús. ,JJún er búin að vera týnd lengi." Ég segi ekkert, en er búinn að finna fyrirsögn á viðtal við listmálara sem hefur starfað í sínu formi í Dölunum í tvö ár, en kom suður um daginn með veislu farangrinum.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.