Helgarpósturinn - 05.07.1984, Blaðsíða 19

Helgarpósturinn - 05.07.1984, Blaðsíða 19
„Ef ég færi að hlýða einhverjum röddum...“ - rœtt viðSilju Aðalsteinsdóttur um TímaritMáls og menningar eftir Jóhönnu Sveinsdóttur mynd Jim Smart / stiganganginum í húsi nr. 18 uið Laugaveg ersannkallað frumskóg- arloftslag: heitt, þungt og rakt, suo að þegar maður hefur gengið upp á þriðju hœð er maður orðinn sueittur og býsna dasaður. Og and- rúmsloftið sem uið tekur á ákueð- inni skrifstofu þar á hœðinni er í suipuðum dúr, ég leyfi mér að segja dálítið ,,uillt“. í fordyrinu hringsólar ungur heimspekingur, og nagar á sér neglurnar. í kaffi- stofunni sitja tveir rithöfundar og hnakkrífast um huort nýraunsœið sé illa þefjandi múmía eða huggar- inn í anda sannleikans, og á gang- inum stendur einrœnn bók- menntafræðingur hampandi þykku handriti. Þessir menn eru að bíða eftir viðtali við Silju Aðalsteinsdóttur, ritstjóra Tímarits Máls og menn- ingar, sem situr inni á skrifstofu sinni. Hurðin er í hálfa gátt og þaðan berst djúp bassarödd kyrj- andi Ijóð, greinilega stuðluð og höfuðstöfuð. Eg sting inn nefinu og sé hvar ritstjórinn hlustar á upp- lesturinn með margrœtt bros á uör. Ég hafði œtlað mér að eiga orð viðSilju þarna á skrifstofunni í til- efni af útkomu 3. heftis Tímaritsins í ár en mér blöskrar þessi gáfu- mannafans og býð henni snarlega að snæða með mér kartöflusúpu og maísbrauð nœsta dag. — Með- an ég svo bjástra uið súpuna lœtur hún móðan mása um Tímaritið. Ég spyr fyrst um ritstjórnarstefnu. „Tímarit Máls og menningar hef- ur, allar götur frá því að það var stofnað af róttækum rithöfundum (Rauðum pennum) á 4. áratugn- um, verið fyrst og fremst málgagn framsækinna bókmennta og bók- menntaumfjöilunar, bæði af inn- lendum og erlendum vettvangi. En að sjálfsögðu er þar ýmislegt að finna úr öðrum geirum menningar- innar eða þjóðmálaumræðu í víð- um skilningi. Til dæmis hafa tvö hefti undanfarin ár verið helguð skólamálaumræðum, friðarum- ræðan hefur verið á dagskrá og fyrsta hefti þessa árs var að hluta helgað umf jöllun á verkum Sigurð- ar Nordal, bæði bókmenntalegum og heimspekilegum. Með nýrri rit- stjórn 1977 var ákveðið að hvert hefti fjallaði að hluta um ákveðið þema, þ.e. um svipað efni frá ólík- um sjónarhólum." Og nú skammar ritstjórinn undirritaða fyrir að hafa látið nemendur sína í MH kaupa upp tvö hefti af Tímaritinu, annað um skólamál, hitt um afþreyingar- bókmenntir, sem þeir skyldu brúka sem undirstöðu fyrir heim- ildaritgerð. „Svona nokkuð getur verið óþægilegt, Jóhanna," segir Silja. „Áð sjálfsögðu vilja nýir áskrifend- ur oft gjarnan kaupa a.m.k. nokkra árganga aftur í tímann!" Jóhanna roðnar en tekst um síðir að blíðka ritstjórann með því að segja henni að það líði varla sú kennslustund í hennar nútímabókmenntakennslu að ekki reynist nauðsynlegt að vitna til nýlegra greina eða rit- dóma í Tímariti Máls og menning- ar. Og tekur sem dæmi málefna- lega ritdeilu milli Silju sjálfrcir og doktorsins nýbakaða, Arna Sigur- jónssonar, um hugmyndafræði Al- þýðubókarinnar og Sölku Völku í hitteðfyrra. Og með því að hamra á hve ritdómar Tímaritsins séu ólíkt læsilegri og betur unnir en hrafna- sparkið á síðum dagblaðanna. „Það hefst með góðri ritstjóm okkar Vésteins" (Olasonar, lekt- ors) „og samvinnu við höfunda. Annars veit ég stundum ekki hvort ég ritstýri heftinu eða heftið mér,“ segir Silja og blæs á sjóðheita súp- una. „Það getur verið erfitt að greina á milli sjálfstæðrar rit- stjórnarstefnu eða áunnins smekks, en það skiptir heldur ekki meginmáli. En ég get sagt þér að ritnefndin (sem nú er skipuð af Árna Bergmann, Eyjólfi Kjalari Emilssyni, Ingibjörgu Haraldsdótt- ur og Pétri Gunnarssyni) hefur ver- ið okkur mjög tillögugóð, og svo má segja að mér sé nokkuð ritstýrt að utan. Ég fæ mörg bréf og upp- hringingar, bæði frá fólki sem átt hefur efni á síðum Tímaritsins, en einnig frá óbreyttum áskrifendum þess. Sem betur fer eru viðbrögð þessa fólks ólík. Það er á sinn hátt frelsandi, því það væri miður, ef ég færi að hlýða einhverjum eintóna röddum..." ,„Svo þú færð að láta eigin smekk og dómgreind ráða?“ Já, stjórn Máls og menningar er enginn „big brother“ eins og sumir virðast álíta." Ef við víkjum að heftinu nýút- komna, þá er það sérstætt að því leyti að í því eru þrír efniskjamar í stað eins. í fyrsta lagi eru útópíur. til umfjöllunar,ýmsirdraumarsem menn haia átt sér um betri tíma. Árni Bergmann skrifar grein sem nefnist „Staðleysur, góðar og illar" — frá Thomasi More til Georgs Or- well — og norskur mannfræðing- ur, Anders Johansen, á grein er Silja: „Annars veit ég stundum ekki hvort ég ritstýri heft- inu eða heftið mér. ..“ nefnist á íslensku .JJraumur um betri tíma“ þar sem hann fjallar m.a. um hve tímaskynjun manna er ólík eftir menningarsvæðum. Svo er grein eftir júgóslavneska heim- spekinginn M. Markovic. Hún ber heitið ,3iðfræði gagnrýninna fé- lagsvísinda" og þar er velt vöngum yfir hvað beri að leggja áherslu á í mannvísindum með raunverulegar þarfir mannsins í huga en ekki gerviþarfir. Svo er það Karabíska hafið! Ingi- björg Haraldsdóttir, sem lengi bjó á Kúbu, skrifar grein í tilefni af 25 ára afmæli kúbönsku byltingar- innar. „Og sú grein er engin sykur- uppskeruúttekt," segir Silja, Jield- ur mjög persónulega og ljóðræn". Árni Óskarsson skrifar um reggí- tónlistina og umhverfi hennar og þar er þýtt ljóð um bróður rasta eftir E. Brathwaite. Ennfremur er í heftinu kynning á Yashar Kemal, sem án efa er þekkt- asti núlifandi skáldsagnahöfundur á tyrknesku. Þórhildur Ólcifsdóttir lektor þýðir viðtal við hann sem birtist í franska bókmenntatímarit- inu Magazine litteraire, og beint úr tyrknesku þýðir hún smásöguna Barnið. Auk þess má finna í heftinu frurnsamin Ijóð sem falla óvenju vel að framangreindum efniskjörn- um. Að lokum spyr ég Silju hvernig svona hefti verði til. „Flestar greinanna pöntum við, hvort sem þær eru þýddar eða frumsamdar. En að sjálfsögðu er nokkuð um að fólk komi til mín með efni sem það á í handraðanuin eða hefur áhuga á að vinna. — Hvort allar skoðanir fái inni? Nei, að sjálfsögðu ekki, saman- ber framangreinda ritstjómar- stefnu. Rödd frjálshyggju Hannes- ar Hólmsteins yrði t.a.m. nokkuð hjaróma í Tímariti Máis og menn- ingar svo ekki sé meira sagt.“ Eg kveð þennan skörulega rit- stóra í bili og enda spjallið á til- vitnun í hennar eigin orð í nýút- komna heftinu þar sem segir: ,J*'yrir aðeins 630.- kr. fá menn fimm hefti af Tímaritinu, með greinum, sögum, ljóðum og rit- dómum, einhverju við allra hæfi, og auk þess 15% afslátt af útgáfu- bókum Máls og menningar. Það em góð kjör.“ Og það veit trúa mín að em orð að sönnu! POPP Dúkkulísur létta lund eftir Gunnlaug Sigfússon Dúkkulísurnar Það er þvf miður ekki oft sem íslenskar plötur koma á óvart á þessum síðustu tím- um, nema ef vera skyldi að einstaka plata næði niður fyrir þá lágkúru sem virðist ríkja í rokktónlistinni hér um þesscir mundir. Það þarf því engin meistaraverk til þess að brúnin á manni lyftist. Það er alltaf viss upplyfting í því að fá í hendurnar jafn viðunncinlega plötu og fyrsta plata kvennahljómsveitarinnar Dúkkulísanna er. Hér er að vísu engan veg- inn um gallalausan grip að ræða, enda varia hægt að ætlast til þess af byrjendum sem þeim. En á heildina litið em þó kostimir stærri en gallamir. Það sem ég finn einna helst að tónlist Dúkkulísanna er að bassa- og trommuleik- ur er mjög einhæfur og ekki bætir úr skák að hljóðblöndunin á þessum hljóðfærum er þess eðlis, að á stundum er eins og vcinti gmnninn í tónlistina. Til dæmis finnst mér innbyrðis blöndun á trommum hálf skrýtin og sumsstaðar er bassinn alveg týndur. Þá em textamir heldur klúðurslega samcin- settir, þó yfirleitt sé svo sem allt í lagi með yrkisefnið. Lögin em hinsvegar ágæt. Þau em fremur jöfn að gæðum, þótt Silent Love sé einna best og Pamela einna verst. Söng- urinn er oftast nær mjög þokkalegur og sama er að segja um hljómborðsleikinn, sem er fremur einfaldur en srríekklegur. Höfuðprýði Dúkkulísanna er svo gítarleikur Grétu Sigurjónsdóttur. Gítarryþminn er kraftmikill og sóló em vel leikin og skemmtilega uppbyggð. Sé tekið tillit til þess að hér er um fyrstu plötu fremur lítt reyndrar hljómsveitar að ræða, verður ekki cinnað sagt en að árang- urinn sé harla góður og ég er ekki frá því að með vissum lagfæringum eigi þessi kvenna- sveit meiri möguleika á að gera góða hluti í framtíðinni en Grýlumar hefðu haft. Human League — Hysteria Það em nú liðin um það bil tvö og hálft ár frá því að Human League sendu frá sér plöt- una Dare, sem þau slógu í gegn með á svo eftirminnilegan hátt. Það gekk ekki áfalla- laust að klára þessa nýju plötu, sem hlotið hefur nafnið Hysteria. I fyrstu var ætlunin að Martin Rushent, sem pródúseraði Dare, sæi einnig um upptöku [jessarar plötu en eitthvað slóst upp á vinskapinn milli hans og hljómsveitarinncir, svo hann hætti. Eink- um mun seinagangurinn við upptökumar hafa farið í taugarnar á honum. Þá tók Chris Thomas við stjóminni en hann gafst einnig upp, enda var hann fyrir með aðra álíka seinvirka hljómsveit á sínum snærum, sem var Pretenders. Þegar allt virtist komið í óefni og það stefndi í gjaldþrot hjá Human League (ótrúlegt en satt) kom Hugh Padge- ham til skjalanna og greiddi úr flækjunni á tiltölulega stuttum tíma. Það er ekki auðvelt að fylgja eftir plötu eins og Dare og með Hysteria hefur Human League ekki tekist að gera nógu sannfær- andi plötu. Það er einkum tvennt sem gerir það að verkum að Hysteria er ekki nógu góð. í fyrsta lagi em lögin ekki nógu sterk, þegar á heildina er litið. Lebanon er lang- besta lagið og raunar það eina sem býr yfir nægum krafti. Það virðist þó ekki ætla að ná viðlíka vinsældum og Love Action og Don’t You Want Me náðu á sínum tíma. Skýringin á því er líklega viðfangsefni textans. Það verður því spennandi að sjá hvemig næsta litla plata verður en ég gæti ímyndað mér að á henni gætu lent lög eins og So Hurt, I’m Coming Back eða Life On Your Own. Það em einkum tvö lög á Hysteria sem svo skera sig úr fyrir hvað þau em léleg, en það em tvö fyrstu lögin á seinni hliðinni, sem heita Betrayed og The Sign. Hitt atriðið sem gerir það að verkum að platan er ekki nógu góð er að það er eins og vanti einhvem kraft í útsetningar og hljóðfæraleik. Að vísu nota þau nú rafmagnsgítar í nokkmm lögum og lífgar það óneitanlega uppá, en ekki nóg. Svona á heildina litið verður því Hysteria fremur máttlaus plata, sem rennur áreynslulaust í gegn án þess að maður virkilega taki eftir því. Plötuna vantar þann ferskleika, sem einkenndi Dare og ef þau senda ekki tiltölulega fljótlega frá sér nýja plötu, þá er ég hræddur um að Human League falli fljótíega í gleymsku. HELGARPÓSTURINN 19

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.