Helgarpósturinn - 05.07.1984, Blaðsíða 23

Helgarpósturinn - 05.07.1984, Blaðsíða 23
HRINGBORÐIÐ Víst kunnum við að drekka í dag skrifar Helgi Skúli Kjartansson Lundúnum, á Derbydaginn 1984. Þessi grein á að vera sjálfum- glöð uppmeðsérgrein um ís- lenska menningu. Nánar til tekið íslenska áfengismenningu, sem er miklu merkilegri en af er látið, og mættu aðrar þjóðir mikið af okkur læra í þeim efnum, ajnJc. Englendingar, ef þeir hefðu bara vit á því, blessað fólkið. Það liggur nú samt ekki lífið á að koma sér að efninu. Það er eiginlega í leiðinni að hugsa að- eins um bjórinn og örlög hans á Alþingi og út frá honum um þau fjölmörgu þingmál sem á hverju ári eru annað hvort svæfð í nefndum, jafnvel með hálfgerð- um yfirgangi, eða troðast undir í ösinni miklu í þinglok;og út frá því hvað skorpuvinnan er Alþingi til lítils sóma, ösin mikla síðustu viku þings, ösin litla vikuna fyrir jól, og ládeyðam mikla á haustin og fréun í desember meðan verið er aðþoka málum áleiðis í nefnd- um. Á þessu kann ég einfalda pat- entlausn. Breyta bara þingsköp- um svoleiðis, að þingi sé ekki slit- ið á vorin nema fyrir kosningar,- heldur bara frestað rétt eins og gert er yfir jól og páska. Þá má taka til við mál að hausti á því stigi sem við þau var skilið að vori, nota deildafundina til að af- greiða frumvörp sem búið var að fjalla um í nefnd fyrir sumarhlé, og halda þannig jafnvægi í þing- störfunum. Ég skil svo sem vel að þingmenn geti ekki staðið í að afgreiða allan þann málasæg sem þeir fitja upp á, en í stað þess að mál verði tugum saman aldrei út- rædd, verða bara þingmenn að temja sér þá hreinskilni að vísa frá við 1. eða 2. umræðu þeim málum sem þeir vilja ekki eyða tíma sínum í. Og hananú. Áfengismenningin aftur. Það er verið að segja að Islendingar fari illa með vín, kunni ekki að drekka, en í útlöndum sé minna um að menn drekki svona illa og miklu fleiri sem virkilega kunni með vjn að fara. Þetta má allt rétt vera. Ég er ekkert að gorta af því hvernig meðaltals-íslendingur- inn drekkur þegar hann er að drekka, heldur hinu hvemig haun drekkur ekki þegar hann er ekki að drekka. Því að með nokkrum óheiðarlegum undantekningum eru íslendingar mestu snillingar í að drekka aldrei eða næstum aldrei í vinnunni, þar með talin matar- og kaffihlé. Hjá Englend- ingum, sem þó em ekki vínþjóð nema í löku meðallagi, er miklu meira um hádegisdrykkju og vinnustaðasull. íslendingur veit nærri því alltaf þegar hann fer að Iheiman, hvort hann muni nota 'áfengi áður en hcinn kemur aft- lur. Englendingur hefur iðulega ekki hugmynd um það. Enda er t.d. ölvun við cikstur óviðráð- anlegt vandamál hér í landi; það bara rímar ekki við lifn- aðarhætti fólks að gæta sín neitt líkt því eins stranglega í því efni eins og flestir gera á íslandi. Fyrir fjölda Englendinga er líka nánast útilokað að koma hver heim til annars án þess áfengi sé a.m.k. boðið. Venjulegur Islendingur býður gesti sínum ekki áfengi, nema honum finnist það passa við tíma sólarhrings, erindi gestsins og aðrar aðstæður. Þetta er kannski dálítið upp og ofan, misjafn sauður í mörgu fé, og auðvitað til íslendingar, svona innan um, sem drekka eins og fólk gerir í kvikmyndum. En það er ekki hin sanníslenska áfengis- menning, heldur eins slagsmenu- ingarsletta, rétt eins og útlend orð eru engin íslenska þó einhver minnihluti landsmanna temji sér að sletta þeim. Líkingunni má fylgja eftir, því að það er með menningarslett- urnar einsog málslettumar; með tímanum geta þær unnið sér ís- lenskan þegnrétt, og raunæ eru erlend áhrif á bak við flest þau nýmæli sem verja mál okkar og menningu stöðnun og forpokun. (T.d. að borða með hníf og gaffli, eða að tala um pafenrtausnir eins og ég gerði víst rétt áðan.) En hvorki mál okkar né menning á að standa galopið fyrir hverjum goluþyt handan um haf. Það fer sjálfsagt ekki hjá því að drykkjusiðir íslendinga sveigist heldur að háttum grannþjóð- anna, eins og flest cinnað í máli okkar og menningu, og með því kynni svo sem eitthvað gott að fljóta ef landinn fer að drekka upp á útlensku þegar hann drekkur. Bcira að hann týni ekki niður hinu ágæta íslenska lagi á að vera edrú þegar hann drekkur ekki. Er það ekki einmitt þetta sem menn eru hræddir um að bjórinn myndi spilla? Það þyrfti þó kann- ski ekki að vera ef hann væri hafður nógu svívirðilega dýr. Ég veit það ekki. En hitt veit ég, að cilveg eins og málverndin væri vonlaus ef við værum ekki dálítið stolt af ís- lenskunni, þannig verjumst við ekki heldur óþörfum menningar- slettum nema átta okkur á því hverju við megum vera montin af í okkar sér-íslensku háttum. Reynum því að vera bara roggin cif íslenskri áfengismenningu. <®>BYG GINGA VÖR UR u,. Byggingavöruverslun og ráðgjafarþjónusta pP Kleppsmýrarvegi 8 — Sími 81068 EITTHVAÐ FYRIR ALLA HÚSBYGGJENDUR OG HÚSEIGENDUR 4 ALUMANATION 30! Fljótandi ál- klæðning fyrir pappaþök. > TIL SPRUNGUVIÐGERÐA:1 Ma- S eMJUÚltM, 100% akrýlmálning ALUMAGLAS J Borði PERMARDDF Fyrir pappaþök og steinrennur Solignum Architectural fúavari Alkalivörn — vatnsvari 40 |!|;7Ali:i SENDIN AKhYLPLASTMALNING DURATHANE Polyurethan-þéttikítti sem inniheldur grunn fyrir járn, stein, timbur o.fl. PERMAPLASTIK PERMAPRIMER SÆNSKA PARKETTIÐ FRÁ TARKETT BUCHTAL keramikflísar, úti sem inni Útvegum flestar byggingavörur með stuttum fyrirvara. Útborgun allt niður í 20% og lánstími allt að 6 mánuðum. Gunnar F.E. Magnússon múrari verður í versluninni daglega kl. 16—18 og gefur alla ráðgjöf varðandi notkun RPM-efn- anna yður að kostnaðarlausu. Málningarverkfæri múrverkfæri og önnur almenn verkfæri BYGGINGAVOR UR Byggingavöruverslun og ráðgjafarþjónusta Kleppsmýrarvegi 8 — sítni 81068 alla virkadaga kl. 9—18. \JmWmJ laugardaga kl. 9—16. HELGARPÓSTURINN 23

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.