Helgarpósturinn - 05.07.1984, Blaðsíða 25

Helgarpósturinn - 05.07.1984, Blaðsíða 25
•Hvaö eru íslendingar að horfa á heima í stofu? •Helgarpósturinn tekur saman jista yfir vinsælustu vídeómyndirnar á íslandi um þessarmundir FLEIRIVINSÆLAR Alls komust 54 titlar á blað hjá vídeóleigunum tíu sem HP leitaði til og hér á eftir nefnum við nokkrar fleiri myndir sem næstar komust þeim þrettán sem vinsælastareru í heimabíóunum um þessar mundir. The Best Little Whorehouse in Texas ** Grín- og söngvamynd með hinni sykursætu Dolly Parton í aðalhlutverki ásamt Burt Reynolds. Leikstjóri er Colin Higgins. Sky-jacked * Leikstjóri er John Guiller- min en aðalhlutverk leika Charlton Heston og Yvette Mimieux. Myndin fjallar um flugrán og flokkast sem spennumynd. Christine. John Carpenter leikstýrir en aðalleikendur eru m.a. Keith Gordon, John Stockwell, Alex- andra Paul og fleiri. Mynd um bíl með sál eftir hrollvekju Stephen Kings, High Road to China ** Leikstjóri: Brian G. Hutton en leikarar e_ru Tom Selleck, Bess Armstrong, Jack Weston. Ævintýramynd. Chinatown**** Roman Polanski leikstýrir. Aðalhlutverk leika Jack Nich- olson og Faye Dunaway. Fyrsta flokks einkaspæjara- mynd í anda Chandlers. Black Sunday ** Leikstjóri John Franken- heimer og helstu hlutverk eru í höndum Robert Shaw, Bruce Dern, Marthe Keller. Hryðju- verkamynd. American Gigolo ** Leikstjóri Paul Schrader. Leikarar: Richard Gere, Laur- en Hutton. Sakamálamynd. Princess Daisy ** Leikstjóri: Waris Hussein. Leikarar: Merete van Kamp, Claudia Cardinale, Stacy Keach, Barbara Bach, Linds- ey Wagner, Ringo Starr. ,,Konumynd“. Til móts viðgull- skipið ** Leikstjóri: Ashley Lasarus. Leikarar: Richard Harris, Ann Turkel, David Janssen og John Carradine. Alistair Mc- Lean-mynd. Excalibur *** Leikstjóri: John Boorman en leikarar eru: Nigel Perry, Helen Mirren. Ævintýramynd sem ekki er fyrir börn, um Arthur konung og riddara hringborðsins. I, the Jury Leikstjóri: Larry Cohen en leikarar eru: Armand Assante, Barbara Carrera, Lauren Landon og fleiri. Einkaspæj- aramynd. Cocaine ** Ágætt drama um baráttu Dennis Weaver við fíkniefnið cocaine. Superman II *** Leikstjóri: Richard Lester. Leikarar: Christopher Reeve, Margot Kidder, Valerie Perrin og Gene Hackman. Afbragðs skemmtun fyrir börn á öllum aldri. Bráðið blý og helköld lík. Leikarar eru Stuart Whit- man, John Saxon, Martin Landau. Lögreglumynd sem bönnuð er börnum. Englar reiðinnar. Gerð eftir sögu Sydney Sheldon. Leikarar: Jaclyn Smith og Armand Assante. Priller. Cat People ** Leikstjóri: Paul Schrader. Aðalleikarar: Nastassia Kinski, Malcolm McDowell, John Heard, Annette O’Toole. Hrollvekja af betri sortinni sem bönnuð er börnum. Mary Poppins ** Walt Disney-mynd. Á hverfanda hveli *** Sá sígildi róman Clark Gable og Vivien Leigh. Börn stór neytenda- hópur Veturinn 1982-83 gerði hópur nemenda í Fellaskóla, undir handleiðslu kennara síns, athug- un á átbreiðslu og notkun mynd- banda meðal nemenda skólans. Þegar litið er á niðurstöður könnunarinnar kemur i ljós að myndbönd eru algeng á heimil- um þeirra bama sem könnunin náði til. Að auki virðist aðgangur að kapalkerfum mjög algengur. Almennt sáu bömin helst ýmiss konar ofbeldis- og klám- efni á myndböndum en þó var þar um nokkra skiptingu að ræða eftir aldri og kyni. Yngri börn horfa frekar á teikni- og grínmyndir. Stelpur í yngri aldurshópnum horfðu ekki mikið á klámefni, þó jókst það mjög með hærri aldri. Þeir sem mest horfðu á vídeó kusu áberéuidi helst ofbeldisefni eða tvöfalt meira en þeir sem minna horfðu. Þær myndir sem bömin eink- um nefndu sem sjónvarpsefni sitt vom meðal annars The Exter- minator, Halloween, Terror og Exorcist sem em bannaðar í surnum nágrannaJöndum okkar en þó ekki hér. Varðandi áhrif myndbanda á einstaklinginn kom í ljós að 20% af yngstu bömunum fengu mar- ■traðir eftir að hafa horft á ofbeld- lisefni. VÍDEÓLEIGA-VÍDEÓ-VÍDEÓLEIGA Höfumi eitt besta myndefnið sem nú er á markaðnum Mikið úrval nýrra myndafyrir VHS-kerfi Leigjum einnig út sjónvörp, myndsegulbandstæki og tölvuspil MYNDBERC Sf. SUÐURLANDSBRAUT 2 — SÍMI 86360 Opið kl. 13-22 ■ iidiiuu.—miuvirvuu. og kl. 13-22.30 E fimmtud.-sunnud. EUROCAnO FfTffllW HELGARPÓSTURINN 25

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.