Helgarpósturinn - 19.07.1984, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 19.07.1984, Blaðsíða 10
Ekið eftir hringvegi frá Egilsstöðum til Breiðdals: HREINDÝRA AÐ VÆNTAI ALFARALEIÐ - og silungsveiði í Heiðarvatni Leiðin frá Egilsstöðum niður að BreiðdaJsvegi er um 80 km löng,— hinn viðurkenndi þjóðvegur númer eitt, framhjá skemmtiiegri byggð Austf jarðanna, en liggur um skemmtilegt landsvæði. Á Eyjólfsstöðum er mikil skóg- rækt sem er undir umsjón Skóg- ræktarféiags Austurlands, en skammt þar fyrir sunnan eru Ketilsstaðir. Þar bjó á átjándu öld Pétur sýslumaður Þorsteinsson, sá sem flutti inn fyrstu hreindýrin til landsins, en þessi tignarlegu dýr mun án efa bera fyrir augu á ferða- laginu um Austurland. Sigurður sonur sýslumanns var fyrsta leik- ritaskáld íslands. Ekið er framjá Grímsárvirkjun, sem er stærst virkjcina þar eystra, enn sem komið er. Þá liggur leið um Skriðdal. Þar eru iitskrúðug líparítfjöll, jarðfræði hér eystra er nokkuð önnur en víðast á landinu, öllu nær uppruna heimsins. Hér er líka víða kjarrgróður skjóigóður og hlýlegur, en há fjöll á báðar hend- ur. Meðal hæstu tinda er Skúm- höttur, 1239 metra hár, milli Skrið- daJs og botns Reyðaríjarðar. Á Breiðdalsheiði er ekið upp í 460 metra hæð og er hún allbrött niður í Breiðdaiinn. Uppi á heiðinni er ágætt silungsvatn, Heiðarvatn. Einmitt á Breiðdalsheiði er von um að sjá til hreindýra, en yfirleit halda þau sig utan alfaraleiða, nema helst á hörðum vetrum að þau sækja til byggða. Djúpivogur: GEISLASTEINARNIR ÚR TEIGARHORNI - sýnd veiöi en ekki gefin Það er sagt að geislasteinamir úr Teigarhomi, sem er friðlýst svæði í 5 km fjarlægð frá Djúpa- vogi, séu einstaklega fagrir, þeir fegurstu í heiminum. Þetta er þó sýnd veiði en ekki gefin. Stranglega er bannað að hrófla við nokkmm hlut þarna, og ef upp kemst um slíkt, þá er farið með zeólíta-þjófa eins og fálkaeggjaþjófana. Hinsvegar er okkur sagt að tals- vert sé af fallegum steinum í fjör- unni við Djúpavog. Og þcir standa menn dögum saman og veiða ókeypis siiung í fjömnni, enda mun sá góði fiskur víða á borðum á Djúpavogi í sumar. En talandi um fiskrétti, þá er hið nýuppgerða hótel á Djúpavogi með fræga lúðu og lúðusúpu á matseðlinum daglega. Hún Ragn- heiður Ólafsdóttir hefur gert mikla andlitslyftingu á hótelinu og sjálf- sagt að skella sér í þessa margróm- uðu súpu hennar. Uti fyrir Djúpavogi er Papey og mun freista margra. Hægt er að fá bát og leiðsögn í eynni. Nýtt og ágætt tjaldstæði er við Djúpavog á fallegum bala við inn- keyrsluna að Djúpavogi frá hring- vegi. Þar er danspallur og grillað á útigrillum af kappi. Sem sé líf og fjör á Djúpavogi, enda þótt staður- inn sé ekki ýkja stór. Þar er hins- vegar ungt og áhugasamt fólk að byggja upp staðinn. Á leið til Hornafjarðar: HÉRTÝNDU RÓMVERJAR BUDDUNNISINNI og Ingólfur og Hjörleifur áttu þar sinn fyrsta vetur á íslandi Frá Djúpavogi að Höfn í Homa- firði er 108 km langur vegur, sem liggur m.a. um söguríkar byggðir allt frá heiðnum sið. Papar, írskir munkar, em sagðir haífa numið land hér löngu áður en hinir bjart- eygu Norðurlandabúar hröktust hingað. Á Bragðavöllum hefur t.d. fund- ist rómversk mynt, ævafom, sem gæti bent til þess að Rómverjar hefðu hrakist aJla leið hingað til að glata buddunni sinni. Djáknadys er friðlýst, en þar áttu djákni einn og prestur að hafa orð- ið saupsáttir og fallið báðir. Sú saga var sögð að sá sem þama ætti leið um í fyrsta sinni skyldi kasta þrem steinvölum á dysina til að verða sér úti um ömgga ferða- tryggingu. Þessi siður mun aflagð- ur með öllu. Að Geithellum er sagt að Ingólf- ur Arnarson og Hjörleifur fóst- bróðir hans Hróðmarsson hafi átt vetrarsetu fyrsta veturinn á ís- landi. Geithellur em við Álftafjörð, sem er syðstur Austfjarðanna. Ekið er yfir Lónsheiði. Við Hval- nes, austasta bæ í Lóni, er lands- lagið stórfenglegt og hreint ólýsan- legt. Bærinn stendur undir Eystra- Homi, þar em í fjallinu ýmsar merkar steintegundir, t.d. gabbró. Að Bæ í Lónssveit bjó fyrsti lög- fræðingur landsins, sjálfur Úlfljót- ur. Á Stcifafelli er fom prédikunar- stóll í kirkjunni og gömul altaris- tafla. Við bæinn er mikil og góð fjallasýn og trjágróður fallegur. Þegar komið er úr Almanna- skarði er afleggjari til vinstri, en hann Iiggur að ratstjárstöð NATÓ- stöðvarinnar í Stokknesi. Áfram höldum við nokkra kílómetra og er þá komið til Hafnar í Homafirði, sem er eina kauptúnið í Austur- Skaftafellssýslu, íbúar um 1500 og bærinn býsna þróttmikill og í upp- gangi síðari árin. Frá Höfn og allt til Reykjavíkur em engir fjallvegir, enda vart hægt að telja Hellisheið- ina til slíkra. í Hornafirði er ágætt hótel, sem ámm saman hefur verið litið til sem eins af „alvöru“ hótelunum. Þar er og öll sú þjónustu, sem ferðamenn sækjast eftir. Eddu- hótel er líka í Nesjaskóla skammt frá bænum og Farfuglar reka gisti- heimili með svefnpokaaðstöðu. Þjóðgarðurinn í Skaftafelli: ÞAR BÚA SAMAN HINAR ÓTRÚLEGUSTU ANDSTÆÐUR Leiðir margra liggja í þjóðgarð- inn í Skaftafelli, einstaka náttúm- auðlind sem á sér engan líka. Það spillir ekki heldur fyrir að þama er hægt að tjalda á besta tjaldstæði landsins sem býður upp á marg- háttaða aðstöðu fyrir ferðcifólkið. Að sjálfsögðu leikur veðrið mjög stórt hlutverk hér sem annars staðcu-. í góðviðri í Skaftafelli er gaman að dvelja þar, lakara í rign- ingu og roki. í sumar hefur veðrið verið með ágætum og fjöldi ferða- fólks notið staðarins, og enn fleiri væntanlegir eftir því sem líður á sumarið. „Það sem menn sjá strax hér í Skaftafelli, em þessar miklu and- stæður", sagði Ragnar Stefánsson, bóndi í Skaftafelli og þjóðgarðs- vörður. „Héðan má sjá vítt og breitt yfir, jökla, gróðurinn í skjóli þeirra, Skeiðará sem ryðst þama fram á sandinum, sem virðist endcdaus". Ferðcifólk í Skaftafelli er að langmestum hluta fjölskyldu- fólk og erlendir ferðamenn. Þarna er ekki von á hinum hefðbundnu útiscunkomum ungmenna, þær passa ekki á þessum stað. , ,Núna í sumar erum við að byrja að reyna að fara í gönguferðir með ferðafólkið. Það er mikils virði að fá með sér leiðsögumann, sem kann skil á öllum hlutum. Til að byrja með verður þetta væntan- lega einu sinni í viku í það minnsta," sagði Ragnar. í Skaftafelli em fimm landverðir í starfi, en núna í sumar munu tals- vert margir sjálfboðaliðar mæta til starfa í þjóðgarðinum og vinna um stund við að leggja göngustíga um þjóðgarðssvæðið. Sagði Ragnar Stefánsson að brýna nauðsyn bæri til að leggja slíka stíga til að vinna gegn röskun á náttúmnni. I fyrrasumar var veður ekki með besta móti í Skaftafelli, en satt að segja lítur dæmið mun betur út núna. í fyrra komu 17 þúsund manns og tjölduðu á staðnum,- verða væntanlega talsvert fleiri í ár. Eins og fyrr segir er tjaldstæðið með óvenju góða þjónustu. í upp- hafi vom nokkrir erfiðleikar á tjaldstæðum á staðnum. Land fyrir það var raunar ekki fyrir hendi. Stórgrýttum vatnsfarvegi var breytt í hið besta tún og er þar nóg rúm fyrir tjöld og aldrei hörgull á tjaldstæðum. * I 10 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.